Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 23
„Já meðal annars“Ég var tekinn þarna eins
og hryðjuverkamaður
Már Guðmundsson segir að Geir Haarde hafi ekki veitt leyfi fyrir birtingu umdeilds símtals. – RÚVJóhann Rúnar Kristinsson er ósáttur vegna aðgerða Fiskistofu. – DV
Peningar, glæpir og dóp
Spurningin
„Það er hægt að skoða ýmsa
þætti í stjórnarskránni okkar
gömlu en ég er á móti því að
umbylta henni.“
Kristín Jónsdóttir
69 ára íslenskukennari
„Já, það er kominn tími til að
breyta þessu.“
Birna María Styff
22 ára listakona
„Já, mér finnst það. Ég tók þátt
í Þjóð til þings og það eru margir
sem vilja bæta þetta, af hverju
ekki að gera það?“
Sigrún Erna Sigurðardóttir
21 ára myndlistarkona
„Já. Mér líst vel á þessa nýju.“
Sigurður Lúðvíksson
61 árs hættur að vinna
„Já. Hin er úrelt.“
Halla Káradóttir
19 ára nemi
Eigum við að fá
nýja stjórnarskrá?
1 Fór út að skokka og kom aldrei aftur Sara Óskarsdóttir, ekkja
Hermanns Fannars Valgarðssonar, lýsti
deginum sem Hermann lést í tímaritinu
Vikunni í nóvember árið 2011.
2 Umdeildur lögmaður rukkar sjúklinga Landspítalinn nýtir þjón-
ustu Lögmannsstofu Jón Egilssonar
sem í tvígang hefur verið dæmdur til
réttarfarssektar.
3 Fréttakona CNN tekur gagn-rýni á fréttaflutning illa
Poppy Harlow er ekki sátt við
gagnrýnina sem umfjöllun hennar
af Steubenville-nauðgunarmálinu í
Bandaríkjunum hefur fengið.
4 „Ég hef lent í hættulegum aðstæðum með börnum mín-
um“ Kylfingurinn Tiger Woods sagðist
hafa opinberað samband sitt við
skíðakonuna Lindsey Vonn á Facebook
til að forðast ágang ljósmyndara.
5 „Ég keypti fiskinn af sjálfum mér“ Útgerðarmaðurinn Jóhann
Rúnar Kristinsson á Rifi á Snæfellsnesi
keypti ýsu til að herða en hann er til
skoðunar hjá Fiskistofu vegna þriggja
tonna af ýsu sem fundust í húsnæði í
eigu útgerðar hans.
Mest lesið á DV.is Síðasta partítrikkið
O
ftsinnis hef ég haldið því
fram að menn ættu að banna
glæpaklíkur, ég hef sérstak-
lega tilgreint Vítisengla og
Framsóknarflokkinn í þessum efn-
um. Reyndar er það svo í henni ver-
öld, að glæpagengin græða á öllu
sem virkilega er til baga. Það voru
t.d. framsóknarmenn sem stóðu að
sukkinu í Kaupþingi og núna ætlar
okkar sérstaki saksóknari að draga
menn fyrir dóm í stærsta fjársvika-
máli sögunnar.
Alltaf þegar einhver tapar, er
einhver að græða. Og þegar allt var
hér að hrynja, þá græddu nokkrir
framsóknarmenn. Sumir maka
nefnilega sinn krók á meðan aðrir
svelta. Glæpaklíkur fá afskrifaðar
skuldir og kosta okkur milljarðatugi,
á meðan meðaljóninn fær að borga
öll sín verðtryggðu lán með óverð-
tryggðum launum.
Í heiminum er ástand mála
þannig í dag, að stríðið gegn
glæpaklíkum er tapað, stríðið gegn
fíkniefnum er fullkomlega tapað
og stríðið gegn terrorismanum er
sömuleiðis algjörlega tapað. Og
þetta er einfaldlega vegna þess að
allt helst þetta í hendur. Þeir sem
græða á dópsölu eru glæpamenn og
þeir fjármagna alla sína glæpastarf-
semi með fíkniefnabraski. Stríðs-
herrar kaupa vopn fyrir peninga sem
þeir fá fyrir dóp. Og hvað er til ráða?
Ætla menn um eilífð að leyfa þeim
sem glæpina stunda að sitja að gróð-
anum? Eða nenna menn að pæla í
leið sem er fær; leið sem kostar kjark
og þor?
