Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Síða 16
Ísland aftur í fyrsta flokk
Guðfinnur Sigurvinsson Sæl Ella.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur
til að „þörf samfélagsins fyrir
ríkisfjölmiðil verði endurskilgreind og Ríkisútvarp-
ið ohf. verði lagt niður í núverandi mynd ef ástæða
þykir til.“ Hver er þín skoðun?
Elín Hirst Ég er alveg sammála því. Ég vil
hafa Ríkisútvarp áfram, en ég vil breyta
rekstrarforsendum þess. Ég tel að ohf. hafi
misheppnast hvað RÚV snertir, að því leyti að
það er eiginlega eins og ríki í ríkinu.
Natan Kolbeinsson Væri ekki besta
lausnin fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda
Bjarna sem formanni en gera Hönnu
Birnu að forsætisráðherraefni flokksins líkt og
Samfylking gerði með Ingibjörgu Sólrúnu 2003?
Elín Hirst Nei, ég held að það sé ekki ráðlegt.
Formaður flokksins á að vera forsætisráð-
herraefni ef flokkur kemst í þá aðstöðu að
leiða ríkisstjórn eftir kosningar.
Gunnar Ballzus Sæl Elín og takk fyrir að
sjá þér fært að mæta í Beina línu. Vill
Sjálfstæðisflokkurinn algjört
atkvæðajafnvægi í alþingiskosningum (þ.e.a.s.
jafnt vægi atkvæða á bak við hvern þingmann
burtséð frá úr hvaða kjördæmi hann kemur)?
Einnig hver eru rökin fyrir afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins gagnvart algjöru atkvæðajafnvægi?
Elín Hirst Sæll Gunnar. Misjafnt vægi at-
kvæða var mikið þjóðfélagsmein í íslenskum
stjórnmálum um áraraðir. Búið er að laga
þetta mjög. Mér er annt um landsbyggðina
og vil að hún haldi sterkri röddu inni á Alþingi
Íslendinga. Ísland verður ekki Ísland ef landið
er ekki í byggð nema e.t.v. á tveimur stórum
þéttbýlisstöðum. Ég veit að ég er ekki að
svara spurningu þinni fullkomlega, en þetta
er mín skoðun.
Pétur Jónsson Styður þú Bjarna
Benediktsson sem formann? Styður þú
Bjarna Benediktsson sem forsætisráð-
herraefni flokksins?
Elín Hirst Ég kaus Bjarna á landsfundi flokks-
ins á dögunum. Bjarni er mjög skynsamur
og réttsýnn maður. Ég hef kynnst honum
vel í kosningabaráttunni og hef mjög góða
sögu að segja af honum. Hins vegar finnst
mér alvarlegt ef sjálfstæðismenn vilja ekki
kjósa flokkinn út af honum, og vegna meintra
tengsla hann við hrunið. Í Sjónvarpinu í gær
svaraði hann því hreinskilnislega að hann væri
mjög hugsi yfir stöðunni. Það myndi ég líka
vera í hans sporum. Fyrra svarið svarar því
seinna.
Þorsteinn Harðarson Sæl Elín, spurning
mín til þín er eftirfarandi. Hvers vegna á
ungt fólk með börn að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn frekar en annan flokk?
Elín Hirst Vegna þess að sjálfstæðisstefnan
er sú stefna sem Ísland vantar bráðnauðsyn-
lega. Við verðum að keyra samfélagið
okkar í gang aftur. Við verðum að sættast
eftir hrunið. Við búum í einu auðsælasta
landi heims, hér eiga allir að hafa það gott.
Lækkum skatta, eflum atvinnulíf, nýsköpun,
fjárfestingar og nýtum orkuauðlindir okkar
betur, en skynsamlega. Aðstoðum ungt fólk
við að kaupa sér sína fyrstu fasteign. Það
er eitt af kosningastefnumálum D-listans.
Ísland aftur í fyrsta flokk.
