Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn Í blöðunum birtast reglulega tilkynn­ ingar frá lögreglunni sem leitar eftir unglingsstelpum „… hún hvarf af heimili sínu á mánudagskvöld. Ekk­ ert hefur heyrst til hennar síðan …“ Þessar tilkynningar renna saman við annað efni fjölmiðla, kannski af því að slíkar tilkynningar gefa ekkert uppi um harmleikinn sem liggur að baki slíkri leit, kannski af því að eftir nokkra daga skila þær sér aftur heim. Fyrir tveimur árum fjallaði DV ítar­ lega um afdrif og örlög týndu stelpn­ anna. Þá kom í ljós að þarna eru gjarna á ferð stúlkur sem eru fastar í viðjum fíknar, lokaðar inni í heimi ofbeldis og vændis. Þær eru leiksoppar eldri manna sem nota þær í skiptum fyrir dóp og kasta þeim út þegar þeim hent­ ar. Stúlkunum er haldið niðri með hótunum og ofbeldi. Þær finna fyrir slíkri skömm og ótta að þær myndu aldrei leggja fram kæru á hendur þess­ um mönnum, og það gerir það enginn annar fyrir þær. Stundum er afneitun­ in svo sterk að þær líta á þá sem ein­ hvers konar kærasta, þar til annað kemur í ljós. Þær eiga sér fáa málsvara og láta hverjum degi nægja sína þján­ ingu. Einhvers staðar á leiðinni eru þær búnar að týna sjálfri sér, þær vita ekk­ ert hvað þær vilja fá út úr lífinu eða hvert þær stefna. Týndu stelpurnar eru týndar í margvíslegum skilningi þess orðs. Á flótta undan veruleikanum lenda þær í klóm manna sem fela þær fyrir foreldrunum sem standa eftir ráða­ lausir og missa barnið sitt aftur og aft­ ur, þannig er tilfinningin. Örvæntingin og vanmátturinn er algjör. Þeir vita ekkert hvar þær eru, hvað gengur á í lífi þeirra eða hver er að misnota sér ástand þeirra. Þegar þær finnast þurfa þær víð­ tæka aðstoð til að ná áttum og finna sig á ný. Það tekst ekki alltaf, stundum er of erfitt að snúa til baka. Stundum deyja þær áður en þær ná því. Þeim sem leggja í þá vegferð með stúlkunum ber að þakka. Víða um land vinnur fólk óeigingjarnt starf við það að koma undir þær fótunum. Í DV í dag er talað við fósturforeldra sem hafa fóstrað fimmtán börn. Sum þeirra koma úr þessum heimi – heimi þar sem fíknin ræður völdum. Síðastliðinn föstudag birti Frétta­ tíminn einnig umfjöllum um týndu stelpurnar. Á þessum tveimur árum hefur ekkert breyst til batnaðar, inn­ takið í umfjölluninni er það sama. Vandinn er enn til staðar og hefur enn jafn hrikalegar afleiðingar á líf og heilsu þessara stúlkna. Litlir karlar sem fela þær, halda þeim uppi á dópi og misnota þær hafa fengið að halda þessari iðju sinni áfram, óáreittir, ár eftir ár og ekkert bendir til þess að það muni breytast. Þeir munu halda áfram að taka upp ungar stúlkur og traðka á sálum þeirra þar til þeir fá nóg. Þeir munu ekki hætta fyrr en þeir verða stöðvaðir. Það er kannski kominn tími til þess – og þótt fyrr hefði verið. Velferð slitapars n Sjálfstæðismenn hafa framundir þetta ekki fallist á að ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur sé velferðarstjórn. Nú kann að verða breyting á ef marka má orð Ásmundar Friðrikssonar, frambjóðanda á Suðurlandi. Hann ræddi of­ urlaun slitaparsins Steinunn­ ar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar sem hafa tekið offjár úr þrotabúi Glitnis fyr­ ir þjónustu sína. Sagði Ás­ mundur þá það væri óþol­ andi að þetta gerðist undir velferðarstjórninni. Skilorð