Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Síða 15
Lífinu lýkur ekki Ekki í neinum ágrein- ingi við formann Gerður Unndórsdóttir, móðir Sigmars Vilhjálmssonar, á eftir að sakna útvarpsins. – DV Friðrik Friðriksson hætti sem formaður kosningastjórnar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. – mbl.is Loforðahlaup í Öxará Spurningin „Já.“ Kolbrún Sigurðardóttir 47 ára fornfræðingur „Já, peningar í ríkissjóð eru nánast alltaf jákvæður hlutur.“ Örn Ýmir Arason 24 ára listnemi „Já.“ Martador Dali 21 árs listnemi „Upp að vissu marki, já.“ Heiðrún Sveinsdóttir 52 ára bóksali „Ég held það.“ Sviatoslav Jurjevich 23 ára ræstitæknir Er mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi jákvæð þróun? 1 Risaþorskur á Raufarhöfn Einn stærsti þorskur sem vitað er um að veiðst hafi á Evrópumiðum kom í netin hjá Þorsteini GK-15 frá Raufarhöfn á dögunum. Vó hann heil 41,5 kíló og mældist 1,46 metrar á lengd. 2 Chi Cheng látinn Bassaleikari rokksveitarinnar Deftones lést en hann slasaðist alvarlega í bílslysi árið 2008 og bar þess aldrei bætur. 3 Hvernig losna á við þynnku Á vefnum Wikihow má finna ráð við nánast öllu milli himins og jarðar. Timburmenn eru óvelkominn gestur hjá flestum eftir góða stund. 4 Jón Ásgeir fékk greiddar þóknanir til Þú Blásólar Jón Ásgeir Jóhannesson fékk greiddar þóknanir til eignarhaldsfélags síns Þú Blásólar ehf. vegna viðskipta sem hann átti þátt í að koma á milli hlutafélaga og fjármálafyrirtækja. 5 Leitin ekki enn borið árangur Önnu Kristínar Ólafsdóttur hefur verið saknað síðan á fimmtudagskvöld en umfangsmikil leit hefur engan árangur borið. 6 „Við getum ekki gert neitt meira fyrir þig“ Steinunn Jónsdóttir sagði kraftaverkasögu sína í helgarblaði DV en hún náði sér af óútskýrðum veikindum. Mest lesið á DV.is A llt frá hruni hefur búið innra með mér vonin um að nú væri tækifæri til að hjálpa almenn­ ingi að brjótast úr hlekkjum verðtryggingar, skulda og vonleysis. Úrtölumenn eru þó á hverju strái. Úrtölumenn sem vita það eitt að verðtrygging, skuldir og höft eru meitluð í stein. Lögmál sem ekki má brjóta. Við framsóknarmenn höfnum þessu. Við erum sannfærð um að hægt sé að takast á við þann þríhöfða þurs sem ógnar íslenskum heimilum. Í fyrsta lagi þarf að taka á uppsafnaða skuldavandanum, hinum stökkbreyttu verðtryggðu húsnæðislánum. Ekkert réttlæti er í að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með af­ leiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshrunsins. Við höf­ um lagt fram okkar eigin tillögur, en erum tilbúin að ræða allar góðar hug­ myndir um skuldaleiðréttingu sama hvaðan þær koma. Sú leið sem okkur hugnast best er að samhliða uppgjöri búa föllnu bankanna og afnámi gjald­ eyrishaftanna verði komið til móts við skuldsett heimili. Í öðru lagi tryggja að fortíðarvandi verði ekki að framtíðarvanda. Því verður að afnema verðtryggingu neyt­ endalána. Aðeins þannig rjúfum við þann vítahring verðbólgu og skulda­ söfnunar sem sligar heimilin. Innleiða þarf nýtt húsnæðiskerfi þar sem fólk með verðtryggð lán getur skipt yfir í óverðtryggð, lántakendum bjóðast stöðugir vextir og áhættunni er skipt eðlilega á milli lánveitenda