Ásmundur Sveinsson Sæl Elín. Miðað
við reynslu þína úr fjölmiðlum, hefur þú
einhverja skoðun á því hvers vegna
sjálfstæðismönnum gengur jafn illa og raun ber
vitni að komast að með sína atburði og málefni?
Hversu mikil áhrif telur þú þetta hafa haft á fylgi
Sjálfstæðisflokksins? Hvaða trúverðugleika hefur
DV einnig sem fjölmiðill miðað við þá áráttuhegð-
un sem þeir hafa sýnt af sér gagnvart formanni
Sjálfstæðisflokksins og hótunum í hans garð fari
hann ekki að þeirra dæmi?
Elín Hirst Sæll Ásmundur. Sem fjölmiðla-
maður til margra ára hef ég haft heiðarleika
að leiðarljósi og hagsmuni áhorfenda/
lesenda/hlustenda í öndvegi. Ég tel ekki hægt
að gefa neinn afslátt af þessu þú getur ekki
verið 95% heiðarlegur, skilur þú mig. Það er
margt í okkar fjölmiðlaumhverfi sem er ekki
eins og það á að vera, ég hef gagnrýnt RÚV
og mikil ólag hefur verið í fréttahluta 365.
DV þarf líka hlusta á gagnrýni en að kenna
fjölmiðlum um gott eða slæmt gengi, er alltof
ódýr skýring.
Sigurlaug Guðnadóttir Ertu hlynnt eða
andvíg byggingu mosku á Íslandi?
Elín Hirst Ég er kristin manneskja og
sæki reglulega mína Seltjarnarneskirkju. En ég
ber fulla virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum
og sé ekki af hverjum við ættum ekki að leyfa
byggingu mosku.
Natan Kolbeinsson Telur þú eðlilegt að
landsfundur geti endurtekið
atkvæðagreiðslur eins og gerðist með
kristnu gildin á síðasta landsfundi ykkar?
Elín Hirst Ég er algerlega á móti því að flokk-
urinn álykti í málum eins og þessum, þetta
voru mistök. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig
þetta mál var afgreitt eða ekki afgreitt. Var í
annarri nefnd að vinna.
Bjarni G Atlason Hvaða ráðherrastól
værirðu spenntust fyrir ef allt gengur að
óskum í kosningum?
Elín Hirst Já, ég gæti vel hugsað mér að verða
ráðherra, líklega þarf ég þó að bíða nokkuð
eftir því að hljóta slíkt embætti. Velferðarráð-
herra, eða bara forsætisráðherra þegar fram
líða stundir.
Sigurlaug Guðnadóttir Ertu hlynnt eða
andvíg því að Palestína stofni sjálfstætt
ríki?
Elín Hirst Ég er hlynnt því. Er búin að fá nóg
af ástandinu hjá þessum vinum okkar.
Kári Hinriksson Ert þú búin að lýsa yfir
stuðningi við Bjarna Ben á Facebook-síð-
unni sem stofnuð var til að styðja við
bakið á honum?
Elín Hirst Nei, ég hef ekki séð síðuna.
Albert Sveinsson Sæl Elín, gætir þú
bent mér á eina góða og vel heppnaða
einkavæðingu sem hefur verið
framkvæmd í tíð Sjálfstæðisflokksins „það er að
segja ríkið hefur ekki misst verðmæti og fengið
meira með því að einkavæða“?
Elín Hirst Einkavæðing er orðin eins
konar grýla á Íslandi eftir hrun. Ástæðan
er sú hvernig farið var með bankana, þeir
einkavæddir og af mörgum talið að þeir hafi
verið rændir innan frá. Ég held að þegar við
eigum í höggi við óheiðarlega einstaklinga þá
stöndum við ansi berskjölduð hvort sem við
erum einkavædd eða ekki. Einkavæðingin er
mjög gott form á mörgum sviðum, því ekki vil
ég útþenslu ríkisins heldur frekar að minnka
það að umfangi, verulega.
Birgir Olgeirsson Nú sagði Bjarni, sem
þú hefur stutt, í viðtalinu í gær að
uppgjör við hrunið hefði ekki farið
nægjanlega vel fram innan Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig vilt þú bæta úr því?
