Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 24
24 Umræða 22.–24. mars 2013 Helgarblað Fundarstjóri: Fyrir hvað stendur Lýðræðisvaktin? Nú liggur fyrir að flokkurinn muni beita sér í stjórnarskrármálinu, hvaða önnur mál setur flokkurinn á oddinn?  Þorvaldur Gylfason Lýðræðis­ vaktin hefur eitt höfuðmarkmið: að allir sitji við sama borð. Stefnu­ skrá Lýðræðisvaktarinnar er lýst á xlvaktin.is. Vefsetrið er gagnvirkt eins og vefsetur stjórnlagaráðs var. Í því felst, að við þiggjum með þökkum ábendingar um áherzlur í stefnu okkar í efnahagsmálum, velferðarmálum, auðlindamálum, byggðamálum o.s.frv., en stefn­ unni í öllum þessum málaflokkum er lýst á xlvaktin.is. Við leggjum auk stjórnarskrármálsins þunga áherzlu á efnahagsmál, jafnréttis­ mál og auðlindamál. Pétur Jónsson: Ætlið þið í kosningabandalag með einhverjum? Eigið þið t.d. ekki góða samleið með Dögun?  Þorvaldur Gylfason Við eigum langa samleið t.d. með Dögun og Pírötum. Við eigum örugglega eftir að ræða saman um einshvers konar samstarf fyrir kosningar og vonandi einnig eftir kosningar. Aðalsteinn Kjartansson: Hvernig gengur söfnun meðmælenda? Ertu öruggur um að þið getið boðið fram í kosningunum í apríl?  Þorvaldur Gylfason Söfnun með­ mælenda gengur ljómandi vel. Við bjóðum fram í öllum kjördæmum og stillum upp sterkum listum, sem nú er verið að kynna einn af öðrum. Andrea Ólafs: Getur þú svarað því með ábyrgum hætti hvers vegna þú ert ekki tilbúinn til að afnema verðtryggingu á lánum – heldur setur í stefnu þína að setja nýja vísitölutengingu á þau? Getur þú útskýrt hvers vegna það nægir þér ekki að láta breytilega og fasta vexti nægja sem „verðtryggingu“ í lánasamningum eins og gert er víðast hvar um gjörvalla veröld?  Þorvaldur Gylfason Lýðræðis­ vaktin vill „gæta jafnræðis milli lántakenda og lánveitenda, m.a. með endurmati eða afnámi verðtryggingar húsnæðislána, og brúa bil kynslóðanna“, eins og stendur í stefnuskránni á xlvaktin. is. Okkur finnst of snemmt að lofa fortakslausu og tafarlausu afnámi vertryggingar húsnæðislána, þar eð við teljum nauðsynlegt að kanna t.d. lögmæti verðtryggingar­ innar eins og hún hefur verið fram­ kvæmd og hyggja vandlega að ólíkum leiðum til að jafna aðstöðu lántakenda og lánveitenda. Ástasigrún Magnúsdóttir: Þurfa stjórnmálaflokkar ekki lengri marineringu en bara nokkra mánuði til þess að marka sér stefnu, kynna hana og setja fram sem trúverðugan valkost fyrir kjósendur? Er ekki hætta fólgin í því að of mörg lítil framboð gefi kost á sér, fáir nái inn fólki og þar með haldist óbreytt ástand á þingi?  Þorvaldur Gylfason Marineringin hefur þegar farið fram, þar eð hryggjarstykkið í Lýðræðisvaktinni eru fv. stjórnlagaráðsfulltrúar, sem unnu náið saman í stjórnlagaráði og kunna að vinna saman sem einn maður og ná góðum árangri. Liðsaukinn, sem okkur hefur borizt víðs vegar að, er sama sinnis og við um helztu mál. Við stefnum á að ná nógu mörgum þingsætum til að geta tryggt, að vilji þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu nái fram að ganga á Alþingi eftir kosningar auk annarra stefnumála Lýðræðis­ vaktarinnar. Sigurður Sigurðsson: Sæll Þorvaldur og til hamingju. Hvaða leið telur þú vænlegasta fyrir Íslendinga í sambandi við gjaldmiðilinn. Nú erum við með krónuna í böndum og auk þess bæði með verðtryggðar og óverðtryggðar krónur. Hugnast þér að taka upp annan gjaldmiðil eða telur þú okkur geta samið um e­s konar bindingu við annan gjaldmiðil þannig að það virki fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og þjóðarbúið?  