Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Side 12
Mikil reiði vegna njósna n Frönsk og þýsk stjórnvöld krefja Bandaríkin um svör F rönsk og þýsk stjórnvöld hafa krafist þess að bandarískir starfsbræður þeirra geri hreint fyrir sínum dyrum eftir að grein birtist í þýska tímaritinu Der  Spiegel  þar sem því er haldið fram að njósnað hafi verið um hátt setta embættismenn Evrópusam- bandsins í Bandaríkjunum. Einnig að hleranir hafi verið  framkvæmdar í Brussel. Greinin er byggð á gögnum frá upp- ljóstraranum Edward  Snowden  en ráðmenn fjölmargra Evrópuríkja sem og hátt settir embættismenn hjá Evrópusambandinu hafa lýst yfir áhyggjum sínum, undrun og jafnvel óhug vegna fréttanna. Utanríkisráðherra Frakk- lands,  Laurent  Fabius, sagði mál- ið „algjörlega óásættanlegt“ og þá sagði dómsmálaráðherra Þýska- lands,  Sabine  Leutheusser-Schnar- renberger  að þetta minnti á Kalda stríðið. „Ef fréttaflutningur fjölmiðla reynist réttur þá minnir þetta á að- ferðir sem var  beitt  í  Kalda stríðinu. Það er ofar okkar skilningi að vinir okkar í Bandaríkjunum sjái Evrópu- búa sem óvini.“ Ekki er vitað hvaða upplýsingum var safnað en nú standa yfir  samn- ingaviðræður vegna fríverslunar milli Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins en getgátur eru uppi um að við- kvæmum trúnaðarupplýsingum kynni að hafa verið safnað í þeim til- gangi að styrkja stöðu Bandaríkjanna í viðræðunum. Evrópusambandið hefur óskað eftir svörum frá Banda- ríkjastjórn sem enn hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Þessar fréttir verða að teljast mikill skellur fyrir bandarísk stjórnvöld en uppljóstranir Ed- wards  Snowden  leiddu nýlega í ljós að bandarísk yfirvöld njósni um milljónir manna um allan heim í gegnum samfélagsmiðla. n asgeir@dv.is Y firvöld í Búrma hafa gefið öfgasamtökunum búddista, sem kalla sig 969, bless- un sína. Samtökin hafa það höfuðmarkmiði að berjast gegn útbreiðslu og áhrifum múslíma í Búrma. Samkvæmt þeim sjálfum eru samtökin upprunnin úr grasrótinni en rannsókn Reuters á samtökunum leiddi annað í ljós. Samkvæmt Reuters eru samtök- in runnin undan rifjum embættis- manna herforingjastjórnarinnar sál- ugu sem stjórnaði landinu hér um bil sleitulaust frá árinu 1962 til 2008. Ekki nóg með það að samtökin njóti stuðnings frá æðstu embættismönn- um núverandi stjórnar, heldur njóta þau auk þess stuðnings háttsettra full- trúa í flokki nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi. Í Búrma búa rúm- lega tvær milljónir múslíma og eru þeir í miklum minnihluta í landinu. Formlega er Búrma ekki með ríkis- trú og í stjórnarskrá landsins er talað um trúfrelsi. Raunin er hins vegar sú að yfirvöld hylla búddisma á kostnað annarra trúarbragða. Sonur Búdda Munkurinn Ashin Wirathu, leiðtogi samtakanna, var dæmdur í 25 ára fangelsi 2003 en tíu múslímar voru drepnir í óeirðum sem brutust út í kjölfar prédikunar hans. Hann var þó náðaður 2011 og nú hefur mað- urinn sem eitt sinn kallaði sig hinn búddíska bin Laden verið tekin í sátt. Skilaboð hans eru þó þau sömu, hann hvetur búddista til að forðast sam- neyti við múslíma og ganga alls ekki í hjónaband með þeim. Einnig kall- ar hann moskur herstöðvar erlendra afla. „Múslímar eru eins og tígrisdýr sem læðist inn í óvarið hús og gleypir íbúana,“ segir Wimala Biwuntha, einn foringi 969-samtakanna. „Það getur ekki verið að hann sé að hvetja til of- beldis. Prédikanir Wirathu snúast um ást og skilning,“ segir Sann Sint, trú- málaráðherra Búrma og einn helsti stuðningsmaður samtakanna. Annar stuðningsmaður, Thein Sein, forseti Búrma, segir hann vera son Búdda. Hundruð þúsunda hafa misst heimilið Wirathu og munkar hans hafa verið tengdir fjölmörgum skipulögðum of- sóknum gegn múslímum í gegnum tíðina. Í september árið 2012 héldu 969-samtökin fjöldafund til styrktar áformum forsetans um að vísa öllum múslímum landsins til Bangladess. Mánuði seinna hófst ein alvarlegasta bylgja ofsókna sem endaði með því að um 192 manns voru teknir af lífi og um 140 þúsund manns