Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn S telpurnar okkar á Evrópu­ mótinu í Svíþjóð eru búnar að sýna íslensku þjóðinni hvers þær eru megnugar. Að kom­ ast í fjórðungsúrslit á móti heimamönnum er glæsilegur árangur, stúlkurnar í landsliðinu eru góðar fyr­ irmyndir og andlit þeirra og persónur verða líklega jafn þekkt og „strákanna“ okkar í handboltanum áður en langt um líður. Aníta Hinriksdóttir hlaupari stakk andstæðinga sína af á Heimsmeist­ aramótinu í Búlgaríu. Hún varð heimsmeistari 17 ára og yngri og nokkrum dögum síðar bætti hún Evrópumeistaratitli 19 ára og yngri í safnið. Þar var samkeppnin ögn harðari en sigurinn aftur sannfær­ andi. Aníta er ekki langt frá því að hlaupa á tíma sem dugir til verðlauna á Ólympíuleikum. Hún gæti orðið ein af okkar stærstu íþróttastjörn­ um – jafnvel sú fyrsta til að næla sér í ólympíugull. Þessi afrek kvenkyns íþróttamanna eru fagnaðarefni. Íþróttir kvenna hafa löngum átt undir högg að sækja, sér­ staklega fótbolti – algengt er að heyra menn tala um að leikir kvenna séu verri að gæðum en karla. Þeir sem hafa fylgst með Evrópumóti kvenna sjá að baráttan og dramatíkin er sú sama og stundum jafnvel meiri en hjá karl­ kyns kollegum þeirra. Laun kvenna í fótbolta eru samt langt frá því að vera þau sömu og hjá körlunum. Þar munar miklu. Þegar litið er á lista yfir tekjuhæstu kvenkyns íþróttamenn heims eru fótboltakonur neðarlega. Fjórir tekjuhæstu kvenkyns íþróttamenn heims eru tennisstjörn­ urnar Maria Sharapova, Li Na, Ser­ ena Williams og Caroline Wozniacki. Ástæðan fyrir háum launum kvenna í tennis er sú að stórmót kvenna í tenn­ is eru haldin á sama tíma og karla. Á stórmótunum beinast augu alheims­ ins því jafnt að stórleikjum karla og kvenna og þar af leiðandi eru kven­ kyns tennisstjörnur orðnar að stjörn­ um með laun sem jafnast á við ofur­ laun karlkyns íþróttastjarna. Þegar talað er um Evrópumótið í fótbolta (með greini) eiga flestir við Evrópumót karla. Þegar konurnar mæta til leiks á Evrópumóti kvenna er langt liðið frá Evrópumótinu sem milljónir fylgdust með um alla álfuna, leikið er á minni völlum og öll um­ gjörð lakari en hjá körlunum. Það væri spennandi að sjá lands­ lið kvenna keppa á sama tíma og landslið karla. Ég þori að fullyrða að áhorf og áhugi á stærstu leikjunum væri ekki minni en þegar karlalands­ liðin eigast við – laun kvenna í fót­ bolta myndu hækka og mótin yrðu fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir vikið. Afrek kvennalandsliðsins í fótbolta og Anítu Hinriksdóttur í sumar eru til­ efni fyrir þjóðina að gleðjast. Fátt sam­ einar fólk betur en þegar íþróttamenn okkar standa í eldlínunni og þá skiptir engu af hvaða kyni íþróttamennirn­ ir eru. Og eflaust er það pínulítið gott á alla fótboltastrákana sem eru með milljónir á mánuði hjá flottum liðum erlendis að það hafi verið stelpurnar okkar sem unnu fyrsta sigur Íslands á stórmóti í fótbolta. Besta bandalagið n Samfylkingarmenn í Reykjavík eru áhyggjufullir nú þegar styttist í sveitar­ stjórnarkosningar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi flokks­ ins, þykir innan flokks ekki sérstaklega fallinn til þess að vinna kosningasigra. Það hefur því verið rætt óform­ lega innan Samfylkingar að mynda kosningabandalag með Besta flokknum. Þar er þó sá hængur á að ólíklegt er að Jón Gnarr borgarstjóri hafi áhuga. Spariþingmaður n Björn Valur