Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Síða 11
Fréttir 11Mánudagur 22. júlí 2013 H valaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants fer á svig við reglur Samgöngustofu um farþegafjölda í svokölluð- um RIB-bátum sem siglt er frá Húsavík. Samkvæmt öryggiskröf- um siglingasviðs Samgöngustofu, sem áður heyrði undir Siglingastofn- un, mega aðeins 12 farþegar vera um borð á RIB-bátum og að sögn upp- lýsingafulltrúa sviðsins eru engar undanþágur veittar. DV hefur hins vegar undir höndum mynd af þess konar báti mönnuðum 17 farþegum og að sögn íbúa á Húsavík siglir fyrir- tækið oft með enn fleiri. Stefán Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, vísar þessu alfarið á bug og segir að fyrir tækið virði gildandi regl- ur um farþegafjölda, jafnvel þótt reglurnar séu að hans mati fráleitar. Báðu um undanþágu „Við höfum haldið okkur við 12 far- þegana meðan málið er í vinnslu. Við höfum beðið ráðuneytið og Sigl- ingastofnun um að fá að sigla með fleiri meðan málið er í vinnslu, en því hefur verið hafnað af óskiljanleg- um ástæðum,“ segir Stefán og bætir því við að einhugur sé um að bátarn- ir séu betur búnir en þeir voru þegar reglurnar um farþegafjöldann voru settar fyrir sjö árum síðan. „Allir sem vinna í þessu umhverfi eru hneyksl- aðir á þessum reglum sem stofnunin ætlar að halda sig við.“ Stefán hefur oftar en einu sinni komið fram í fjölmiðlum og gagn- rýnt öryggiskröfur Siglingastofnun- ar. „Stofnunin virðist misskilja hlut- verk sitt fullkomlega og telur sig eiga að vera í því hlutverki að leggja steina í götu okkar í stað þjónustu og sam- vinnu í þróun regluverks á nýjung- um,“ sagði hann í samtali við mbl.is í maí. Þá höfðu hann og fleiri fyrir- tæki sem gera út sams konar báta kært ákvörðun Siglingastofnunar um auknar öryggiskröfur til innanríkis- ráðuneytisins. Skömmu síðar stað- festi ráðuneytið ákvörðun Siglinga- stofnunar og í kjölfarið lýsti Stefán því yfir í viðtali við vísi.is að ef þetta yrði endanleg niðurstaða væri sjálf- hætt fyrir Gentle Giants. „Fyrir neðan beltisstað“ Stefán telur að ásakanir um brot á reglum Siglingastofnunar séu runn- ar undan rifjum samkeppnisaðila og eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Þetta eru bara vinnubrögð minna ástkæru keppinauta hér á staðn- um. Það er þeirra eðli,“ segir hann og viðurkennir að samkeppnin á Húsavík sé hörð. „Svona vinnubrögð eru alltaf fyrir neðan beltisstað. Þetta eru órökstuddar fullyrðingar og ein- kennast af einhverri heift.“ Aðspurð- ur um myndirnar sem DV hefur und- ir höndum segir Stefán að 12 manna múrinn sé eingöngu rofinn þegar farnar eru ferðir fyrir starfsmenn í þjálfun. „Þetta á sér allt eðlilegar skýringar,“ segir hann. Ljóst er að einnig var farið fram yfir leyfilegan fjölda þegar bátur í eigu samkeppnisaðila Stefáns á Húsavík strandaði við Lundey síðasta sumar og á þriðja tug farþega var ferjaður í land með RIB-báti Gentle Giants. „Þetta eru einhverjir bestu björgunarbátarn- ir þarna á svæðinu,“ segir Stefán. Þvergirðingsháttur og óviðeigandi reglur Þegar innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Siglingastofnunar um far- þegafjölda og öryggisbúnað í maí beindi ráðuneytið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að endurskoða reglurnar um RIB-báta. Stefán bíð- ur nú niðurstöðu þess og segist hafa sent ráðuneytinu tölvupóst á föstu- daginn til að kalla eftir svörum við því hvar málið stendur. „Þetta hefur ekkert með heilbrigð öryggissjónar- mið að gera. Þetta varðar aðallega þvergirðingshátt Siglingastofnunar og einhverjar óviðeigandi reglur sem vísað er í og eru búnar til bak við skrif borð í Brussel,“ segir hann. n Hvalaskoðunarfyrirtæki sagt hunsa öryggiskröfur „Þetta varðar aðal- lega þvergirðings- hátt Siglingastofnunar og einhverjar óviðeigandi reglur sem vísað er í og eru búnar til bak við skrif- borð í Brussel. n „Þetta á sér eðlilegar skýringar“ n Hörð og mikil samkeppni á Húsavík Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is RIB-bátur Hér má sjá dæmi um svokallaðan RIB-bát. Samkvæmt Stefáni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gentle Giants komast 23 farþegar fyrir á bátum fyrirtækisins sem aðeins hefur leyfi til að sigla með tólf farþega í senn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.