Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 22.–24. mars 2013
tiltekið frá Hvolsvelli, þar sem for-
eldrar hennar búa enn. Hún seg-
ir það hafa verið forréttindi að eyða
æskunni í sveitinni. „Manni var að-
eins farið að leiðast á unglingsár-
unum en annars var rosalegt frelsi
sem fylgdi því að vera barn þarna.
Ég hugsa oft um það í dag, af því
að við erum með fjögur börn, hvað
það væri þægilegt fyrir krakkana að
búa á minni stað þar sem þau gætu
hlaupið út. Sjálf er ég þannig gerð
að ég verð að komast út á land eins
oft og ég get,“ segir Elma og bætir
við að hún hafi verið virk í æsku og
líklega æft allar íþróttir sem í boði
voru. „Ég var í glímu, fótbolta, hand-
bolta, sundi, hástökki og langstökki.
Ég held að ég hafi meira að segja
einhvern tímann keppt á Íslands-
meistaramótinu í glímu. Af því að
það vantaði einhvern í það verk efni.
Amma og afi bjuggu svo á sveitabæ
þar sem ég var á sumrin. Þaðan á ég
mínar bestu minningar; í heyskapn-
um, í fjósinu og á hestbaki. Þetta var
yndislegur tími. Svona samfélag er
svo lítið, maður þekkti alla og sam-
hugurinn var mikill. Fólk stendur
saman. Ég segi ennþá að ég sé að
fara heim þegar ég fer á Hvolsvöll
þótt ég hafi flutt að heiman 16 ára.“
Villtur unglingur
Hún segir borgarlífið einnig eiga vel
við hana. „Ég þarf þetta hvort tveggja,
hraðann og lætin og svo að komast í
burtu. Ég yrði of eirðarlaus úti á landi
og of kæfð í borginni ef ég gæti ekki
hoppað aðeins á milli,“ segir hún og
bætir aðspurð við að framhaldsskóli
úti á landi hafi ekki komið til greina.
„Ég var orðin frekar óþreyjufull og bara
kýldi á þetta og flutti í borgina og fór í
Kvennó. Fyrstu árin bjó ég hjá vinafólki
mömmu og pabba en gerði samt bara
það sem ég vildi,“ segir hún og viður-
kennir að hafa verið ansi villt. „Mér
gekk samt vel í skóla. Ég hef alltaf ver-
ið góður námsmaður, þannig séð. Ekki
að ég hafi haft mikla eirð í mér til að
gera þetta nákvæmlega þarna. Það er
í rauninni kraftaverk að mér hafi tekist
að halda mér í skólanum. Skyldurækni
mín gerði það að verkum því þótt ég
hafi verið villt og gert það sem mér
sýndist var alltaf eitthvað innra með
mér sem sá til þess að ég lokaði ekki
alveg augunum. Ábyrgðartilfinningin
var meiri en svo,“ segir hún og játar að
kannski hafi sú staðreynd að hún sé
elsta barn eitthvað með það að gera.
„Þetta er samt tvíeggjað sverð; þessi
fullkomnunarárátta getur farið með
mann í svo miklar öfgar. Hvað sem
maður gerir verður það aldrei nógu
gott. Ég er að læra að slaka á, því á
endanum snýst þetta bara um að hafa
gaman af þessu. Ef það er ekki gaman
í leiklistinni eða spennandi að frum-
sýna þá er enginn tilgangur með þessu
öllu saman. Þá getur maður bara fund-
ið sér eitthvað annað að gera.“
Sterkar einstæðar mæður
Elma Stefanía er þessa dagana á
fullu við undirbúning frumsýningar
Draums á Jónsmessunótt ásamt sam-
nemendum sínum af leiklistar braut
en verkið verður frumsýnt um helgina.
Aðspurð segist hún alltaf hafa ætlað
að verða leikkona. „Það kom aldrei
neitt annað til greina. Ég fór að vinna
í búningahönnuninni eftir útskrift úr
Kvennó af því að það var ekki verið að
taka inn í Listaháskólann það haustið.
