Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 15. apríl 2013 Mánudagur
Þ
að verður skemmtileg til-
breyting að sjá víðar buxur
koma aftur inn hjá helstu
tískuhúsunum.
Sniðin eru kvenleg og
draga fram fallegar línur konunnar.
Buxurnar verða hærri upp í mittið og
falla að um mjaðmasvæðið en víkka
svo út þegar neðar dregur. Þetta snið
er glæsilegt og það er mjög smart
að klæðast þröngri flík að ofan til að
brjóta upp stílinn. Pinnahælar við
útvíðar buxur er alltaf flott og henta
við hvaða tækifæri sem er. Nú er bara
um að gera að fara á röltið og kíkja í
búðarglugga og næla sér í eitt stykki
útvíðar buxur fyrir vorið.
Tími til að klæðast sundfötum
Sundfatnaðurinn skartar mynstrum
sem draga fram kvenlegar línur.
Tankini eru einnig vinsæl sem ætti
að gleðja konur sem hafa mjúkar
línur. Ein rönd á sundbol getur gert
mikið fyrir konu sem vill ná fram
grennandi útliti og þá skiptir máli
að línan sé á réttum stað til þess að
undirstrika kvenleikann.
Fyrir þær sem eru í feimnari
kantinum er ráð að skella sér í stutt
pils yfir sundfatnaðinn, en það hefur
sést víða á tískupöllum á síðustu
mánuðum.
Hnésíð pils koma sterk inn
Pilsin eru að lengjast, en þröng hné-
síð pils verða ráðandi þetta sumarið.
Það er fátt kvenlegra en að vera í hné-
síðu pilsi og pinnahælum við. Það er
gott ráð fyrir þær sem eru með ávalar
mjúkar línur að velja slík pils í einum
lit og forðast mynstur þegar um níð-
þröng snið er að ræða.
Nú er bara um að gera að undir-
búa fótleggina fyrir sumarið og bera
á þá gott krem og jafnvel brúnku-
krem til þess að þeir njóti sín til fulls í
sumardressinu. n
iris@dv.is
Víðu buxurnar
eru málið í vor
n Tískan er áberandi kvenleg og smart um þessar mundir
Smart Rétt snið er atriði.
Línur Tankini eru klæðileg og tilvalin fyrir
þær sem vilja hylja magasvæðið.
Djörf Þessi sundfatnaður hentar þeim
ófeimnu.
Platform Glæsilegir hælar eru málið allt
árið um kring.
Töff Katherine Hepburn var þekkt
fyrir að ganga í víðum buxum sem
þótti óvenjulegt á árum áður.
Vítt Glæsilegt kvenlegt útlit er áberandi.
Kvenlegt Victoria
Beckham er alltaf
með puttann á púls-
inum hvað tískuna
varðar og ekki klikkar
hún í þetta skiptið í
hnésíðu þröngu pilsi.
Heimagert er gott og ódýrt:
Silkimjúk húð
Saltskrúbb er aldagömul aðferð
til þess að viðhalda heilbrigði
húðarinnar.
Flestar sápur raska sýrustigi
húðarinnar á meðan saltskrúbb
sér til þess að húðin viðhaldi
eðlilegu rakastigi og þurrkar
ekki upp húðina líkt og sápur
gera. En of þurr húð gerir okk-
ur viðkvæmari fyrir
kulda og dregur
úr teygjanleika
húðarinnar.
Saltið losar
húðina hana
við dauðar
húðfrumur og
opnar hana svo
að næringarefni
eigi greiðari aðgang. Það er því
nauðsynlegt að bera gott krem
eða olíu á húðina eftir að hún
hefur verið skrúbbuð með salti.
Það má nota saltskrúbb í andlit
sem og alla húðina, en það örvar
blóðflæði og hjálpar líkamanum
að losa sig við eitur efni.
Það er einfalt og ódýrt að út-
búa saltskrúbb sem nota má á
allan líkamann, en hér eru upp-
skriftir að skrúbbi og maska sem
er gott að bera á eftir skrúbbið.
Hunangsmaski
n Ein msk. hunang
n Ein tsk. rósavatn
Þessu er blandað saman og
borið á húðina og látið vera í
10–15 mínútur. Hreinsið af með
volgu vatni.
Saltskrúbb
n Einn bolli
gróft salt
n 1/3 bolli
kókosolía
n 10 dropar
ilmkjarnaolía –
eftir smekk
Þessu er blandað saman og
borið á svæðið sem á að með-
höndla og nuddað létt í hringi í
svolitla stund.
Gott er að bera kókosolíu
á húðina eftir að skrúbburinn
hefur verið skolaður af.
Kringlótt
er málið
Kringlótt sólgleraugu í hippastíl
hafa verið að sækja í sig veðrið
undanfarin sumur. Í ár verður
ekkert lát á vinsældum þeirra
eins og sjá mátti á tískupöllun-
um þegar sumartískan fyrir árið
2013 var sýnd. Því kringlóttari
sem gleraugun eru því flottari,
svolítið í anda John Lennon og
fleiri stjarna.