Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Page 56
Ég þekkti einu sinni fatlafól! Bjargað úr blind- byl í Víkurskarði n Fréttakonan knáa á RÚV Anna Kristín Pálsdóttir ferðast nú um landið þvert og endilangt ásamt framleiðandanum Ragnari Santos. Þau eru að taka upp efni fyrir kosningaþætti RÚV sem sýndir verða í aðdraganda kosning- anna. Tvíeykið hefur lent í hinum ýmsu ævintýrum á ferðalög- um sínum en í fyrradag festu þau bílinn uppi í Víkurskarði í blindbyl. Þau þurftu þó ekki að bíða lengi hjálpar því björgunar- sveitin Týr kom þeim til bjargar og engan sak- aði. Afrakstur svaðilfarar- innar mátti sjá á Face- book-síðu Ragnars sem mynd- aði allt saman. Sköllóttir með sólgleraugu n „Við erum sköllóttir og not- um sólgleraugu inni, hvað ætlaru að gera í því??“ spyr útvarpsmaðurinn og skemmti- krafturinn Auðunn Blöndal sem birtir meðfylgjandi mynd af sér og tónlistarmanninum Bubba Morthens á Instagram. Auðunn er alræmdur fyrir að stilla sér upp á myndum með þekktum einstak- lingum og í þetta skiptið var fórn- arlambið sjálfur Bubbi. Þeir fé- lagar eru báðir vel búnir, í góðum úlpum, sköllóttir að vanda og með sólgleraugu. Á Twitter, þar sem Auðunn birtir myndina líka, ræð- ur útvarpsmaðurinn Þossi á Rás 2 þeim félögum heilt. „Minna ykkur á að nota sólarvörn á skallann UV gildið er oft svo hátt á vorin sér- staklega innanhúss í Hlíðunum.“ Elín selur fötin sín n „Eftir nær 30 ár í sjónvarpi á ég alltof mikið af fötum. Ég ætla því að selja þeim sem vilja kaupa á hagstæðu verði,“ segir sjónvarps- konan Elín Hirst á Facebook-síðu sinni. Elín er að skapa rými í skáp- unum og greinilega úr nógu að velja enda starfaði hún í þrjá ára- tugi í sjónavarpsfréttum þar sem ávallt þarf að vera vel til hafður. „Þetta eru allskon- ar flott merki; mjög mikið Sand, Karen Millen, Sand- ra Pabst, DKNY; peysur, káp- ur, skór, veski, hálsklútar, skyrtur, bolir,“ segir Elín sem verð- ur í Kola- portinu á laugar- dag. Þ etta er eitthvað sem heilbrigðir menn eiga ekki að gera,“ seg- ir nemandi við Keili. Hann varð vitni að því þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var farþegi í bíl sem lagði í stæði fatlaðra við aðalbyggingu Keil- is í gær, fimmtudag. Bjarni sótti þar fund með framkvæmdastjóra skól- ans, Hjálmari Árnasyni, ásamt öðru sjálfstæðisfólki. Nemendum var brugðið þegar þeir sáu Bjarna stíga úr framsæti bifreiðar sem lagt hafði verið í stæði fatlaðra. Bíllinn var í stæðinu í um klukkutíma eða þar til Bjarni og félagi hans héldu sína leið. „Við vorum nokkur á leið í skól- ann eftir hádegishlé. Öll bílastæði voru full og við lögðum þess vegna við íþróttahúsið sem er töluvert frá. Þá sáum við glansbílaflota koma að húsinu, en einum þeirra var lagt í stæði fatlaðra,“ segir nemandi sem tekur fram að það hafi verið blíð- skaparveður. Bifreiðin er í eigu ÍAV þjónustu ehf. sem er dóttur félag Ís- lenskra aðalverktaka. Guðmundur Pétursson er framkvæmdastjóri ÍAV þjónustu en í samtali við DV stað- festi hann að hafa ekið bílnum. Hann kannaðist í fyrstu ekki við að hafa lagt fyrir utan Keili, hvað þá að hafa lagt í stæði fyrir fatlaða: „Ég tek þetta þá á mig, ég hef hreinlega ekki séð skiltið.“ Ekki náðist í Bjarna við vinnslu frétt- arinnar. jonbjarki@dv.is Lagði í bílastæði fyrir fatlaða n Bjarni Benediktsson farþegi í bílnum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 22.–24. MARS 2013 34. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Í stæði fatlaðra Á myndinni til vinstri má sjá að Bjarni var farþegi í framsæti bílsins. Bíllinn var í stæðinu í klukkutíma að sögn sjónarvotta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.