Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 11. febrúar 2013 Mánudagur Hamskiptin í uppsetningu Vesturports hafa geng- ið fyrir fullu húsi úti um allan heim og ekkert lát er á vinsældum verksins. Viktoría Hermanns- dóttir sá sýninguna í London, á sama stað og hún var fyrst frumsýnd fyrir sjö árum og hitti leik- arana að lokinni sýningu. Hamskiptin um allan heim L eikurum er vel fagnað að sýningu lokinni og nokkr- ir gestir standa upp og klappa fyrir frammistöðu þeirra í hinum fallega sal Lyric Hammersmith-leikhússins í London. Leikararnir í Hamskiptun- um eru komnir í góða æfingu eftir að hafa leikið leikritið alloft síðan það var frumsýnt hér fyrst árið 2006. Síðan þá hefur verið ferð- ast með sýninguna út um allan heim og fjöldinn all- ur af leikurum stokkið inn í hlutverkin. Sýningin hefur hlotið einróma lof breskra gagnrýnenda og er nánast uppselt á hverja sýningu. Orðin vön Að sýningu lokinni má heyra sýningargesti tala sín á milli og lofa verkið. Nokkrir gestanna setjast niður við leikhúsbarinn og þegar leikararnir koma fram spretta nokkrir þeirra úr sætum sínum og þakka fyrir sig. Einn biður um eigin- handaráritun frá Nínu, þakkar fyrir sig og segist snortinn af frammistöðu hennar. Leikararnir íslensku kippa sér lítið upp við þetta enda líklega löngu orðnir vanir. Þegar okkur ber að garði hafa þau sýnt hér nánast daglega í tvær vikur. Sýnt um allan heim Hið magnaða leikrit Hamskiptin eft- ir Franz Kafka í uppsetningu Vestur- ports hefur verið sýnt úti um allan heim undanfarin ár við miklar vin- sældir. Sýningin hefur farið víða eða „líklega í allar heimsálfur nema suðurskautið,“ segir Nína Dögg Fil- ippusdóttir, einn aðalleikaranna, hlæjandi að sýningu lokinni. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Örn Garðarsson, sem leikstýrir verkinu auk þess að leika eitt aðalhlutverkið og Ingvar E. Sigurðsson sem leikur föður þeirra Nínu og Gísla í verk- inu, eru þeir íslensku leikarar sem leika í uppfærslu verksins núna en auk þeirra eru tveir breskir leik- arar. Davið Farr skapaði leikgerð verksins ásamt Gísla Erni. Nína seg- ir skemmtilegt að vera komin aftur á þann stað þar sem þetta byrjaði allt saman fyrir um sjö árum, þegar Hamskiptin voru fyrst frumsýnd í uppsetningu Vesturports. Upphafið „Þetta byrjaði þannig að Gísli var að leika hérna úti í London og leik- hússtjórinn hér, David Farr, stakk upp á því að þeir gerðu eitthvað saman og kom með hugmyndina að Hamskiptunum. Gísli var til í það og hafði oft hugsað hvernig hann gæti sett það verk upp og langaði að blanda Vesturporti í það. Þannig að við Ingvar komum inn í þetta og svo tveir breskir leikarar,“ segir Nína Dögg aðspurð um upphaf sýningar- innar. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í London og eftirspurnin eftir fleiri sýningum var næg. Þau Gísli og Ingv- ar höfðu þó lofað sér í annað verkefni og því voru kallaðir inn aðrir leikarar í sýninguna. Fjórar Grétur „Þá komu Unnur Ösp, Björn Thors og Elva Ósk inn í stað- inn fyrir okkur. Þau túruðu svo um allt England með þetta. Við fórum svo með sýninguna til Íslands og sýndum í Þjóð- leikhúsinu og síðan þá er sýn- ingin búin að ferðast um allan heim,“ segir Nína. Og ekkert lát er á ferðalaginu. Næst ligg- ur leiðin til Boston og Was- hington en þá kemur önn- ur leikkona inn í stað Nínu í hlutverk Grétu, yngri systur Gregors, sem er aðalpersóna leikritsins og leikin af Gísla Erni. „Við erum orðnar fjór- ar Gréturnar, ég, Unnur Ösp, Lára Sveins og Selma Björns,“ segir Nína en þær skipta hlutverkinu á milli sín eftir því hver er laus hverju sinni. „Það er bara skemmti- legt að geta skipt þessu á milli. Okk- ur þykir líka öllum svo vænt um þetta leikrit og það er gott ef maður er bundinn í öðru og kemst ekki þá stekkur einhver annar inn í staðinn,“ segir Nína. Auk tíðra leikaraskipta í verkinu, eftir