Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 11. febrúar 2013 Vissu af „menguðu“ kjöti lengi n Hrossakjötsmálið í Bretlandi teygir anga sína víða L ögregluyfirvöld í Bretlandi skoða nú hvort hefja eigi saka- málarannsókn á hendur mat- vælaframleiðandanum Findus en ýmislegt bendir til að forráða- menn þess hafi lengi haft vitneskju um að nautakjötsvörur þeirra voru að stórum hluta hrossakjöt. Mikið uppnám er í Bretlandi og víðar í kjölfar þess að lasanjavör- ur fyrirtækisins Findus reyndust að stórum hluta gerðar úr hrossa- kjöti en ekki nautakjöti eins og stað- hæft er og er hefðin við gerð lasanja. Málið teygir nú anga sína mun víð- ar og slíkar vörur nú til skoðunar í allri álfunni. Það hefur og komið í ljós að Findus er ekki eina matvæla- fyrirtækið sem selt hefur vörur sínar undir fölskum formerkjum. Í trúnaðarbréfi sem breska blaðið Independent hefur komist yfir kemur í ljós að forráðamönnum Findus var gert ljóst í ágúst í fyrra að vörur keyptar frá franska fyrirtæk- inu Comigel gætu verið „mengað- ar“ af hrossakjöti. Breta hryllir al- mennt við hrossakjötsáti þó það þyki herramannsmatur víða annars staðar. Málið er þó æði flókið því til- búnir frosnir réttir sem seldir eru í matvöruverslunum fara gegnum margar hendur áður en viðskipta- vinurinn kaupir þá. Findus, sem telst vera framleiðandi réttanna, kaupir hana meira og minna til- búna frá franska fyrirtækinu sem aftur kaupir sína vöru, aftur að mestum hluta tilbúna, frá fyrirtæki í Rúmeníu. Þar í landi eru skipulögð glæpasamtök sterk og hafa ítök víða. Sama gildir um frosna kjötrétti annarra verslunarkeðja en for- ráðamenn þýsku Aldi-keðjunnar hafa viðurkennt að sýni úr þeirra eigin vörulínu af lasanja hafi inni- haldið allt að hundrað prósentum hrossakjöts. Það var í síðasta mánuði sem upp komst um hrossa- kjötsskandalinn þegar matvæla- eftirlitsstofnun Írlands komst að því að rúmlega þriðjungur allra hamborgara sem seldir eru í helstu verslunarkeðjum væru blandað- ir hrossakjöti. Iceland- og Tesco- verslunarkeðjurnar voru meðal þeirra sem illa komu út í rannsókn Íranna og svo fór að Iceland, í það minnsta, innkallaði frosna ham- borgara sína, meðal annars hér á Íslandi. Sviksemi hjá Findus Trúnaðarbréf afhjúpar að forráðamenn Findus vissu fyrir mörgum mánuðum að matvæli sem þeir voru að kaupa frá Frakklandi innihéldu annað en nautakjöt. MYND:REUTERS Annars flokks ráðherraval „Sannast sagna þá hefur hann tilnefnt annars flokks fólk,“ segir Dick Cheney, fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, um ráð- herraval Baracks Obama og beindi orðum sínum sérstaklega gegn John Kerry og John Brenn- an. Hann er ekki hrifinn af fólk- inu sem Obama hefur umkringt sig með fyrir síðara kjörtímabil hans og sagði hann þjóðar- öryggisteymi forsetans hrein- lega „skelfilegt.