Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 20
20 Lífsstíll 1. júlí 2013 Mánudagur Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Sjálfsfróunar- app fyrir konur Nú er komið á mark- að fyrsta appið sem snýr að sjálfsfróun kvenna. App- ið kallast HappyPlayTime og veitir kennslu um kven- mannslíkamann og ýmsar að- ferðir til sjálfsfróunar. Þrátt fyr- ir að vera enn í vinnslu hefur HappyPlayTime vakið mikla athygli. Hönnuður þess, Tina Gong, segir það geta frætt konur um staðreyndir um sjálfsfróun og ýmsar aðferðir til að fróa sér. Kennslan fer fram með stuttum leikjum í snjallsíma. Heillast af eldri andlitum Börn sem eiga foreldra sem eru komnir yfir þrítugt þegar þau fæð- ast eru líklegri til að heillast af eldri andlitum en þau sem eiga yngri foreldra þegar þau fæðast. Þetta kemur fram í rannsókn Háskólans í Saint Andrews í Skotlandi. Sam- kvæmt rannsókninni eru konur á háskólaaldri sem áttu eldri foreldra þegar þær fæddust líklegri til að heillast af eldri mönnum en þær sem áttu yngri foreldra. Sama átti við um unga menn í sömu stöðu þegar um var að ræða langtíma- samband en þá tók það mið af aldri móðurinnar. Raki og sveppur veldur astma Ný rannsókn á vegum háskólans í Otago í Wellington á Nýja-Sjálandi, sýnir fram á að raki og sveppur í húsakynnum fólks hafi margvísleg áhrif á heilsu barna. Rannsóknin, sem er sú stærsta sem gerð hefur verið á þessu sviði, tók til 46.000 barna í 20 löndum og sýndi fram á að það að búa í húsi fullu af raka og myglusvepp veldur astma, ofnæmi og exemi hjá börn- um. Þá er fjöldi rykmaura meiri í húsum með miklum raka og börn eru líklegri til að fá ofnæmi fyrir ryki á slíkum heimilum. Hlaupabretti á skrifstofunni n Nýtt æði breiðist út um heiminn n Unnið gegn lífshættulegri kyrrsetu N ýtt æði breiðist út um heim- inn, hlaupabretti á skrif- stofunni. Æðið ætti að hafa góð áhrif á heilsufar fólks enda kyrrseta ein stærsta heilsufarsógn í hinum vestræna heimi. Dr. James Levine er leiðandi í rannsóknum á sjúkdómum sem tengjast kyrrsetu hjá Mayo Clinic. Hann er einn þeirra sem notast við slíkt bretti. Auðvitað er ekki ætlast til þess að fólk hlaupi á meðan það vinn- ur, þess í stað er gengið löturhægt allan daginn. Levine útbjó sína fyrstu aðstöðu árið 1999 eftir að hafa rannsakað hvers vegna sumir söfnuðu á sig fitu á meðan aðrir héldust grannir þrátt fyrir að borða nákvæmlega sama fæði. Levine komst að því að þeir sem héldust grannir voru á mun meiri hreyfingu. Á iði allan daginn, þrátt fyrir að vinna hefðbundna skrifstofu- vinnu. Þeir voru á þeytingi um skrif- stofuna, stóðu reglulega upp og þótt hreyfingin væri ekki mikil, þá reikn- aði Levine út að brennslan væri allt að 800 kaloríur á dag. Langar kyrrsetur og ótímabær dauði Í annarri rannsókn komst hann að því að kyrrseta er líka slæm fyrir þá sem eru í góðu formi. Þótt kyrrsetufólk fari í ræktina þrisvar í viku miðast efna- skiptin við langar kyrrsetur. Árið 2009 gaf Levine út bókina Move a Little, Lose a Lot og vakti mikla athygli fyrir þær sakir að í henni boðaði hann að það væri algjör óþarfi að eyða klukkutíma í ræktinni til að bæta líkamsformið. Nóg væri að hreyfa sig reglulega yfir daginn. Þetta staðfesti stór rannsókn sem birt var í tímaritinu Diabetologia, þar sem sannað var að langar kyrrsetur auka líkurnar á sykursýki, hjartasjúk- dómum og ótímabærum dauða. Í rannsókninni var gerður saman- burður á 18 eldri rannsóknum sem tóku alls til 800.000 manna. Sykur- sýkisamtök Bretlands segja að sam- kvæmt niðurstöðunum sé augljóslega til góðs að þeir sem eyði miklum tíma í sitjandi kyrrstöðu hreyfi sig meira. Vísindamennirnir segja að í nú- tímasamfélagi sé stöðugt tilefni til að setjast niður, s.s. yfir sjónvarpinu, undir stýri og við tölvuna. Margir reyni auðvitað að jafna þetta út með því að stunda líkamsrækt. Dr. Emma Wilmot, sem leiddi rannsóknina við Leicester-háskóla, segir þó að þótt það sé betra að taka á því í ræktinni eftir vinnu en að fleygja sér beint upp í sófa sé öll kyrrsetan yfir daginn samt óholl.  Unnið á hlaupabretti „Fólk telur sér trú um að það stundi heilbrigðan lífsstíl með því að hreyfa sig í 30 mínútur á dag, en það þarf að hugsa um hvað það gerir hinar 23,5 klukkustundirnar. Öll kyrrsetan set- ur samt aukna áhættu á heilsufarið,“ sagði Wilmot. Levine er með lausnina til að rjúfa kyrrsetumunstrið án mikillar fyrir- hafnar. Að vinna á hlaupabretti. Fjöldi fyrirtækja hefur gert það að lifibrauði sínu að framleiða skrif- borðshlaupabretti. TreadDesk, Trek- Desk, Exerpeturic, The Human Solution, Ergo og Ergotresk eru með- al fjölmargra. Nokkur atriði reynast erfið þegar unnið er á slíku bretti. Kaffidrykkja reynist til að mynda nærri ómögu- leg, ef farið er geyst verða starfsmenn andstuttir og mása í símtölum við við- skiptavini, sem er varla heppilegt. Þá er líklegt að eigi viðskiptavinir erindi við starfsmann sem standi á hlaupa- bretti gleymi hann samstundis erindi sínu. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Unnið gegn heilsufarsógn Kyrrseta er hættuleg og stuðlar að slæmum efnaskiptum og ótíma- bærum dauða. Ráð til að draga úr kyrrsetu n Hvetjið til þess að halda standandi fundi n Farið í göngutúr í hádegishléinu n Standið upp á 20 mínútna fresti n Fáið ykkur hlaupabretti á skrifstofuna Dr. James Levine Dr. Levine hefur unnið á hlaupabretti síðan árið 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.