Byrjum á að svara tveimur
spurningum: -Hverjir græða á dóp-
inu, braskinu og svindlinu? Og
hverjir borga skatta til að reyna að
hindra glæpina? Svörin eru á þessa
leið: Glæpamenn græða á braski,
dópi og svindli og þeir borga ekki
skatta. Það erum við hin … við borg-
um skattana og viljum halda uppi
löggæslu og dómstólum til þess
að reyna að ná í skottið á hverjum
þeim sem brýtur lög. Og þá getum
við spurt: Hvað hefur áunnist með
því kerfi sem við höfum byggt upp
hingað til? Svarið: Ekkert! Það hefur
ekkert áunnist. Glæpamenn græða
meira en þeir hafa nokkru sinni gert,
aðgengi að dópi er auðveldara en
aðgengi að áfengi og tóbaki. Fíkni-
efnasalar græða á þeim höftum og
þeirri löggæslu sem við treystum á.
Við setjum meira og meira af pen-
ingum í löggæsluna og þeir virðast
fara þangað til þess eins að fíkni-
efnasalarnir geti grætt meira. Samfé-
lagið tapar en fíkniefnasalar græða.
Rétt eins og þegar framsóknarmenn
græddu á því að stela banka … þá
tapaði samfélagið. Lausnin var sú,
í bankabraskinu, að ríkið leysti til
sín bankana og svo er núna verið að
reyna að sakafella þá sem seðlana
hirtu. Og þá er enn ein spurningin:
Er kannski til leið sem við getum far-
ið; leið sem felst í því að samfélagið
græði á þeim vanda sem til staðar
er? Og núna kemur glaðlegra svar:
-Já, samfélagið getur hætt að líta á
fíkniefnavandann sem löggæslumál,
en þarf þess í stað að skoða vand-
ann sem heilbrigðismál. Og ef við
gerum það þá felst lausnin kannski
í því, að ríkið sjái um innflutning
og dreifingu allra fíkniefna. Þetta er
eina leiðin, þar eð vandinn fer ekki
þótt við reynum að auka fjárstreymi
til löggæslunnar um marga milljarða
á ári hverju. Vandinn verður ekki úr
sögunni – sama hvað við reynum.
Þess vegna er eðlilegt að sætta sig
við vandann og græða á honum í
stað þess að tapa.
Við þráum eftir basl og bið
betri heim að skapa
og gleðjumst þegar getum við
grætt á því að tapa.
Umræða 23Helgarblað 22.–24. mars 2013
Bara
ógeðslegt
Börnin dæmdu páskaeggin í ár. – DV
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
E
itt af helstu deilumálunum
hérlendis það sem af
er öldinni var bygging
Kárahnjúkavirkjunar. Margir
mótmæltu henni á sínum
tíma á grundvelli náttúruverndar og
hefur eyðilegging umhverfisins ver-
ið gríðarleg. Auk þess mikla svæðis
sem nú er hulið vatni liggur Lagar-
fljótið dautt.
Þetta hefði ef til vill mátt segja
sér, en ekki síður alvarlegar eru
efnahagslegar afleiðingar virkjunar-
innar. Hefði náttúran verið eyðilögð
til þess að koma á fót almennilegri
framleiðslu á einhverjum íslensk-
um vörum (t.d. íslenskum háfjalla-
reiðhjólum, svo dæmi sé nefnt)
hefði mögulega mátt réttlæta þenn-
an fórnarkostnað. Þess í stað eru
Reyðfirðingar settir í hlutverk 19.
aldar verksmiðjuþræla, álið er brætt
og síðan sent úr landi þar sem það
er fullunnið og breytt í raunveru-
legar vörur hinum megin á hnettin-
um.
Hver vill bræða ál alla ævi?
Það þurfti kannski ekki mikinn spá-
mann til að sjá að uppbyggingin á
Austfjörðum yrði tímabundin og
hefur virkjunin lítið gert til að stöðva
fólksflótta þaðan. Hvern langar til
að bræða ál til lengdar? Enn alvar-
legri eru áhrifin sem virkjunin hafði
á efnahag landsins alls. Hið mikla
fjármagn sem til var fengið leiddi til
ofþenslu einmitt á þeim tíma þegar
þurfti að draga í land, og ef virkjun-
in átti ekki sök á efnahagshruninu,
þá er að minnsta kosti ljóst að hún
gerði það mun verra en það hefði
þurft að vera.
