Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 2
Ætla sér ekki að skila peningunum 2 Fréttir 11. febrúar 2013 Mánudagur n Steinunn og Páll undirbúa andsvör n Fimm lífeyrissjóðir vilja að þau skili 482 milljónum króna S teinunn Guðbjartsdóttir lög- maður sem situr í slitastjórn Glitnis, segir að hún og Páll Eiríksson ætli sér ekki að skila þeim tæplega 482 millj- ónum króna sem nokkrir lífeyris- sjóðir telja þau hafa oftekið sér í laun út úr búi bankans. Lífeyrissjóðirnir hafa sent bréf með þessari kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur. „Nei, nei, það er alveg ljóst. Við munum ekki fallast á þessa kröfu. Við teljum að hún eigi ekki rétt á sér. Þetta er mjög stórt og umfangsmikið verkefni, þetta eru eignir upp á 850 til 900 milljarða og skuldir upp á 3.600 milljarða. Þetta er tíunda stærsta gjaldþrot í heimi þannig að það er alveg ljóst að umfang búsins kallar á mikið vinnuframlag. Að öðru leyti munum við svara þessu eftir bestu samvisku til héraðsdóms, rétt eins og við gerum með aðra hluti,“ segir Steinunn. DV hefur bréfið undir höndum en það var unnið af Reimari Péturssyni hæsta- réttarlögmanni sem var einn af lögmönnunum í lögfræðiteymi Íslands í Icesave-málinu. Heildar- greiðslur þrotabúsins til þeirra Steinunnar og Páls, frá því þau voru skip- uð í slitastjórn Glitnis árið 2009, námu í fyrra 842 milljónum króna. Kröfur Reimars í bréfinu eru þær að Steinunn og Páll endurgreiði umræddar 482 milljónir til búsins, til vara er þess krafist að dómarinn ákvarði upphæð endurgreiðslunnar, auk þess sem farið er fram á að Hér- aðsdómur Reykjavíkur víki þeim Steinunni og Páli úr slitastjórn Glitn- is ef þau endurgreiða ekki peningana til búsins. Umræðan hefur ekki áhrif Þessar launagreiðslur til Páls og Steinunnar hafa verið mjög um- deildar í íslensku samfélagi síðast- liðin ár. Aðspurð hvort þessi um- ræða fari fyrir brjóstið á þeim Páli, og kunni að hafa áhrif á það hvern- ig þau bregðist við kröfunni, segir Steinunn: „Þetta er nú bara vinna. Það eru engar deilur um árangur- inn af starfi okkar. Nei, þessi umræða mun ekki hafa áhrif á það hvernig við svörum kröfubréfinu.“ Sjóðirnir sem um ræðir eru í kröfu hafahópi Glitnis en þeir eru: Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda og Festa lífeyrissjóður. Steinunn segir aðspurð að þau Páll eigi að svara kröfu lífeyrissjóðanna á þriðjudaginn kemur. Geta farið í mál Steinunn segir að þau Páll séu að skoða kröfuna frá lífeyrissjóðunum og undirbúi nú svör sín við henni. „Við erum að skoða kröfuna, það er ekki búið að taka þetta fyrir í hér- aðsdómi. Þegar við svörum þessu til héraðsdóms þá mun það bara koma í ljós,“ segir Steinunn. DV hefur ekki náð í Pál Eiríksson til að spyrja hann um málið. Eftir að Steinunn og Páll hafa svarað bréfinu frá lífeyrissjóðunum munu þeir taka rökstuðning þeirra fyrir launagreiðslunum til skoðunar og væntanlega taka ákvörðun um það í kjölfarið hvort þeim verður stefnt eða ekki. Ein af kröfunum sem Reimar gerir fyrir hönd lífeyrissjóð- anna er að Páll og Steinunn verði látin greiða málskostnað vegna með- ferðar málsins fyrir héraðsdómi ef þau mótmæla kröfunni. Verja launagreiðslurnar Kröfuhafar Glitnis fengu upplýs- ingarnar um heildargreiðslurnar til Steinunnar og Páls í fyrra eftir að slitastjórnin hafði neitað að upplýsa kröfuhafana um þær. Kröfuhafarnir höfðu hótað að fara í mál til að fá þessar upplýsingar en á endan- um veitti slitastjórnin þær í sept- ember á síðasta ári. Í kjölfarið var heilmikið rætt um þessar þóknanir í fjölmiðlum en 842 milljónir þótti ansi há tala. Í samtali við DV í september síð- astliðinn sagði Páll að greiðslurnar til þeirra Steinunnar væru uppi á borð- um gagnvart kröfuhöfunum: „Þetta er bara uppi á borðum; þetta hefur verið kynnt kröfuhöfunum og þeir hafa ekki gagnrýnt þetta. […] Það er eðli rekstr- ar að hann skili hagnaði. En eins og ég segi þá þarf maður að gæta hófs, ég viðurkenni það.