Elín Hirst Sæll Birgir. Já, ég er sammála því
að það er ekki búið að gera upp hrunið innan
flokksins. Ég vonaði að prófkjörin í haust
myndu bæta úr því og þau gerðu það með
vissum hætti, grasrótin í flokknum talaði.
Kannski þarf flokkurinn lengri tíma til að
hreinsa af sér þennan hrunstimpil.
Jóhanna Guðmundsdóttir Ertu hlynnt
kynjakvóta í stjórnun opinberra
fyrirtækja hér á landi?
Elín Hirst Nei, ég er á móti kynjakvótum, en
ég er mikill jafnréttissinni, femínisti ef þú vilt
orða það þannig, ég vil breyta hlutunum með
breyttum hugsunarhætti en ekki boðum og
bönnum.
Bjarni G Atlason Sæl Elín. Ertu trúuð?
Elín Hirst Sæll Bjarni. Takk fyrir
spurninguna. Ég var einmitt að segja frá
því í opinberu erindi á kvennadaginn hvernig
ég uppgötvaði hvað trú væri. Aðalatriðið fyrir
mér er hið góða, styðja það alltaf, alls staðar á
hverjum degi, allt árið um kring.
Guðfinnur Sigurvinsson Takk fyrir
svarið. Nákvæmlega hvernig viltu breyta
rekstrarforsendum RÚV?
Elín Hirst Sæll Guðfinnur. Ég vil gera það
aftur að opinberri stofnun.
Binni Rögnvalds Hefði ekki verið
sniðugra að láta þig í fyrsta sæti hjá XD
og þú hefðir getað keyrt kosningabarátt-
una á slagorðinu: „Elín fyrst“?
Elín Hirst Góður. Það sem er búið að afbaka
þetta blessaða þýska ættarnafn mitt. Mér
sárnaði það ógurlega þegar ég var yngri en
nú er ég orðin svo umburðarlynd. Elín Hirst og
her, Vélin Fryst, Elín Fyrst, og ég veit ekki hvað
og hvað.
Jóhann Sigurbjörnsson Myndirðu beita
þér fyrir því að heimili landsins fengu
ADSL/Ljósleiðara móttakara frá RÚV
þeim að kostnaðarlausu í stað þess að þurfa að
greiða símafyrirtækjunum háar upphæðir á
mánuði eins og fyrirkomulagið er í dag? Átti
nefskatturinn ekki að dekka þetta?
Elín Hirst Það er ekki til neitt sem heitir
kostnaðarlaust, það eru þá skattpeningar
sem yrðu notaðir í það. Mig langar frekar að
laga til að Landspítalanum til að byrja með.
Jóhanna Guðmundsdóttir Á að hafa
kynjafræði sem skyldunámsgrein í
grunnskólum landsins?
Elín Hirst Já, það er mjög góð grein.
Theodor Marrow Á hvaða framboð
(fyrir utan Sjálfstæðisflokk) líst þér
best?
Elín Hirst Framsóknarflokkinn, en ég vil alls
ekki loforð sem eru of hástemmd og ekki er
hægt að standa við. Það verður að vera alger-
lega pottþétt. Þjóðin þolir ekki meiri ágjöf.
Andrés Fjeldsted Að hvaða leyti telur
þú áherslur Sjálfstæðisflokksins hafa
breyst í efnahagsmálum? Efnahags-
áherslur flokksins kjörtímabilið 2003–2007
skiluðu miklum þjóðhagslegum óstöðugleika og
ójafnvægi. Við erum skaðbrennd af bankaævin-
týrum fortíðarinnar, en hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn lært af hagstjórnarmistökum forðum?
Stefnum við ekki í annað ójafnvægistímabil
verðbólgu, eða hafa áherslur ykkar breyst miðað
við áherslurnar 2003?
Elín Hirst Ég er algerlega ósammála þessari
fullyrðingu þinni. Við greiddum niður allar
okkur opinberu skuldir á þessum tíma og
náðum góðum árangri í átt að stöðugleika.
