Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 11. febrúar 2013 Mánudagur Öll pressan á Mourinho n Risaslagur í Meistaradeild Evrópu milli Real Madrid og Manchester United H inn slóttugi þjálfari Manchester United, Alex Ferguson, hefur marga fjöruna sopið gegnum tíðina og kann mætavel að snúa pressu í meðvind. Skotinn vill nú meina að öll pressan vegna leiks Real Madrid og Manchester United í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sé á Jose Mourinho og leikmönnum hans. Fjórir fyrstu leikirnir í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar fara fram í vik- unni. Á morgun tekur Celtic á móti Juventus og á sama tíma býður Val- encia franska liðið PSG velkomið á Mestalla-leikvanginn. Degi síðar hefur Shaktar Donetsk leik gegn Dortmund. Þó um bærilega spennandi leiki sé að ræða falla þeir allir í skuggann af leik Real gegn Manchester sem einnig fer fram á miðvikudag en þar mætast ekki aðeins einhverjir færustu þjálf- arar heims heldur vekur ekki minni spennu að þetta er í fyrsta skipti sem stórstjarnan Cristiano Ronaldo mætir sínu gamla liði. Sá er í blússandi stuði þessi dægrin og setti þrennu um helgina í 4–1 stórsigri Real á Sevilla í spænsku deildinni. Ferguson kann að hafa rétt fyr- ir sér með að pressan sé mun meiri á Real Madrid. Manchester United situr þægilega í efsta sæti ensku úrvals- deildarinnar meðan liði Mourinho hefur gengið herfilega á Spáni. Alla- vega miðað við væntingar sem alltaf eru miklar. Real situr ekki aðeins langt fyrir neðan erkifjendur sína frá Kata- lóníu heldur líka fyrir neðan erkifjend- ur sína frá sömu borg; Atletico Madrid. Ósættis hefur orðið vart í herbúðum Hvíta hússins, eins og Real er gjarnan kallað heima fyrir, og leikmenn hafa meira að segja leyft sér að gagnrýna Mourinho í fjölmiðlum. Vissulega má mikið gerast til að Real Madrid eigi möguleika heima fyrir á titli og því má færa til sanns vegar að pressan sé meiri á Mourinho og fé- laga að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. En ekki má heldur gleyma að alltaf er pressa á enska liðinu. Ekki kannski síst vegna þess að Manchester hefur ekki komist ýkja langt í Meistara- deildinni síðan Cristiano Ronaldo yfir- gaf félagið. n albert@dv.is Úlfúð á Spáni Það hefur aldrei verið gott á milli aðdáenda Real Madrid annars vegar og aðdáenda Barcelona hins vegar og skot og skætingur er regla en ekki undantekning. Þó hefur kólnað enn frekar á milli hópanna í þessari viku eftir að katalónska sjónvarpsstöðin TV3 setti saman og sýndi myndband þar sem leik- mönnum Real Madrid er líkt við hýenur. Um var að ræða klippur af leikmönnum Real að brjóta á hin- um ýmsu leikmönnum Barcelona í gegnum tíðina en þó fyrst og fremst gagnvart Leo Messi sem vissulega fær oftast óblíðar mót- tökur í leikjum liðanna. Mynd- bandið má sjá á vef DV.is Ferguson á toppnum BBC tók saman í vikunni hvaða þjálfarar í Englandi hefðu gert bestu hlutina á þessari leiktíð og þar reyndist stjóri Manchester United, Alex Ferguson, sér á parti. Lið hans hefur að meðaltali 2,48 stig úr leikjum liðsins en næstur Skotanum kom Eddie Howe stjóri Bournemouth með 2,27 stig að meðaltali. Í neðri hlutanum mátti sjá nöfn manna á borð við Mark Hughes sem stýrði QPR aðeins til 0,33 stiga að meðaltali og Paul Lambert hjá Aston Villa var ekki hátt skrifaður heldur með sín 0,84 stig á þessari leiktíð. Biðst afsökunar Peter Odemwingie hefur beðið stuðningsmenn og stjórn West Brom afsökunar á frumhlaupi sínu í síðasta mánuði þegar hann tók upp á því, nánast á eigin spýt- ur, að ganga til liðs við QPR. Taldi framherjinn að samkomulag um kaup væru frágengin og mætti galvaskur á æfingasvæði síns nýja félags. Í ljós kom að hann hafði svo ekki verið seldur og fór heim á ný með skottið milli lappanna. Hann missir tveggja vikna laun fyrir uppátækið. Blóðprufur eru málið Arsene Wenger stjóri Arsenal vill að tekið verði enn harðar á fíkni- efnaneyslu knattspyrnumanna og mælir sterklega með óreglu- legum