Þorvaldur Gylfason Lýðræðis­ vaktin tekur ekki afstöðu í ESB­málinu og ekki heldur í gjaldmiðilsmálinu vegna þess, að nýja stjórnarskráin kveður á um, að þau mál verði útkljáð í þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Við teljum rétt að ljúka þeim samningum, sem eru nú í gangi. Stjórnmálaflokkar og Alþingi þurfa ekki að skipta sér af málum, sem þjóðin ræður til lykta, þar eð þjóðin er yfirboðari þingsins. Við á Lýðræðisvaktinni munum sitja við sama borð og aðrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og evruna. Aðalsteinn Kjartansson: Bæði þú og Lýður Árnason tókuð þátt í starfi Dögunar þegar sá flokkur fór af stað. Af hverju fóru þið ekki fram undir merkjum þess flokks?  Þorvaldur Gylfason Ég tók ekki þátt í starfi Dögunar, kom þangað bara gestur í tvö skipti að ræða við þau um efnahagsmál og þáði ásamt Þóri Baldurssyni tónskáldi far með rútunni þeirra til að kynna landsmönnum stjórnarskrárfrum­ varpið í aðdraganda þjóðarat­ kvæðagreiðslunnar 20. október. Okkur kom öllum ágætlega saman. Dögun er líkt og Píratarnir gegnheil í stjórnarskrármálinu. Damien Atilio: Telur þú enn að Íslendingar hafi farið siðlausa leið í Icesave málinu með því að greiða ekki tilbúna skuld Breta og Hollendinga? Eru fleiri skuldir sem siðferði þitt vill borga fyrir hönd þjóðarinnar?  Þorvaldur Gylfason Ég kannast ekki við neitt siðleysistal í sambandi við Icesave­málið. Málið snerist um ólíkt áhættumat. Sumir töldu, líkt og ríkisstjórnin og vænn hluti stjórnarandstöðunnar á þingi, öruggara að ganga að samningum, aðrir ekki. Eðlilegt var, að kjósendur afgreiddu málið í þjóðaratkvæða­ greiðslu. Málið fékk á endanum far­ sælar lyktir fyrir Íslendinga, þegar dómur féll Ísendingum í vil. Sumum kom dómurinn á óvart, öðrum ekki. Flókin dómsmál eru oft þess eðlis, að ágreiningur um þau er eðlilegur. Hjörtur Hjartarson: Sæll Þorvaldur. Finnst þér ástæða til að hefja sérstaka rannsókn á framgöngu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins og fyrst á eftir?  Þorvaldur Gylfason Já, ég tel brýna ástæðu til, að slík rannsókn fari fram í samræmi við ályktun Alþingis um málið. Ótækt er, að Seðlabankinn skuli halda áfram að leyna Alþingi hljóðritun af símtali forsætisráðherra og seðlabankastjóra um lykilatriði í aðdraganda hrunsins. Nýja stjórnar skráin tekur á þessum vanda með ákvæðum, sem er ætl­ að að girða fyrir leynd og spillingu. Sigurður Sigurðsson Er Ísland bananalýðveldi? Hér tala þingmenn fjálglega um þjóðaratkvæðagreiðslur á sama tíma og þeir virða ekki niðurstöður þeirra. Hvernig myndir þú lýsa þessu fyrir aðkomufólki eða erlendum fréttamönnum?  Þorvaldur Gylfason Ég hef í lengstu lög forðazt að nota þetta orð, bananalýðveldi, en ég skil spurninguna. Ísland er mun skemmra komið á sinni pólitísku þróunarbraut en flest löndin í kringum okkur. Þar kæmi aldrei til álita að hunza úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu, allra sízt þjóðaratkvæðagreiðslu um mörg brýnustu álitamálin á vettvangi stjórnmálanna svo sem jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu, beint lýðræði, persónukjör o.fl. Það væri hneyksli á heimsvísu, ef Al­ þingi gengi gegn vilja þjóðarinnar. Ég sagði „flest löndin í kringum okkur“. Það gerðist í Færeyjum skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari, að Færeyingar ákváðu með naumum meiri hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu að slíta sambandinu við Dani og lýsa yfir sjálfstæði. Úrslitin voru hunzuð með lagatæknilegum brellum. Það var hneyksli, sem hefur legið eins og mara á sundraðri færeyskri þjóð æ síðan. Jóhann Fjalar: Nú hef ég ekki gert upp hug minn varðandi næstu kosningar. Af hverju ætti ég að kjósa ykkur?  Þorvaldur Gylfason Við viljum tryggja framgang þjóðarviljans í stjórnarskrármálinu. Við viljum hraða endurreisn efnahagslífsins. Við viljum eftir föngum rétta hlut heimilanna, sem urðu fyrir skakkaföllum af völdum hrunsins. Við viljum tryggja fólkinu í landinu réttmæta hlutdeild í auðlindum í þjóðareigu. Við viljum, að allir sitji við sama borð. Við viljum rétta hlut kvenna svo sem brýna þörf ber til t.d. á vinnumarkaði, í lífeyrismálum og atvinnumálum. Við viljum hreinsa til. Við viljum spúla dekkið. Annas Sigmundsson: Hversu háir yrðu óverðtryggðir vextir af íbúðalánum á Íslandi til langframa ef verðtryggingin yrði afnumin? Landssamtök lífeyrissjóð­ anna hafa sagt að þau myndu núvirða eignir sínar með 9% óverðtryggðri kröfu ef verðtrygging yrði afnumin en krafan í dag er 3,5% verðtryggð. Myndi það ekki þýða að erfitt yrði fyrir lánastofnanir að bjóða minna en svona 10% óverðtryggða vexti af íbúðalánum?  Þorvaldur Gylfason Þessu get ég ekki svarað, Annas, ekki að svo stöddu, þetta er eitt af því, sem þarfnast vandlegrar yfirlegu. Árelíus Þórðarson: vSæll Þorvaldur. Nú er búið að skerða lífeyrissjóð landsmanna svo mikið að maður sem unnið hefur í 50 ár fær nokkrum þúsundköllum meira þegar ævistarfi lýkur en sá sem aldrei hefur borgað í sjóðinn. Þurfa ekki stjórnmálaflokkar að taka þetta inn á sína stefnuskrá?  Þorvaldur Gylfason Við leggjum áherzlu á að koma bankamálunum í viðunandi horf til frambúðar og setja bönkum ströng skilyrði í lögum til að tryggja, að þeir gegni hlutverki sínu með hagkvæmum hætti. Misheppnuð einkavæðing bankanna 1998–2003 hnykkir á nauðsyn þessa. Bönkunum má ekki aftur líðast að vaxa landinu yfir höfuð og hegða sér eins og ríki í ríkinu. Þeir þurfa að lúta ströngu eftirliti og strangri löggjöf til að halda verðbólgu í skefjum og girða fyrir hættuna á kollsteypum. Stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar tekur á lífeyrismálunum. Þar segir meðal annars: „Auka verður kröfur um fagleg vinnubrögð og gegnsæi í störfum lífeyrissjóða. Treysta verður skilyrði þeirra til að ávaxta fé sjóðsfélaga svo hægt verði að bæta kjör lífeyrisþega. Samræma þarf lífeyrisrétt milli hins almenna vinnumarkaðar og opinbera geirans. Girða þarf fyrir hættuna á að lífeyrissjóðir verði ríki í ríkinu í krafti eignarhalds á fyrirtækjum. […] Gleymum því ekki, að lífeyris­ sjóðir eru eign almennings.“ Guðmundur Sigurðsson: Þorvaldur hvað finnst þér um þá birtingarmynd lýðræðis að þeir sem sóa hundruðum milljarða líkt og gert var í Kaupþingsláninu geti sjálfir ráðið því hvort almenningur verði upplýstur um ferlið?  