og lán­ taka. Vextir eru verð á peningum. Nú­ verandi lánafyrirkomulag felur raun­ verulegan kostnað lánanna og skekkir eðlilega verðmyndun á peningum. Því verður að breyta. Í þriðja lagi verður að efla atvinnu­ lífið, enda verður vinna alltaf forsenda vaxtar og velferðar til framtíðar. Ein­ falda þarf starfsumhverfi fyrirtækja og hvetja til atvinnusköpunar hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, undir­ stöðu íslensks atvinnulífs. Við ætlum okkur að leysa þessi viðfangsefni á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. Látum þetta verða svanasöng úrtölumanna. Veljum von fyrir heimilin í landinu. Framsókn fyrir heimilin. K osningabaráttan hefur verið einn samfelldur loforðaflaum­ ur. Framsókn lofar heimilum skuldaniðurfellingu á grund­ velli ógerðra samninga við kröfuhafa gömlu bankanna. Sjálfstæðisflokkur vill halda uppi velferðinni og lækka skatta samhliða. Vinstri græn og Samfylking segjast skila góðu búi og vilja halda áfram á sömu braut. Nán­ ast öll framboð vilja gera allt fyrir alla, hér og nú, alls staðar og strax, gildir þá einu hvort talað sé um göng, nýtt sjúkrahús, aldraða, öryrkja, geðsjúka eða menningu. Fjórflokkurinn veit sem er, að loforðaflaumurinn lætur vel í eyrum og miklu betur en það sem sannara reynist. Eftir kosningar byrjar svo yfirhylmingin. Þessi gamal­ kunni matseðill færir þjóðina eitt skref fram fyrir kosningar og síðan tíu skref afturábak að þeim loknum. Lýðræðisvaktin hafnar þessari draumalandsför. Við viljum kort­ leggja þjóðarbúið og raunverulega stöðu þess. Við verðum að vita hvar við erum til að ákveða hvert skal fara. Staða bankanna er óljós, við vitum ekki hverjir eru kröfuhafar, hvernig hlutfalli innlendra og útlendra krafna er háttað, eru lífeyrissjóðir í þessum hópi, eru lánasöfnin í vanskilum og hver er staða Íbúðalánasjóðs? Er samningsstaða kröfuhafa betri en ís­ lenska ríkisins, eru þeir í tímaþröng eða við, getur ríkið tekið þessa fjár­ muni eignarnámi og er það viturlegt, eru þetta kannski loftbólupeningar, froða? Hér er um að ræða flókin hag­ fræðileg viðfangsefni samofin mikilli óvissu. Kortlagning er hér augljóslega skynsamleg sem fyrsta skref. Fljóti þjóðin enn og aftur með loforðaflaumnum mun þjóðarbúið áfram verða rekið frá degi til dags með skyndilausnum og skítaredding­ um. Slíkt mun enn skerða lífskjör og auka á landflótta. Við þessu vill Lýðræðisvaktin sporna og tjalda til margra nátta. Eða eins og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar orðar þetta svo fallega: Fé skal að morgni lofa. Dansflæði Íslenski dansflokkurinn renndi í gegnum verkið Walking Mad í síðustu viku þar sem ljósmyndari DV náði þessari skemmtilegu mynd af flæðinu. MynD Sigtryggur ariMyndin Kjallari Lýður Árnason Umræða 15Mánudagur 15. apríl 2013 „Þessi gamalkunni matseðill færir þjóðina eitt skref fram fyrir kosningar og síðan tíu skref afturábak að þeim loknum. Eiginlega bara kraftaverkasaga Steinunn Jónsdóttir reis nýlega upp úr hjólastólnum eftir erfið veikindi. – DV „Látum þetta verða svanasöng úrtölumanna. Af blogginu Eygló Harðardóttir Úr hlekkjum verðtryggingar og skulda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.