Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 22.–24. mars 2013 Skartgripakeðja Skaðar bankann n Seðlabankinn hefði þurft að útvega FIH-bankanum 400 milljarða S ala Seðlabankans á danska FIH-bankanum árið 2010 hefur sætt töluverðri gagn- rýni eftir að ljóst varð að Seðlabankinn myndi líklega ekki fá nema hluta af söluverðinu greiddan. Eins og kunnugt er tók Seðlabankinn allsherjarveð í danska bankanum þegar Kaupþing fékk 80 milljarða króna lán í október 2008. Danska bankann keypti Kaupþing árið 2004 á 84 milljarða króna. Þann 18. september árið 2010 seldi Seðlabankinn 99,9 prósent af hlutafé FIH-bankans en stærstu kaupendurnir voru tveir danskir líf- eyrissjóðir. Viðskiptablaðið greindi frá því stuttu eftir söluna að Seðla- bankanum hafi ekki verið annað fært en að losa sig við danska bankann á þessum tímapunkti. Ef það hefði ekki tekist hefði danska ríkið líklega tekið yfir bankann sem hefði þýtt að allsherjarveð Seðlabankans í hluta- bréfum FIH-bankans hefði orðið verðlaust. Nokkru áður hafði danska ríkið veitt bankanum víkjandi lán upp á 40 milljarða króna og veitt ábyrgð fyrir 1.000 millj- arða króna skuldabréfaút- gáfu bankans. Nýir eigend- ur veittu bankanum síðan 200 milljarða króna lánalínu og veitti danska ríkið síðan ríkisábyrgð fyrir sömu upp- hæð. Greindi Viðskiptablað- ið frá því að ef salan hefði ekki gengið í gegn hefði ver- ið gerð krafa um að Seðla- bankinn reiddi fram þessa 400 milljarða króna til að endurfjármagna FIH-bank- ann. Líklega hefði slík ráð- stöfun orðið afar umdeild á Íslandi. Greiddu einungis 40 milljarða Seðlabankinn seldi FIH-bankann á tæplega 110 milljarða íslenskra króna. Nýju eigendurnir staðgreiddu 40 milljarða af kaupverðinu. Fyrir af- gang kaupverðsins veitti Seðlabank- inn svokallað seljendalán upp á 70 milljarða króna sem er á gjalddaga í árslok 2014. Endurgreiðsla selj- endalánsins er þó háð ýmsum tak- mörkunum. Þannig hefur FIH-bank- inn afskrifað 66 milljarða króna frá því að Seðlabankinn seldi bankann árið 2010. Sú upphæð mun dragast frá seljendaláninu og miðað við það fengi Seðlabankinn nánast ekkert endurgreitt af umræddu seljenda- láni. Salan háð gengi Pandoru Það sem gæti mögulega hækkað virði seljendalánsins er hins vegar svokallaður Axcel III-sjóður sem er í eigu FIH-bankans. Helsta eign hans í dag er hlutur í dönsku skart- gripakeðjunni Pandoru. Skartgripa- keðjan fór vel af stað í dönsku kaup- höllinni þegar hún fór á markað í október 2010. Upphafsgengið nam 210 dönskum krónum og náði hæst 365 dönskum krónum á hlut í janúar 2011. Bréfin hríðféllu síðan á árinu 2011 og fóru lægst niður í 35 danskar krónur á hlut. Gengi þeirra í dag er hins vegar um 150 danskar krónur á hlut. Það er þó töluvert langt frá hæsta gengi bréfanna, í janúar 2011, og miðað við núverandi stöðu hagn- ast Seðlabankinn ekki á hluta- Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is bréfaeign Axcel III-sjóðsins í Pand- oru. Það gæti þó breyst en þessi árangurstenging er bundinn fram til loka 2015. Þá var einnig inni í samningnum á milli Seðlabankans og hinna nýju kaupenda ákvæði um að ef kaupandahópurinn næði umframávöxtun á þeim 40 millj- örðum króna sem lagðir voru fram við kaupin fyrir lok árs 2015 fengi Seðlabankinn 20 prósent af öllu umfram kaupverðið. Ólíklegt að allt fáist endurgreitt Líklegt verður að teljast að Seðla- bankinn muni ekki ná að endur- heimta þá 80 milljarða króna sem Kaupþing fékk lánaða í október 2008 að fullu. En eins og áður kom fram fékk Seðlabankinn einungis greidda um 40 milljarða króna við söluna á FIH-bankanum haustið 2010. Hversu mikið fæst umfram það verður að koma í ljós árið 2014 og 2015. Þó virðist sem að Seðlabank- inn hafi ekki átt aðra kosti haustið 2010 en að selja þeim aðilum sem höfðu boðið hæst í FIH-bankann á þeim tímapunkti. Án þess hefði Seðlabankinn átt á hættu að fá ekki krónu upp í 80 milljarða króna kröfu sína. n D anska skartgripakeðjan Pandora var í eigu danska auðmannsins Jespers Niel- sen og fjölskyldu hans í gegnum, fyrirtæki þeirra Kasigroup en þau seldu hlut sinn áður en fé- lagið fór á markað árið 2010. Niel- sen hefur nokkra tengingu við Ís- land en eftir að hann