Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Qupperneq 12
12 Erlent 15. apríl 2013 Mánudagur
Beltissylgja bjargaði lífi hans
n Skotárás við matvöruverslun í Philadelphiu
Þ
að var eins gott að hann
mætti ekki í íþróttabux-
um í vinnuna, afgreiðslu-
maðurinn í matvöruversl-
un einni í Philadelphiu. Hann er
nefnilega á lífi í dag sökum þess að
hann mætti í buxum sem kröfð-
ust þess að hann bæri belti um
sig miðjan. Líkt og atriði úr teikni-
mynd þá bjargaði beltissylgjan lífi
mannsins þegar maður á hjóli hóf
skotárás fyrir utan verslunina 8
Brother‘s Supermarket.
Eitt skotanna hæfði hinn 38 ára
Bienvenido Reynoso og var hon-
um skiljanlega brugðið þegar allt
var yfirstaðið. Hann þreifaði á lík-
ama sínum í leit að skotsári en
greip í tómt. Það eina sem hann
fann, eftir að einhver benti honum
á að það væri gat á skyrtunni hans,
var byssu kúla sem var föst í beltis-
sylgjunni og hann var ómeiddur.
Á öryggismyndavélum versl-
unarinnar má sjá þegar Reynoso
fleygir sér í gólfið eftir að
skotárásin hefst og kúlunum tók
að rigna inn í verslunina af göt-
unni. Í sömu andrá og hann fleygir
sér niður sést að byssukúla hafnar
í varningi í hillunni rétt fyrir ofan
höfuðið á honum. Hann var því
afar heppinn.
„Ég er endurfæddur í dag,“ seg-
ir Reynoso í samtali við banda-
ríska fjölmiðla eftir skotárásina, að
vonum þakklátur fyrir að vera á lífi
og glaður yfir eigin heppni. „Þakka
þér Guð, var það sem ég hugsaði
eftir þetta.“
En annar maður sem lenti
í árásinni var ekki jafn hepp-
inn og slasaðist lífshættulega í
árásinni eftir að hafa fengið skot
í magann. Lögreglan handsam-
aði árásarmanninn skömmu eftir
árásina.
mikael@dv.is
n Hnífamann dreymdi um mannát og átti sér kynóra um látið fólk
H
inn tvítugi Dylan Andrew
Quick var handtekinn í síð-
ustu viku eftir að hann hafði
ráðist á, stungið og skor-
ið fjórtán samnemendur
sína við Lone Star-háskólann í út-
hverfi Houston með hnífi. Quick var
yfir bugaður af öðrum nemendum
meðan á árásinni stóð og höfðu þeir
hann undir og sátu á honum þar til
lögreglan kom á vettvang til að hand-
taka hann. Hann hefur játað á sig
verknaðinn.
Fram hafði komið í umfjöllun
bandarískra fjölmiðla að Quick
væri vanstilltur ungur maður sem
hefði látið sig dreyma um árás af
þessu tagi í langan tíma. Nú opin-
berast sífellt fleiri smáatriði um
málið sem benda til þess að þarna
sé á ferðinni fársjúkur maður með
afar óhugnanlega óra.
Órar um mannát
Meðal þess sem Quick á að hafa
deilt með lögreglumönnum við yfir-
heyrslur vegna árásinnar er að hann
dreymi um að leggja sér manna-
kjöt til munns, þá eigi fjalli kynórar
hans um við lík (blæti sem kallað er
necrophilia) og þá hafi hann langað
til að skera andlitin af fórnarlömbum
sínum og bera þau sem grímu. Þessa
óra hafi hann átt síðan hann var að-
eins átta ára.
Unglingaherbergi
fjöldamorðingja
Við húsleit á heimili foreldra hans í
Harris-sýslu fundu rannsóknarlög-
reglumenn fleiri hluti sem vöktu
óhug. Til dæmis Hannibal Lect-
er-grímu – sem er eins og margir
vita ein frægasta mannæta í bók-
mennta- og kvikmyndasögunni.
Þá fannst verkfærasett til að kryf-
ja dýr og fjöldi bóka um fjöldamorð
og fjöldamorðingja. Þá hafði Quick
breytt hárburstum og fleiri hefð-
bundnum hlutum í vopn með því að
tálga þá.
Quick viðurkenndi að hafa vik-
una fyrir árásina á skólalóð Lone
Star lagst í rannsóknarvinnu
um sambæri legar árásir á
veraldarvefnum.
Við árásina notaði hann ekki
beinlínis neinar sveðjur. Hann hefur
viðurkennt að hafa notað einskonar
föndurhníf og síðan skurðhníf sam-
bærilegan þeim sem notaðir eru af
skurðlæknum. Þrátt fyrir val hans
á vopnum þá ætlaði Quick sér hins
vegar að myrða fórnarlömb sín.
Blessunarlega tókst honum ekki að
ráða neinum bana en af þeim fjórtán
sem særðust þá enduðu tveir þungt
haldnir á gjörgæsludeild. Þeir munu
þó ná sér að fullu samkvæmt banda-
rískum fjölmiðlum.
Áttar sig ekki á alvarleikanum
„Hann er áhyggjufullur yfir því sem
gerðist, og hann hefur áhyggjur af
því hvað verður um hann. Hann er
enn ungur maður,“ segir Julian Laird,
verjandi Quick, eftir að hann hafði
rætt við skjólstæðing sinn. Hann seg-
ir hins vegar að Quick reyni enn að
melta hvað gerðist og virðist eiga í
erfiðleikum með að átta sig á alvar-
leika gjörða sinna.