Mér fannst voða gott að koma þarna
megin inn í bransann. Kvikmyndagerð
og leikhús er svo mikill samruni list-
greina, búninga, förðunar, leikmynd-
ar, tónlistar og alls annars. Það eru svo
margir listamenn sem koma að verk-
inu og það að hafa verið í öðrum horn-
um þess er mikilvæg reynsla.“
Elma Stefanía segist mest hafa ver-
ið ein með dóttur sína áður en hún
kynntist Mikael. „Að vera einstæð
mamma er mikið púsluspil en ég fékk
góða hjálp. Við tókum einn dag í einu
og þetta reddaðist. Foreldrar mín-
ir búa fyrir austan en ég á frændfólk
sem hljóp í skarðið. Maður verður
að eiga einhvern að. Það eru margar
sterkar einstæðar mömmur þarna úti
og verkefnin eru ekki óvinnandi veg-
ur ef maður hefur gott fólk í kringum
sig.“
„Þegar það er rétt er það rétt“
Hún viðurkennir að það hafi verið erf-
ið ákvörðun að hleypa manni inn í
líf dóttur sinnar eftir að þær mæðgur
höfðu verið svo lengi tvær einar. „Það
var risastór ákvörðun en ég fann strax
að hún var rétt. Þetta var leiðin. Og
þegar það er rétt er það rétt. Líf okkar
varð miklu ríkara eftir að hafa kynnst
honum og börnunum. Það er ekk-
ert smá stuð hérna. Aðra hvora helgi
erum við sex. Ísold er alveg í skýjun-
um með þetta allt saman. Enda er
hún fjögurra ára. Fjögurra ára börn
eru vanalega hress.“
Elma og Mikael létu pússa sig
saman í hádeginu á aðfangadag. Hún
segir að ákvörðunin hafi ekki verið
tekin í flýti en að vissulega hafi undir-
búningurinn ekki verið langur. „Við
náðum alveg að panta sýslumann-
inn,“ segir hún hlæjandi og bætir við
að dagurinn hafi verið ógleymanleg-
ur. „Við giftum okkur í bústað foreldra
minna og héldum svo jólin þar um
kvöldið. Þetta var yndislegt.“
Hjónabandið eilífðarverkefni
Hún segist fullviss um að þau Mikael
eigi eftir að starfa saman í framtíð-
inni en í bígerð er kvikmynd undir
hans leikstjórn þar sem hún fer með
annað aðalhlutverkið. „Kvikmynd-
ir eru alltaf lengi að verða til en það
verður spennandi þegar það gerist.
Ég hræðist ekki að vinna með mann-
inum mínum enda verðum við í það
ólíkum hlutverkum. Ég treysti engum
betur en honum.“
Lífið virðist blasa við Elmu Stef-
aníu. Hún er nýgift og ástfangin og
þrátt fyrir að vera enn í námi hef-
ur hún þegar fengið samning við
eitt virtasta leikhús þjóðarinnar.
Hún viðurkennir að hún sé mjög
lánsöm. „Ég hef unnið að þessu í
langan tíma en það eru spennandi
tímar framundan. Það er gam-
an – mjög gaman. En maður er
aldrei kominn með þetta. Vinnan
er eilífðarverkefni og það er hjóna-
bandið líka. En dagarnir eru bara
góðir og yndislegir. Ég get ekki ann-
að sagt en að ég sé mjög lánsöm.
Ég er heilbrigð og á heilbrigða fjöl-
skyldu. Það skiptir mestu máli,“
segir hún og bætir við að þrátt fyrir
ungan aldur sé hún nákvæmlega á
þeim stað sem hún vilji vera á. „Ég
fíla fjölskyldulífið – er nákvæmlega
í stuðinu sem ég vil vera í.“ n
„Treysti engum betur en honum“
„Ég er miklu
gáfaðri en hann
Upprennandi leikkona
Elma Stefanía hefur fengið
samning við Þjóðleikhúsið
þrátt fyrir að vera enn í
námi í Listaháskóla Íslands.
myndir SigtryggUr Ari
Hafði heyrt alls kyns sögur Þau hjónin kynntust þar síðasta sumar. Það fyrsta sem
Elma gerði var að „gúgla“ þennan verðandi eiginmann sinn.