Þorvaldur Gylfason Mér finnst það afleitt. Nýja stjórnarskráin tek­ ur á vandanum, Hún er í reyndinni hryggjarstykkið í stefnuskrá Lýð­ ræðisvaktarinnar. Nánari útfærslur er að finna í stefnumiðunum á xlvaktin.is. Upplýsingafrelsi er eitt af höfuðmarkmiðum Lýðræðis­ vaktarinnar. Við viljum vinna að gagnsæi og gegn spillingu. Lyftum leyndarhjúpnum. Ólafur Sigurðsson: Ef flokkurinn þinn fær þokkalegt gengi, hvernig ætlið þið að tækla þessi endalausu þrátefli sem koma upp á þingi þegar einn flokkur kemur með frumvarp sem er drepið einfaldlega því að það kom frá öðrum flokki? Það er óþolandi að horfa upp á góðar hugmyndir deyja eða taka mörg ár í framkvæmd út af barnalegri flokkapólitík.  Þorvaldur Gylfason Nýja stjórn­ arskráin tekur á þessum vanda með því að styrkja innviði þingsins og einnig stöðu þess gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta er einn af fjölmörgum kostum nýju stjórnarskrárinnar. Í því ljósi þarf að skoða andstöðuna gegn frum­ varpinu á Alþingi, andstöðu gegn frumvarpi, sem 67% kjósenda hafa lýst stuðningi við. Andstæðingar nýrrar stjórnarskrár á Alþingi eru að kalla áframhaldandi ófremdar­ ástand yfir þingið og sífellt minni virðingu þjóðarinnar fyrir þinginu. Lýðræðisvaktin vill efla virðingu Alþingis með því að innleiða vinnu­ brögð stjórnlagaráðs á Alþingi. Már Karlsson: Hvað með gjaldeyrishöftin, er ekki orðið afar brýnt að losa um þau sem allra fyrst? Munuð þið berjast fyrir því? Ágúst Einarsson lýsir þeim sem krabbameini í frétt á mbl.is.  Þorvaldur Gylfason Mjög brýnt er að losa um höftin. Um þetta segir í stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar: „Við viljum … losa um „snjóhengj­ una“ svo hægt sé að afnema gjald­ eyrishöft. Þegar staða gjaldeyris­ málanna liggur fyrir, þarf að finna leið til að losa um „snjóhengjuna“ (nú um 400 milljarða króna eign erlendra kröfuhafa í bönkunum, sem vilja flytja féð úr landi). Sé svo mikið fé flutt úr landi í einum rykk, er líklegt, að gengi krónunnar falli til muna með alvarlegum afleiðing­ um.“ Ein leið til að aftra slíku geng­ isfalli er að semja við kröfuhafa um uppgjör á löngum tíma. Önnur er að leggja útgöngugjald á úttekt fjárins í gjaldeyri. Fleiri leiðir eru færar til að losna við vogunarsjóðina og undan snjóhengjunni, en engin þeirra er góð. Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir: Hvað segir þú um þau orð Vigdísar Hauksdóttur að hugmyndir Framsóknarflokksins um auðlindir og nýtingu þeirra samrýmist ekki nýrri stjórnarskrá, þau vilja verja hagsmuni þjóðarinnar allrar, ekki vera með þá pólitísku vinstri sýn sem lagt er upp með? Sitja ekki allir við sama borð skv. auðlindavaktinni hjá ykkur?  Þorvaldur Gylfason Tillögur Framsóknar um auðlindir nú ganga mun skemmra en nýja stjórnarskráin, sem kveður á um auðlindir í þjóðareigu og engar refj­ ar. Lýðræðisvaktin vill tryggja, að nýtingarrétti auðlinda í þjóðareigu sé úthlutað á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Fráleitt er að halda því fram, að það sé vinstri slagsíða á auð­ lindaákvæði, sem 83% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðarat­ kvæðagreiðslunni 20. október. Orn Karlsson Sæll Þorvaldur. Telur þú það ekki næga ástæðu fyrir afnámi verð tryggingar að hún á það til að auka raunvirði skulda vegna raunhækkunar á verði einstakra vara og vöruflokka í grunni vísitölu neysluverðs sem stafa frá framboðs­ og eftirspurnarþáttum óháðum gjaldmiðlinum?  