„Hann gat haldið uppi samræðum
en hann var líka að segja mér hluti
sem þarf að leggjast aðeins yfir.“
Laird bætir við að hann muni
óska eftir því að geðlæknar meti sak-
hæfi Quick sem virðist hafa átt erfitt
uppdráttar það sem af er ævinni
Lagður í einelti
Fram hefur komið að hann sé með
mjög skerta heyrn og að hann hafi
mátt sæta einelti um árabil. Lík-
lega af þeim sökum hefur hann
nær alla sína skólagöngu bara
fengið heimakennslu frá móður
sinni.
Árið 2011 hvarf hann sporlaust
og hótaði að svipta sig lífi. Sendi
hann foreldrum sínum farsíma-
skilaboð sem í stóð: „Ef ég þarf að
búa mikið lengur með ykkur þá
mun ég líklega fremja sjálfsmorð.“
Svo fór að hann fannst síðar heill
á húfi á skólalóð Lone Star-háskól-
ans, þeirri sömu og hann gekk ber-
serksgang á.
„Lögreglan hefur fengið vissa yf-
irlýsingu frá honum en það er ekki
öll sagan. Það er meira í þessu sem
hann hefur ekki sagt þeim. Það eru
hlutir sem ég þarf að skoða betur
og komast að. Þá mun almenning-
ur fá að vita alla sólarsöguna og þá
mun varpað ljósi á hvað gerðist og
af hverju,“ segir Laird.
En þrátt fyrir erfiða æsku Quick
er málið litið alvarlegum aug-
um og hefur hann verið ákærður
í minnst þremur liðum fyrir alvar-
lega líkamsárás. Fleiri ákærur eru
yfir vofandi. Ef hann verður fund-
inn sekur gæti hann átt yfir höfði
sér allt að 20 ára fangelsi. n
„ Lögreglan hefur
fengið vissa yfir-
lýsingu frá honum en það
er ekki öll sagan. Það er
meira í þessu sem hann
hefur ekki sagt þeim.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Vildi nota andlit
fólks sem grímu
Óeðlilegir órar Dylan Quick lét sig dreyma
um árásina á skólalóð Lone Star-háskólans
í langan tíma. Hann átti sér einnig óra um
mannát og að eiga kynmök við lík.
Heppinn Reynoso var Guði þakklátur fyrir að lifa af skotárás þegar byssukúla hafnaði í
beltissylgju hans.
Hættur við að
verða Belgi
Bernard Arnault, ríkasti maður
Frakklands, hefur dregið til
baka umsókn sína um að verða
belgískur ríkisborgari eftir hörð
mótmæli gegn því í heimalandinu.
Arnault, sem á lúxusvörusam-
steypuna LVMH, sótti um ríkis-
borgararéttinn í fyrra eftir að upp
komu hugmyndir um að leggja 75
prósenta hátekjuskatt á ríkustu
borgara Frakklands, sem þéna yfir
eina milljón evra. Arnault sjálfur
þvertók þó ávallt fyrir að skatta-
ástæður lægju að baki umsókn-
inni.
„Ég útskýrði margoft að ég
myndi halda áfram að búa í Frakk-
landi og að ég myndi borga mína
skatta hér en án árangurs,“ er
haft eftir Arnault í dagblaðinu Le
Monde. „Ég hef því ákveðið að
taka af öll tvímæli um þetta og
draga til baka umsókn mína um
belgískan ríkisborgararétt.“
Í Frakklandi, sem og víðar um
Evrópu, er hávær umræða um
skattaskjól og skattaundanskot
þessa dagana eftir að breska dag-
blaðið Guardian komst yfir Jóm-
frúaeyjaskjölin svokölluðu sem
afhjúpuðu eigendur að aflands-
reikningum víðs vegar um ver-
öldina. Nýlega viðurkenndi einnig
fyrrverandi fjárlagaráðherra Frakk-
lands, Jerome Cahuzac að hafa átt
leynilegan bankareikning í um 20
ár. Í mars síðastliðnum sagði hann
af sér eftir ásakanir um skattsvik
sem hann þó kvaðst saklaus af.
En í september síðastliðnum
bárust fregnir þess efnis að Arn-
ault hygðist gerast belgískur ríkis-
borgari og voru þau áform hans
fordæmd af stjórnmálaflokkum
beggja vegna miðjunnar í Frakk-
landi. Eitt dagblað gekk meira að
segja svo langt að afneita Arnault
með fyrirsögninni: „Hunskastu
í burtu, ríka fíflið þitt!“ Frægt er
einnig þegar leikarinn Gerard
Depardieu tilkynnti það síðla árs
í fyrra að hann ætlaði að flýja 75
prósenta hátekjuskattinn.
Auðæfi Arnaults eru metin á 19
milljarða punda sem gera hann
að tíunda ríkasta manni veraldar
samkvæmt Forbes.
En nú hafa áform um auð-
mannaskattinn verið slegin út
af borðinu og ríkisstjórnin hefur
ákveðið að leita annarra leiða.
Tímasetning ákvörðunar Arnaults
hefur því vakið grunsemdir.
Skiluðu
milljónum
Tveir norskir táningar komust í
fréttirnar nýlega eftir að hafa fund-
ið sem nemur tæplega tíu milljón-
um íslenskra króna um borð í lest.
Eldri maður hafði skilið eftir tösku
með fjármunum um borð í lest
hann hafði verið á ferð. „Þegar ég
opnaði töskuna sá ég fúlgur fjár,“
Bendik, sextán ára drengur, annar
táninganna, við dagblaðið Vestby
Avis. „Það fyrsta sem mér datt í
hug var að hringja í lögregluna.“
Eigandinn er maður á áttræðis-
aldri og afhenti lögreglan honum
fjármunina á fimmtudaginn var.