Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 3
T ónlistarmyndband sem var notað sem dæmi um áhrif klámvæðingar í heimilda- myndinni Fáðu já! var spil- að stuttu eftir barnatíma RÚV á sunnudag. Annar umsjónarmað- ur barnatímans er Brynhildur Björns- dóttir sem er einn aðstandenda heim- ildamyndarinnar Fáðu já. Á þetta benti Þórdís Elva Þorvaldsdóttir annar að- standenda heimildamyndarinnar á Facebook-síðu sinni. Um er að ræða myndbandið All the Lovers með Kylie Minogue. Grátlegt „Um leið og barnatímanum lauk á RÚV í morgun, og 3ja ára sonur minn sat enn við tækið, var tónlistarmynd- band sem fjallar um hópkynlíf – og þykir eitt grófasta myndbrotið sem notað er í Fáðu já – sýnt í opinni dag- skrá klukkan hálfellefu. Hvað er verið að pæla?“ sagði Þórdís Elva og spurði Brynhildi, hvort henni fyndist ekki kaldhæðnislegt að um leið og barna- tíma sem hún hafi stjórnað lauk skuli hafa tekið við eitt djarfasta mynd- bandið úr myndinni. „Fyrir smábarnaskarann sem var nýbúinn að horfa á þig í að skottast um í Geymslunni?“ Brynhildur svaraði því til að henni fyndist það bæði kaldhæðnislegt og grátlegt. „Aðallega asnalegt því það ætti ekki að vera flókið að spila efni við hæfi á þessum tíma dags. Ég hef oft reynt að grafast fyrir um af hverju ekki er hægt að gera það að vinnu- reglu að spila myndbönd við hæfi þegar þarf uppfyllingu milli dagskrár- liða á þessum tíma en ekki haft erindi sem erfiði.“ Útvarpsstjóri þegir Páll Magnússon útvarpsstjóri sagð- ist ekki þekkja til myndbandsins eða notkunar þess í heimildamyndinni Fáðu já! og sagðist því ekki geta dæmt um hversu óviðeigandi sýning þess var. Þórdís segir vandann mun víðtæk- ari en að hann sé bundinn við RÚV og segir fjölmiðla jafnt sem foreldra verða að gefa efni tónlistarmynd- banda gaum. „En við verðum samt að vera vak- andi fyrir þessu. Sömu reglur ættu að gilda um tónlistarmyndbönd og ann- að efni sem er bundið aldurstakmarki vegna innihalds. Fullorðinsefni ætti að sýna á fullorðinstíma, ekki þegar börn eru að horfa. Þetta er ósköp einfalt, það þarf bara að flokka tónlistarmyndbönd í „barnvæn“ og „fullorðins“ og sýna þau á viðeigandi tímum í sjónvarpi eftir því. Vandamálið leyst. Og svo þyrfti öll þjóðin helst að sjá Fáðu já, til að hrista af sér doðann og sjá hvaða mynd blas- ir við krökkum nú til dags. Þá getum við tekið saman höndum við að leið- rétta hana.“ n Ætla sér ekki að skila peningunum Fréttir 3Mánudagur 11. febrúar 2013 Hækka eigin laun n Tengja greiðslur til bæjarfulltrúa Ísafjarðar þingfararkaupi á ný M eð þessu eru þ.a.l. bæjarfull- trúar að fá sömu kjarahækk- anir og þingmenn og þær hækkanir sem orðið hafa á almennum kjarasamning- um á þessu tímabili,“ segir Daníel Jak- obsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Tillaga byggð á minnisblaði bæjarstjór- ans um hækkun launa bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá bænum var sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi á fimmtu- dag. Bæjarfulltrúar ákváðu því að hækka eigin laun. Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna bæjarins voru frá ár- inu 2003–2009 tengdar þingfararkaupi – tiltekin prósenta af þeim. Frá 2009 hafa greiðslurnar hins vegar ekki verið látnar fylgja þingafararkaupi þrátt fyr- ir hækkun þess. Í minnisblaðinu seg- ir að ekki sé til nein formleg samþykkt um að þessi tenging skuli ekki vera virk. Þingfararkaup nam 531.100 krónum á mánuði árið 2009 en árið 2012 stóð sú upphæð í 610.194 krónum. Óskaði bæj- arstjórinn því eftir afstöðu bæjarráðs um hvernig fara skyldi með umræddar greiðslur og fór málið fyrir bæjarstjórn þar sem tillögurnar voru samþykktar. Það þýðir að föst laun allra fulltrúa, hvort heldur sem er forseta bæjar- stjórnar, formanns bæjarráðs, bæjar- ráðsmanns eða bæjarfulltrúa, hækka úr 37.500 krónum í 43.085 krónur á mánuði. Greiðslur vegna hvers fundar í bæjarstjórn hækka svo hjá forseta bæj- arstjórnar úr 41.600 krónum í 48.816 krónur og bæjarfulltrúa úr 20.800 í 24.408 krónur. Laun bæjarfulltrúa sem sækir tvo fundi í mánuði fara því úr 79.100 krónum í 91.901 krónu. Laun forseta bæjarstjórnar sem sækir tvo fundi á mánuði fara því úr 120.700 krónum í 140.717 – rúmlega 16 pró- senta hækkun. Einnig vakti bæjarstjórinn athygli á því að ekki lægi fyrir með hvaða hætti skuli greiða fyrir ferðir á vegum bæjar- ins líkt og tíðkast í flestum sveitarfélög- um og var því kippt í liðinn. n mikael@dv.is Bæjarstjórinn Tillaga Daníels Jakobssonar um að koma aftur á tengingu launa kjörinna full- trúa bæjarins við þingafararkaup var samþykkt. n Steinunn og Páll undirbúa andsvör n Fimm lífeyrissjóðir vilja að þau skili 482 milljónum króna bera eigi launagreiðslur slitastjórnar Glitnis saman við launagreiðslur til annarra slitastjórnarmanna hér á landi því samanburðurinn í þessari umræðu sé mikilvægur. „Það hefur farið mikil vinna í nauðasamninga Glitnis. Þetta eru greiðslur fyrir vinnu sem við höfum unnið í þágu búsins. Þetta er búið að standa í á fimmta ár og er gríðarlega umfangsmikið verk- efni sem krefst mikils vinnuframlags. Annars er vert að bera greiðslurnar til okkar saman við launagreiðslur út úr öðrum þrotabúum,“ segir Steinunn. 36 milljónir eðlilegt viðmið Í bréfi sínu rekur Reimar hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að þau Steinunn og Páll eigi að endur- greiða búi Glitnis samtals nærri 482 milljónir króna. Honum reikn- ast til að eðlilegt tímagjald fyrir út- selda vinnu lögmanns sé 24 þúsund krónur á tímann, fyrir utan virðis- aukaskatt, og að umræddur lögmað- ur vinni átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Hann segir að ætla megi að fólk vinni um 47 vikur á ári, þegar búið er að taka frá orlofsdaga, veik- indadaga og hátíðardaga, og einnig að ekki sé óeðlilegt að lögmaðurinn veiti um 20 prósenta afslátt af vinnu sinni sökum þess að Páll og Steinunn hafa nær eingöngu unnið fyrir bú Glitnis síðastliðin ár. Reimari telst til að eðlileg árslaun út frá þessum forsendum séu rúmlega 36 milljónir króna, eða um þrjár milljónir króna á mánuði. Svo segir Reimar, máli sínu til stuðnings: „Þessi fjárhæð er í takt við þær þóknanir sem lagð- ar voru til grundvallar þegar Fjár- málaeftirlitið skipaði menn upphaf- lega til starfa vegna slitameðferðar bankanna. Þá eru þær til muna ríku- legri en lögmenn sem sinna verj- endastörfum fá til dæmis.