“ Mikilvægt væri að hafa gott fólk í innanríkis- og varnarmálaráðuneytunum og CIA. Þessi orð lét Cheney falla á fundi repúblikana í Wyoming um helgina. Cheney sagði Obama vilja hafa repúblikanann Chuck Ha- gel í varnarmálaráðuneytinu til að taka skellinn vegna fyrirhug- aðs niðurskurðar. Harmleikur á Kanaríeyjum Fimm manns létu lífið og þrír særðust þegar björgunarbát- ur skemmtiferðarskips losn- aði og féll í hafið við bryggju í Santa Cruz á sunnudag. Hin- ir látnu og særðu voru hluti af áhöfn skipsins sem var að taka þátt í öryggisæfingu þegar slysið varð. Fallið var um 20 metrar og lenti bát- urinn á hvolfi í vatninu með ofangreindum afleiðingum. Skipið sem um ræðir er frá Bretlandi og utanríkisskrif- stofa Bretlands kveðst ætla að kanna málið niður í kjölinn. Læknar myrtir í Nígeríu Öfgamenn í norðausturhluta Ní- geríu myrtu þrjá norðurkóreska lækna í Potiskum á laugardags- kvöld. Árásin var sérlega óhugn- anlega þar sem þeir afhöfðuðu einn læknanna. Á föstudag voru að minnsta kosti níu konur, sem voru að sinna bólusetningum í Kano, myrtar og virðast öfgaöfl í hinum múslímska norðurhluta Nígeríu hafa skorið upp herör gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Norðurkóresku læknarnir voru myrtir á heimilum sínum þar sem engin öryggisgæsla var. Þ etta hljómar eins og beint úr einhverri vísindaskáld- sögunni en er langt í frá skáld- skapur. Alþjóðlega öryggisfyr- irtækið Raytheon hefur þróað hugbúnaðarkerfi sem miðar að því að fylgjast náið með daglegum hreyf- ingum fólks. Markmiðið mun með- al annars vera að finna út mynstur í hegðun einstaklinga svo hægt verði að spá fyrir um framtíðarhegðun þeirra. Notast er við upplýsingar af samfé- lagsmiðlum við útreikningana. Fjallað er um málið á vef breska fjölmiðilsins Guardian. Á eins konar kynningarmyndbandi frá Raytheon, sem Guardian komst yfir og blaðamaðurinn Ryan Gallagher birti með frétt sinni, kemur fram hvernig kerfið safnar saman ítarlegum upplýsingum um einstaklinga af sam- félagsvefjum eins og Facebook, Twitt- er og Foursquare. Unnið með Bandaríkjastjórn Raytheon, sem er fimmti stærsti verk- takinn á sviði varnarmála í heimsvísu, hefur gefið það út að fyrirtækið hafi ekki ennþá selt afnot af kerfinu sem ber heitið „Riot“ en það myndi útleggj- ast sem „Óeirðir“ á íslensku. Eins og nafnið gefur til kynna gæti markmið- ið með notkun forritsins meðal annars verið að komast yfir upplýsingar um þá sem skipuleggja mótmæli eða borgaralega óhlýðni. Raytheon vildi ekki að kynningar- myndbandið um Riot-kerfið yrði gert opinbert. Fyrirtækið, sem er með höf- uðstöðvar í Massachusetts í Banda- ríkjunum, hefur viðurkennt að hafa deilt tækninni með Bandaríkjastjórn árið 2010. Þá tók Raytheon þátt í sam- eiginlegu verkefni sem miðaði að því að þróa kerfi sem gæti tekið saman miðlægan gagnagrunn úr öllum þeim upplýsingum sem finna má um einstaklinga á samfélagsmiðlum. „Google fyrir njósnara“ Í umfjöllun Guardian segir að tæknin sýni svart á hvítu hvernig samfélags- miðlarnir sem reyndust mótmælend- um svo vel í arabíska vorinu geti breyst í eins konar „Google fyrir njósnara“. Riot-kerfið býður notandanum upp á að fletta upp á persónuupplýsingum einstaklinga með einum músarsmelli, vinum þeirra, uppáhaldskvikmyndum og bókum, og/eða hvar þeir hafa haldið sig síðustu vikur. Í myndbandinu sem Guardian birt- ir með fréttinni má sjá einn „rannsak- enda“ Raytheon, Brian Urch að nafni, lýsa því hvernig myndir sem teknar eru á snjallsíma innihalda upplýsingar um staðsetningu myndarinnar sem finna megi í svokölluðum „exif header“- gögnum sem fylgja myndinni. Riot- kerfið vinnur meðal annars úr þessum upplýsingum og getur þannig skráð nákvæma