Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Side 18
Ódýrustu vegasjoppurnar
18 Neytendur 1. júlí 2013 Mánudagur
Góð þjónusta
n Lofið fær Sjónlag í Glæsibæ en
þangað leitaði maður sem þurfti
ný gleraugu. „Gleraugnaumgjörð
mín brotnaði og ég fór í þá verslun
sem ég hafði keypt þau í nokkrum
árum áður. Þar var mér tjáð að
það tæki nokkrar vikur að fá ný.
Ég þyrfti að fara til augnlæknis, fá
mælingu og koma svo að panta
ný. Ég sé illa án gleraugnanna og
spurði hvort ég gæti fengið gjörð
utan um glerið og fékk þau svör að
það væri ekki hægt. Þá hringdi ég í
Sjónlag og ætlaði að panta tíma hjá
augnlækni mínum. Hann var í fríi
og þegar ég sagði mínar farir ekki
sléttar var mér boðið að koma strax
í sjónmælingu sem og ég gerði.
Konan þar sagði að það
væri lítið mál að fá gjarðir
utan um glerin og seldi
mér bráðabirgðagjarð-
ir á góðu verði. Nú á ég
varagleraugu sem ég get
notað þar til þau
nýju berast. Mér
fannst þetta fljót
og góð þjón-
usta.“
Eins og að
tala við vegg
n Viðskiptavinur hafði samband
við Tal að fyrra bragði vegna erfið-
leika með greiðslu á reikningi og er
ósáttur við samskiptin. „Ég hringdi
í þjónustuverið og fékk þau svör að
stefna fyrirtækisins væri sú að veita
hvorki greiðslufrest né greiðslu-
dreifingu. Allir ógreiddir reikningar
færu til innheimtu hjá Motus eftir
14 virka daga frá eindaga og ég yrði
að eiga við Motus. Svo fór að tveir
reikningar voru sendir í Motus en
eftir að hafa reynt að semja við Tal
þá voru þeir tilbúnir að veita mér
greiðslufrest á einum reikningi en
sáu sér ekki fært að taka hina reikn-
ingana úr innheimtu. Höfuðstóll-
inn, 33.000 krónur, varð að 60.000
krónum með innheimtu álagi og
vöxtum,“ segir hann og bætir við
að að ræða við Tal væri eins og
að tala við vegg. „Ég fékk að tala
við yfirmann hjá fyrirtækinu sem
sagði það sama. Ég leitaði svara hjá
samkeppnisaðilum Tals varðandi
innheimtuaðferðir sem fyrirtækin
nota. Síminn sendir ekki reikninga í
innheimtu fyrr en eftir sex vikur frá
eindaga, Vodafone sendir reikninga
í innheimtu mánuði eftir eindaga,
NOVA er með sama fyrirkomulag
og Vodafone.“
DV leitaði til Viktors Ólasonar, for-
stjóra Tals eftir viðbrögðum. „Að
fá fréttir af óánægðum þjónustu-
þega er eitthvað sem fyrirtækið tek-
ur mjög alvarlega og reynir ávallt
að læra af mistökum ef þau eiga sér
stað. Það er mikilvægt að starfsfólk
hafi umboð til athafna en að ferlum
sé fylgt þannig að þetta er eitthvað
sem verður skoðað. Talsmenn gera
sér grein fyrir að sérhver samskipti
geta ráðið framtíð viðskiptavina
hjá okkur og því gerum við okkar
allra besta. Viðskiptavinir njóta vaf-
ans oft og tíðum en ég stend með
mínu fólki og með hlífðarskjöld
yfir þessum snillingum sem gera
sitt besta til að mæta
óskum, þörfum og
kröfum viðskipta-
vina. Við hlust-
um á viðskiptavini
og styðjumst við
staðreyndir. Þessi
bransi er oft flók-
inn en það er okkar að gera
hlutina einfalda. Við erum
hér fyrir viðskiptavini og
heimilin í landinu.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
n DV gerði verðkönnun á helstu áningarstöðum við veginn n Verð hefur hækkað lítillega frá því í fyrra n Ódýrasti ísinn í Vörmuhlíð
Ó
dýrasti ísinn fæst í
Varmahlíð en þar er einnig
að finna ódýrasta Prins
Polo-súkkulaðið af stærstu
gerðinni. Þetta er niður-
staða könnunar sem DV gerði á
verði á nokkrum vinsælum skyndi-
bitum í vegasjoppum landsins.
22 áningarstaðir
Þeir eru fjölmargir áningarstaðirnir
við þjóðveginn sem ferðalangar kíkja
á til að fá sér smá hressingu og ekki
úr vegi að skoða hvað það kostar.
Haft var samband við 22 veitinga-
skála og vegasjoppur víðsvegar um
land og fengið verð á þeim veitingum
sem við kaupum oftast á ferðalögum.
Tekið skal fram að allir söluskálarnir
tóku vel í erindi blaðamanns og gáfu
fúslega upp verð á tilteknum vörum.
Einnig má nefna að suma staðina
mætti frekar flokka sem veitingastaði
en vegasjoppur en ekki er tekið tillit
til gæða og þeirrar þjónustu sem við-
skiptavinir fá í þessari könnun.
