Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 12
C hristopher Dorner, fyrrver- andi lögreglumaður í Los Angeles, er eftirlýstur vegna þriggja morða sem framin voru í síðustu viku. Dorner hefur gefið út yfirlýsingu á Facebook þar sem hann fullyrðir að hann hafi verið rekinn úr starfi vegna þess að hann er blökkumaður. Í hefndar- skyni ætli hann að myrða lögreglu- menn og ástvini þeirra, en hann er nú þegar grunaður um að hafa myrt lögregluþjón, dóttur fyrrverandi lög- regluforingja og unnusta hennar. Þá hefur hann skotið að fleiri lögreglu- mönnum og sært tvo þeirra illa. Dorner hefur hlotið þjálfun í skæru- hernaði. Hann keyrir um á vöru- flutningabíl og er sagður búa yfir miklu vopnasafni. „Ill nauðsyn“ „Líklega finnst ykkur þessi hegðun stórundarleg af þeim manni sem þið tölduð ykkur þekkja, sem alltaf brosti hvar sem sást til hans,“ segir í yfirlýs- ingu Dorners. „Ég veit að mér verður lýst sem ófreskju af lögreglunni í Los Angeles og fjölmiðlum. En því miður eru verk mín ill nauðsyn sem ég hef enga ánægju af heldur verð að inna af hendi til að endurheimta mann- orð mitt og stuðla að raunverulegum breytingum innan lögreglunnar.“ Hafin er rannsókn á brottrekstri Dorners en að sögn Charlie Beck, lögreglustjóra í Los Angeles, er það ekki gert til að verða við kröfum hins eftirlýsta. Í yfirlýsingu sagði lög- reglustjórinn að hann óttaðist að draugar fortíðar yrðu vaktir upp með ásökunum Dorners um kynþátta- hatur. Því væri brýnt að sýna fram á að lögregluyfirvöld hefðu gegnsæi og sanngirni að leiðarljósi. Svo virð- ist sem nokkur stefnubreyting hafi orðið hjá lögreglunni um helgina, en á föstudaginn kvað við allt annan tón á blaðamannafundi. Aðspurð- ur um ásakanir Dorners gegn lög- reglunni sagði Beck: „Þú ert að tala um mann sem grunaður er um að hafa framið svívirðileg morð. Ef þú vilt gera þvaðri hans á internetinu hátt undir höfði, þá gjörðu svo vel. Ég kæri mig hins vegar ekki um það.“ Lögreglan sökuð um kynþáttahatur Christopher Dorner var sagt upp árið 2008 fyrir að bera ljúgvitni gegn samstarfsmanni sínum og saka hann um að hafa sparkað í vitni. Dorner kærði þá lögregluyfirvöld, tapaði málinu og tapaði aftur eftir að hafa áfrýjað til efra dómstigs. Lögreglan í Los Angeles var ára- tugum saman þekkt fyrir spillingu og kynþáttahatur. Það eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan óeirðir brutust út í borginni eftir að blökk- umaðurinn Rodney King var laminn til óbóta af lögregluþjónum. Atvikið náðist á myndband og var sýnt um allan heim en maðurinn hafði það eitt til saka unnið að keyra of hratt. Beck fullyrðir að vinnubrögð lög- reglunnar og samband hennar við borgarbúa hafi breyst til hins betra á síðustu árum en óttast að ásakanir Dorners um kynþáttahatur setji strik í reikninginn. Gömul kona skotin í bakið Lögreglunni urðu á hræðileg mistök á fimmtudaginn þegar hún hóf skot- hríð á sjötuga konu og dóttur henn- ar sem óku um á sams konar flutn- ingabíl og Dorner. Gamla konan var skotin í bakið en er ekki í lífshættu og dóttir hennar særðist á hendi. Aukinn kraftur hefur færst í leitina að Dorner og sérstakt lög- reglulið hefur verið stofnað til að sinna henni. Það samanstendur af lögregluþjónum frá Los Angeles, Irvine og Riverside auk manna úr alríkislögreglunni. Jesús aldrei kallaður „nigger“ Yfirlýsing Dorners er afar löng og virðist honum hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann skrifaði hana. Segir hann frá ýmsum atvikum úr lífi sínu, meðal annars því þegar skólabróðir hans í grunnskóla kallaði hann „nigger“ og Dorner sló hann. Báðir máttu þola hirtingu og var Dorn- er sagt að að góðir kristnir menn ættu að bjóða hinn vangann en ekki hefna sín. „Ég er ekki kristinn, fjandinn hafi það, og þessi gamla skrudda sem samanstendur af skáldskap og takmörkuðum sann- leika og kallast Biblían segir hvergi að Jesús hafi nokkurn tímann verið kallaður „nigger“. Hvernig dirfistu að slá mig fyrir að standa upp og krefjast þess að komið sé fram við mig eins og manneskju?