Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 22.–24. mars 2013 Helgarblað Þvert á viljann n Óforsvaranlegt að ríkið selji landsvæði L andsbyggðarflokkurinn hafnar með öllu þeim samningi sem ríkis stjórnin hefur gert við Reykjavíkurborg um sölu á land­ svæði í Vatnsmýrinni undir íbúða­ byggð og telur að með honum sé ver­ ið að stíga skref í átt að lokun hluta eða allrar flugstarfsemi á svæðinu þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Flokk­ urinn telur það óforsvaranlegt að ríkið selji land í eigu þjóðarinnar til handa Reykjavíkurborg án allrar umræðu þegar um svo umdeilt mál er að ræða. „Ætli tilgangur og titill Reykja­ víkur sem höfuðborg landsins alls að halda vatni er það lágmarkskrafa að þjóðin öll hafi greiðan aðgang að þeirri grunnþjónustu og stjórnsýslu sem þar er haldið úti og haldið í lág­ marki á landsbyggðinni undir þeim formerkjum að hana sé hægt að sækja til Reykjavíkur,“ segir í ályktun Lands­ byggðarflokksins um málið. Landsbyggðarflokkurinn telur ljóst að verði áformum Reykjavíkurborgar um flutning flugvallarins úr Vatns­ mýrinni haldið til streitu verði alger forsendubrestur í ýmsum stærri mál­ um sem brenna á þjóðinni. „Svo sem bygging hátæknisjúkrahúss, sam­ dráttur í þjónustu og stjórnsýslu á landsbyggðinni og þá staðsetning nýs flugvallar.“ n É g bara veit það ekki. Liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að gerast á Kýpur? Eigum við ekki bara að sjá til hvað gerist þarna,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og eigandi sjávarútvegsfyrirtækisins Sam­ herja, um áhrif á skattlagningar stjórnvalda á Miðjarðarhafseynni Kýpur á eignir Samherja þar í landi. Stjórnvöld á Kýpur ætla að leggja sérstakan skatt á bankainnistæður þar í landi vegna slæmrar stöðu bankakerfisins á Kýpur; nota á fjár­ magnið til að hjálpa til við að bjarga bankakerfinu. Aðgerðirnar munu meðal annars koma niður á rúss­ neskum auðkýfingum sem geyma háar fjárhæðir á Kýpur. Spurningin er hvort aðgerðirnar muni hafa ein­ hver áhrif á eignir Samherja þar í landi. Viðræður í gangi um sölu á Afríkuútgerðinni Samherji á eignir í gegnum kýp­ versk dótturfélög sem metnar eru á um 20 milljarða króna. Um er að ræða útgerð Samherja í Afríku, eina sjö verksmiðjutogara sem ís­ lenski útgerðarrisinn keypti af Sjólaskipum árið 2007. Samherji hefur síðustu vikurnar átt í samn­ ingaviðræðum við rússneskt út­ gerðarfélag, Murmansk Troll Fleet, um að selja Afríkuútgerðina til fyrir tækisins. Þorsteinn Már segir að viðræð­ urnar við rússneska útgerðarfyrir­ tækið standi enn. „Þetta er eitt stærsta útgerðarfélag Rússlands. Þeir hafi alla burði til þess að kaupa þetta ef þeir vilja. Þetta er bara mjög öflugt og flott fyrirtæki,“ segir Þor­ steinn Már. Hann tekur fram að Samherji sé „ekki að reyna að selja eignirnar“ en að þessi aðili hafi lýst „yfir áhuga á að kaupa þær“. Hvat­ inn að viðræðunum kemur því frá rússneska fyrirtækinu. „Þessum viðræðum er ekki lokið,“ segir Þor­ steinn Már. Um 20 milljarða eignir Kýpversk dótturfélög Samherja heita Fidelity Bond Investments Ltd. og Miginato Holdings Ltd. Félag Sam­ herja sem heldur utan um eignirnar á Kýpur er íslenskt og heitir Polaris Seafood ehf. Polaris Seafood var eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi sem skilaði hvað mestum hagnaði árið 2009, samtals 3,9 milljörðum. Félagið var í tuttugasta sæti yfir þau félög sem