Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 6
Ú tgerðarfélagið Auðbjörg í Þorlákshöfn hefur farið illa á erlendum lánum í sviss­ neskum frönkum sem fyrir­ tækið tók á árunum fyrir hrunið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins. Eigin­ fjárstaða félagsins er neikvæð um sem nemur nærri 1.400 milljónum króna. Heildarskuldir félagsins nema nærri þremur milljörðum króna og eru skuldir fyrirtækisins í erlendri mynt um 1.300 milljónir. Sökum þessarar erfiðu skulda­ stöðu Auðbjargar var félagið eitt af þeim sem fékk afslátt af sérs­ töku veiðigjaldi ríkisstjórnarinnar á yfir standandi fiskveiðiári. Fyrirtækið á og rekur nokkra báta í Þorlákshöfn, meðal annars Arnar ÁR og Ársæl ÁR. Auðbjörg er einnig með fiskverkun. Í heildina vinna um 60 manns hjá Auðbjörgu. Útgerðin skiptir því verulegu máli fyrir atvinnulífið þar. Kvóti fyrir­ tækisins er metinn á 700 milljónir króna. Veiðigjöldum kennt um Í viðtali við Morgunblaðið á föstu­ daginn sagði Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar ehf., að fyrirtækið væri að sligast undan veiðigjöldum síðustu ríkis­ stjórnar. „Þetta lítur ekki vel út og ég er ekki bjartsýnn. Ef fyrri ríkis­ stjórn hefði verið áfram hefði verið hægt að loka strax. Þetta stefnir allt að því að sjúga pening af lands­ byggðinni til Reykjavíkur.“ Þá sagði Ármann við Moggann að ef veiðigjöldin hefðu haldist eins há og ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vildi þá hefði gjaldtakan leitt til gjaldþrots flestra sjávarútvegsfyrirtækja í landinu. „Þetta átti að enda í 80 milljónum hjá okkur miðað við áætlanir fyrri ríkisstjórnar. Deloitte tók þetta út og það kom í ljós að 80–90% af sjávarútvegsfyrirtækjunum hefðu farið á hausinn með því áfram­ haldi.“ Að mati Ármanns hefðu veiði­ gjöldin svo verið hækkuð enn frekar og líklega endað í tugum milljarða eftir nokkur ár. „Þau hefðu sjálfsagt endað í 30–40 milljörðum eftir fáein ár hefði allt gengið eftir hjá síðustu ríkisstjórn. Það hefði gengið frá ís­ lenskum sjávarútvegi.“ Slæm staða allt frá hruni Orð framkvæmdastjórans eru nokkuð sérstök þegar litið er til þess að allt frá hruni íslensku bankanna hefur staða Auðbjargar verið afar slæm út af falli krón­ unnar og gengistryggðum lánum félagsins. Staða fyrirtækisins er því slæm af því félagið tók áhættu í fjármögnun sinni en ekki vegna veiðigjaldanna sem það á að greiða til ríkisins. Strax í árslok 2008 var staða fé­ lagsins orðin mjög erfið vegna geng­ isfalls krónunnar og tapaði félagið meira en 1.200 milljónum króna það árið. Tæplega 260 milljóna króna rekstrarhagnaður fór niður í meira en 1.200 milljóna króna tap út af gengistryggðum lánum félagsins. Eigið fé félagsins var þá orðið nei­ kvætt um rúman milljarð króna og hefur staðan versnað síðan. Staða Auðbjargar ræðst því ekki af sérstöku veiðigjaldi ríkisstjórn­ arinnar heldur af þeim ákvörðun­ um sem stjórnendur félagsins tóku varðandi fjármögnun félagsins. Fyrir helgi fjallaði DV með sam­ bærilegum hætti um útgerðirnar Sigurbjörn í Grímsey og Þórsberg á Tálknafirði, en forsvarsmenn þeirra báru sig illa út af veiði­ gjaldinu í Mogganum. Slæma stöðu þessara félaga má þó rekja til annarra atriða en veiðigjaldanna, líkt og í tilfelli Auðbjargar. n Galið að hætta að borga af lánum n Skilaboð send til fólks í gegnum Facebook um að hætta að borga Þ etta er fráleitt. Fólk getur lent í vandræðum ef það fer út í svona aðgerðir. Það er ekkert í dag sem bendir til að verð­ tryggð lán séu ólögleg, þar með hefur fólk enga réttarstöðu til að standa á því að mótmæla greiðslu á verð­ tryggðum lánum. Þetta mun einung­ is hafa í för með sér vanskilakostnað,“ segir Guðmundur Skúlason, tals­ maður Samtaka lánþega. Undanfarna daga hafa margir Facebook­notendur fengið skila­ boð sem fela í sér leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að bregðast við ef ríkisstjórnin gengur á bak orða sinna og hjálpar einungis þeim sem eru í vanskilum með húsnæðislán. Í skila­ boðunum segir að margir hafi lagt allt í sölurnar til að standa í skilum, leyst út viðbótarsparnað, neitað sé um læknisþjónustu, ekki farið í frí eða endurnýjað bíla. Fólk er hvatt til að hætta að borga af húsnæðislán­ um sínum. Leiðin sé að stofna nýjan bankareikning í öðrum banka en við­ skiptabankanum láta leggja launin inn þar. Eftir fjóra til fimm mánuði verði fólk komið í alvarleg vanskil – það er ef bankinn meti það svo að þriggja til fjögurra mánaða vanskil teljist alvarleg. „Mér finnst þetta galið. Þarna er verið að hvetja til fólk