Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 11. febrúar 2013 Mánudagur É g get þó ekki sagt að ég sakni þess, þetta er alveg komið gott af þessu máli,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokksins, um sigur Íslands í Icesave-málinu. Fylgi Framsóknarflokksins er í mikilli upp- sveiflu samkvæmt skoðanakönnun- um sem eiga það sameiginlegt að vera gerðar eftir að niðurstaða fékkst í málið fyrir EFTA-dómstólnum. Sig- mundur Davíð byrjaði í stjórnmálum vegna Icesave og hefur alltaf verið harður á þeirri skoðun að kröfur um að Ísland ætti að borga stæðust ekki lög. „Á tímabili var ég kallaður eins máls maður og að ég væri með þrá- hyggju,“ segir Sigmundur sem er þó sjálfur ekki sammála því að hafa bara eitt mál á dagskránni. Núna þegar Icesave-málið er frá muni hins vegar gefast meiri tími til að tala um önnur mál. Fylgisaukningin hefur einna helst verið tengd við Icesave-niðurstöð- una en Sigmundur segist þó vona að það sé ekki það eina sem kjósendur horfi til. „Það er náttúrulega hin aug- ljósa breyting en þó vona ég að þetta sé ekki bara spurning um Icesave- niðurstöðuna sem slíka heldur að fólk setji málflutning í því máli í sam- hengi við málflutning okkar annars staðar, kannski sérstaklega í mál- efnum heimilanna. Að fólk treysti okkur til að fylgja þeim málum eftir af sömu festu og við gerðum í Ices- ave,“ segir hann. „Ég vona að þegar fólk lítur aftur yfir liðin ár, þetta kjör- tímabil, þá sjái það að við höfum ver- ið með málflutning í öðrum mál- um líka sem hefur sannað gildi sitt. Mál sem hafa fengið mikla gagnrýni í byrjun en smátt og smátt, eftir því sem meiri upplýsingar koma fram og forsendurnar skýrast, hafa sannað gildi sitt. Besta dæmið að mínu mati er gildi skuldaleiðréttingar,“ segir Sigmundur. Varar við árásum Sigmundur varaði samflokksmenn sína á flokksþingi Framsóknar um helgina við því að árásir ættu eftir að koma úr öllum áttum nú þegar fylgi flokksins er að rísa. Hann ít- rekar þetta í samtali við blaðamann og segir að nú þegar sé farið að hnýta í flokkinn í meira mæli. Flokkurinn á sér langa sögu og hefur verið talað um spillingu í þeirri sögu, til dæmis í tengslum við einkavæðingu bank- anna. Sigmundur býst við að mál úr fortíðinni verði dregin fram í sviðs- ljósið í meira mæli en áður vegna fylgisaukningarinnar. „Ég held að pólitískir andstæðingar muni leitast við að velta þeim meira upp og skapa meiri umræðu um þau en ella vegna þess að fylgið hefur aukist, bara sem viðbrögð við því. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að þegar flokkur er á sigl- ingu er tilhneiging hjá öðrum flokk- um að beita sér gegn þeim flokki,“ segir hann. Sigmundur segist hins vegar vonast eftir því að umræðan í að- draganda kosninga muni snúast um ólíka stefnu og ólík markmið. „Frekar en ímynd eða einhverja fyrri stjórn- málamenn, jafnvel menn sem ég hef aldrei hitt. Auðvitað vonast mað- ur til þess að umræðan snúist sem mest um stefnu því þannig virkar lýðræði best, að menn taki afstöðu út frá stefnunni,“ segir hann. Ætl- ar hann þá ekki að tala um verk Jó- hönnu Sigurðardóttur sem hættir í stjórnmálum að loknu kjörtímabil- inu eftir að hafa leitt umdeilda rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri- grænna? „Í kosningum erum við í rauninni ekki bara að horfa til næsta kjörtímabils. Kosningar snúast líka um að gera upp kjörtímabilið sem var að líða þannig að við munum auðvitað fjalla um það. Auðvitað er líka eðlilegt að menn gagnrýni flokka fyrir eitt og annað í sögu þeirra sem betur hefði mátt fara til þess að flokk- ar sem stofnanir læri af reynslunni.“ Sigmundur segir að Framsóknar- flokkurinn hafi verið mjög upptekinn af því á kjörtímabilinu að skoða sína sögu og hvað hafi betur mátt fara. Það birtist meðal annars í breyttum lögum og framboðsreglum flokksins. Á leið í ríkisstjórn Framsóknarflokkurinn hefur átt að- ild að fjölda ríkisstjórna á undan- förnum áratugum. Flokkurinn hefur þó staðið utan ríkisstjórnar síðast- liðin tvö kjörtímabil, frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkur myndaði meirihluta með Samfylkingunni. Sig- mundur stefnir aftur með flokkinn í ríkisstjórn og segist ganga óbund- inn til kosninga, tilbúinn að skoða þá möguleika sem í boði verða að lokn- um kosningum. „Núna þorir maður ekkert að segja um það en ég vona að við