voru svipt heimil- um sínum. Í uppþotunum rændu og rupluðu íbúar heimili múslíma og kveiktu svo í heimilunum. Síðastliðinn mars átti sér stað önnur árás þegar minnsta kosti 44 múslímar voru drepnir í uppþotum í borginni Meikhtila. Samkvæmt heim- ildum Reuters leiddu munkar Wir- athu æstan lýð að múslímunum í bæði skiptin. Pólitískir munkar Segja má að munkar leiki veigamik- ið hlutverk á sviði stjórnmála í Búrma. Í „saffran byltingunni“ gegn herfor- ingjastjórninni árin 2007–2008 hvöttu þeir til mótmæla, en þeir höfðu verið bældir niður af stjórninni. Sú bylting tókst upp að ákveðnu marki því lýð- ræðislegar kosningar fóru fram. Á hinn bóginn voru kosningarnar mjög gagn- rýndar af eftirlitsstofnunum og talið að kosningasvik hefðu verið stunduð. Kosningarnar enduðu með því að einn hershöfðingjanna var kosinn forseti. Samt sem áður hefur sú stjórn hafið miklar umbættur í lýðræðisátt, þar á meðal tryggt tjáningarfrelsi munka sem ekki var til staðar áður. 969-sam- tökin spretta upp úr þessum jarðvegi. Álitsgjafar sem Reuters talaði við telja að 969-samtökin séu tilraun harð- línumanna til að snúa kjósendum frá flokki Suu Kyi sem er spáð stórsigri í næstu kosningum árið 2015. n Búddískur Bin Laden í Búrma n Nýtur stuðnings forsetans n Hundruð manns liggja í valnum 12 Fréttir 1. júlí 2013 Mánudagur Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is „Múslímar eru eins og tígrisdýr sem læðist inn í óvarið hús og gleypir íbúana Ashin Wirathu Búddískur öfgamaður sem var dæmdur í 25 ára fangelsi. Meikhtila Fjölmargar moskur voru brenndar í óreiðunum í mars. Serbía ræðir við ESB Serbía hefur hafið formlegar að- ildarviðræður við Evrópusam- bandið um inngöngu. BBC greinir frá því að nokkuð sé síðan Serbía óskaði eftir slíkum viðræðum en Evrópusambandið hafi sett Kósóvó-deiluna fyrir sig. Frá þessu greindi Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, á föstudag. Þess má geta að Serbar hafa enn ekki viðurkennt sjálfstæði Kósóva, ekki frekar en Spánverjar, Grikkir, Rúmenar, Slóvakar og Kýpverjar. Gert er ráð fyrir því að við- ræðurnar hefjist í janúar á næsta ári, í síðasta lagi. Í dag, mánudag, munu Króatar ganga formlega í Evrópusambandið og búist er við miklum fagnaðarlátum í Zagreb af því tilefni. Biskup í bobba Spilling virðist vera landlæg á Ítalíu. Hún hefur ekki aðeins fest rætur sínar í stjórnkerfinu heldur teygir hún anga sína til Vatíkansins. Hátt settur ítalskur biskup hefur verið handtekinn, grunaður um fjársvik. Kauði heitir Nunzio Scrarano og starfar í fjársýslu Vatíkansins. Frans páfi setti í gang um- fangsmikla rannsókn á fjármálum Vatíkansins, eftir að hann tók við völdum í vetur, en Scrarano var handtekinn nánast um leið og rannsóknin hófst. Einn starfsmað- ur leyniþjónustunnar í Vatíkaninu og annar maður, verðbréfamiðlari, hafa verið handteknir Eignir Vatíkansins eru metnar á 873 milljarða króna en mikil leynd hvílir yfir batteríinu öllu. Nýir vendir sópa best og Frans vill spill- inguna burt. Þrjú foreldri Bretar íhuga nú að leyfa tækni- frjóvgun með erfðaefni þriggja manneskja. Bretland yrði fyrsta landið til að leyfa slíkt en ríkis- stjórnin hefur lýst yfir stuðningi við tæknina. Þetta kemur fram á vef BBC. Afkvæmi slíkrar frjóvg- unar ætti þannig í raun þrjú for- eldri. Á BBC segir að raunhæft sé að ætla að þetta muni standa fólki til boða að tveimur árum liðnum. Með þessu megi koma í veg fyrir lífshættulega erfðasjúkdóma sem berist frá móður til barns strax í egginu. Gallar í hvataberum fruma geta valdið hjartagöllum og blindu, svo eitthvað sé nefnt. Með því að nota sæðisfrumur frá karl- manni, eggfrumu frá konu sem ber sjúkdóminn og hvatabera frá heilbrigðri konu megi komast hjá því að barnið verði veikt. Þeir eru, merkilegt nokk, til sem gagnrýna áætlanir stjórn- valda og telja of langt gengið. Sabine Leutheusser-Schnarrenberger og Angela Merkel Stjórnvöld í Þýskalandi og víðar í Evrópu eru í sjokki eftir að greinin birtist í Der Spiegel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.