Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Qupperneq 13
Erlent 13Mánudagur 15. apríl 2013 Taugastríð á Kóreuskaga N orður-Kórea er hluti af öx- ulveldum hins illa. Þannig komst George Bush yngri, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, að orði árið 2002 og í frægri ræðu, er hann talaði um þetta lokaða einræðisríki, ásamt löndun- um Íran og Írak. Kannski má að hluta til rekja hegðun Norður-Kóreu nú til þessara orða. Viðbrögð ráðamanna í Pyonyang, höfuðborginni, voru að þau sögðust ætla að „eyða árásar- aðilanum án miskunnar“ og áttu þar væntanlega við Bandaríkin. Orðaskak undanfarinna vikna á Kóreuskaganum hefur svo sannar- lega ratað í heimsfréttirnar og velta menn því ef til vill fyrir sér hvað ráða- mönnum í Norður-Kóreu gengur til. Hinn ungi og óreyndi leiðtogi Kim Jong-un, er sonur Kim Jong- il, sem var sonur Kim Il-sung, sem stofnaði Norður-Kóreu árið 1948. Landið var frá 1895 og fram að lok- um seinni heimsstyrjaldar undir yf- irráðum Japana. En frá 1948 hefur Kóreuskaginn verið skiptur, í Norð- ur- og Suður-Kóreu. Stríðinu ekki lokið Sumarið 1950 réðst Norður-Kór- ea inn í Suður-Kóreu vegna deilna ríkjanna um yfirráð á Kóreuskag- anum. Norður-Kórea og Kínverj- ar börðust gegn herliði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna í blóð- ugri styrjöld, sem kostaði um 3,5–4 milljónir manna lífið. Árið 1953 var samið vopnahlé, sem hefur staðið síðan, en stríðinu lauk aldrei form- lega og þannig er staðan í dag. Rafmagnið fór Þegar Kim Il-sung lést árið 1994, tók sonur hans við, Kim Jong-il og þegar hann lést árið 2011, tók son- ur hans, Kim Jong-un, við. Hann stjórnar nú landi með um 25 millj- ónir íbúa. Þeir lifa við alræðisfyrir- komulag sem er einstakt í sinni röð, reglulegar hungursneyðir, skort og mjög takmarkaða þekkingu á um- heiminum, en aðeins ríkisfjölmiðl- ar hafa heimild til starfa í landinu. Í verðlaunabókinni Engan þarf að öfunda eftir bandarísku blaða- konuna Barböru Demick er þessu „lokaðasta landi heims“ lýst með skelfilegum hætti. Til dæmis má segja að rafmagnið hafi farið af landinu í kringum 1990, þegar Sov- étríkin hrundu og landið hætti að fá ódýra olíu þaðan. Í bókinni er rætt við fólk sem tekist hefur að flýja hörmungarástandið sem ríkir í landinu. Talið er að fleiri hundruð þúsund manns hafi látist úr hungri á árun- um 1994–1997, en landið fær mikla matvælaaðstoð frá alþjóðasam- félaginu. Sú aðstoð fer hins vegar mestmegnis í herinn og stjórnmála- elítu landsins. Sameinuðu þjóðirn- ar töldu í fyrra að milljónir manna þyrftu matvæla aðstoð í landinu, mest börn og þungaðar konur. Vilja verða kjarnorkuveldi Undanfarnar vikur hafa Norður- Kóreumenn verið með stórkarlalegar yfirlýsingar og meðal annars hótað að ráðast á Suður-Kóreu, Banda- ríkin, Japan og eyjuna Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með her- stöð. Landið hefur gert eldflauga- og kjarnorkutilraunir og stefnir að því að verða kjarnorkuríki. Það líst Banda- ríkjamönnum og Suður-Kóreumönn- um alls ekkert á: „Við samþykkjum ekki að landið verði kjarnorkuríki og við sættum okkur ekki við yfirlýsingar Norður-Kóreumanna,“ sagði John