Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 50
50 Fólk 22.–24. mars 2013 Helgarblað Hárið skiptir Höfuðmáli k im Kardashian vekur ávallt athygli, hvort sem hún gerir eitthvað eða ekki neitt, hið síðara ku þó vera algengara. Nú hafa glöggir ljósmyndarar rekið augun í breytingu á hárgreiðslu Kim og vefsíða TMZ hefur eftir sér- fróðum í þeim efnum að Kim hafi fengið innblástur frá ekki ómerkari manneskju en húsmóðurinn í Hvíta húsin; Michelle Obama. Eftir þessu var tekið þegar Kim gekk yfir götu í Beverly-hæðum, hvorki meira né minna, og eitt ör- stutt andartak gleymdi fólk þeirri staðreynd að Kim er barnshafandi – staðreynd sem allir sem fylgjast með heimsfréttum eru meðvitaðir um. n Húsmóðirin í Hvíta húsinu fyrirmynd kim Innblástur frá forsetafrúnni Kim er sögð hafa fengið innblástur á hágreiðslustofunni frá Michelle Obama. m aður er nefndur Rock. Hann heitir reyndar Dwayne Johnson og er einna helst þekkt- ur fyrir myndir sem fjalla um harðsnúna og illvíga múmíu. Nú er væntanlegt fram- hald af mynd um óbreyttan her- mann, Jóa að nafni, og Grjótið leikur aðalhlutverk þeirrar myndar sem leikstýrt er af Jon Chu, manninum sem hélt um stjórnvölinn við gerðar tónleika- myndar með ungstirninu Justin Bieber. Jon og Dwayne kynntu mynd sína, G.I. Joe: Retaliation, ný- lega og af orðum Jon er Dwayne ekki allur þar sem hann er séð- ur. Jon var spurður hvort Bieber hefði verið erfiður í samvinnu og svaraði að bragði um leið og hann benti á Rock: „Bieber er ekkert í samanburði við þessa dívu hér.“ Allt var þetta þó í gríni sagt enda tilgangurinn að kynna kvikmyndina sem er, vel að merkja, sennilega ekki byggð á raunverulegum atburðum. Grjóthörð díva n Bieber bliknar við samanburð Erfiður í samvinnu Væntanlegt er framhald af G.I. Joe og grínaðist Jon Chu með það Dwayne Johnson, kallaður Rock, sé díva. Ekta par Þ á er loksins komið svar við spurningu sem hefur brunnið á fólki um langt skeið. Nei, hér er ekki átt við tilganginn með jarðlífinu eða hvort framhaldslíf að loknu jarðlífi sé stað- reynd. Það sem um ræðir er mun mikilvægara og merkilegra en slíkar léttvægar spurningar; hver er brjóstastærð Sofie Vergara, leikkonunnar sem glatt hefur augu þeirra sem fylgjast með sjón- varpsþáttunum Modern Family. Í Shape-útgáfu Vogue-tímaritsins, sem kemur í sölu 26. mars, sýnir hin fertuga leikkona að það er fátt sem hún ekki tjáir sig um. Shape, eða Form eins og það gæti kallast á okkar ástkæra og yl- hýra, beinir sjónum sínum að – merkilegt nokk – formi eða lögun og því ekki fráleitt að ætla að talið í áðurnefndu viðtali hafi borist að einmitt því. En nóg er komið af masi. „Ég er fertug, hef eignast barn og nota stærð 32F af brjóstahöldurum,“ sagði Sofia í viðtalinu og klykkti út með mikilvægri staðreynd: „Og þau eru enn ekta.“ n sofia Vergara leysir frá skjóðunni s vo fyllsta jafnræðis sé gætt þá er hér smá moli um Justin Bieber, sem er að sögn minni díva en Dwayne „Rock“ John- son, og það er jú staðreynd að hann er miklu minni en Rock. En hætt er við að áhrif Rock fölni í samanburði við áhrif Biebers. Sagan segir að Justin Bieber hafi verið vísað út af einu flottasta hóteli Parísar, í Frakklandi vel á minnst, fyrir skömmu. Bieber og fylgdarlið höfðu komið sér fyrir í sjö svítum á Meurice-hótelinu á sunnudaginn og það var eins og við manninn mælt, að þang- að mættu unglingar í hundraða tali; trylltir og öskrandi úr sér lif- ur og lungu. Slíkt var fjaðrafokið að stjórn- endum þótti nóg um og að sögn ónafngreinds sjónvarpsmanns þar í borg var hinu 19 ára ung- lingagoði gert að taka sitt hafurtask og yfirgefa hótelið. Meurice er gjarna áninga- staður konungborinna sem sækja París heim og má leiða líkur að því að slíkar uppákom- ur séu ekki vel séðar. Haft var eftir starfsmanni hótelsins að Beiber hefði „greinilega hvatt“ aðdáendur til dáða. Stjórn hótelsins neitar því að Bieber hafi verið úthýst; hann yfirgaf hótelið skyndilega, en var aldrei beðinn um það. Bieber, ó Bieber n kastað á dyr – eða hvað? Bieber í stöðugum vandræðum Unglingagoðinu var vísað af hóteli í París að sögn ónafngreinds sjónvarpsmanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.