seldi hlut sinn í Pandoru einbeitti hann sér að stórum hluta að danska hand- boltafélaginu AG København, sem var í hans eigu. Nokkrir Íslendingar spiluðu með liðinu og má þar nefna Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Atlason og Snorra Stein Guðjónsson. Hluti af söluverðinu sem Jesper Nielsen og fjölskylda átti að fá fyrir söluna á Pandoru var hins vegar bundinn við gengi félagsins, líkt og í tilfelli Seðlabankans. Eftir að gengi Pandoru hríðfell varð AG København gjaldþrota eða sum- arið 2012. Þá var Jesper Nielsen einnig eigandi og aðalstyrktar- aðili þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen sem Guð- mundur Þ. Guðmundsson þjálfar en með liðinu spila þeir Alexander Petersson og Stefán Sigurmanns- son. Í framhaldi af erfiðleikum AG København hætti Jesper Nielsen einnig afskiptum af Rhein-Neckar Löwen og styrkir liðið ekki lengur. Jesper Nielsen átti Pandoru Urðu að selja Seðlabankinn, undir forystu Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra, stóð frammi fyrir því haustið 2010 að ef danski FIH-bankinn yrði ekki seldur þyrfti Seðlabankinn að leggja honum til 400 milljarða króna. Hlutabréfin hríðféllu Eftir að hafa gengið nokkuð vel eftir að danska skartgripakeðjan Pandora fór á markað í október 2010 hríðféllu hlutabréfin árið 2011. Kaupþing keypti FIH-bankann 2004 Kaupþing keypti danska FIH-bankann á 84 millj- arða króna árið 2004 en við hrunið í október 2008 tók Seðlabanki Íslands yfir danska bankann. Safnaði fyrir út- för á Facebook „Þau eru agndofa og auðmjúk yfir góðvild þeirra sem tóku þátt, frá þessari litlu eyju sem flestir hafa aldrei heyrt um,“ segir Ásdís Sigtryggsdóttir, sem búsett er í Grahamstown í Suður-Afríku. Ásdís hóf á dögunum söfnun fyrir útför ungrar, fátækrar konu sem lést af sárum sínum á sjúkra- húsi sex vikum eftir að hún varð fyrir hrottalegri hópnauðgun í jan- úar síðastliðnum. Árásarmennirn- ir, átta að tölu, nauðguðu hinni þrítugu Thandiswu Qubuda, börðu hana til óbóta og skáru meðal annars af henni eyrun. Hún komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. Ásdís, sem vinnur rann- sóknarvinnu fyrir meistararitgerð sína í Suður-Afríku, starfar einnig með sjálfboðaliðasamtökunum UPM, sem eru baráttusamtök at- vinnulausra og fátækra á svæðinu. Samtökin og Ásdís hafa barist fyrir réttlæti í máli Thandiswu en í síð- ustu viku biðlaði Ásdís til vina sinna á Facebook um að styrkja söfnun fyrir útför Thandiswu sem fátækir aðstandendur hennar höfðu ekki efni á þrátt fyrir aðstoð UPM. Sú söfnun tókst vonum framar og á nokkrum klukkustund- um hafði Ásdís safnað rúmlega 185 þúsund krónum sem hún síð- an millifærði á UPM-samtökin á miðvikudag. Birti hún mynd á síðu sinni til staðfestingar þeirri færslu. Peningana mun UPM nýta til að borga skuldir fjölskyldu Thandiswu auk þess sem afgangurinn dugar til að að styrkja almennt starf samtak- anna, þar af stofnun kvennahreyf- ingar sem berjast mun fyrir bættri stöðu kvenna á svæðinu. Að sögn Ásdísar kemur fram í nýjustu töl- um frá hagstofu Suður-Afríku að tvær konur verði fyrir kynferðisof- beldi á degi hverjum á svæðinu þar sem búa um 120 manns. „Þau báðu mig að skila til allra að þau væru ótrúlega þakklát og hrærð yfir þessum viðbrögðum og að koma því á framfæri að þessi fjárhæð færi öll í að reyna að gera heiminn að betri stað, auka mann- virðingu og réttlæti og reyna að koma í veg fyrir að slík brot yrðu framin aftur,“ segir Ásdís að lokum. Þingi verði frestað Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hefur lagt fram þing- frestunartillögu á Alþingi. Þetta gerði hún í gær, fimmtudag, en þá hafði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þegar lagt fram slíka tillögu. Tillaga Jóhönnu gengur út á að fundi verði frestað í dag, föstudag, eða síðar ef nauðsyn krefur. Þingsályktunin snýst um að Alþingi álykti að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 22. mars 2013 eða síðar, ef nauðsyn krefur, eins og það er orðað í tillögunni. Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi hafa þegar reynt að komast að samkomulagi um þinglok undan- farna daga en án árangurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.