Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 22.–24. mars 2013 Helgarblað
Hvað er að
gerast?
22.–24. mars
Föstudagur22
mar
Laugardagur23
mar
Sunnudagur24
mar
Biggi og nýtt myndband
Biggi Hilmars, þekktur úr hljómsveitinni
Ampop, gaf nýverið út sína fyrstu
sólóplötu sem hefur fengið mjög góðar
viðtökur og hafa lög af henni hljómað í
íslensku útvarpi undanfarið. Fullskipuð
hljómsveit spilar með Bigga á tónleik-
unum auk þess sem frumsýnt verður
glænýtt tónlistarmyndband við lag af
plötunni eftir myndlistarkonuna Maríu
Kjartans.
Faktorý 21.30
Skonrokk
Vegna fjölda áskorana verða þessir
tónleikar fluttir aftur. Margir af bestu
rokksöngvurum þjóðarinnar leiða saman
hesta sína ásamt magnaðri hljómsveit.
Magni, Eyþór Ingi, Páll Rósinkranz,
Pétur Guðmunds og Biggi Haralds flytja
rjómann af bestu rokklögum allra tíma.
Hof, Akureyri 20.00
Grande
Nýtt leikrit eftir Tyrfing
Tyrfingsson. Hér er á
ferðinni einleikur sem
var frumsýndur á Up &
Coming á Lókal-leiklist-
arhátíðinni árið 2011. Leikari
er Hjörtur Jóhann Jónsson en Steinþór
Helgi Sunde sér um tónlistina.
Leikhúskjallarinn 20.00
Útgáfutónleikar Nóru
ásamt Jöru
Hljómsveitin Nóra blæs til útgáfutónleika
í tilefni af útkomu annarrar breiðskífu
sinnar, Himinbrim, sem kom út skömmu
fyrir jól. Á tónleikunum verður öllu
tjaldað til, og mun sveitin fá til liðs við sig
strengjakvartett og slagverksleikara til
að koma plötunni í heild sinni sem best
til skila.
Tjarnarbíó 20.30
Einar Mikael – Heimur sjón-
hverfinganna
Heimur sjónhverfinganna er frábær
fjölskyldusýning sem er troðfull af
mögnuðum sjónhverfingum og drep-
fyndnum göldrum. Meðal atriða verða
heimsfrægar sjónhverfingar, þar á meðal
þekkasta sjónhverfing fyrr og síðar þar
sem kona er söguð í sundur. Sýningin er
undirbúningur fyrir heimsmet sem Einar
Mikael stefnir á að slá seinna á þessu ári
þar sem hann ætlar að framkvæma fleiri
sjónhverfingar á þremur mínútum en
nokkur töframaður hefur gert hingað til.
Austurbær 19.30
Stærðin skiptir engu
M
ér finnst það vera brýnt mál
að allir geti haldið góða páska.
Sjálf ólst ég upp hjá einstæðri
móður sem átti tvö börn og
veit að svona hátíðar geta valdið kvíða
og stressi, segir Helga Þórey Sigurlínu-
og Jónsdóttir sem hvetur landsmenn
til að gefa hjálparstofnunum landsins
páskaegg.
Helga Þórey gaf Fjölskylduhjálp
fimm egg í fyrra og í ár biðlar hún til
landsmanna að vera með og hefur
stofnað Facebook-síðu af því tilefni.
„Ég er að reyna að vekja athylgi á þessu
og athuga hvort fólk geti ekki hjálpað
til. Þetta þarf alls ekki að fara í gegn-
um mig. Þeir sem vilja geta bara valið
hjálparsamtök og farið með eggin sjálf.
Stærð eggjanna skiptir engu máli. Að-
almálið er að öll börn fái egg.“
Helga Þórey segir Fjölskylduhjálp
eiga von á 600 til 800 einstaklingum í
mataraðstoð í næstu viku. „Það væri
gaman ef það væri hægt að senda all-
ar þessar fjölskyldur heim með páska-
egg,“ segir hún en bætir aðspurð við
að hún hafi alltaf fengið egg yfir há-
tíðarnar í æsku. „Sem betur fer. Ég get
ekki ímyndað mér hvað það væri sár
lífsreynsla að fá ekkert páskaegg sem
barn.“
Helga Þórey hefur fengið góð við-
brögð við uppátækinu. „Ég verð klökk
að hugsa um það. Það eru ótrúlega
margir viljugir að taka þátt í þessu á
einn eða annan hátt. Sjálf hef ég fengið
díl við Freyju og þeir sem vilja geta haft
samband við mig í gegnum Facebook-
síðuna Gleðjum um páskana og keypt
eggin í gegnum mig á góðu verði. Aðrir
geta bara komið sínum eggjum sjálfir.