skyndiblóðprufum eftir knattspyrnuleiki. Aðeins með þeim hætti sé hægt að taka af allan vafa um hvort knattspyrnu- menn og fari að lögum og reglum og standi sína plikt gagnvart yfir- mönnum og ekki síst aðdáendum sínum, eða ekki. Stórleikur Ferguson og Mourinho hafar marga hildina háð en eru ágætis félagar utan vallar. Vinátta þeirra verður sett til hliðar fyrir meistaradeildarslaginn. Mynd: REUtERS M ögulega hefur það ekki ýkja mikil áhrif á meirihluta þeirra félagsliða sem leika í ensku úrvalsdeildinni en frá og með næstu leiktíð gilda strangari reglur um allan rekstur knattspyrnuliða í þeirri deild en verið hefur. Viðurlög við brotum verða líka harkaleg; stig umsvifalaust dregin af félögunum og í verstu tilfellum hrein og bein frávísun úr efstu deild. En sitt sýnist hverjum um nýju reglurnar. Lengi hefur verið deilt á enska knattspyrnusambandið og þá helst forráðamenn úrvalsdeildarinnar vegna þess hversu lítið væri um regl- ur sem jöfnuðu stöðu félagsliða í deildinni en þar eru og hafa verið undanfarin ár nokkur lið sem hafa að- gang að nánast ótæmandi fjármagni meðan önnur berjast í bökkum með skuldahala á eftir sér. Ekki stóll fyrir dyr Nýju reglurnar taka sérstaklega á þessu en þó án þess að setja stórliðum stólinn algjörlega fyrir dyrnar. Megin- reglan verður sú að rekstur hvers og eins félags verði í plús eða allavega ekki í djúpum skít ár eftir ár. Hvert fé- lagslið mun hafa reynslutíma næstu þrjú árin en heildartaprekstur á þeim þremur árum má ekki fara yfir 21,2 milljarða íslenskra króna.* Með öðr- um orðum; félögin þurfa að reka sig á hverju tólf mánaða tímabili fyrir rétt rúma sjö milljarða króna ellegar eiga á hættu að missa stig. Á þessu verð- ur sú undantekning að allt fjármagn sem notað verður til yngri flokka starfs eða til að byggja upp og bæta aðstöðu verður frádráttarbær. Við fyrstu sýn virðist þetta vera bærilega strangt ákvæði en raunin er þó sú að þetta er mun hærri upphæð en fyrstu tillögur nefndarinnar sem að þessum reglum stendur. Til saman- burðar nægir að nefna lið West Ham sem dæmi en samanlagt tap þess fé- lagsliðs síðustu fimm árin hefur ver- ið sautján milljónir króna. West Ham er ekki meðal þeirra allra verstu en rekstur þar þó verið erfiður undan- farin ár. Launareglan Önnur ný regla tekur til launa og er tæknilega séð um launaþak að ræða þó félögunum sé gert kleift að finna leiðir hjá því. Miðað er við að heildar- laun leikmanna fari aldrei yfir 10,5 milljarða króna* en það hámark gild- ir þó aðeins um það fjármagn sem fé- lögin fá frá úrvalsdeildinni vegna sjón- varpstekna. Þau geta því með góðum rekstri almennt þess utan notað hagn- að af þeim peningum aukalega til launagreiðslna sé þess þörf. Brjóti félögin þessa reglu eru þó viðurlögin ekki alvarleg heldur tak- markast þá sú upphæð sem þau geta eytt af öðrum tekjum sínum til launa leikmanna við 800 milljónir króna næstu ár á eftir. Jafna stöðu félagsliðanna Richard Scudamore, stjórnarformaður ensku úrvalsdeildarinnar, segir að nýju reglurnar eigi bæði að bæta hag innlendra knattspyrnumanna og fé- lagsliða en ekki síður jafna grundvöll- inn sem þau spili á. Gangi allt eftir mun það þýða harðari keppni í úrvals- deildinni, fleiri unga innlenda leik- menn í bestu liðunum og síðast en ekki síst meiri ábyrgð stjórnarmanna á gjörðum sínum. Nýju reglurnar setji endapunkt á hamslausan peninga- mokstur. n *Tölurnar miðast við núverandi gengi gagnvart pundi. Böndum komið á taumlausa eyðslu n Strangari reglur settar um rekstur n Launaþak á leikmenn Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Fleiri ungir strákar fá tækifæri Gareth Bale er einn hinna frábæru leikmanna í enska sem snemma fengu tækifæri að spreyta sig. Vonir standa til að það geri fleiri frá og með næsta hausti. Fækkar erlendum leik- mönnum? Ekki endilega, en líklegt má telja að félags- liðin kaupi sterkari erlenda leikmenn en hingað til með nýjum reglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.