Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll 22.–24. mars 2013 Helgarblað
Marengshreiður með fyllingu
n Frumlegt og bragðast dásamlega
N
ú líður senn að páskum og þá
er gaman að bera fram fal
legan eftirrétt í lok máltíðar.
Berglind Steingrímsdóttir á
heiðurinn af þessum dásamlega og
frumlega eftirrétti sem minnir á lítið
fuglahreiður og er tilvalinn á páska
borðið.
Hráefni:
n Fimm eggjahvítur við stofuhita
n 250 gr sykur
n Hnífsoddur af Cream Tartar
n Dropi af gulum gel matarlit
Aðferð:
Ofninn er hitaður í 90–100°C og
helst stilltur á blástur.
Byrjið á að þeyta eggjahvítur í
um það bil eina mínútu og síðan er
Cream Tartar bætt út í. Því næst er
þetta þeytt þangað til áferðin verður
froðukennd í tvær til þrjár mínútur.
Þá er sykrinum bætt saman við og
matarlit og stífþeytt.
Setjið bökunarpappír á plötu og
setjið blönduna í stóran sprautu
poka með stórum stjörnustút. Byrj
að er að sprauta í miðjunni og svo
unnið út. Sprautið þrjá hringi hvern
ofan á annan, uppskriftin ætti að
duga í sjö hreiður.
Þetta er bakað við 90–100°C í 90–
100 mínútur þar til hreiðrin eru þurr.
Látið kólna í ofninum takið svo út.
Fylling:
n Einn peli rjómi
n Einn poki bananasprengjur (nammi sem
fæst í flestum stórmörkuðum)
Þetta er hitað saman í potti,
ekki láta sjóða. Hrært vel í þar til
sprengjurnar eru bráðnaðar.
Það er líka gott að nota kara
mellur eða lakkríssprengjur í stað
banana.
Látið standa í kæli yfir nótt. Síð
an er fyllingin þeytt saman í hræri
vél og sprautað í hreiðrin.
Það má skreyta réttinn með
litlum plastpáskaungum eða
nammieggjum í alls konar litum. n
Sigga BleSSuð af
indverSkum fíl
n Spákonan Sigríður Klingenberg var með betlurum á Indlandi
É
g var skíthrædd þegar ég kom
þarna fyrst því það var búið að
hræða mig svo mikið á því að
Indverjar væru bara ofbeldis
sinnaðir og þjófóttir. Ég hélt
því fast í dótið mitt þegar ég kom. Svo
þegar ég fór að pæla betur í þessu sá
ég að það skipti engu máli þótt mað
ur legði veskið sitt niður. Þarna er
hindúatrú og þar skiptir karma máli.
Það virtust allir vera ofsalega ham
ingjusamir, segir spákonan Sigríð
ur Klingenberg sem dvaldi á Indland
í heilan mánuð í fyrra þar og eign
aðist meðal annars góða vini í hópi
betlara.
Sigríður dvaldi í borginni
Puducherry þar sem hún lét fram
leiða spáspil sín og fann auk þess
góðan bambus í spáprikin sín. „Ég
var líka komin í samband við fólk
sem gat selt mér efni í föt svo ég gæti
framleitt einfalda kjóla með mynd
um af guðunum. Þetta efni er búið til
úr gömlum hríspokum sem eru gerð
ir úr náttúrulegu efni. Ég klára það
bara næst þegar ég fer. Það ferðalag
er á dagskránni,“ segir Sigga sem lét
sauma á sig föt. „Vandamálið er bara
að það finnst varla teygjuefni á Ind
landi sem er ekki gott fyrir þrýstna
kroppa sem nenna ekki að vera í ein
hverju þröngu. Þess vegna ferðaðist
ég með fullar ferðatöskur af efnum frá
Íslandi til Indlands. Það var mikið gert
grín að mér,“ segir Sigga hlæjandi.
Sigríður segist hafa eignast marga
vini í landinu. „Þar á meðal eru betlar
ar sem búa þarna á götuhornunum.