Þorvaldur Gylfason Í fram­ kvæmd hefur verðtryggingin reynst hafa tvo megingalla: Þegar kaupgjald hækkaði hægar en verðlag, t.d. 2008–2010, uxu skuldir heimilanna hraðar en laun og mörg heimili lentu í greiðsluerfiðleikum. Vegna viðmiðunar fjárskuld­ bindinga við verðlag án tillits til kaupgjalds hafa lántakendur borið mesta áhættu vegna lánasamn­ inga og lánveitendur borið litla áhættu. Við bætast efasemdir ýmissa lögfræðinga um lögmæti verðtryggingar húsnæðis­ og neytendalána eins og hún hefur verið framkvæmd. Öll þessi atriði þarf að gaumgæfa, áður en ákveðið er, hvaða leið sé greiðfærust að því marki að rétta hluta heimilanna eftir höggið 2008. Lýðræðisvaktin tekur málið alvar­ lega, Okkar stefnuskrá er enginn loforðaflaumur. Við lofum ekki upp í ermina á okkur. Hneyksli á heimsvísu M y n D ir S iG tr y G G U r A r i „Endaþarms kokteill“. Er það ekki eitthvað sem ríkisstjórnin hefur verið að bjóða fólki á Íslandi síðustu 4 ár.“ Olgeir Andrésson við frétt DV um íslenska vændissíðu þar sem boðið var upp á kynlíf með ís­ lenskum konum gegn greiðslu. Á kynlífs­ matseðlinum var meðal annars til boða sænskur endir og endaþarmskokteill. „Telur það engu skipta fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi þótt Séð og heyrt yrði lokað að fullu og öllu og bannað að fjalla um alla skilnaði.“ ingólfur Ásgeir Jóhannesson við frétt DV um að tímaritinu Séð og Heyrt hefði verið bannað að fjalla um skilnað Skúla Mogensen. „Ég þekki fullt af fólki sem fæðist án getnaðarlims, þetta er bara helvíti algengt held ég. Svona 50% líkur.“ Oddur Eysteinn Friðriks- son við frétt um Breta sem fæddist án getnaðarlims en á von á einum slíkum með aðgerð. „Þau eru ofmetin.“ Sólrún Ósk Herbalife­ leiðbeinandi um typpi við fyrrnefnda frétt um Bretann sem fæddist án getnaðarlims. Bretinn sagðist vera vinsæll meðal kvenna vegna þess að hann nálgaðist þær ekki með kynlíf í huga. Í kjölfarið lýsti Sólrún Ósk því yfir að typpi væru ofmetin. „Er þetta ekki maðurinn með hátt í fjörtíu millur á mánuði sem bankastjóri Landsbankans? Af því hann bar svo mikla ábyrgð? Það er ekki að heyra núna á hon- um að ábyrgðin hafi verið mikil fyrst hann „bara vann þarna“.“ Jack Hrafnkell Daníelsson við frétt um ummæli Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Landsbankans, þar sem hann sagðist ekkert hafa til saka unnið á meðan hann vann fyrir Landsbankann. Enda var hann bara í vinnunni að eigin sögn. „Bið alla góða vætti að vaka yfir þér og þínum ungi maður.“ Baldur Bjarnason um Svein Kristjánsson, sem 25 ára gamall greindist með lífshættulegt heilaæxli á stærð við golfkúlu. Þá átti Sveinn fjórtán mánaða son og eignaðist svo stúlku meðan á veikindunum stóð en hann er við hestaheilsu í dag eftir djarfa aðgerð lækna. „Alveg er ég viss um að hún hefur ekki hleypt honum út úr húsi til að komast í veiði eða út í náttúruna til að hlað upp testosterona eins og öllum karlmönnum er nauðsýn. Hún hefur þjarkað honum út á ryksugunni og í uppvaskinu og dreynað úr honum það sem eftir var að hormónunum.“ Þorsteinn Ásgeirsson við frétt um taívanska konu sem fékk skilnað frá eiginmanni sínum vegna getuleysis. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 18 15 37 13 15 nafn: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Aldur: 44 ára Starf: Þingmaður Sam­ fylkingar Menntun: MA í viðskipta­ og hagfræði frá Uppsalaháskóla og BA í sagnfræði frá HÍ. 16 16 Þorvaldur Gylfason, formaður Lýðræðisvaktarinnar, mætti á Beina línu DV og svaraði spurningum lesenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.