verðum í ríkisstjórn vegna þess að ég er auðvitað í stjórnmálum til að hafa áhrif. Stjórnmálamenn sem halda öðru fram ættu að vera í ein- hverri annarri vinnu. Auðvitað von- ast maður til að komast í aðstöðu til að hafa sem mest áhrif,“ segir hann aðspurður hvort flokkurinn sé á leið í ríkisstjórn. „Það er óneitanlega mikill munur á því hvaða áhrif menn hafa í ríkis- stjórn og stjórnarandstöðu. Jafn- vel má segja að það sé helst til mik- ill munur því það hefur nú ekki breyst mikið frá því sem áður var að stjórnar andstaða, sama hversu ágæt- ar tillögur hún kann fram að færa, nær tillögum sínum sjaldnast í gegn,“ segir Sigmundur og bætir við að hann vilji reyna að leita hugmynda víða ef hann fái sæti í ríkisstjórn að loknum kosningum. „Ég vona að mér takist, verði ég í ríkisstjórn, að breyta þessu og opna á tillögur frá öðrum. Ég tel mig ekki þurfa að eiga höfundarréttinn á öllu sem gert er.“ Ófrávíkjanlegar kröfur Á flokksþinginu sem lauk um helgina voru samþykktar áherslur flokksins fyrir komandi kosningar. Sigmundur er ekki tilbúinn að víkja frá þeim stefnumálum sem lögð hafa verið upp sem aðalmál flokks- ins. „Ófrávíkjanlegar kröfur okkar snúa að því að það verði komið til móts við heimilin og það þarf að gerast á þrennan hátt. Í fyrsta lagi þessi uppsafnaði vandi, það sem er kallað forsendubrestur, afleiðingin af verðbólguskotinu og gengisfall- inu sem hækkaði lánin. Í öðru lagi að koma í veg fyrir að það sama geti gerst aftur, og þar er ég að tala um að taka á verðtryggingunni. Í þriðja lagi tekjurnar, að fólk hafi betri og betur launuð störf. Þetta eru hlutirnir sem við setjum á oddinn,“ segir hann en bætir við að spurning sé um hvernig þessi mál verði útfærð. Forysta flokksins talar á al- mennari nótum en áður og segir Sigmundur Davíð það vera meðvit- aða ákvörðun að tala um markmið- in en ekki endilega útfærslurnar á hvernig á að ná þeim markmiðum. „Fyrir svona ári breyttum við nálg- un okkar á hvernig við leggjum fram tillögur og það gerðum við í ljósi reynslunnar af ýmsum tillög- um sem við höfðum lagt fram áður, kannski sérstaklega þessari frægu 20 prósenta leiðar. Þar fór umræðan að miklu leyti að snúast um smáat- riði í aðferðarfræðinni.“ Sigmundur talar einnig um að það sé gott að geta gefið öðrum kost á að koma að útfærslunni þannig að þeir telji sig eiga eitthvað í afrakstrinum. Samvinnustjórnmál Þrátt fyrir að vilja leita að hugmynd- um út fyrir flokkinn er Sigmundur ekki hrifinn af því að ná sameiginlegri niðurstöðu í öllum málum. Hann segir að flokkarnir verði að standa á sínum grunngildum. „Ef þetta snýst um það að allir stjórnmálamenn ólíkra flokka eiga að koma saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu, einhvers konar lægsta samnefnara eða hvað við viljum kalla það, þá held ég að það sé ekki æskilegt sam- ráð. Því það væri í rauninni samsæri stjórnmálanna gegn almenningi. Al- menningur verður að geta treyst því að það sem menn hafa fram að færa í kosningum – stefnan – sé eitthvað sem menn ætla að berjast fyrir,“ segir hann. Sigmundur er þó meðvitaður um að þar sem einn flokkur hefur sjaldn- ast hreinan meirihluta þurfi mála- myndanir í ýmsum málum til að hægt sé að mynda ríkisstjórn. „Þó skulda stjórnmálamenn kjósendum það að mínu mati að fylgja stefnunni eins mikið og kostur er í stað þess að reyna að fá alla með. En þó eru oft tækifæri til að fá alla með, það er grundvallaratriði í þessu,“ segir hann en bætir við að ágreiningur sé um of mörg mál þar sem það þyrfti ekki að vera. „Mikill meirihluti mála sem afgreidd eru á Alþingi eru afgreidd án mótatkvæða en það er held ég ekki hægt að ætlast til þess í stjórn- málum og ekki æskilegt að ætlast til þess í stjórnmálum að þannig sé það í öllum málum. Það eru alltaf sum mál þar sem fólk hefur ólíkar skoðanir og þá verða kjósendur að geta náð fram ákveðinni stefnu með atkvæði sínu.“ n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Verða að geta treyst því að flokkar standi við grunngildin n Meiri tími í annað eftir Icesave SVIK VIÐ KJÓSENDUR AÐ SEMJA UM ALLT „Ófrávíkjanlegar kröfur okkar snúa að því að það verði komið til móts við heimilin. Komið gott af Icesave Sigmundur Davíð segist ekki sakna Ice save-málsins. Hann byrjaði þó í stjórnmálum vegna málsins í kjölfar hrunsins. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.