Það er algjörlega val hvers og eins.“ n Mæðgin Helga Þórey ásamt átta mánaða syni sínum, Óskari Bjarna.
n Helga Þórey hvetur landsmenn til að gefa páskaegg
n Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars starfar náið með eiginkonunni
„Ég hlýði bara“
Ú
tkoman var alveg þess virði.
Mér leið eins og ég væri
orðinn tíu ára aftur, tilfinn-
ingin var sú sama og þegar
maður var að hoppa niður af
bílskúrum og vesenast í snjónum,
segir tónlistarmaðurinn Biggi Hilm-
ars sem margir muna eftir úr hljóm-
sveitinni Ampop, en Biggi gerði tón-
listarmyndband við lag sitt Fool‘s
Mate í vonda veðrinu í þar síðustu
viku.
„Við vorum búin að leigja hús-
næði á Seltjarnarnesi en komumst
ekki þangað vegna veðurs. Þess
vegna leituðum við að flottum stað
og fyrir valinu varð Laugarnestangi.
Það var einhver tilfinning sem varð
til þess að við völdum þann stað,
veðrið var bandbrjálað og sjórinn
úfinn. Stormurinn leikur lykilhlut-
verk í myndbandinu. Ég er frekar
partur af leikmyndinni. Þetta er
voðalega músíkalskt allt saman, eins
og að náttúran og veðrið sé að spila
músíkina með mér, alveg einstök til-
finning.“
Listrænn stjórnandi myndbands-
ins er María Kjartansdóttir, ljós-
myndari og listakona, en hún er
unnusta Bigga. Aðspurður segir hann
ekkert erfitt að lúta skipunum konu
sinnar. „Ég viðurkenni að það er ekk-
ert langt síðan það var erfitt en í dag
er ég farinn að treysta henni svo vel.
Hún er svo klár að ég lýt í lægra haldi.
Hún getur skipað mér fyrir, fram og
til baka, og ég hlýði bara,“ segir Biggi
en María er einnig í hljómsveit hans
þar sem hún syngur og spilar á hljóð-
færi, sem er eitthvað sem hún hefur
nýverið tekið upp á.
Parið starfar auk þess saman
að kvikmyndagerð undir nafninu
Open Your Eyes and Listen. „María
ferðast reglulega til útlanda þar sem
hún kynnist mismunandi menn-
ingarheimum með myndavél að
vopni. Síðast bjó hún með sígaunum
í hellum á Spáni. Ég vinn svo gjarn-
an tónlistina. Við framleiðum þetta
saman. Auk þess erum við saman í
fjöllistahópnum Vinnslunni,“ segir
Biggi en parið á eina dóttur saman
sem er 11 ára.
Biggi hvarf af sjónarsviðinu
þegar hljómsveitin Ampop leið
undir lok, en er nú að koma sterkur
inn í íslenskt tónlistarlíf aftur og
í þetta skiptið undir eigin nafni.
„Það er slétt ár síðan við fluttum
heim aftur eftir átta ára útiveru.
Við bjuggum á Spáni, í Glasgow,
London og París, lengst af í
London. Ég viðurkenni að það var
erfitt að flytja heim fyrst um sinn.
Við sáum varla til sólar – sem var
kannski eðlilegt þar sem við kom-
um heim í byrjun janúar,“ segir
Biggi og hlær. „En á þessu ári erum
við bæði farin að elska að vera
hérna. Það er engin útþrá lengur.“
Biggi og María verða með tón-
leika á Faktorý í kvöld, föstudags-
kvöld, en myndbandið verður
frumsýnt fyrir tónleikana sem
hefjast stundvíslega klukkan 22.
indiana@dv.is
„En á þessu ári
erum við bæði far-
in að elska að vera hérna.
Stormurinn í aðalhlutverki
Biggi lét óveðrið í síðustu viku ekki
hafa áhrif á sig en segir storminn í
aðalhlutverki í myndbandinu. Sjálfur
sé hann frekar eins og partur af leik-
myndinni. Mynd: María KjartanS
Kominn heim Biggi, sem
margir þekkja úr Ampop, er
fluttur heim aftur eftir átta
ára dvöl í útlöndum.
Samrýmd Biggi og
María vinna saman að
mörgum verkefnum og
eiga saman eina dóttur.