Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 11
Lúxusinn í utanríkisþjónustunni
Fréttir 11Mánudagur 1. júlí 2013
ferðastyrkir og fleira n Aðeins fjórar konur af 22 sendiherrum n Skorið niður eftir hrun
Það væsir ekki um sendiherra Íslands í
Þýskalandi, Gunnar Snorra Gunnarsson,
í þessari nýtískulegu glæsivillu í Berlín.
Húsið er 675 fermetrar og lauk byggingu
þess árið 2006. Kostnaður við byggingu
hússins var tæplega hálfur milljarður króna
að núvirði, um 485 milljónir.
Lóðin stendur við götuna Trabenerstrasse
í einu dýrasta hverfi Berlínar, ekki fjarri
sendiráðsskrifstofum Íslands. Garður
hússins nær að vatninu Halensee og er
útsýnið yfir vatnið ekki af verri endanum.
Einkarými sendiherrans eru aðskilin frá
móttökurými en auðvelt er að samnýta
rýmin.
Bústaðurinn var byggður samkvæmt
verðlaunatillögu í samkeppni arkítekta
sem efnt var til vegna byggingar hans.
Húsið hefur vakið nokkra athygli erlendis
og þykir hönnun þess látlaus en glæsileg.
Rétt er að geta þess að bygging hússins
stóðst kostnaðaráætlun og hefur verðgildi
þess hækkað á síðustu árum.
Sendiskrifstofur í sameiginlegri byggingu
Norðurlanda
Sendiherrabústaðurinn í Berlín er þó ekki
allt og sumt. Sendiráð Norðurlandanna í
Berlín eru öll á sömu lóð við Rauchstrasse
við Tiergarten-garðinn. Var það gert í því
skyni að efla samstarf sendiráðanna og
er svæðið vettvangur ýmissa viðburða
sem tengjast öllum löndunum. Byggingu
sendiráðanna lauk árið 1999 og voru þau
opnuð við hátíðlega athöfn það ár.
Kostnaður Íslands við verkið var um
450 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Í
byggingunni er meðal annars að finna
veglega veislusali og góðan tónleikasal.
Starfsmenn sendiráðsins eru átta talsins:
sendiherra, varamaður sendiherra, sendi-
ráðsfulltrúi, viðskiptafulltrúi, þrír ritarar
og bílstjóri.
Sendiherra í Berlín Gunnar Snorri
Gunnarsson er sendiherra Íslands í
Berlín. Hann hefur starfað í utanríkis-
þjónustunni í rjúma þrjá áratugi,
meðal annars sem sendiherra í
Brussel og Peking og ráðuneytisstjóri
í utanríkisráðuneytinu.
675 fermetra glæsivilla í Berlín
n Sendiherrabústaður í einu dýrasta hverfi borgarinnar
Glæsilegur sendiherrabústaður Sendiherrabústaður Íslands í Berlín var byggður
árið 2004 og er í einu dýrasta hverfi Berlínar. Húsið er stórglæsilegt, bæði að innan og
utan, og er afar fallegu umhverfi við vatnið Halensee.
Sendiskrifstofur Sendiráð Íslands í
Berlín er á sama stað og sendiráð annarra
Norðurlanda, skammt frá sendiherra-
bústaðnum.
Sendiherra Íslands í Japan Stefán
Lárus Stefánsson, sendiherra Íslands í
Japan, starfaði sem forsetaritari á árunum
2000–2005.
Sendiráðið í Tókýó kostaði 1,5 milljarða
n Þrjár hæðir og kjallari n Samtals um 1.100 fermetrar
Árið 2001 var mikið um dýrðir hjá íslensku
utanríkisþjónustunni. Þá voru opnuð íslensk
sendiráð í Mapútó í Mósambík, Vínarborg
í Austurríki og Ottawa í Kanada auk þess
sem opnað var glæsilegt sendiráð í Tókýó.
Ákveðið var að festa kaup á þriggja hæða
húsi miðsvæðis í Tókýó, einni dýrustu borg
heims, og var svo ráðist í miklar endur-
bætur á húsinu. Þegar upp var staðið var
kostnaðurinn um 775 milljónir króna sem
nemur tæplega 1,5 milljörðum á verðlagi
dagsins í dag.
Húsið er þrjár hæðir og kjallari, samtals um
1.100 fermetrar að flatarmáli. Ástæða þess
hve stórt hús var keypt er að sendiherrabú-
staður, sendiskrifstofur og móttökurými
eru í sömu byggingu. Skrifstofa er á neðstu
hæð, móttaka fyrir gesti á annarri hæð og
íbúð sendiherra á þeirri efstu. Í kjallara er
íbúð fyrir ritara auk aðstöðu þjónustufólks.
Öll húsgögn hússins voru hönnuð sérstak-
lega af arkíktekum þess. Húsið er í hverfi þar
sem mörg önnur sendiráð eru staðsett og
sendiráð annarra Norðurlanda eru ekki fjarri.
Sérhönnuð húsgögn Öll húsgögn í
sendiráði Íslands í Japan voru sérhönnuð
fyrir byggingu hússins.
Skipaði 10 sendiherra á
12 mánuðum
Enginn utanríkisráðherra hefur verið
jafnstórtækur við skipan sendiherra
og Davíð Oddsson, sem gegndi stöðu
utanríkisráðherra um tólf mánaða skeið
á árunum 2004–2005. Á þeim tíma
skipaði hann ellefu nýja sendiherra og
voru flestir þeirra nánir samstarfsmenn
Davíðs. Til samanburðar má nefna að
forveri Davíðs, Halldór Ásgrímsson,
gegndi embættinu í níu ár og skipaði 15
ráðherra á þeim tíma.
Af þeim tíu sendiherrum sem Davíð
skipaði gegna fimm enn embætti.
Það eru meðal annars Júlíus Hafstein,
fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins og náinn samstarfsmaður
Davíðs til margra ára, Guðmundur
Árni Stefánsson, ráðherra úr fyrstu
ríkisstjórn Davíðs, Albert Jónsson, sem
var lengi ráðgjafi Davíðs líkt og Kristján
Andri Stefánsson, sem var einnig
skipaður sendiherra.
Aðrir sendiherrar sem Davíð skipaði
voru til dæmis Ólafur Davíðsson sem
varð sendiherra í Berlín haustið 2004.
Hann var ráðuneytisstjóri Davíðs í for-
sætisráðuneytinu til margra ára. Einnig
má nefna Markús Örn Antonsson, borg-
arstjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
1991–1994. Eina konan sem Davíð skip-
aði var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
fyrrverandi þingmaður og eiginkona
Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra
úr fyrstu ríkisstjórn Davíðs.
Með Noregskonungi
Hér sést Gunnar Pálsson,
sendiherra Íslands í Ósló,
ásamt Haraldi V. Nor-
egskonungi á góðri stundu.
Sendiherra í Nýju-Delí Guðmund-
ur Eiríksson hefur verið sendiherra
Íslands í Nýju-Delí á Indlandi frá árinu
2009. Áður var hann sendiherra í Suð-
ur-Afríku en embættið var lagt niður.