sviðsstjórans n Fréttablaðið og aðrir miðl­ ar 365 tipla á tánum í dóms­ máli Jóns Ásgeirs Jóhann­ essonar „sviðsstjóra“ hjá fjölmiðlaris­ anum. Á meðan aðal­ frétt á for­ síðu Mogg­ ans var um alvarlegt brot Jóns Ásgeirs var lágtóna fyrirsögn inni í Fréttablaðinu með útgangs­ punktinum „skilorð“. Aðrir miðlar sviðsstjórans voru á sömu nótum. Þess er nú beðið að Þórður Snær Júlí­ usson, viðskiptablaðamaður Fréttablaðsins, geri stóra út­ tekt á afbrotum sviðsstjórans og meðreiðarfólki hans. Alþýðuhetja í HG n Sú yfirlýsing alþýðuhetj­ unnar Helga Vilhjálmssonar í Góu að hann styðji Hægri græna hefur gefið flokksbrot­ inu vind í seglin. Helgi er þekktur af baráttu sinni gegn spill­ ingu lífeyris­ sjóðanna og nýtur mik­ illar virðingar. Lagt er að honum að taka fyrsta sæti á lista Hægri grænna í Kragan­ um en hann hefur fram að þessu verið tregur til. Víst er að það er hrollur í mörgum samkeppnis flokkum vegna stuðningsins sem allt eins get­ ur orðið til þess að Guðmundur Franklín Jónsson formaður og hans menn komist á þing. Tryggva hefnt n Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins, er af mörgum talinn mik­ ill pólitískur refur sem náð hefur langt, ekki síst vegna velþóknunar Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og fjölmiðlaveld­ is hans. Tryggvi Þór Herberts- son alþingismaður upplýsti í helgarviðtali við DV að kosn­ ingamaskínu Guðlaugs Þórs hafi verið beint gegn honum í prófkjörinu þar sem hann féll á dögunum. Víst er að Tryggva verður hefnt og Guðlaugur er nú kominn algjörlega út í kuldann hjá fóstbræðrunum Bjarna Benediktssyni formanni og Illuga Gunnarssyni þing­ flokksformanni. Spikið var mitt fangelsi Litli gaurinn getur unnið Sigga Lund situr fyrir nakin og heldur námskeið fyrir konur. – DV Brynjar Hafsteinsson sér um síðuna bardagafregnir.is – DV Þeir traðka á sálum þeirra A lþingismeirihlutinn, sem bauð kjósendum til þjóðaratkvæða­ greiðslu um nýja stjórnarskrá 20. október s.l., var skipaður þingmönnum úr öllum flokkum á þingi nema einum. Meiri hlutinn, sem bauð til lýðræðisveizlunnar, var myndarlegur, eða 35 þingmenn gegn 15. Einmitt þannig skiptust einnig at­ kvæði kjósenda hlutfallslega: 67% lýstu stuðningi við frumvarpið sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá, en 33% lýstu andstöðu, og aðeins 17% lýstu andstöðu við ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu. Ætla verður, að þeir þing­ menn, sem báðu um leiðsögn kjós­ enda og fengu hana svo skýra sem verða mátti, afgreiði nú frumvarpið í samræmi við vilja kjósenda. Ætla verð­ ur, að meiri hlutinn standi af sér andóf lítils minni hluta þingmanna, sem hafa lagzt gegn málinu frá upphafi. Annað væri reginsvik, svo söguleg svik, að þau myndu verða lengi í minnum höfð. Hvað óttast andstæðingarnir? Hverjir standa gegn frumvarpinu? Það eru einkum þeir, sem rann­ sóknarnefnd Alþingis taldi bera mesta ábyrgð á hruninu 2008. Fólk­ ið í landinu bað um nýja stjórnarskrá vegna hrunsins, RNA tók undir kröf­ una, og Alþingi svaraði kallinu. Al­ þingi ítrekaði fyrri ákvörðun með því að lofa nýrri stjórnarskrá með einróma ályktun 28. september 2010. Alþingi var ekki að lofa nýrri stjórnarskrá fyr­ ir hönd næsta Alþingis eða þar næsta, enda getur Alþingi ekki gefið slíkt lof­ orð fram í tímann. Það