Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 39
Sólskin við Nauthól Gestir stálust út til að sleikja vorsólina á kynningu á nýrri línu frá St. Tropez Lífsstíll 39Helgarblað 22.–24. mars 2013 Coco Chanel og sólbrúnkan Það var franska tískudrottn- ingin Coco Chanel sem kom sólbrúnku í tísku um 1920. Hún fór í siglingu og kom sólbrún til baka og hreif Parísarbúa með sér en áður þótti það sveita- mannslegt að vera rjóður eða sólbrúnn. Nokkrum áratugum seinna, þegar baðföt komust í tísku, hvöttu glanstímaritin fólk til þess að fara í sólböð og á áttunda áratugnum keyrði um þverbak í sóldýrkun og fólk bar olíur á líkamann í sólböðum án þess að vita af hættu á húð- krabbameini. Í dag nota þeir sem vilja hafa varann á, sól- brúnkukrem fremur en sólböð til að öðlast hraustlegra útlit. Fullkomin sólbrúnka í þremur skrefum Skref 1: Undirbúningur Undirbúðu húðina með góðu nærandi húðkremi. Jules notaði Body Polish á olnboga og hné og húðmjólk á önnur svæði. Skref 2: Liturinn borinn á Settu lit í þar til gerðan hanska og berðu á húðina. Jules hjá St. Tropez notaði Self Tan Bronzing Mousse. Notaðu litinn sem þú sérð á húðinni til að tryggja jafna þekju og áferð. Notaðu umframlit úr hansk- anum til þess að bera á handar- bök og ristar. Leyfðu froðunni að þorna í 1 mínútu áður en þú klæðir þig. Leyfðu litnum að taka sig í 4–12 klukkustundir áður en far- ið er í sturtu. Skref 3: Viðhald Mikilvægt er að nota Body Lotion á hverjum degi og nota Body Polish þriðja hvern dag til þess að liturinn dofni eðlilega. Leyndarmálin afhjúpuð J ules Heptonstall, sérstakur sérfræðingur St. Tropes, af- hjúpaði leyndarmálið á bak við undirbúning stjarnanna áður en þær ganga rauða dreg- ilinn á fjölmennri kynningu á Kaffi Nauthól á fimmtudag. Fagmenn í förðun og snyrtingu mættu á kynninguna og fylgd- ust með Jules bera sólbrúnkukrem á fyrirsætu og hlýddu á meðan á fyrir lestur hans um vörurnar. Með- al þess sem Jules lagði áherslu á var að næra húðina vel og nota þar til gerðan hanska við að bera sól- brúnkukremið á. Burt með föla vetrarhúð Vorsólin lýsti upp borgina og vafa- laust vilja margir losna sem fyrst við föla vetrarhúð. Jules benti við- stöddum á að margar tegundir væru til af sólbrúnkukremi sem hentuðu mismunandi húðlit og lífsstíl. Þeir sem vilja ekki sólbrúnku nema eina kvöldstund geta til dæmis borið á sig krem sem má þvo af degi seinna. Þá geta þeir sem eru með sér- staklega ljósa húð notað sérstök krem svo húðin verði ekki of dökk. Vinsælar vörur St. Tropez-vörurnar eru vinsælar meðal stjarnanna og stjörnur á borð við Scarlett Johansson, Hilary Swank, Elle Macpherson og Gwyneth Paltrow eru meðal stærstu viðskiptavinanna. Vörur St. Tropez eru lausar við paraben-efni, eru mildar og lausar við sterka lykt. n n Fjölmenn kynning á Kaffi Nauthól Fjölmiðlakonur Lára Björg og María Sigrún fjölmiðla­ konur með börn sín. Vinkonur Rikka og Díana hjá Pjattrófum mættu í Nauthól. Fremst í sínu fagi Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur var mætt til að kynna sér tæknina. Mæðgur Kristín Edda Óskars­ dóttir, förðunarfræðingur hjá MAC, mætti með dóttur sinni. Teymi Á kynninguna mætti fagfólk til að kynna sér vörurnar. Stelpurnar í Smashbox létu sig ekki vanta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.