Augljósir spádómar
Einmitt þessu spáði Andri Snær
Magnason snemma árs 2006, og
sagði að eina leiðin út úr krepp-
unni sem af virkjuninni leiddi yrði
sögð sú að virkja enn meira. Við
erum því enn að greiða verðið fyrir
Kárahnjúkavirkjun. Verr gengur hins
vegar að fá nokkuð greitt fyrir hana.
Álið virðist selt úr landi á verði sem
er langt undir heimsmarkaðsverði
og fyrirtækin sem að þessu standa
borga ekki skatt hérlendis.
Þegar allt þetta er haft í huga
virðist sem bygging Kárahnjúka-
virkjunar sé einhver versta ákvörðun
sem ríkisstjórn í lýðræðisríki hefur
tekið á friðartímum. Því undarlegra
er að þeir tveir flokkar sem stóðu
að ákvörðuninni séu einmitt þeir
sem líklegastir virðast til að setjast í
næstu ríkisstjórn.
Versta ákvörðun á friðartímum
Aðsent
Valur
Gunnarsson
„Við erum
því enn að
greiða verðið fyrir
Kárahnjúkavirkjun
Mynd: SigfúS Már PéturSSon
É
g er einn af þeim sem bundu
vonir við að vinstri stjórnin
reisti nýtt Ísland úr rústum
hrunsins sem hægri stjórnin
leiddi yfir okkur. Kosningaloforð
ríkisstjórnarflokkanna voru með-
al annars ný stjórnarskrá, innköllun
kvótans og síðast en ekki síst skjald-
borg um heimilin.
Fljótlega eftir kosningar neyddist
ég þó til að horfast í augu við von-
brigðin. Jóhanna og Steingrímur,
sem lengi vel stóðu með almenn-
ingi í baráttunni fyrir afnámi verð-
tryggingar, vildu ekki afnema hana
þegar þau loksins komust í aðstöðu
til þess. Þau stóðust ekki þrýstinginn
frá lífeyrissjóðamafíunni sem ræður
því sem hún vill ráða hér á landi.
Þau stóðust ekki þrýstinginn frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum sem hing-
að var sendur til að lágmarka tjón
fjármagnseigenda. Þau stóðust ekki
þrýstinginn frá teflonhúðuðu hægri
krötunum sem hafa eins og úlfar í
sauðargæru komið sér þægilega fyrir
í röðum vinstri flokkanna sem eitt
sinn voru kenndir við hinar vinnandi
stéttir með þeim afleiðingum að
spillingin ein ræður ríkjum.
Jóhanna og Steingrímur sem lengi
vel stóðu með almenningi í barátt-
unni gegn gjafakvótakerfinu, vildu
ekki innkalla kvótann þegar þau
loksins komust í aðstöðu til þess. Í
stað innköllunar stendur til að af-
henda útvegsmönnum 5.000 millj-
arða á silfurfati í formi nýtingarrétt-
arsamninga til 20 ára. Þetta gera þau
með með vinstri hendinni fyrir aftan
bak á meðan sú hægri lítur út fyrir
að að vera í þann mund að hand-
sala nýja stjórnarskrá við þjóðina.
Stjórnarskrá sem inniheldur auð-
lindaákvæði sem felur í sér þjóðar-
eign á óveiddum fiski og umboð
stjórnvalda til að veita leyfi til afnota
eða hagnýtingar auðlinda gegn fullu
gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í
senn. Það sér hver heilvita maður
að þetta getur ekki farið saman.
Enda hefur komið á daginn að nýja
stjórnar skráin var síðasta partítrikk
vinstri flokkanna.
Við vitum öll að staðan hefði ekki
verið skárri með ríkisstjórn undir
forystu silfurskeiðabandalagsins;
Framsókn og Sjálfstæðisflokknum
hefur aldrei komið til hugar að
tryggja að arðurinn af auðlindum
okkar færi í sameiginlega sjóði okkar
borgaranna. Og Framsóknarflokk-
urinn hefur hlaupið frá einu helsta
loforði sínu um stjórnarskrá fólksins.
Í vor munum við kjósa til þings á
ný. Ég vona að fólk láti ekki glepjast
af fjórflokknum eina ferðina enn. Ég
er allavega ekki til í að láta sérhags-
munabandalagið ráða för lengur og
hef ákveðið að leggja mitt af mörkum
svo að draumurinn um nýja Ísland
megi rætast.
Höfundur skiptar 1. sæti á lista
Dögunar í Reykjavík suður.
Aðsent
Þórður Björn
Sigurðsson
„ Ég vona að fólk láti
ekki glepjast af fjór-
flokknum eina ferðina enn.