Alþingi, sem nú situr, hlýtur því að afgreiða málið í samræmi við eigin fyrirheit og ein­ dregin fyrirmæli kjósenda. Minni hlutinn vill ekki sjá nýja stjórnarskrá. Hann má ekki til þess hugsa, að allir fái nú loksins að sitja við sama borð. Hann má ekki til þess hugsa, að fólkið í landinu fái rétt­ mæta hlutdeild í arðinum af auðlind­ um sínum. Hann getur ekki hugsað sér jafnan atkvæðisrétt. Hann óttast greiðan aðgang almennings að upp­ lýsingum, sem hingað til hefur verið haldið leyndum. Hann vill, að stjórn­ málaflokkar og hagsmunasamtök geti haldið áfram að hegða sér eins og ríki í ríkinu eins og ekkert hafi í skorizt. Um þetta snýst ágreiningurinn. En það geta andstæðingarnir auð­ vitað ekki viðurkennt fyrir kjósendum og halda því áfram að þvarga um ferli málsins, ferli, sem hefur frá upphafi málsins 2009 verið til fyrirmyndar og vakið athygli og aðdáun úti í heimi. Málflutningur andstæðinganna vitnar um lítilsvirðingu gagnvart lýðræðinu og gagnvart fólkinu í landinu, sem hef­ ur lýst sig fylgjandi nýrri stjórnarskrá. Upphrópanir nú á lokametrum máls­ ins um gagnrýnisraddir úr fræðasam­ félaginu hafa holan hljóm. Í stjórn­ lagaráði sátu fimm prófessorar og þrír aðrir háskólakennarar auk fjögurra lögfræðinga o.s.frv. auk allra þeirra fræðimanna innan lands og utan, sem ráðsmenn ráðfærðu sig við. Raddir fræðimanna heyrðust hátt og skýrt við samningu frumvarpsins ekki síður en raddir annarra. Gæti þetta gerzt hér? Efnahagur Færeyja hrundi fyrir rösk­ um 20 árum. Eins og hér heima veitti hrunið Færeyingum tilefni til að huga að nýrri og betri stjórnskipan. Í Fær­ eyjum var farin sú leið, sem löngum var reynd á Íslandi, að fela stjórn­ málamönnum að semja nýja stjórn­ arskrá. Af ýmsum ástæðum miðaði verkinu hægt, en 2009 var ný og vönd­ uð stjórnarskrá fullgerð. Færeyskum stjórnmála mönnum hefur þó reynzt ókleift að koma málinu áleiðis og bera stjórnarskrárfrumvarp sitt undir þjóðaratkvæði. Ásamt útvegsmönnum standa í vegi nýrrar stjórnarskrár í Fær­ eyjum þau stjórnmálaöfl, sem báru höfuðábyrgð á hruninu þar 1989–1994. Hér er þó ólíku saman að jafna. Eitt er, að færeyska þingið kæfi stjórnarskrár­ frumvarp, sem það hefur sjálft samið án sérstaks umboðs frá þjóðinni. Allt annað og alvarlegra mál væri hitt, að Alþingi sneri nú á síðustu stundu baki við frumvarpi, sem sprottið er af þjóðfundi og samið af fulltrúum, sem þjóðin kaus til verksins. Ef Alþingi tek­ ur með því móti fram fyrir hendurn­ ar á þjóðinni, fremur þingið réttnefnt valdarán. Enda segir í frumvarpinu: „Allt ríkisvald sprettur frá þjóðinni“. Sams konar ákvæði vantar í gildandi stjórnarskrá frá 1944. Ef Alþingi gengur gegn vilja þjóðar­ innar eins og hann birtist í þjóðar­ atkvæðagreiðslunni 20. október s.l., brýtur þingið gegn grundvallarreglu lýðræðisins. Mikil verður þá vansæmd Alþingis. Þingmenn, sem brjóta gegn lýðræðinu, ættu ekki að fá nýtt umboð kjósenda í næstu kosningum. Munu þau svíkja? Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 11. febrúar 2013 Mánudagur „Annað væri reginsvik, svo söguleg svik, að þau myndu verða lengi í minnum höfð. „Á flótta undan veruleikanum lenda þær í klóm manna sem fela þær fyrir for- eldrunum sem standa eftir ráðalausir og missa barnið sitt aftur og aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.