Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 50
50 Fólk 22.–24. mars 2013 Helgarblað
Hárið skiptir
Höfuðmáli
k
im Kardashian vekur ávallt
athygli, hvort sem hún gerir
eitthvað eða ekki neitt, hið
síðara ku þó vera algengara.
Nú hafa glöggir ljósmyndarar
rekið augun í breytingu á hárgreiðslu
Kim og vefsíða TMZ hefur eftir sér-
fróðum í þeim efnum að Kim hafi
fengið innblástur frá ekki ómerkari
manneskju en húsmóðurinn í Hvíta
húsin; Michelle Obama.
Eftir þessu var tekið þegar Kim
gekk yfir götu í Beverly-hæðum,
hvorki meira né minna, og eitt ör-
stutt andartak gleymdi fólk þeirri
staðreynd að Kim er barnshafandi –
staðreynd sem allir sem fylgjast með
heimsfréttum eru meðvitaðir um.
n Húsmóðirin í Hvíta húsinu fyrirmynd kim
Innblástur frá
forsetafrúnni
Kim er sögð hafa
fengið innblástur á
hágreiðslustofunni
frá Michelle Obama.
m
aður er nefndur Rock.
Hann heitir reyndar
Dwayne Johnson og
er einna helst þekkt-
ur fyrir myndir sem
fjalla um harðsnúna og illvíga
múmíu. Nú er væntanlegt fram-
hald af mynd um óbreyttan her-
mann, Jóa að nafni, og Grjótið
leikur aðalhlutverk þeirrar
myndar sem leikstýrt er af Jon
Chu, manninum sem hélt um
stjórnvölinn við gerðar tónleika-
myndar með ungstirninu Justin
Bieber.
Jon og Dwayne kynntu mynd
sína, G.I. Joe: Retaliation, ný-
lega og af orðum Jon er Dwayne
ekki allur þar sem hann er séð-
ur. Jon var spurður hvort Bieber
hefði verið erfiður í samvinnu
og svaraði að bragði um leið og
hann benti á Rock: „Bieber er
ekkert í samanburði við þessa
dívu hér.“
Allt var þetta þó í gríni sagt
enda tilgangurinn að kynna
kvikmyndina sem er, vel að
merkja, sennilega ekki byggð á
raunverulegum atburðum.
Grjóthörð díva
n Bieber bliknar við samanburð
Erfiður í samvinnu
Væntanlegt er
framhald af G.I. Joe og
grínaðist Jon Chu með
það Dwayne Johnson,
kallaður Rock, sé díva.
Ekta par
Þ
á er loksins komið svar við spurningu sem hefur brunnið á
fólki um langt skeið. Nei, hér er ekki átt við tilganginn með
jarðlífinu eða hvort framhaldslíf að loknu jarðlífi sé stað-
reynd. Það sem um ræðir er mun mikilvægara og merkilegra
en slíkar léttvægar spurningar; hver er brjóstastærð Sofie Vergara,
leikkonunnar sem glatt hefur augu þeirra sem fylgjast með sjón-
varpsþáttunum Modern Family.
Í Shape-útgáfu Vogue-tímaritsins, sem kemur í sölu 26. mars,
sýnir hin fertuga leikkona að það er fátt sem hún ekki tjáir sig um.
Shape, eða Form eins og það gæti kallast á okkar ástkæra og yl-
hýra, beinir sjónum sínum að – merkilegt nokk – formi eða lögun
og því ekki fráleitt að ætla að talið í áðurnefndu viðtali hafi borist
að einmitt því. En nóg er komið af masi. „Ég er fertug, hef eignast
barn og nota stærð 32F af brjóstahöldurum,“ sagði Sofia í viðtalinu
og klykkti út með mikilvægri staðreynd: „Og þau eru enn ekta.“
n sofia Vergara leysir frá skjóðunni s
vo fyllsta jafnræðis sé
gætt þá er hér smá moli
um Justin Bieber, sem er
að sögn minni díva en
Dwayne „Rock“ John-
son, og það er jú staðreynd að
hann er miklu minni en Rock.
En hætt er við að áhrif Rock
fölni í samanburði við áhrif
Biebers.
Sagan segir að Justin
Bieber hafi verið vísað út af
einu flottasta hóteli Parísar, í
Frakklandi vel á minnst, fyrir
skömmu. Bieber og fylgdarlið
höfðu komið sér fyrir í sjö
svítum á Meurice-hótelinu á
sunnudaginn og það var eins
og við manninn mælt, að þang-
að mættu unglingar í hundraða
tali; trylltir og öskrandi úr sér lif-
ur og lungu.
Slíkt var fjaðrafokið að stjórn-
endum þótti nóg um og að sögn
ónafngreinds sjónvarpsmanns
þar í borg var hinu 19 ára ung-
lingagoði gert að taka sitt
hafurtask og yfirgefa hótelið.
Meurice er gjarna áninga-
staður konungborinna sem
sækja París heim og má leiða
líkur að því að slíkar uppákom-
ur séu ekki vel séðar. Haft var
eftir starfsmanni hótelsins að
Beiber hefði „greinilega hvatt“
aðdáendur til dáða.
Stjórn hótelsins neitar því að
Bieber hafi verið úthýst; hann
yfirgaf hótelið skyndilega, en var
aldrei beðinn um það.
Bieber,
ó Bieber
n kastað á dyr – eða hvað?
Bieber í stöðugum vandræðum
Unglingagoðinu var vísað af hóteli í París
að sögn ónafngreinds sjónvarpsmanns.