“ segir hann í yfirlýsingunni. Er honum tíðrætt um að „hreinsa nafnið sitt“ og virð- ast morðin vera einhvers konar til- raun til þess. n Hatursglæpur amish-biskups Amish-biskupinn Samuel Mullet í Ohio var á föstudaginn dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir hatursglæpi. Mullet, sem er 67 ára, fékk meðlimi trúarhóps síns til að ráðast að and- stæðingum þeirra og klippa hárið og skeggið af mönnunum. Það að skera hárið telst vera niðurlægj- andi innan trúarinnar en skegg og sítt hár eru heilög tákn Amish- fólks. Saksóknarar telja að trúarleg- ur ágreiningur hafi verið ástæðan fyrir því að Mullet fyrirskipaði árás- irnar. 15 aðrir meðlimir safnaðar- ins voru einnig dæmdir í allt frá eins árs fangelsis til sjö ára. Saksóknarar segja að árás- irnar hafi verið gerðar á meðlimi amish-samfélaga í nágrenninu sem veittu honum mótstöðu eða þá á fyrrverandi meðlimi safnaðarins, sem yfir gáfu hann vegna ágrein- ings. Þeir segja að Mullet hafi beitt ógnarvaldi innan safnaðarins og til að mynda neytt konur innan safn- aðarins til kynmaka við sig eftir að hafa fengið eiginmenn þeirra til að leyfa sér það. „Konur voru neydd- ar til að fara frá börnum sínum og búa í húsi Mullets til að hann gæti þvingað vilja sínum upp á þær,“ sagði saksóknari. Pútín læsir andstæðing inni Leiðtogi Vinstrifylkingarinnar í Rússlandi, Sergei Udaltsov, hefur verið úrskurðaður í stofufangelsi. Hann var sakaður í október um að hafa skipulagt óeirðir og óspektir í mótmælunum gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í maí í fyrra. Udaltsov neitar sök og segir að þetta sé ein af tilraunum Pútíns til þess að koma óorði á stjórnarandstöðuna. Udaltsov á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi en verður að dúsa í íbúð sinni í Moskvu þar til rann- sókn á máli hans lýkur, sem verð- ur líklega í apríl. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem stjórnarand- stæðingur í Rússlandi er úrskurð- aður í stofufangelsi. Ritstuldur ráðherra Menntamálaráðherra Þýska- lands, Annette Schavan, sagði af sér á laugardag eftir að há- skólinn í Düsseldorf svipti hana doktorsgráðu vegna meints ritstuldar. Nafnlausa vefsíðan schavanplag vísar í fjölmörg til- vik í doktorsritgerð Schavan þar sem hún er sögð ekki hafa vísað nógu vel í heimildir eða sleppt því alfarið. Þrátt fyrir að háskólinn hafi fundið tilefni til að svipta hana gráðunni ber Schavan af sér allar sakir. Hún segist ætla að höfða mál gegn háskólanum og krefj- ast skaðabóta. Schavan er annar ráðherrann í ríkisstjórn Ang- elu Merkel sem sakaður er um ritstuld en fyrir tveimur árum sagði þáverandi varnarmálaráð- herra, Karl-Theodor zu Gutten- berg, af sér en sannað þótti að hann hefði stolið stórum hlutum doktorsritgerðar sinnar. MORÐINGI Í STRÍÐI GEGN LÖGREGLUNNI Mikill viðbúnaður Stofnað hefur verið sérstakt lögreglulið til að elta Dorner uppi. Hættulegur Dorner hefur fengið þjálfun í skæruhernaði og býr yfir miklu vopnasafni. n Segist vilja hreinsa mannorð sitt n Lítur á sig sem fórnarlamb kynþáttaníðs Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Greindist á eftirlitsmyndavél Leitað er logandi ljósi að Christopher Dorner um þessar mundir. 12 Erlent 11. febrúar 2013 Mánudagur „Ég veit að mér verður lýst sem ófreskju af lögreglunni í Los Angeles og fjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.