Kerry, hinn nýskipaði utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í heimsókn í Suður-Kóreu í síðustu viku, en mjög sterk tengsl eru á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Mikið af úreltum vopnum Þrátt fyrir stríðsbröltið og ógnanir að norðan, halda íbúar Seoul, höfuð- borgar Suður-Kóreu, ró sinni, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem ástand sem þetta skapast. Reyndar má segja að aldrei hafi slaknað almennilega á í samskiptum ríkjanna, frá lokum Kóreustríðsins. Norður-Kóreumenn eiga gríðar- legt magn vopna sem þeir fengu mestmegnis á sínum tíma frá Sovét- ríkjunum. Mörg þessara vopna eru hins vegar algerlega úrelt, eins og til dæmis skriðdrekar þeirra, sem margir eru frá 5. og 6. áratug síð- ustu aldar. En nóg virðast þeir eiga af mannafla fyrir herinn, um ein millj- ón er undir vopnum og átta milljónir sagðar vera í varaliði. Hvað ef skellur á stríð? Verði Norður-Kórea kjarnorkuríki má slá því föstu að valdajafnvægi á Kóreuskaganum mun breytast veru- lega. En eins og staðan er núna, er fátt sem bendir til þess að landið hafi yfir nothæfum kjarnorkuvopnum að ráða. Hins vegar gætu þeir mögulega beitt úreltum „hefðbundnum her“ sínum gegn Suður-Kóreu og ef til vill valdið töluverðum usla þannig. En komi til stórstyrjaldar á her Norður- Kóreu sennilega ekki möguleika gegn her Suður-Kóreu og bandamönn- um Suður-Kóreumanna. Her Suður- Kóreu er með um 900.000 manns undir vopnum og um þriggja millj- óna manna varalið og er mun nú- tímalegri en her grannans í norðri. Gengið að samningaborðinu? John Kerry hefur verið í Asíu undan- farna daga til viðræðna við ráða- menn þar, meðal annars í Kína, en Kínverjar eru nær einu bandamenn Norður- Kóreumanna, Rússar virðast vera búnir að gefast upp á þeim. Þol- inmæði Kínverja er líka lítil, því ef til vandræða kemur á Kóreuskagan- um, er líklegt að mikill flóttamanna- straumur liggi til Kína og það vilja þeir ekki. n n Segjast eiga kjarnavopn en fáir trúa því n Þrýst á Kim Jong-un um að semja Kim Jong-un Norður-Kórea gaf út þá yfirlýsingu fyrir skömmu að allir útlendingar ættu að koma sér fá Suður-Kóreu, annars ættu þeir á hættu að dragast inn í kjarnorkustyrjöld. Mynd: ReuteRS Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar Faðir og sonur Kim Il-sung, t.v. er „ eilífðarforseti“ Norður-Kóreu samkvæmt stjórnarskrá. Við af honum tók sonur hans Kim Jong-il árið 1994. Á sama tíma og spennan virðist vera að ná hámarki á Kóreuskaganum er í dag, 15. apríl, haldið upp á afmæli stofnanda Norður- Kóreu, Kim Il-sung (1912–1994). Þrátt fyrir að hann sé fyrir löngu látinn lifir hann enn meðal íbúanna. Hann var allt í öllu í Norður-Kóreu og persónudýrkunin á honum óstjórnleg. Yfirleitt er talað um hann sem „hinn mikla leiðtoga“ og í stjórnarskrá landsins hefur hann stöðu sem „eilífðarforseti“ landsins. Það má því segja að þannig sé búið um hnútana að hann lifi svo lengi sem Norður- Kórea er til. Talið er að öllu verði tjaldað til við hátíðarhöldin vegna afmælisins. Afmælisbarnið Kim Il-sung n Haldið upp á afmæli eilífðarforsetans með pomp og prakt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.