Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Qupperneq 10
Lúxusinn í utanríkisþjónustunni 10 Fréttir 1. júlí 2013 Mánudagur n Mánaðarlaun sendiherra hátt í tvær milljónir n Frítt húsnæði, bíll og bílstjóri, skóla- og Á dögunum gerði DV úttekt á launakjörum alþingismanna og nú beinist athyglin að starfsmönnum utanríkis- þjónustunnar. Sendiherrar Íslands njóta svipaðra grunnlauna og þingmenn en kjör þeirra felast ekki síst í margvíslegum fríðindum sem starfinu fylgja. Þá leggjast sér- stakar staðaruppbætur ofan á laun sendiherra sem búsettir eru erlendis. Þær eru skattfrjálsar og oftar en ekki hærri en grunnlaunin sjálf. Meðal helstu fríðinda sem sendi- herrar njóta má nefna frítt hús- næði, bíl og einkabílstjóra, skóla- gjöld barna, ferðastyrki, greiðslu alls kostnaðar vegna síma, internets og sjónvarps auk kostnaðar vegna læknisþjónustu og lyfjakaupa. Ísland heldur úti 15 sendiráðum og í hverju þeirra starfar einn sendi- herra. Þá eru að auki sjö sendiherrar á launaskrá utanríkisráðuneytisins sem starfa hér heima. Því eru sendi- herrar alls 22 talsins en athygli vekur að þar af eru aðeins fjórar konur. Staðaruppbætur allt að 1,5 milljónum á mánuði Laun sendiherra eru ákveðin af kjara- ráði og eru þau um 700 þúsund krón- ur á mánuði. Þessi tala segir þó alls ekki alla söguna. Allir flutningsskyld- ir starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar fá sérstaka staðaruppbót og er hún mishá eftir aðstæðum í hverju tilfelli fyrir sig. Samkvæmt óform- legri athugun DV getur þessi uppbót numið frá hálfri milljón og allt upp í 1,5 milljónir á mann á mánuði. Hæst er uppbótin í Tókýó en lægst að með- altali í Berlín. Þessi upphæð er skatt- frjáls. Staðaruppbótum er ætlað er að bæta upp þann kostnað sem hlýst af því að flutningsskyldur starfsmaður og fjölskylda hans dveljast langdvöl- um fjarri heimahögum. Þar af leið- andi fá sendiherrar sem búsettir eru hér á landi ekki greiddar staðarupp- bætur. Í staðinn fá þeir greiddar sér- stakar yfirvinnueiningar sem geta numið allt að 200 þúsundum króna á mánuði. Ýmiss konar fríðindi Þá eru ótalin þau fríðindi sem sendi- herrar Íslands í öðrum ríkjum njóta en eins og áður sagði eru þau af ýmsu tagi. Sá liður sem mest munar um er frítt íbúðarhúsnæði fyrir sendiherra og fjölskyldur þeirra. Í sumum til- fellum er sendiherrabústaður í sama húsnæði og sendiráðið sjálft og á það til að mynda við um sendiráð- ið í Tókýó sem fjallað er sérstaklega um hér með grein. Í öðrum tilfellum er bústaður sendiherra í öðru hús- næði en þá er misjafnt hvort um er að ræða leiguhúsnæði eða fasteign í eigu ríkisins. Að auki stendur ríkissjóður straum af ökutækjum sendiráða. Við flest þeirra starfar sérstakur bílstjóri en samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu sinna þeir iðulega öðrum tilfallandi verkefnum. Þá tek- ur utanríkisþjónustan þátt í kostnaði vegna skólagjalda barna sendiherra. Á leikskólastigi er veittur styrkur frá 3–5 ára aldri og á grunnskólastigi frá skólaskyldualdri í viðkomandi ríki og til loka menntaskóla. Þegar kemur að læknisþjónustu ber ríkissjóður allan kostnað og greiðir hann að sama skapi 80 pró- sent lyfseðilsskyldra lyfja. Þá greiðir utanríkisþjónustan allan kostnað vegna notkunar síma, internets og sjónvarps hjá sendiherrum við störf erlendis. Dýrasta sendiráðið í Brussel Eins og áður sagði eru sendiráð Ís- lands 15 talsins en þar að auki eru starfræktar þrjár sendiskrifstofur fastanefnda og þrjár aðalræðisskrif- stofur. Á næstu misserum stendur til að opna fjórðu aðalræðisskrifstofuna í Nuuk. Rekstur sendiráðanna kostar ríkissjóð tæplega þrjá milljarða á ári samkvæmt fjárlögum ársins 2013. Hæstur er rekstrarkostnaður sendiráðsins í Brussel en hann nem- ur hátt í 300 milljónum króna á ári. Það þarf ekki að koma á óvart enda langflestir starfsmenn í því sendiráði. Til samanburðar má nefna að rekstur forsetaembættisins og skrifstofu þess kostar ríflega 200 milljónir á ári. Að staðaldri vinna 12 manns í sendi- ráði Íslands í Brussel allt árið um kring. Það er staðsett á glæsilegum stað við sama torg og utanríkisþjón- usta Evrópusambandsins. Það er við hæfi enda sendiráð Íslands í Brussel einnig sendiráð landsins gagnvart Evrópusambandinu. Tveimur