því hvar það er sýnt í heiminum, þá eru líka til þrjú sett af leikmyndinni. Vön ferðalögum Hamskiptin eru sýnd til 16. febrúar í Lyric Hammersmith- leikhúsinu í London en uppselt hefur verið á flestar sýningarnar eins og áður segir. Þau Gísli, Nína og Ingvar hafa þá verið úti í mánuð en kippa sér lítið upp við það enda vön ferðalögum í starfi sínu. „Þetta er mjög gaman og kannski eitthvað sem maður bjóst ekki endilega við að fá tækifæri til að gera, sérstaklega ekki þegar maður er leikari í leikhúsi,“ segir Nína. Þau Nína og Gísli eru með börnin sín tvö með sér í London meðan á sýning- um stendur og segir hún það vera lítið mál. „Þetta er ekkert mál. Við erum með góða au-pair með okkur,“ segir Nína brosandi. n viktoria@dv.is Um Hamskiptin n Hamskiptin eftir Franz Kafka kom fyrst út árið 1915 sem stutt skáldsaga og er með þekktari skáldverkum 20. aldar. Farandsölumaðurinn Gregor Samsa vaknar einn daginn sem risavaxin bjalla. Í sögunni er fylgst með því hvernig Gregor, sem hefur verið fyrirvinna fjölskyldunnar, og fjölskylda hans, takast á við þessa breytingu. n Sýningin í uppsetningu Vestur- ports var fyrst sett upp í Lyric Hammersmith-leikhúsinu í London árið 2006. Síðan þá hefur það verið sýnt úti um allan heim meðal annars í Rússlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Noregi, Íslandi, Þýskalandi, Hong Kong, Kanada, Ástralíu og Írlandi. n Gísli Örn Garðarsson og David Farr gerðu leikgerðina og leikstýrðu sýningunni auk þess sem Gísli leikur hlutverk Gregors, aðalpersónu sögunnar. n Tónlistin í verkinu er eftir Nick Cave og Warren Ellis. Meira á Vesturport.is Gísli, Nína og Ingvar Þau Gísli, Nína og Ingvar leika öll í Hamskiptunum. Risavaxin bjalla Hér sést Gísli í hlutverki Gregors sem vaknar upp einn daginn í líkama risavaxinnar bjöllu. Mæðgurnar Hér sjást mæðgurnar Gréta og Lucy. Lucy er leikin af bresku leikkonunni Kelly Hunter. Feð garnir Ingvar E. Sigurðsson leikur föður Gregors . Hann, líkt og aðrir fjölskyldumeð- limir, á erfitt með að sætta sig við breyting una á syni sínum. Kynþokka- full Anna Í Grænuhlíð? Ný útgáfa af sígildu barnabók- unum um Önnu í Grænuhlíð hefur aldeilis valdið uppnámi. Aðdáendur bókaflokksins eru æfir af reiði en á bókarkápunni er Anna í Grænuhlíð sýnd sem ljóshærð þokkagyðja í stað fræk- innar rauðhærðrar, freknóttrar hetju. Á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian er fjallað um bókarkápuna og fleiri mis- heppnaðar bókakápur þar sem skreytingin gefur til kynna að listamaðurinn hafi litla sem enga þekkingu á myndefninu. Sögurnar um Önnu í Grænu- hlíð voru gefnar út árið 1908 og fjölluðu um munaðarleysingj- ann Önnu sem er tekin í fóstur. Rautt hár og freknur Önnu er órjúfanlegt einkenni söguhetj- unnar og sjálfsmyndar hennar. Einn aðdáandi bókaflokksins segir í athugasemd við fréttina að myndskreytingin sé sérstak- lega ósmekkleg þar sem Anna sé aðeins 10 ára þegar sagan hefst. Myndir af bókarkápunni hafa verið teknar af síðu Amazon þar sem bókin var til sölu. Klámvæddar bókakápur Reiðin yfir bókarkápunni fylgir í kjölfar reiði aðdáenda yfir nýrri bókarkápu útgáfufyrirtækisins Faber&Faber fyrir skáldsögu Sylviu Plath, The Bell Jar. Á þeirri bókarkápu má sjá unga konu bera á sig farða og aðdá- endur brugðust hart við og báðu útgefendur að hætta að klám- væða bækur þar sem ungar kon- ur eru söguhetjurnar. Frú Bovary á stefnumótasíðu Í kjölfarið gera nú aðdáendur grimmt grín að illa lesnum út- gefendum sínum sem tekst illa að nú- tímavæða klassískar bókmennt- ir. Til háðs hafa þeir útbúið myndaflokk með hug- myndum fyrir bóka- útgefend- ur af sama sauðahúsi. Á einni þeirra má til dæmis sjá frú Bovary liggja fyrir framan fartölvu og svipurinn lýsir von- brigðum. Líkast til óánægð með úrvalið á stefnumótasíðum á netinu! kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.