Pylsur á svipuðu verði
Pylsa með öllu er á mjög svipuðu
verði um land allt en ódýrust er hún
á Besta bitanum á Patreksfirði á 300
krónur en í Hreðavatnsskála fæst
hún á 390 krónur. Það er misjafnt
hvað hamborgaratilboðin innihalda
en það ódýrasta er að finna í sölu-
skála Olís á Reyðarfirði og Arnbergi
á Selfossi sem er einnig Olísskáli.
Verð í söluskálum Olís er það sama
um allt land. Þar fæst ostborgari
með frönskum á 1.020 krónur. Hag-
stæðara tilboð er í Stöðinni í Borgar-
nesi og Hamraborg á Ísafirði en þar
er boðið upp á hamborgara, franskar
og gos á 1.099 krónur.
Hækkað lítillega
DV gerði sambærilega könnun árið
2012 og ef borið er saman verð þá
og nú má sjá að verðlag hefur hækk-
að lítillega. Þá var ódýrasta ham-
borgaratilboðið í Hamraborg á Ísa-
firði og kostaði hamborgari ásamt
hálfum lítra af gosi 699 krónur. Nú
hafa þeir bætt frönskum við og er það
tilboð á 1.099 krónur. Hamborgara-
tilboð hjá Olís inniheldur það sama
og í fyrra en hefur hækkað í verði um
30 krónur. Líkt og í ár þá var ham-
borgaratilboðið dýrast í Þrastarlundi
fyrir ári. Þá var það á 1.490 krónur en
nú á 1.650 krónur.
Pylsur voru í kringum 300 krón-
ur en nú eru þær á bilinu 300 til 360
krónur. Svo virðist sem Prins Polo
hafi lækkað örlítið í verði en í fyrra
var algengt verð á Prins Polo XXL
200 krónur en nú er það í flestum til-
fellum undir 200 krónum. Verð á ís
hefur hækkað lítillega en í fyrra mátti
fá hann á bilinu 200 til 300 krónur en
nú fæst hann á 240 til 400 krónur. n
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
1 Stöðin, Borgarnesi
Hamborgaratilboð (Stöðvarborgari, franskar og gos frá
Ölgerðinni 0,5 l)
1.099 kr.
Pylsa með öllu
309 kr.
Kók 0,5L
265 kr.
Prins Polo XXL
189 kr.
2 N1 Borgarnesi
Hamborgaratilboð (Ostborgari, franskar og gos úr vél)
1.395 kr.
Pylsa með öllu
325 kr.
Kók í plasti 0,5 l
259 kr.
Lítill ís í brauðformi
300 kr.
Prins Polo XXL
189 kr.
3 Baula, Borgarfirði
Hamborgaratilboð (Ostborgari með grænmeti, frönskum,
kokteilsósu og 0,5 l af kóki í dós)
1.450 kr.
Fjölskyldutilboð (4 ostborgarar með grænmeti, frönskum,
kokteilsósu og 2 l af gosi)
4.400 kr.
Pylsa með öllu
350 kr.
Kók í plasti 0,5 l
255 kr.
Lítill ís í brauðformi
295 kr.
Prins Polo XXL
195 kr.
4 Hreðavatnsskáli
Hamborgaratilboð (Hamborgari og franskar)
1.490 kr.
Pylsa með öllu
390 kr.
Pepsi í plasti 0,5 l
110 kr.
Prins Polo venjulegt
170 kr.
5 Besti bitinn, Patreksfirði
Hamborgaratilboð (Hamborgari, gos og franskar)
1.350 kr.
Pylsa með öllu
300 kr.
Kók í plasti 0,5 l
230 kr.
Prins Polo XXL
215 kr.
6 Söluskálinn Flateyri
Hamborgaratilboð (Hamborgari, franskar og kokteilsósa)
1. 200 kr.
Pylsa með öllu
300 kr.
Kók í plasti 0,5 l
240 kr.
Lítill ís í brauðformi
270 kr.
Prins Polo XXL
200 kr.
7 Hamraborg, Ísafirði
Hamborgaratilboð (Hamborgari, franskar og kók)
1.099 kr.
Pylsa með öllu
320 kr.
Kók í plasti 0,5 l
254 kr.
Lítill ís í brauðformi
350 kr.
Prins Polo XXL
200 kr.
8 Staðarskáli
Hamborgaratilboð (Ostborgari, franskar og gos)
1.395 kr.
Pylsa með öllu
325 kr.
Kók í plasti 0,5 l
259 kr.
Lítill ís í brauðformi
300 kr.
Prins Polo XXL
189 kr.
9 N1 Blönduósi
Hamborgaratilboð (Ostborgari, franskar og gos)
1.395 kr.
Pylsa með öllu
325 kr.
Kók í plasti 0,5 l
259 kr.
Lítill ís í brauðformi
300 kr.
Prins Polo XXL
189 kr.
10 KS Varmahlíð
Hamborgaratilboð (Hamborgari, franskar, kok-
teilsósa og gos úr vél)
1.240 kr.
Pylsa með öllu
320 kr.
Kók í plasti 0,5 l
250 kr.
Lítill ís í brauðformi
240 kr.
Prins Polo XXL
140 kr.
Veganesti Fjölmargir ferðamenn koma við í
vegasjoppunum og fá sér hressingu.
Mynd: Sigtryggur Ari JóHAnnSSon