Hins vegar hefði átt að skera meira niður
ríkisútgjöld, en ekki láta ríkið þenjast út,
þrátt fyrir að vel áraði. Ég styð grunnstoðir
velferðarkerfisins af öllu afli, en vil ekki að
ríkið vaxi einstaklingnum yfir höfuð, þannig
að hann fari að þjóna því en það ekki honum.
Góða helgi Andrés, og takk fyrir spurninguna.
Albert Sveinsson Sæl Elín aftur, gætir
þú bent mér á eina vel heppnaða
einkavæðingu, og við tölum ekki um
bankana, sem framkvæmd hefur verið í tíð
Sjálfstæðisflokksins, t.d Síminn, síldarvinnslan,
áburðarverksmiðjan o.s.frv. Þar sem þetta er í
stefnu Sjálfstæðisflokksins að einkavæða og það
á að vera svo hagkvæmt að fara þá leið. Þá finnst
mér sem kjósandi gott að fá dæmi.
Elín Hirst Gott að þú spyrð aftur. Skipaútgerð
ríkisins, Bæjarútgerð Reykjavíkur og annarra
sveitarfélaga, sem var breytt í góð fyrirtæki.
Dæmin eru mýmörg.
Jóhann Gizurarson Sæl Elín. Maður
saknar þín pínu af skjánum. Útilokar þú
að stíga aftur fram fyrir myndavélina í
framtíðinni?
Elín Hirst Takk Jóhann, fyrir hlýleg orð í minn
garð. Nei, en líkurnar fara minnkandi eftir að
ég hef ákveðið að hella mér út í stjórnmálin.
En þar er ég að finna mig mjög vel og fer fram
úr á morgnana full tilhlökkunar. Samskiptin
við kjósendur eru skemmtileg og gefandi, skal
ég segja þér.
Andrés Fjeldsted Voru þá varnaðarorð
sem heyrðust árið 2005, um „harða
lendingu“ hagkerfisins vegna ofþenslu,
ekki á rökum reist? Má skilja þig sem svo að
efnahagshrunið hér árið 2008 hafi einungis verið
vegna ofþenslu í bankakerfinu en ekki vegna
hagstjórnarmistaka? Takk sömuleiðis og góða
helgi!
Elín Hirst Sæll. Það var alþjóðlegt fjár-
málahrun, og Ísland stóð afskaplega illa að
vígi vegna þess að bankakerfið hér hafið vaxið
samfélaginu yfir höfuð. Þá kom fram í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis að of náin tengsl
hafi verið á milli viðskiptalífs og stjórnmála.
Við verðum að læra af þessu.
Natan Kolbeinsson Miðað við hvernig
kannanir eru að mæla flokkana núna
hvað ríkisstjórn vilt þú sjá eftir
kosningar?
Elín Hirst Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn fari
upp fyrir 30 prósent í fylgi og myndi sterka
tveggja flokka stjórn með Framsókn eftir
kosningar. Þá held ég að góðir hlutir færu að
gerast í landinu. Ef flokkurinn fær undir 20
prósentum þá á hann að halda sig til hlés að
mínum dómi. Skilaboð kjósenda gætu ekki
verið skýrari.
Fundarstjóri Hverjar eru þínar áherslur,
Elín? Fyrir hvaða málum munt þú helst
berjast, komist þú á þing? Hvar liggur
metnaður þinn í pólitík?
Elín Hirst Ég vil koma landinu mínu í gang
aftur. Atvinnulífinu, létta heimilunum
róðurinn, lækka skatta, hlúa að grunnstoðum
velferðarkerfisins og síðast en ekki síst breyta
andrúmsloftinu og hætta þessari neikvæðni.
Mér þykir vænt um fólk og mig langar til að
öllum líður vel og ég vil ekki bara tala um það
heldur framkvæma hugsjónir mínar. Ég er líka
dýravinur ef út í það er farið.
Jóhann Sigurbjörnsson Verðlag í
landinu hefur hækkað óþarflega mikið.
