Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 39
Sólskin við Nauthól Gestir stálust út til að sleikja vorsólina á kynningu á nýrri línu frá St. Tropez Lífsstíll 39Helgarblað 22.–24. mars 2013 Coco Chanel og sólbrúnkan Það var franska tískudrottn- ingin Coco Chanel sem kom sólbrúnku í tísku um 1920. Hún fór í siglingu og kom sólbrún til baka og hreif Parísarbúa með sér en áður þótti það sveita- mannslegt að vera rjóður eða sólbrúnn. Nokkrum áratugum seinna, þegar baðföt komust í tísku, hvöttu glanstímaritin fólk til þess að fara í sólböð og á áttunda áratugnum keyrði um þverbak í sóldýrkun og fólk bar olíur á líkamann í sólböðum án þess að vita af hættu á húð- krabbameini. Í dag nota þeir sem vilja hafa varann á, sól- brúnkukrem fremur en sólböð til að öðlast hraustlegra útlit. Fullkomin sólbrúnka í þremur skrefum Skref 1: Undirbúningur Undirbúðu húðina með góðu nærandi húðkremi. Jules notaði Body Polish á olnboga og hné og húðmjólk á önnur svæði. Skref 2: Liturinn borinn á Settu lit í þar til gerðan hanska og berðu á húðina. Jules hjá St. Tropez notaði Self Tan Bronzing Mousse. Notaðu litinn sem þú sérð á húðinni til að tryggja jafna þekju og áferð. Notaðu umframlit úr hansk- anum til þess að bera á handar- bök og ristar. Leyfðu froðunni að þorna í 1 mínútu áður en þú klæðir þig. Leyfðu litnum að taka sig í 4–12 klukkustundir áður en far- ið er í sturtu. Skref 3: Viðhald Mikilvægt er að nota Body Lotion á hverjum degi og nota Body Polish þriðja hvern dag til þess að liturinn dofni eðlilega. Leyndarmálin afhjúpuð J ules Heptonstall, sérstakur sérfræðingur St. Tropes, af- hjúpaði leyndarmálið á bak við undirbúning stjarnanna áður en þær ganga rauða dreg- ilinn á fjölmennri kynningu á Kaffi Nauthól á fimmtudag. Fagmenn í förðun og snyrtingu mættu á kynninguna og fylgd- ust með Jules bera sólbrúnkukrem á fyrirsætu og hlýddu á meðan á fyrir lestur hans um vörurnar. Með- al þess sem Jules lagði áherslu á var að næra húðina vel og nota þar til gerðan hanska við að bera sól- brúnkukremið á. Burt með föla vetrarhúð Vorsólin lýsti upp borgina og vafa- laust vilja margir losna sem fyrst við föla vetrarhúð. Jules benti við- stöddum á að margar tegundir væru til af sólbrúnkukremi sem hentuðu mismunandi húðlit og lífsstíl. Þeir sem vilja ekki sólbrúnku nema eina kvöldstund geta til dæmis borið á sig krem sem má þvo af degi seinna. Þá geta þeir sem eru með sér- staklega ljósa húð notað sérstök krem svo húðin verði ekki of dökk. Vinsælar vörur St. Tropez-vörurnar eru vinsælar meðal stjarnanna og stjörnur á borð við Scarlett Johansson, Hilary Swank, Elle Macpherson og Gwyneth Paltrow eru meðal stærstu viðskiptavinanna. Vörur St. Tropez eru lausar við paraben-efni, eru mildar og lausar við sterka lykt. n n Fjölmenn kynning á Kaffi Nauthól Fjölmiðlakonur Lára Björg og María Sigrún fjölmiðla­ konur með börn sín. Vinkonur Rikka og Díana hjá Pjattrófum mættu í Nauthól. Fremst í sínu fagi Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur var mætt til að kynna sér tæknina. Mæðgur Kristín Edda Óskars­ dóttir, förðunarfræðingur hjá MAC, mætti með dóttur sinni. Teymi Á kynninguna mætti fagfólk til að kynna sér vörurnar. Stelpurnar í Smashbox létu sig ekki vanta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.