Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 4
Móðir barnsins var ekki heiMa 4 Fréttir 22.–24. mars 2013 Helgarblað Hvetja til stjórnmálaþátttöku n Pallborðsumræður með konum úr öllum flokkum S tjórnmál eru stelpumál! er yfir­ skrift ráðstefnu um þátttöku ungra kvenna í stjórnmálum. Viðburðurinn er þverpólitískur og koma fulltrúar fjögurra mismun­ andi stjórnmálaflokka á ráðstefnuna, sem fer fram á laugardag. Fundarstjóri er fjölmiðlakonan Erla Hlynsdóttir en ráðstefnan er skipulögð með tveimur pallborðsumræðum og umræðum með „speed date“­sniði. Meðal kvenna sem taka þátt í pall­ borðsumræðunum eru Katrín Júlíus­ dóttir fjármálráðherra, Eygló Harðar­ dóttir, þingkona Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Sóley Tómas­ dóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Aðrar konur sem taka þátt í pallborðsumræðum eru þær Bryn­ hildur Björnsdóttir frambjóðandi, Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir frambjóðandi og Auður Lilja Erlingsdóttir, fram­ kvæmdastjóri VG. Ráðstefnan er skipulögð af Stelp­ um í stjórnmálum sem er hópur ungra kvenna sem starfað hafa innan stjórn­ málaflokka. Það sem hópurinn á sam­ eiginlegt er að þær telja að hvetja þurfi fleiri konur til þátttöku í pólitík. „Í ljósi þess að okkur fannst vanta upp á þátt­ töku ungra kvenna í stjórnmálaum ákváðum við að taka okkur saman og reyna að virkja ungar konur. Í hópn­ um fæddist hugmyndin að þessari þverpólitísku stelpuráðstefnu,“ segir Rósanna Andrésdóttir, sem er á með­ al þeirra sem komu að skipulagi ráð­ stefnunnar, í tilkynningu um ráð­ stefnuna. „Við sem að henni stöndum komum allar úr mismunandi flokk­ um en erum sammála um að það skipti öllu máli að virkja ungar konur til að taka þátt, hvar sem þær kjósa að starfa.“ n aðalsteinn@dv.is Afskrifar kúlu- lán Elmars Íslandsbanki þarf að afskrifa 281 milljónar króna kúlulánaskuld gjaldþrota félags núverandi for­ stöðumanns verðbréfamiðlunar hjá bankanum. Elmar Svavarsson fékk 171 milljónar króna kúlulán hjá Glitni í gegnum félagið Geir­ mundartind ehf. til þess að kaupa hlutabréf í bankanum í maí 2008. Elmar var einn fjölmargra stjórn­ enda og yfirmanna Glitnis sem fengu slík lán hjá bankanum fallna í gegnum nýstofnuð eignarhalds­ félög nokkrum mánuðum fyrir hrun. Nafni Geirmundartinds ehf. var breytt í AB 161 ehf. í nóvember árið 2011 en það var úrskurðað gjaldþrota 21. nóvember 2012. Samkvæmt tilkynningu í Lög­ birtingablaðinu í dag lauk skipt­ um á þrotabúi þess 5. mars síð­ astliðinn. Engar eignir fundust í búinu og ekkert fékkst greitt upp í rúmlega 281 milljónar króna kröf­ ur í það. Íslandsbanki þarf því af afskrifa kröfur á enn einn starfs­ mann sinn. Við pallborðið Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra er ein þeirra kvenna úr íslenskum stjórnmálum sem talar á ráð- stefnunni. Mynd Sigtryggur Ari Vændissíðu lokað Íslensku vændissíðunni, sem DV fjallaði um á miðvikudaginn, var lokað í kjölfar umfjöllunarinnar. Heimasíðan var aðgengileg á þriðjudagskvöld en um hádegis­ bil á miðvikudag hafði henni verið lokað. Á síðunni, sem var á ensku, var kynlífsþjónusta íslenskra kvenna falboðin. Hægt var að velja úr ýmiss konar kynlífsathöfnum sem báru misósmekkleg heiti úr verðlista, eða einhvers konar „matseðli“ eins og það var kallað. Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu hafði ekki heyrt af síðunni þegar DV vann að málinu en sagði að til stæði að rannsaka málið í kjölfar ábendingar blaðsins. K arlmaður á þrítugsaldri var á miðvikudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars næstkomandi, grunaður um að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á spítala á sunnu­ dagskvöldið og lést þar nokkrum klukkustundum síðar. Faðir hennar hafði verið einn með henni heima og er hann grunaður um að hafa valdið dóttur sinni innvortis áverkum en móðirin er ekki grunuð um að hafa komið þar nærri. Bráðabirgðaniðurstöður rann­ sóknar réttarlæknis benda til þess að dánarorsök hafi verið blæð­ ingar í heila. Engir ytri áverkar voru á líkama né höfði barnsins og þykir það benda til þess að um svokall­ aðan hristing eða „Shaken Baby Syndrome“, skammstafað SBS, sé að ræða. Þá er barnið hrist svo harkalega að banvænir áverkar hljótast af. Skipt­ ar skoðanir hafa verið innan lækna­ vísindanna um heilkennið. Faðirinn grunaður um verknaðinn „Aðstæður eru þannig að grunur fell­ ur á föðurinn en ekki móðurina. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna sem hann er settur í gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa valdið barninu þessum áverkum,“ segir Frið­ rik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um málið. Hann vill ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu. „Málið er bara á frum­ stigi og rannsókn í fullum gangi. Það liggja fyrir þessar bráðabirgðaniður­ stöður,“ segir hann. Hann segist ekki geta gefið upp hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir manninum. Skipti um skoðun Eitt annað mál sem snýr að andláti barns, þar sem grunur hefur verið um að barnið hafi látist af völdum SBS hefur komið upp hérlendis. Dagfaðir var dæmdur í Hæstarétti árið 2003 í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa orðið níu mánaða barni að bana. Maðurinn neitaði alltaf sök en var þrátt fyrir það sakfelldur. Í viðtali sem Elín Hirst tók við dr. Waney Squier, og birtist í Nýju Lífi í nóvember 2011, komu fram ný sjón­ armið um SBS. Dr. Waney, sem er einn virtasti taugasérfræðingur Bret­ lands, hefur í rúm þrjátíu ár rann­ sakað barnsheilann. Hennar skoðun á SBS hefur gjörbreyst undanfarin ár vegna nýrra rannsókna á heilkenninu og telur hún að um helmingur dóma í slíkum málum séu rangir. Sjálf var hún eitt aðalsérfræðivitni í einu fræg­ asta SBS­máli sem komið hefur upp þegar breska móðirin Lorraine Harris var dæmd í þriggja ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa banað fjögurra og hálfs mánaða syni sínum. Dr. Waney skipti um skoðun í málinu eftir frekari rannsóknir og dómurinn yfir Lorraine var ógiltur í kjölfarið, árið 2005. Afstaða sérfræðings gjörbreytt „Nýjustu vísindarannsóknir sýna að greining á SBS er óáreiðanleg. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Shaken Baby Syndrome „Shaken Baby Syndrome“ er sjúkdómsgreining yfir áverka sem verða af völdum harkalegs hristings eða hristings og högga á höfuð ungbarna. Engir sýnilegir áverkar eru á barninu en innvortis eru áverkar sem hæglega geta dregið barnið til dauða. Áverkum er lýst sem blæðingum inn á heila, heilabjúg og blæð- ingum í lithimnu augans. Einkennin geta verið væg og valdið pirringi, slappleika eða skjálfta en þau geta líka verið meiri háttar og þá geta þau lýst sér sem krampi, meðvitundarleysi og jafnvel valdið dauða. Það getur komið fyrir að áverkar séu það miklir að barnið deyi innan fárra klukkustunda frá hristingnum. Ástæðan er sú að engir vitnisburðir eru til um að barn sem annars er heilbrigt geti orðið fyrir meiri háttar áfalli vegna hristings. Líftæknilegar rannsókn­ ir hafa sýnt að áhrif hristings á heila barns eru mun minni en til dæmis ef barnið dettur, þrátt fyrir að fallið sé ekki hátt, eða verður fyrir höggi,“ sagði dr. Wanye í fyrrgreindu viðtali. Hún sagði þrjú helstu einkenni heilkennis­ ins; blæðingu inn á heilastofn, blæð­ ingu í sjónhimnu og bjúgmyndun í heila, einnig geta orsakast af mörg­ um öðrum ástæðum. Í viðtalinu segir hún nýjar rannsóknir hafa gjörbreytt afstöðu hennar. „Rannsóknir Gedd­ es frá árinu 2001 sýndu að börn sem talin voru hafa látist af völdum áverka af mannavöldum, vegna hristings og sýndu áðurnefnd þrjú einkenni sem talin hafa verið grundvöllur heilkenn­ isins SBS létust í raun af völdum heila­ bjúgs og súrefnisskorts en ekki vegna skemmda og rofs á taugavef í heila. Þetta var afar mikilvægt atriði og vakti spurningar um það hvort barnið hefði orðið fyrir áverkum af mannavöldum yfirleitt. Einnig er talið að nokkur tími geti liðið frá því að barn sem fær heila­ bjúg af völdum höggs, falls eða súrefn­ isskorts, sýni önnur einkenni en pirr­ ing eða lystarleysi, og þar til að sjálft áfallið ríður yfir,“ sagði hún einnig í viðtalinu. Tekið skal fram að einungis er um bráðabirgðaniðurstöður úr krufn­ ingu á fimm mánaða stúlkunni að ræða en vikur eða mánuðir geta liðið áður en niðurstöður fást úr krufn­ ingunni. n n Faðir í gæsluvarðhaldi grunaður um hafa valdið andláti dóttur sinnar „Aðstæður eru þannig að grunur fellur á föðurinn en ekki móðurina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.