Þar er helst um að kenna tollum og
sköttum en einnig óþarflega mikilli álagningu
birgja eða verslana. Þá hefur einnig verið fjallað um
óþarflega háa álagningu á fötum og raftækjum.
Hvaða stefnu hefur þú í þessum málum ?
Elín Hirst Það þarf að lækka tolla og virðis-
aukaskatt og fjölda annarra skattagjalda. Þau
eru að sliga atvinnulífið og heimilin. Fyrsta verk
Sjálfstæðisflokksins komist hann til valda eftir
kosningar.
Vilhjálmur Einarsson Sonur þinn spilar
með stórveldinu KV, ertu búin að kaupa
ársmiða af honum á heimleiki liðsins og
má ekki vænta þess að þú mætir á KV-park í
sumar?
Elín Hirst Stefán sonur minn er frábær
einstaklingur sem ég elska út af lífinu. Til
skamms tíma fannst honum nú óþægilegt að
hafa sjónvarpsmömmu sína á áhorfendapöll-
unum, en ef til vill er hann vaxinn upp úr því.
Ég spyr hann og kaupi þá ársmiða eins og skot.
Góða helgi Vilhjálmur.
Pétur Jónsson Takk fyrir svarið áðan, þú
segir að ráðlegt sé að formaður sé
forsætisráðherraefni. Þú segir að þú hafir
kosið Bjarna og hann er nú hugsi. En styður þú
Bjarna í dag?
Elín Hirst Ég styð Bjarna, hvort sem hann
ákveður að stíga til hliðar eða sitja áfram.
Birgir Kristinsson Vilt þú ekki Hönnu
Birnu sem formann ?
Elín Hirst Hún gaf ekki kost á sér á
síðasta landsfundi. Það sem mér finnst hins
vegar frábært að það er engin forystumanna-
kreppa í Sjálfstæðisflokknum. Hún er frábær
stjórnmálaforingi og það að hún sé komin í
landsmálin gerir flokkinn okkar sterkar, að
mínu mati. Vona bara að niðurstaðan verði sú
á kjördag.
Fanný Jónsdóttir Nú skiptir miklu máli
að aðstoða þá sem þurfa á að halda og á
ég sérstaklega við um félagsþjónustuna,
öryrkja og aldraða. En nú sér maður og heyrir af of
mörgum dæmum um þessa svokölluðu
„kerfisfræðinga“ – fólk sem kann á kerfið og nýtir
sér hverja glufu. Með því er verið að taka fjármuni
sem annars væri hægt að nýta til að aðstoða betur
þá sem þurfa virkilega á því að halda. Hvernig, að
þínu mati, er hægt að taka á þessum vanda?
Elín Hirst Kæra Fanný. Ég veit það ekki, þar
sem ég sit hér við tölvuna, en ég er fljót að setja
mig inn í mál og óttast ekki að leysa flóknustu
hluti í rekstri samfélagsins með því að leita
til fólks sem hefur bestu þekkinguna á hverju
sviði.
Jóhann Sigurbjörnsson Hvað finnst þér
um þá flokksmenn sem hafa „vafasama“
fortíð, eins og Illuga (sjóður 9), Þorgerði
Katrínu og Bjarna Ben (Sjóvá)? Ætti ekki að vera
löngu búið að taka til í flokknum eins og aðrir
flokkar hafa gert, til að mynda XB ?
Elín Hirst Já, þessi hrunstimpill er enn á Sjálf-
stæðisflokknum, mér finnst okkur hafa gengið
of hægt að taka okkur saman í andlitinu ef ég
á að segja alveg satt.
16 Umræða 15. apríl 2013 Mánudagur
M
y
N
d
iR
SiG
TR
y
G
G
u
R
A
R
i
Elín Hirst segir að hrunstimpillinn sé enn á Sjálfstæðisflokknum. Hún segist vilja koma landinu í gang á nýjan leik.
Nafn: Elín Hirst
Aldur: 52 ára
Menntun: B.Sc-próf í fjöl-
miðlafræði og MA-próf eða
Cand.mag.-próf í sagnfræði
Staða: Skipar 5. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Suð-
vesturkjördæmi.