Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Qupperneq 23
þúsund krónur í sýningarkostnað.
Óperan er eitt dýrasta listform sem
um getur, og flóknasta. Það er mik-
ið fjölmenni sem kemur að hverri
óperu sýningu: Sinfóníuhljómsveit,
kór, barnakór, söngvarar …
Það hefur hins vegar margt breyst
til góðs í hörpu. Aðsókn er það góð
að sýningarkvöldin standa undir sér
og skila jafnvel smá hagnaði sem
fer upp í stofnkostnaðinn. En stofn-
kostnaðurinn er gríðarlega mikill.
Svo er húsaleigan vandamál. Stjórn-
völd hafa skorið niður framlög til
óperunnar og í dag fer verulegur
hluti af ríkisstyrknum í húsaleigu.
Slíkt var ekki raunin í Gamla bíói.“
Grimmilegur niðurskurður
Því virðist sem, þrátt fyrir flutning í
nýtt húsnæði, Íslenska óperan glími
enn við fjárhagsvandamál. Í Gamla
bíói var salurinn of lítill til að standa
undir sér. Nú er salurinn nógu stór en
þá fer ríkisstyrkur óperunnar að stór-
um hluta í húsaleigu.
„Það er alltaf eitthvað,“ segir
Stefán. „En stjórnvöld hafa sem
betur fer sýnt það í verki að það er
áhugi fyrir því að hafa alvöru óperu
á Íslandi. Framlög til óperunnar voru
komin í þokkalegt horf fyrir hrun.
Svo var allt skorið grimmilega niður
og nú reynum við að ná þessu aftur
upp í fyrra horf.“
Bjartir tímar
Stefán segir bjarta tíma framundan
hjá Íslensku óperunni. Harpa hafi
sannað sig sem framúrskarandi tón-
leikahús, sviðsmyndahönnuðir og
listrænir stjórnendur hafi verið dug-
legir við að finna leikrænar lausnir
á erfiðu sviði hússins, og Carmen sé
gríðarlega spennandi verkefni þar
sem ungum söngvurum sé gefið risa-
vaxið tækifæri.
„Carmen er dramatísk ástarsaga
og ég lofa því að í þessari uppfærslu
verði fólki komið á óvart. Verkið er
fært til í tíma og rúmi og farin mjög
spennandi leið, sem ég vil þó ekki
upplýsa hér hver er. Svo eru margir
af okkar reyndustu söngvurum í
burðarhlutverkum en einnig fá ungir
söngvarar að þreyta frumraun sína.
Þarna verður því spennandi blanda
af reyndum og nýjum söngvurum.
Eitthvað fyrir alla.“ n
Menning 23Mánudagur 1. júlí 2013
Ein þEkktasta
ópEra sögunnar
S
ýning á hljómsveitarmyndum
Harðar Sveinssonar ljós-
myndara var opnuð í Bologna
í Ítalíu á föstudaginn. Sýn-
ingin er haldin í galleríinu
ONO Arte Contemporanea og er hluti
af dagskrá í borginni sem helguð er ís-
lenskri tónlist.
„Sigur Rós og Björk munu spila
í Bologna í sumar og haust og ég var
beðinn um að lána galleríinu mynd-
ir af íslenskum hljómsveitum sem ég
hef tekið í gegnum tíðina,“ segir Hörð-
ur Sveinsson ljósmyndari sem flaug til
Ítalíu til að vera viðstaddur opnunina.
Hörður er einn þekktasti hljóm-
sveitarljósmyndari landsins. Hef-
ur unnið á Fréttablaðinu, Monitor
og Morgunblaðinu og sérhæft sig
í að mynda tónleika auk þess sem
portrett myndir hans af íslenskum
tónlistarmönnum hafa vakið athygli
og hlotið viðurkenningar.
„Mér finnst þetta skemmtilegt
og óvæntur heiður,“ segir Hörður
um þá staðreynd að myndir hans
séu nú komnar til Ítalíu á sýningu.
Hann segist alltaf hafa haft áhuga á
tónlist. „Og ég hef verið heppinn að
fá að sinna þessu áhugamáli mínu í
vinnunni.“
Hann segist hafa látið valið á
myndunum í hendur sýningarstjóra.
„Þau vildu aðallega stóru nöfnin
í íslensku hljómsveitarflórunni í dag
– Sigur Rós, Múm, Of Monsters and
Men, Ólaf Arnalds og Björk,“ segir
Hörður.
Spurður hvaða hljómsveitir séu
hans uppáhaldsmyndefni svarar
Hörður: „Ætli ég hafi ekki haft mest
gaman af því að mynda Reykjavík! og
Trabant.“ Og ekki að undra, enda afar
ljósmyndavænar sveitir þar á ferð. n
simonb@dv.is
n Ítalir spenntastir fyrir Sigur Rós og Of Monsters and Men
Tónlistarljós-
myndir á ÍtalíuStefán Baldursson
óperustjóri Segir bjarta
tíma framundan hjá Íslensku
óperunni þrátt fyrir niður
skurð og rekstrarerfiðleika.
Mynd: SiGtryGGur Ari.
„ Í dag fer verulegur
hluti af ríkisstyrkn-
um í húsaleigu.
Botnleðja sló í gegn Hafnfirska rokkhljómsveitin Botnleðja hélt útgáfutónleika í Austur
bæ á fimmtudagskvöld fyrir helgi. Botnleðja gefur nú út safnplötu með úrvali af lögum
sveitarinnar. Platan heitir Þegar öllu er á botninn hvolft. Góð stemning var á tónleikunum
þar sem Botnleðja spilaði alla sína helstu slagara. Óvæntir gestir tróðu líka upp – meðal
annars sungu fjölmiðlavinirnir Andri Freyr Viðarsson og Helgi Seljan bakraddir í einu lagi.
Augnablikið
Mugison
og Björk
Vinsæl í
útlöndum