staðsetningu notandans langt aftur í tímann. „Við vitum hvert Nick er að fara“ „Við ætlum að fylgjast með einum starfsmanninum okkar,“ segir Urch í myndbandinu, áður en hann birt- ir mynd af Nick, starfsmanni Raythe- on sem notaður er í þetta sýnidæmi. Með því að vinna úr upplýsingum af samfélagsmiðlum getur Riot-kerfið sýnt fram á að Nick hafi heimsótt þjóð- garða Washington-fylkis grimmt, og að í einni slíkri heimsókn hafi hann meðal annars tekið mynd af sér með ljóshærðri konu. „Við vitum hvert Nick er að fara, við vitum hvernig Nick lítur út,“ útskýrir Urch og heldur áfram: „Nú viljum við reyna að spá fyrir um hvar hann verð- ur í framtíðinni.“ Í Riot-kerfinu er hægt að fletta upp tengslaneti fólks og sjá það myndrænt í eins konar köngu- lóarvef. Þá er einnig hægt að fletta upp á nákvæmri GPS-staðsetningu þeirra fjölmörgu sem notast við Foursqu- are-forritið í símann sinn. Þannig get- ur notandi Riot séð fjölsóttustu staði einstaklingsins og hvenær hann hélt til á þessum stöðum. Þannig er til að mynda hægt að finna út að Nick sem fjallað er um í myndbandinu fer iðulega í ræktina um sex leytið snemma í hverri viku. „Þannig að ef þú myndir vilja ná tali af Nick, eða komast yfir fartölvuna hans, gætir þú heimsótt ræktina klukkan sex á mánudegi,“ segir Urch í mynd- bandinu. Löglegt í flestum löndum Söfnun upplýsinga af opinberum vett- vangi eins og Facebook er lögleg í flest- um löndum. Í febrúar á síðasta ári bað Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) til að mynda um aðstoð við að safna gögnum af samfélagsvefjum til þess að geta fylgst með „brotamönn- um eða hópum.“ Ginger McCall, lögfræðingur hjá upplýsingamiðlun um rafræna persónuvernd, sagði að þessi nýja tækni Raytheon vekti upp spurningar um meðferð þessara upplýsinga þegar engin sérstök löggjöf væri til staðar í málaflokknum. „Samfélagsmiðlar eru oft ekki gegnsæir þegar kemur að því að upp- lýsa um hvaða upplýsingum er deilt áfram og hvernig,“ sagði hann. Not- endur dreifi oft upplýsingum í þeirri trú að vinir þeirra einir hafi aðgang að þeim á meðan raunin sé sú að emb- ættismenn á vegum ríkja og/eða ör- yggisfyrirtæki liggi yfir gögnunum. Selt um allan heim Jared Adams, talsmaður Raytheon, sagði Riot-kerfið miða að því að vinna úr gríðarlegu magni upplýsinga til þess að raða þeim saman í nothæfan gagnagrunn. Með þessu sé verið að svara kalli tímans um breyttar áherslur í öryggismálum. Í desember fékk Raytheon einkaleyfi á kerfi sem gengur út á það að safna saman upplýsingum um fólk á samfélagsmiðlum með það að mark- miði að finna út hvort það gæti mögu- lega „ógnað öryggi“ til dæmis þjóð- ríkja. Nær engin takmörk eru á sölu og dreifingu Riot-kerfisins samkvæmt bandarískum lögum, og getur Raythe- on því selt það til fyrirtækja og ríkis- stjórna um allan heim. n n Notendur samfélagsmiðla kortlagðir af alþjóðlegu öryggisfyrirtæki Stöðugt eftirlit Þátttakendur í pólitísku starfi Aðgerða- sinnar úr Occupy Wall Street-hreyfingunni komu saman á ársafmæli mótmælanna í Zuccotti Park í New York, þann 17. september 2012. Stjórnvöld eða einkafyrirtæki munu geta nýtt sér Riot-kerfið til þess að fylgjast með ferðum þeirra sem taka þátt í pólitísku andófi. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.