“ Greiðslurnar sem Steinunn og Páll hafa fengið árlega frá þrota- búi Glitnis síðastliðin ár eru hins vegar tvisvar til nærri þrisvar sinn- um hærri en þetta. Til að mynda fékk Steinunn rúmar 95 milljónir króna frá búinu 2010 og Páll 75 og Steinunn fékk rúmar 100 milljón- ir árið 2011 á meðan Páll fékk tæp- ar 77 milljónir króna. Í bréfi Reim- ars er yfirlit yfir allar greiðslur úr þrotabúi Glitnis til þeirra Páls og Steinunnar og er einnig fett fing- ur út í launagreiðslur til fulltrúa sem unnið hafa fyrir búið á vegum þeirra. Ályktunin sem Reimar dreg- ur af þessum tölum er: „Umrædd- ar þóknanir eru langt umfram það sem venja stendur til og viðgengist hefur hjá verjendum og opinberum sýslunarmönnum.“ n Með fimm starfsmenn í vinnu Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, starfsmenn slitastjórnar Glitnis, láta fimm starfsmenn sem þau ráða í vinnu til lögfræðifyrirtækis síns vinna fyrir þrotabúið fyrir 16 til 20 þúsund krónur á tímann en borga þeim svo aðeins lítinn hlut af þeirri upphæð í laun. Kröfubréf lífeyrissjóðanna fimm gegn þeim er þríþætt: Í fyrsta lagi er þess að krafist að Steinunn greiði til baka inn í þrotabúið það sem hún er talin hafa oftekið í laun, samtals rúmlega 234 milljónir króna; í öðru lagi er þess krafist að Páll greiði til baka meint oftekin laun, samtals 159 milljónir og í þriðja lagi er þess krafist að þau greiði sameiginlega til baka rúmlega 88 milljónir króna vegna oftekinna launa til eignarhalds- félags síns. Páll sagði aðspurður við DV í september að fyrirtæki þeirra Steinunnar, Borgarlög- menn sf., greiði starfsmönnunum 700.000–1.000.000 króna á mánuði. Laun starfs- mannanna eru hins vegar einungis lítill hluti af hagnaði fyrirtækis þeirra af útseldri vinnu hvers starfsmanns. Afganginn af hagnaðinum af hverjum starfsmanni stinga þau í eigin vasa. „Þeir fá bara góð laun. Þetta eru góð laun miðað við stéttina. Ég gef þetta ekki upp þeirra vegna en þú ert nærri lagi: Grunnlaunin geta verið á þessu bili sem þú nefnir,“ sagði Páll. Þar fyrir utan eru þau bæði með eigin einkahlutafélög sem þau nota til að rukka búið. Þegar DV spurði Pál að því september hversu miklu þau héldu eftir persónulega af útseldri vinnu fulltrúanna sagði Páll að hann teldi að það væri um þriðjungur: „Eins og ég segi, við eigum félagið og ef það er hagnaður af rekstri þess þá greiðum við tekjuskatt af honum og höldum honum og ef það er tap þá tökum við það á okkur líka. […] Það er mismunandi hvað við fáum mikið af þessu eftir því hvað það er mikið að gera. Eins og ég segi þá fer stærstur hluti í laun og rekstrarkostnað. Það þarf að borga tryggingar, líf- eyrissjóð og það þarf að borga húsnæði. En eins og ég segi þá erum við ekki með starfs- menn í vinnu til að tapa á þeim. […] Við greiðum þessu fólki bara samkeppnishæf og góð laun. Við pössum okkur líka að tímagjaldið þeirra sé ekki óeðlilegt miðað við það sem gengur og gerist varðandi fulltrúa almennt. […] Ætli þetta sé ekki svona 1/3 hluti sem við fáum ef vel gengur,“ sagði Páll. „Umræddar þóknanir eru langt umfram það sem venja stendur til og við- gengist hefur. Kaldhæðnislegt Brynhildi og Þór- dísi Elvu finnst kaldhæðnislegt að tónlistarmyndband, sem er lýst sem klámi í heimildamyndinni Fáðu já!, hafði verið spilað stuttu eftir barnatíma á RÚV á sunnudag. Hópkynlíf sýnt eftir barnatíma Myndskot úr myndbandinu Hér má sjá atriði úr myndbandi Kylie sem var notað sem dæmi um áhrif klámvæðingar í heim- ildamyndinni Fáðu já! n Notað sem dæmi um klám í myndinni Fáðu já! Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.