Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 56
Ég þekkti einu sinni fatlafól! Bjargað úr blind- byl í Víkurskarði n Fréttakonan knáa á RÚV Anna Kristín Pálsdóttir ferðast nú um landið þvert og endilangt ásamt framleiðandanum Ragnari Santos. Þau eru að taka upp efni fyrir kosningaþætti RÚV sem sýndir verða í aðdraganda kosning- anna. Tvíeykið hefur lent í hinum ýmsu ævintýrum á ferðalög- um sínum en í fyrradag festu þau bílinn uppi í Víkurskarði í blindbyl. Þau þurftu þó ekki að bíða lengi hjálpar því björgunar- sveitin Týr kom þeim til bjargar og engan sak- aði. Afrakstur svaðilfarar- innar mátti sjá á Face- book-síðu Ragnars sem mynd- aði allt saman. Sköllóttir með sólgleraugu n „Við erum sköllóttir og not- um sólgleraugu inni, hvað ætlaru að gera í því??“ spyr útvarpsmaðurinn og skemmti- krafturinn Auðunn Blöndal sem birtir meðfylgjandi mynd af sér og tónlistarmanninum Bubba Morthens á Instagram. Auðunn er alræmdur fyrir að stilla sér upp á myndum með þekktum einstak- lingum og í þetta skiptið var fórn- arlambið sjálfur Bubbi. Þeir fé- lagar eru báðir vel búnir, í góðum úlpum, sköllóttir að vanda og með sólgleraugu. Á Twitter, þar sem Auðunn birtir myndina líka, ræð- ur útvarpsmaðurinn Þossi á Rás 2 þeim félögum heilt. „Minna ykkur á að nota sólarvörn á skallann UV gildið er oft svo hátt á vorin sér- staklega innanhúss í Hlíðunum.“ Elín selur fötin sín n „Eftir nær 30 ár í sjónvarpi á ég alltof mikið af fötum. Ég ætla því að selja þeim sem vilja kaupa á hagstæðu verði,“ segir sjónvarps- konan Elín Hirst á Facebook-síðu sinni. Elín er að skapa rými í skáp- unum og greinilega úr nógu að velja enda starfaði hún í þrjá ára- tugi í sjónavarpsfréttum þar sem ávallt þarf að vera vel til hafður. „Þetta eru allskon- ar flott merki; mjög mikið Sand, Karen Millen, Sand- ra Pabst, DKNY; peysur, káp- ur, skór, veski, hálsklútar, skyrtur, bolir,“ segir Elín sem verð- ur í Kola- portinu á laugar- dag. Þ etta er eitthvað sem heilbrigðir menn eiga ekki að gera,“ seg- ir nemandi við Keili. Hann varð vitni að því þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var farþegi í bíl sem lagði í stæði fatlaðra við aðalbyggingu Keil- is í gær, fimmtudag. Bjarni sótti þar fund með framkvæmdastjóra skól- ans, Hjálmari Árnasyni, ásamt öðru sjálfstæðisfólki. Nemendum var brugðið þegar þeir sáu Bjarna stíga úr framsæti bifreiðar sem lagt hafði verið í stæði fatlaðra. Bíllinn var í stæðinu í um klukkutíma eða þar til Bjarni og félagi hans héldu sína leið. „Við vorum nokkur á leið í skól- ann eftir hádegishlé. Öll bílastæði voru full og við lögðum þess vegna við íþróttahúsið sem er töluvert frá. Þá sáum við glansbílaflota koma að húsinu, en einum þeirra var lagt í stæði fatlaðra,“ segir nemandi sem tekur fram að það hafi verið blíð- skaparveður. Bifreiðin er í eigu ÍAV þjónustu ehf. sem er dóttur félag Ís- lenskra aðalverktaka. Guðmundur Pétursson er framkvæmdastjóri ÍAV þjónustu en í samtali við DV stað- festi hann að hafa ekið bílnum. Hann kannaðist í fyrstu ekki við að hafa lagt fyrir utan Keili, hvað þá að hafa lagt í stæði fyrir fatlaða: „Ég tek þetta þá á mig, ég hef hreinlega ekki séð skiltið.“ Ekki náðist í Bjarna við vinnslu frétt- arinnar. jonbjarki@dv.is Lagði í bílastæði fyrir fatlaða n Bjarni Benediktsson farþegi í bílnum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 22.–24. MARS 2013 34. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Í stæði fatlaðra Á myndinni til vinstri má sjá að Bjarni var farþegi í framsæti bílsins. Bíllinn var í stæðinu í klukkutíma að sögn sjónarvotta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.