“ Páll sagði einnig að hann teldi að þau Steinunn hefðu gætt hófs og að kröfuhafarnir hefðu ekki lýst yfir óánægju með launakostn- aðinn: „Já, mér finnst það vera vegna þess að þetta hefur alltaf legið fyrir og í samskiptum við kröfuhafa hefur þetta alltaf komið fram og þeir hafa aldrei lýst yfir óánægju með þetta.“ Steinunn og Páll verja því bæði launagreiðslurn- ar. Steinunn segir enn fremur að enginn annar kröfuhafi en lífeyris- sjóðirnir hafi fett fingur út í launa- greiðslurnar og að mikil vinna hafi farið í undirbúning nauðasamninga Glitnis. Hún ítrekar að hún telji að Kröfur lífeyris- sjóðanna n Steinunn Guðbjartsdóttir á að endurgreiða: 234.146.605 kr. n Páll Eiríksson á að endurgreiða: 159.185.455 kr. n Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson: 88.331.920 kr. Samtals er gerð krafa um að þau endurgreiði búinu 481.663.980 kr. „Við munum ekki fallast á þessa kröfu Hafna kröfunni Steinunn segir að þau Páll ætli sér að hafna kröfu lífeyrissjóðanna fimm um endurgreiðslu á nærri hálfum milljarði vegna meintra oftekinna launa. Jeppafólk með börn fast í átta tíma Tveir jeppar sátu fastir í nágrenni við Skjaldbreið aðfaranótt sunnu- dags. Björgunarsveitin Tintron úr Grímsnes- og Grafningshreppi aðstoðaði fólkið við að losa sig en það hafði setið fast í meira en átta klukkustundir. Tveir fullorðnir og fjögur börn voru þar stödd í tveimur jepp- um. Sveitin var kölluð út um ellefuleytið laugardagskvöld og var mætt á vettvang með snjó- bíl rúmum tveimur tímum síðar. Hins vegar fundust bílarnir ekki strax þar sem lélegt símasam- band var á svæðinu. Þyrla Land- helgisgæslunnar var því kölluð út en þurfti hún síðan að snúa við vegna slæms skyggnis. Stuttu síðar náði fólkið aftur sambandi og gat gefið upp ná- kvæmari staðsetningu en bílarnir fundust um klukkan hálf fjögur um nóttina. Björgunarsveitum tókst síðan að losa þá stuttu fyrir klukkan sjö á sunnudagsmorgni. Vítisenglum sleppt Þremur liðsmönnum glæpasam- takanna Hells Angels sem voru handteknir voru í höfuðstöðvum samtakanna á laugardag var sleppt að loknum yfirheyrslum. RÚV greindi frá því að þeir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar á laugardagsmorgun. Sá sem fyrir árásinni varð rotað- ist og var fluttur á slysadeild með alvarlega áverka á höfði, en hefur verið úrskrifaður af sjúkrahúsi. Vítisenglarnir komu sér nýver- ið fyrir með höfuðstöðvar sínar í húsnæði í Síðumúla en þar er rek- inn ólöglegur veitingastaður. Þar voru vel á þriðja tug manna þegar lögregla kom til húsleitarinnar en lagt var hald á fíkniefni og áfengi. Mennirnir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Slasaðist við að skemma bíl Aðfaranótt sunnudags barst lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að átök hefðu brot- ist út í Teigahverfi. Þar hafði ungur karlmaður brotið rúðu í bíl með berum höndum en nokkur fjöldi manna var á staðnum þegar lög- reglan mætti á vettvang. Maður- inn var handtekinn og færður á slysadeild þar sem hann var mjög sár á höndum. Þegar hann var færður í fangageymslu fundust fíkniefni á honum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.