skiluðu mestum hagnaði í landinu það árið. Þessi tvö aflandsfélög Sam­ herja á Kýpur eiga svo nokkur önn­ ur dótturfélög íslenska útgerðar­ félagsins í Evrópu. Þannig er að finna upplýsingar um það á internetinu að þýska félagið DFFU haldi utan um eignarhluti Samherja í pólska útgerðarfélaginu Atlantex Spolka Z.o.o. Atlantex virðist svo aftur hafa verið stofnað af Miginato Holdings Limited samkvæmt upplýsingum í pólsku hluthafaskránni. Þá kemur fram á færeyskri vefsíðu að nýstofnað dótturfélag Samherja þar í landi, 5656 Sp/f Geysir, hafi verið stofnað af Miginato Holdings Ltd. þar í landi síðastliðið haust. Orð­ rétt segir um stofnanda Geysis á vef­ síðunni: „Miginato Holdings Ltd., 284 Arch. Makarios III Ave., 3105 Limassol.“ Svo virðist því sem eignarhaldið á nokkrum af erlendum dótturfyrir­ tækjum Samherja sé í gegnum kýp­ versku eignarhaldsfélögin. Hagnaður af rekstri þessara félaga ætti því að enda hjá félögunum á Kýpur. Þangað rennur hagnaður Samherja af hluta erlendrar starfsemi sinnar. Þorsteinn Már segir, þráspurður, um möguleg áhrif aðgerða stjórn­ valda á Kýpur: „Ég ætla ekki að fara að tjá mig um eitthvað sem ég veit ekkert um.“ Áhrif aðgerða kýpverskra stjórnvalda á þessar eignir Samherja á eynni liggja því ekki enn fyrir ef marka má orð Þorsteins Más. n n Útvegsfyrirtækið Samherji á nærri 20 milljarða króna eignir á Kýpur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Óvíst með áhrifin á Kýpureignirnar „Ég ætla ekki að fara að tjá mig um eitthvað sem ég veit ekkert um Áhrifin liggja ekki fyrir Þorsteinn Már segir að áhrif vegna boðaðra aðgerða kýpverskra stjórnvalda, meðal annars skattaálagningu á erlendrar eignir, liggi ekki fyrir. Eignarhald Samherja á Afríkuútgerð sinni, meðal annars togaranum Heinaste, er í gegnum Kýpur. Mál Karls Vignis til saksóknara Rannsókn á málum Karls Vignis Þorsteinssonar sem játað hefur stórfelld kynferðisbrot á fjölda einstaklinga gegnum tíðina er lokið og framhald málsins er nú hjá saksóknara. Sjálfur verður Karl Vignir áfram í varðhaldi fram í apríl hið minnsta. Ítrekuð og alvarlega brot Karls Vignis komust í hámæli í byrjun janúar þegar Kastljós sýndi upptökur þar sem Karl játaði brot gegn fjölda einstaklinga. Nokkrum árum áður hafði DV fjallað mikið um Karl Vigni og ásakanir á hendur hon­ um af hálfu fjölda einstaklinga. Heimilin skulda 1.700 milljarða Útlán til íslenskra heimila hafa lækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á undanförnum árum. Útlán á síð­ asta ári námu alls 1.659 milljörð­ um króna og voru þar af 1.135 milljarðar vegna íbúðalána. Þetta þýðir að lán til heimilanna námu 97 prósentum af lands­ framleiðslu árið 2012. Til saman­ burðar var hlutfallið 119 prósent árið 2007 en það er það hæsta sem hlutfallið var á tímabilinu 2005 til 2012. Í krónum talið hafa lánin hins vegar aldrei verið jafn mikil. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, at­ vinnuvega­ og nýsköpunarráð­ herra, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálf­ stæðisflokksins, um lán heimila og fyrirtækja í landinu. Þar kem­ ur einnig fram að mikil aukning hefur verið á óverðtryggðum lán­ um til heimilanna. Óverðtryggð lán námu á síðasta ári 290 millj­ örðum króna samanborið við 103 milljarða árið 2005. Á móti Flokkurinn segir það lágmarkskröfu að þjóðin hafi greiðan aðgang að þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.