Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 8
Þorvaldur Gylfason
prófessor í hagfræði
Ég er áskrifandi af
því að DV þorir að
segja sannleikann
Vilja Vera áfram í Nato
n Rúmur helmingur kjósenda hlynntur aðild að NATO n Borgum mest í hermálasjóð
M
eirihluti Íslendinga er
hlynntur aðild Íslands að
Atlantshafsbandalaginu
(NATO). Í Alþingisprófi
DV segjast 51,5 prósent
vera frekar eða mjög hlynnt aðild.
Aðeins um 21 prósent þátttakenda
segist frekar eða mjög andvígt veru
Íslands í bandalaginu. Stór hluti,
eða tæp 27 prósent, segist hlut-
laus. Spurt var „Hversu hlynnt(ur)
eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland
verði áfram aðili að NATO (Atlants-
hafsbandalaginu)?“ og miðast þess-
ar tölur við svör rúmlega 35 þúsund
þátttakenda. Það sama er ekki uppi á
teningnum þegar litið er á frambjóð-
endur því þar er stærri hluti fram-
bjóðenda andvígur aðild Íslands að
bandalaginu.
VG og Sjálfstæðismenn
ósammála
Þegar litið er á frambjóðendur flokk-
anna sem á sama tíma höfðu svar-
að prófinu kemur í ljós að 37 prósent
frambjóðendanna styðja aðild Ís-
lands að bandalaginu. Hinsvegar eru
rúm 38 prósent frambjóðenda á móti
aðild að NATO. Eini flokkurinn þar
sem allir frambjóðendur eru sam-
mála í andstöðu sinni við veru Ís-
lands í bandalaginu er Vinstri græn.
Á meðal frambjóðenda flokksins eru
89 prósent mjög andvíg aðild Íslands
og ellefu prósent frekar andvíg.
Sjálfstæðisflokkurinn er þá eini
flokkurinn þar sem allir frambjóð-
endur sem höfðu svarað prófinu
voru hlynntir aðildinni. Samkvæmt
svörum þeirra eru 58 prósent mjög
hlynnt aðild Íslands að NATO á með-
an 42 prósent eru frekar hlynnt.
Frambjóðendur annarra flokka eru
ekki á einu máli í afstöðu sinni þó
að enginn flokkur sé með tvær stór-
ar andstæðar fylkingar í málinu.
Tæplega fjórðungur, eða 24 pró-
sent, frambjóðenda allra flokkanna
sagðist hlutlaus.
NATO-framlög hafa hækkað
Undanfarin ár hafa framlög Íslands
til NATO tvöfaldast frá því sem var
fyrir hrun. Mesta hækkunin átti sér
stað árið 2010 en þá fóru framlögin
úr 87,6 milljónum króna upp í 216,4
milljónir króna. Í fjárlögum ársins
2010 var ekki gert ráð fyrir jafn mik-
illi hækkun og raunin varð en það
var leiðrétt í fjáraukalögum sem
samþykkt voru í lok ársins 2010.
Samkvæmt fjárlögum ársins 2013
greiðir ríkið 264,2 milljónir króna
til bandalagsins. Það er hækkun um
15,9 milljónir frá því sem var á síð-
asta ári þegar framlögin voru 248,3
milljónir.
Framlag Íslands til NATO jókst
talsvert í kjölfar þess að bandaríski
herinn yfirgaf varnarliðssvæðið á
Suðurnesjum árið 2006. Þá ákvað
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks að Ísland gerð-
ist aðili að mannvirkjasjóði NATO.
Annars eru helstu skýringar hækk-
unarinnar óhagstæð gengisþróun.
Borgum mest í hermálasjóð
Kostnaðurinn við bandalagið
skiptist í ákveðnu hlutfalli á milli
allra aðildarríkjanna og bera þau
mismikinn kostnað hvert. Banda-
ríkin standa undir langstærstum
hluta þess og Ísland aðeins mjög
litlum. Ísland hefur verið aðili að
bandalaginu frá stofnun þess árið
1949 en á þeim tíma brutust út mik-
il mótmæli á Austurvelli, fyrir utan
Alþingi, þegar þingsályktun um að-
ild Íslands að bandalaginu var sam-
þykkt.
Stærstur hluti framlags Íslands
í sjóði Atlantshafsbandalagsins
renna í hermálasjóðinn, eða 48
prósent af heildarframlaginu. Pen-
ingarnir sem fara í þann sjóð eru
notaðir til reksturs fastra herstjórna
bandalagsins, stjórnstöðva fyrir að-
gerðir, AWACS-ratsjárvélar banda-
lagsins, ratsjár og fjarskipta banda-
lagsins og herstjórnartengdra
stofnana sem víða er að finna í
bandalagsríkjum. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland
verði áfram aðili að NATO (Atlantshafsbandalaginu)?
51,51%
Hlynntir
20,6%
Andvígir
24,08%
Hlutlausir
38,65%
Andvígir
36,65%
Hlynntir
26,58%
Hlutlausir
1,05% vilja
ekki svara
1,30% vilja
ekki svara
n Kjósendurn FrambjóðendurUmdeild aðild Aðild Íslands að NATO hefur verið umdeild allt frá því að Alþingi samþykkti hana
árið 1949. Samkvæmt Alþingisprófi DV er þó meirihluti Íslendinga hlynntir aðildinni. MyNd: ReUTeRS
8 Fréttir 15. apríl 2013 Mánudagur