sem getur stað­ ið í skilum til að koma sér í vanskil til að eiga rétt á einhverjum leiðrétting­ um. Það getur hins vegar komið sér í stórkostleg vandræði með því að hætta að borga. Dráttarvextir hlaðast upp og fólk getur jafnvel átt á hættu að allt lánið verði gjaldfellt á viðkom­ andi,“ segir Guðmundur. „Umboðsmaður skuldara hvetur alla til að standa við sínar skuld­ bindingar, svo framarlega sem þeim er það unnt. Samkvæmt þeirri þings­ ályktunartillögu sem Alþingi hefur samþykkt, er það ekki forsenda höf­ uðstólslækkunar, komi til hennar, að skuldarar séu í alvarlegum van­ skilum. Af þeirri ástæðu er því ekki ástæða til að koma sér í alvarleg van­ skil sem mjög erfitt getur reynst að koma sér úr,“ segir í svari frá umboðs­ manni skuldara til DV. n johanna@dv.is Útgerðin fór illa á erlendum lánum n Framkvæmdastjórinn kvartaði undan veiðigjöldum sem hann sagði sligandi Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 6 Fréttir 1. júlí 2013 Mánudagur Ber sig illa Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar, bar sig illa í viðtali við Moggann fyrir helgi út af veiðigjöldum síðustu ríkisstjórnar. Út frá árs- reikningum félagsins sést þó að staða útgerðarinnar hefur verið slæm síðastliðin ár. „Það hefði geng- ið frá íslenskum sjávarútvegi. Slæm staða hjá fleiri útgerðum DV fjallaði í helgarblaðinu um stöðu útgerðanna Sigurbjörns í Grímsey og Þórsbergs á Tálknafirði. Standið í skilum „Fólk getur hins vegar komið sér í stórkostleg vandræði með því að hætta að borga af verð- tryggðum húsnæðislánum,“ segir Guðmundur Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega. Segir ómaklega að sér vegið Einar Gunnar Birgisson, þjóðern­ issinni sem bjó um sig í svörtum sendiferðabíl fyrir utan Hjarðarhaga í maí, vísar því alfarið á bug að hann hafi gert nágrönnum sínum lífið leitt. Þá segist hann sjálfur ekki hafa átt í deilum við íbúa á Birki­ mel þegar hann bjó þar. Hins vegar hafi rafmagnsvespa og snúra í hans eigu farið í taugarnar á vissum íbú­ um, rétt eins og á Hjarðarhaga, með þeim afleiðingum að honum var sagt upp leigunni. Kvartaði Björn Kristinsson, íbúi á Hjarðarhaga 29, ítrekað vegna viðveru Einars Gunnars fyrir utan húsið og sendi lögreglu harðort bréf. Einar Gunnar segir að ekki standi steinn yfir steini í bréfi Björns. Þar dreifi hann óhróðri um sig í þeim tilgangi ein­ um að sverta orðspor sitt. Sjálfur sendi hann nágrönnum Björns af­ rit af ýmsum bréfum þar sem hann vandaði Birni ekki kveðjurnar. Einar vakti athygli í fyrra þegar hann boð­ aði stofnun stjórnmálaflokks með stranga innflytjendastefnu. Hann býr í bíl og í stefnuskrá flokks hans kom fram að honum liði ekki vel inni í húsum. Sátt um afnám landsdóms Við höfum alltaf verið mjög andsnúin landsdómi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylk­ ingarinnar, í samtali við DV að­ spurður hver afstaða hans sé til áforma um að leggja niður lands­ dóm. „Ég á ekki von á öðru en að um það náist víðtæk sátt þó það hafi ekki verið rætt sérstaklega í þingflokknum.“ Þá rifjar Árni Páll upp að forveri hans, Jóhanna Sig­ urðardóttir, hafi ítrekað gert tillögur um að ráðist yrði í heildarendur­ skoðun á lögum um landsdóm. Þær hafi hins vegar dagað uppi enda hafi ekki verið mikill áhugi á mál­ inu hjá stjórnvöldum þess tíma. Um helgina greindi Bjarni Bene­ diktsson, fjármála­ og efnahagsráð­ herra, frá því að til stæði að leggja af landsdóm. Það gerði hann í kjöl­ far ályktunar Evrópuráðsþingsins þar sem þeim tilmælum er beint til aðildarríkja ráðsins að stjórnmála­ menn eigi að svaraa til saka fyrir refsiverða háttsemi fyrir almenn­ um dómstólum. Ályktunin byggir á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt en í henni er meðal annars fjallað um landsdómsrétt­ arhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrr­ verandi forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son forsætisráðherra hefur tekið undir með Bjarna. „Við höfum auð­ vitað séð mikla galla á þessu fyrir­ komulagi svo mér þykir líklegt að landsdómur verði lagður niður. En til þess þarf auðvitað stjórnarskrár­ breytingu,“ segir Sigmundur í sam­ tali við Vísi. Þá hefur Katrín Jakobs­ dóttir, formaður VG, tekið í sama streng. Lög um landsdóm voru fyrst sett árið 1905 og voru þau endurskoðuð árið 1963. Það var ekki fyrr en á vor­ mánuðum ársins 2012 sem til kasta landsdómslaganna kom. Þá var Geir H. Haarde sakfelldur fyrir van­ rækslu og stjórnarskrárbrot í að­ draganda bankahrunsins árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.