Félagslega kerfið þarna er nefnilega
ágætt. Betlararnir fá alltaf mat og svo
er læknisþjónustan ókeypis. Þessu
er mun betur stjórnað en við ger
um okkur grein fyrir. Mér var meðal
annars boðið inn í stofu hjá hjónum
sem urðu góðir vinir mínir. Stofan
var búin til úr dagblöðum sem voru
lögð við hliðina á þeim. Betlararnir
hafa það ágætt þarna enda er svo
heitt. Þetta er bara eins og að vera á
ströndinni.“
Sigríður heimsótti einnig borgina
Aurowille þar sem engir peningar
eru í umferð. „Í þessari borg búa Ís
lendingar. Þarna eru engir peningar,
bara skiptidílar en þú þarft að hafa
unnið í borginni í heilt ár til að öðlast
rétt til að búa þarna. Sjálf var ég ferða
maður svo ég fékk ekkert frítt,“ segir
hún hlæjandi og bætir við að hún telji
slíkt kerfi ekki ganga upp á Íslandi.
„Ég held ekki, en ég segi oft að lífið
sé skiptidíll. Ég hef til dæmis feng
ið bæði rækjupoka og lopasokka fyr
ir spá. Og meira að segja nærbuxur.“
Sigríður segir betlarana ekki hafa
verið hissa á áhuga hennar á sér.
„Mér finnst allir þarna vera á sama
grunni. Þeim fannst bara gaman
þegar ég kom og biðu eftir því og
voru aldrei með neinn yfirgang eða
frekju. Þetta fólk var bara að reyna
að fá salt í grautinn og lifa af. Að
mínu mati þarf ekki að hræðast neitt
þarna og ég borðaði jafnt á þeim
stöðum sem innfæddir borða á og
öðrum. Margir eru svo hræddir við
matareitrun og þótt allt virðist vað
andi í rusli eru Indverjar mjög hrein
látir og passasamir á slíkt. Það eina
sem ég þoli ekki við landið eru bölv
aðar moskítóflugurnar sem átu mig
næstum því í einum bita.“ n
indiana@dv.is
Vinir Adi og konan
hans, Behula, ásamti
Sigríði Klingenberg. „Þarna
eru engir
peningar, bara
skiptidílar.
Heilagur fíll Sigga var blessuð af heilögum fíl.
Fallegt
og bragðgott Til-
valið á páskaborðið.
Ljósmynd Kristbjörg sigur-
jónsdóttir Home mAgAzine
Nýtt andlit
H&M
Tónlistarkonan íðilfagra með
mjúku línurnar, Beyoncé Know
les, er nýtt andlit verslunar
keðjurisans H&M. Verslunar
keðjan birti fyrstu myndina úr
auglýsingaherferðinni í vikunni.
En myndirnar voru teknar á
Bahamaeyjum og þykja sérlega
kvenlegar. Beyoncé klæðist stutt
buxum og köflóttri skyrtu en lín
an verður fáanleg í verslunum
H&M um heim allan í maí.
Fjögurra stunda
nætursvefn?
Margaret Thatcher þarfnaðist
aðeins fjögurra stunda nætur
svefns, Napóleon sex og Edison
svaf næstum ekki neitt, fékk sér
bara örstuttan lúr annað slagið.
En flestar nútímamanneskjur
vilja lengri nætursvefn.
Komin er út bókin Sofum bet
ur – Vöknum endurnærð á hverj
um morgni eftir Karen Williams
son hjá bókaútgáfunni Sölku.
Í bókinni má finna alls 52
ráð og aðferðir sem leggja fólki
lið í baráttunni gegn viðvarandi
svefnvanda. Meðal ráða sem
Karen gefur er að iðka jóga, hug
leiðslu, nota ilmkjarnaolíur svo
sem kamillu og lavender, nála
stungur og margt fleira.
Obama-hjónin
í Vogue
Barack Obama og hin geðþekka
eiginkona hans, Michelle, eru í
viðtali í bandaríska Vogue. Þar
ræða þau við Jonathan Van Meter
um lífið, foreldra þeirra og upp
runa, hjónabandið og sýn þeirra á
bandaríska drauminn.
Ljósmyndarinn heimsfrægi
Annie Leibovitz myndaði hjónin
sem voru innileg í myndatökunni
og á meðan hún tók myndir spil
aði hún lagið Where is the Love
með The Black Eyed Peas sem
Obama sagðist fíla í botn.