sendiráðum lokað Eftir bankahrunið var utanríkisráðu- neytinu gert að skera rækilega niður og bitnaði sá niðurskurður að mestu leyti á þróunaraðstoð Íslendinga við fátæk ríki. Sendiráðin urðu þó einnig fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum og árið 2010 var tveimur sendiráð- um lokað. Það voru sendiráð Íslands í Pretoríu í Suður-Afríku og Róm á Ítalíu. Árið áður voru fjórir sendi- herrabústaðir seldir í hagræðingar- skyni en í staðinn var annað hús- næði í viðkomandi borgum tekið á leigu undir starfsemina. Á vef utanríkisráðuneytisins er að finna nokkuð ítarlegan saman- burð á rekstri íslenskra sendiráða og sendiráða Norðurlandanna. Eins og við má búast eru útgjöld til íslenskra sendiráða mun minni en gengur og gerist hjá hinum Norðurlöndun- um. Þessu er hins vegar öfugt farið þegar útgjöldin eru sett í samhengi við ríkis útgjöld. Þá kemur í ljós að kostnaður við rekstur utanríkisþjón- ustu og sendiskrifstofa er hlutfalls- lega mun meiri hér á landi en í ná- grannalöndunum. Stofna stöðu aðalræðismanns í Nuuk Á dögunum voru tilkynnt áform um kaup á 300 fermetra embættisbústað í Nuuk á Grænlandi fyrir nýjan aðal- ræðismann Íslands þar í landi. Upp- haflega stóð til að leigja húsnæðið. Í nokkur ár hefur staðið til að koma á fót embætti aðalræðismanns Íslands í Nuuk. Pétur Ásgeirsson, rekstrar- stjóri utanríkisráðuneytisins, hefur verið skipaður í embættið og tekur hann til starfa í dag, 1. júlí. Ekki hefur verið upplýst hve háum fjárhæðum áætlað er að verja í kaupin. Fengu 75 milljóna bætur vegna listaverka Þá njóta starfsmenn utanríkisþjón- ustunnar nokkuð umfangsmikilla trygginga verði þeir fyrir tjóni í tengslum við flutningsskyldu sína. Gott dæmi um það er óhapp sem varð í apríl árið 2011 þegar Skafti Jónsson var að flytja ásamt eigin- konu sinni til Bandaríkjanna en þar var Skafti að taka við starfi í sendiráði Íslands í Washington. Þegar búslóð þeirra hjóna var flutt yfir hafið fór ekki betur en svo að verðmæt málverk í þeirra eigu skemmdust illa í gámi á leið frá Reykjavík til Richmond. Þar á meðal voru afar verðmæt íslensk verk eftir gömlu meistarana. Gámurinn var ekki tryggður nema að litlu leyti og urðu málalyktir þær að hjónin fengu fullar bætur vegna skaðans úr ríkis- sjóði upp á 75 milljónir króna. Af öllu framansögðu má heita ljóst að sendimenn íslensku utan- ríkisþjónustunnar njóta ekki aðeins dágóðra launa, meðal annars í formi staðaruppbóta, heldur eru fríðindi þeirra einnig töluverð og umgjörð með besta móti Undanþága frá auglýsingaskyldu Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ber að auglýsa allar stöður sem ráðið er í hjá hinu opinbera. Þegar kemur að skipan sendiherra er gerð sérstök undanþága frá þessum reglum. Þar af leiðandi getur utanríkisráðherra skipað sendiherra algjörlega eftir sínu höfði án þess að auglýsa eftir umsóknum um stöðuna. Til dæmis má nefna að árið 2004 voru á meðal sendiherra þrír fyrrver- andi formenn Alþýðuflokksins, þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvatur Björgvins- son. Þá voru Þorsteinn Pálsson, fyrr- verandi formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherrar á sama tíma líkt og þeir Eiður Guðnason og Tómas Ingi Ol- rich, fyrrverandi ráðherrar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Nú hefur dregið verulega úr fjölda stjórnmálamanna í hópi ís- lenskra sendiherra. Aðeins einn nú- verandi sendiherra er fyrrverandi stjórnmálamaður en það er Guð- mundur Árni Stefánsson sem sat á þingi árin 1993–2005 og var ráð- herra fyrir Alþýðuflokkinn í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hann er nú sendiherra Íslands í Washington. n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Fékk málverkin bætt að fullu Skafti Jónsson hafði nýtekið við starfi í sendiráði Íslands í Washington vorið 2011 þegar málverk í hans eigu skemmdust í flutningum yfir Atlantshafið. Ríkissjóður bætti Skafta tjónið að fullu með bótum upp á 75 milljónir króna. Fyrrverandi ráðherra, núver- andi sendiherra Guðmundur Árni Stefánsson sat á þingi árin 1993–2005 og var ráðherra 1993–1994. Hann er nú sendiherra Íslands í Washington en var áður í Stokkhólmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.