Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 13
„Það er ömurlegt að vera hérna“ Fréttir 13Helgarblað 22.–24. mars 2013 liðin frá hruninu. Þegar nýr ritstjóri með um og yfir 1,5 milljónir króna í laun á mánuði er ráðinn upp að hlið núverandi ritstjóra sem er álíka hátt launaður þá verða starfsmenn hugsi yfir stöðu sinni. Ari hæstánægður Ari Edwald, forstjóri 365, telur hins vegar að breytingarnar á 365 muni verða til góðs til lengri tíma litið og bendir á að Ólafur sé sáttur við þær. „Ég held að þessar breytingar verði til góðs fyrir blaðið og ég tel mig þegar sjá merki þess.“ Ari segir að þeir hafi ráðið Mikael Torfason til starfa til að „efla og styrkja ritstjórnina“ og reyna að auka lestur Fréttablaðsins, líkt og hann gerði á Fréttatímanum. „Ég held að það sé ekki slæmt að ein­ hver endurnýjun eigi sér stað á slík­ um fjölmiðli sem Fréttablaðið er. Það var að sjálfsögðu rætt við Ólaf áður en þessar breytingar áttu sér stað. Hann hefur tekið þessum breytingum vel og er ánægður með þær,“ segir Ari og bætir því aðspurður við að hann vilji að Ólafur og Mikael ritstýri blaðinu saman til framtíðar. Ari segir að hann sé nú þegar byrj­ aður að sjá jákvæðar breytingar á blaðinu eftir að Mikael tók við því og að hann upplifi ekki að starfsfólk 365 sé óánægt. „Já, ég er sáttur við þær og ég veit ekki annað en fólk sé til­ tölulega sátt við þetta. Það er góður andi í fyrirtækinu. Ef það er einhver mælikvarði á ánægju starfsfólksins þá get ég bent á það að við héldum ný­ lega árshátíð sem var sú mesta sótta hjá okkur hingað til. Það mættu um 500 manns með mökum. Miðað við þetta er starfs­ ánægjan gríðarlega góð.“ Þessi túlkun Ara rímar ekki við það sem heimildir DV innan 365 herma, líkt og getið er hér að framan. Þvert á móti virðist vera megn óánægja innan fyrir­ tækisins. Kom inn með látum Mikael Torfason hóf störf á Frétta­ blaðinu með látum. Starfsmennirnir höfðu heyrt ávæning af því að ráða ætti Mikael til starfa. Einn þeirra segir: „Við vor­ um búin að heyra slúðrið. Í hádeginu fréttist þetta á rit­ stjórnina án þess að Ólafur og Steinunn vissu nokkuð. Hann var svo boðaður á fund hjá Ara og hluti af hópnum lá á rúðunni að fylgjast með. Klukkan hálf þrjú gargaði einhver úr glugganum að Mikael væri kominn í hús. Klukkan þrjú komu þeir þrír af fundinum.“ Eitt það fyrsta sem gerðist eftir að Mikael var kynntur til leiks á starfs­ mannafundi var að hann tók yfir skrif­ stofu Steinunnar Stefánsdóttur að­ stoðarritstjóra. Steinunni var tilkynnt að hún ætti að flytja tímabundið inn á n Mikil ólga innan 365 vegna afskipta Jóns Ásgeirs n Flótti frá Fréttablaðinu eftir ráðningu Mikaels Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Frétta- blaðsins, sagði starfi sínu lausu daginn eftir að Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri við hlið Ólafs Stephensen. Í Morgunútvarpi Rásar 2 skömmu síðar sagðist hún hafa upplifað það þannig að sér hefði verið ýtt til hliðar. „Ég upplifði það þannig já. Einhverjir aðrir munu segja nei, en það er mín upplifun,“ sagði hún. „Þegar verkefnin eru að mestu tekin af manni, þá finnst mér það já.“ Steinunn sem starfað hafði hjá Fréttablaðinu í tólf ár sagðist hafa tekið ákvörðunina um að hætta strax sama dag og Mikael kom inn í fyrirtækið. Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi viðskiptastjóri Fréttablaðsins, sagði starfi sínu lausu á svipuðum tíma og Steinunn. Þórður stýrði Markaðnum ásamt því að vera leiðar- ahöfundur og einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Stephensen, ritstjóra blaðsins. Eftir því sem DV kemst næst er hann hættur störfum og vinnur því ekki uppsagnarfrestinn. Þórður mun hafa haft hug á því að hætta á Fréttablaðinu, að eigin sögn, áður en Mikael Torfason tók við sem ritstjóri. Skömmu áður en fréttir bárust af uppsögn Þórðar deildi hann frétt Vísis af brotthvarfi Steinunnar á Facebook-síðu sinni. Við fréttina skrifaði hann: „Litlir karlar halda áfram að vera litlir karlar“ og vísaði þar með í pistil kollega síns Magnúsar Halldórssonar sem bar nafnið Litli karlinn. Umræddur pistill markaði upphafið af hræringunum innan fyrirtækisins sem óvíst er hvort sé lokið. Magnús Halldórsson, viðskiptafréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis, sagði upp störfum hjá fyrirtækinu nokkrum dögum síðar. Hann og Þórður réðu sig sem teymi til 365 fyrir um einu og hálfu ári með þá hugmynd að leiðarljósi að samræma viðskipta- fréttir miðla fyrirtækisins. Magnús er nú hættur störfum líkt og Þórður og Steinunn. Kolbrún Pálína Helgadóttir, ritstjóri Lífsins, fylgirits Fréttablaðsins, staðfesti í samtali við DV að hún hefði sagt upp hjá 365. Samkvæmt heimildum DV eru ástæður upp- sagnarinnar meðal annars breytingarnar sem hafa átt sér innan fyrirtækisins. Kolbrún Pálína hefur gegnt starfinu frá því í janúar í fyrra ásamt Ellý Ármannsdóttur. Hún kemur til með að vinna út uppsagnarfrestinn og hættir störfum í lok júní. Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður á innblaði Fréttablaðsins og bakþankahöfundur, var búin að fá annað starf áður en hræringarnar hófust en sagði upp í vikunni. Samkvæmt heimildum DV hættir hún fyrr en til stóð vegna breytinganna. Kristín Anna Björnsdóttir, sem starfað hefur í níu ár sem umbrotsmaður hjá framleiðsludeild blaðsins, er, samkvæmt heimildum DV, einnig að hætta vegna breytinganna. Erla Hlynsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, hefur einnig sagt starfi sínu lausu á fréttastofunni. Að hennar sögn tengist uppsögnin þó ekki hræringunum innan fyrirtækis- ins. Hún mun hefja störf hjá Fréttatímanum í næstu viku. Birgir Þór Harðarson umbrotsmaður hverfur einnig á braut á næstunni líkt og kollegi hans Kristín Anna. Magnús Þorlákur Lúðvíksson, blaða- maður á Fréttablaðinu, er í hópi þeirra sem yfirgefa blaðið á næstu mánuðum. Eftir því sem DV kemst er hann á leið í nám. Þórunn Elísabet Bogadóttir blaðamaður mun yfirgefa Fréttablaðið í sumar, en samkvæmt heimildum kom sú ákvörðun til áður en Mikael var ráðinn ritstjóri. Þórunn birti frétt Vísis af brotthvarfi Steinunnar á Facebook-síðu sinni, líkt og kollegi hennar Þórður. Við fréttina skrifaði hún: „Ýmislegt gæti bætt það oft fína blað sem ég starfa hjá. Að missa Steinunni Stefánsdóttur þaðan er ekki eitt af því.“ Þá fagnaði hún einnig pistli Magnúsar og birti hann á síðunni sinni. Hún skrifaði að slíkar umræður væru svo sannarlega af hinu góða. solrun@dv.is Þau flýja 365 Þau hætta líka „Það eru margir sem annaðhvort eru að hætta eða myndu helst vilja það „Það er góður andi í fyrirtækinu Hófst með litla karlinum Atburðarásin sem leitt hefur til þess að nú er fólksflótti frá 365, fjölmiðla- fyrirtæki Jóns Ásgeirs, hófst með gagnrýn- um pistli, Litla karlinum, sem skrifaður var um Jón Ásgeir. Hæstánægður Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera hæst- ánægður með breytingarnar sem gerðar hafa verið á Fréttablaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.