Gíslason, fyrr­ verandi alþingismaður og skipstjóri, þótt standa sig afar vel á liðnu þingi. Vakti bein­ skeyttur mál­ flutningur hans sérs­ taka athygli. En hann uppskar ekki í samræmi við athyglina og féll af þingi og er í dag varaþingmaður. Í síðustu viku hélt hann til hafs á ný eftir fjögurra ára hlé á Birtingi sem er í eigu Síldarvinnslunnar. Þetta er glæsiskip sem heimamenn kalla spariskipið. Björn Val­ ur er nú í samræmi við nýja stöðu sína spariþingmaður. Sigmundur utanríkis n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra hefur undanfarið farið víða erlendis til að berj­ ast fyrir hagsmun­ um Íslands. Þannig hef­ ur hann látið sig makríldeiluna varða sem og ESB­umsóknina. Þessi mál eru venjulega á dag­ skrá utanríkisráðherra en vísbending er um að Sig­ mundur telji Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra ekki sérstaklega til þess fall­ inn að takast á við flókin utan ríkismál. Loforð bresta n Það styttist í að það reyni á það kosningalof­ orð Framsóknarmanna að afnema verð­ trygginguna. Þar er að vænta harðr­ ar andstöðu Sjálfstæð­ ismanna á borð við Pétur Blöndal og Brynjar Níelsson. Algjör óvissa er um það hvort málið næst í gegn. Ef það fær ekki brautar gengi blas­ ir við að fyrsta kosningalof­ orð Framsóknarmanna af mörgum verður svikið. Fyrstar í mark „Stjórnvöld mættu reyna að skoða þenn- an hóp og kanna í hverju vandi hans felst Þ að er stundum talað um að fólk sé á báðum áttum. Þá er líkingin sú að menn vilja fara í tvær átt­ ir á sama tíma — sem almennt er talið frekar erfitt. Mér líður stund­ um svona þegar rætt er um mennta­ mál. Ekki síst framhaldsskólann sem hefur setið undir gríðarlegu ámæli að undanförnu þar sem sagt hefur verið að framhaldsskólar virðist ekki henta nema sumum nemendum og hrekja hina frá sér. Og á því eru tvær hliðar. Staðreyndin er sú að frá alla vega 1991 hefur framhaldsskólinn þróast án veigamikilla stjórnmálalegra átaka. Gott dæmi er þegar fjögur skólafrum­ vörp fóru í gegnum þingið veturinn 2007–8 þá gerðist það án verulegrar pólitískrar misklíðar eða raunverulegr­ ar menntapólitískrar umræðu. Samstaðan um framhaldsskólann snýst meðal annars um að þar eigi að vera skóli fyrir alla. Hins vegar hefur hagræðingarkrafan verið sú að það hefur ekki verið nein raunhæf leið til að fylgja því markmiði. Hluti vandans er forgangsröð nem­ enda. Þar hafa stjórnvöld einblínt á nemendur yngri en átján ára og nem­ endur á starfsbraut. Starfsbrautin er verulega vel skipulagt úrræði, dýrt, en engu að síður frábært, markvisst og þjónar nemendum sínum vel. En væri hægt að nálgast vanda allra á þenn­ an hátt? Aldeilis ekki. Það eru ekki til peningar. Hugtök eins og nám fyrir alla eða einstaklingsbundið nám, fá þá litla merkingu í framkvæmd þegar á heildina er litið. Annað slíkt er umræðan um „styttingu“ framhaldsskólans sem menn reyndu að taka 2003 en leituðu í staðinn leiða sem gerðu nemend­ um kleift að ljúka meintu fjögurra ára námi á styttri tíma. Meintu segi ég því ég er sannfærður um að verið sé að þjálfa nemendur í hangsi með því að halda þeim í fjögur ár í námi sem tekur styttri tíma með smá ögun. Framhalds­ skólinn er ekki afplánun. Ein vísbending um að ekki sé allt í lagi felst í fjölda nemenda í framhalds­ skólakerfinu sem eru að flytja sig milli skóla. Það innritast um 4.000 nýnemar á hverju hausti en að auki eru um 10 þús­ und nemendur að sækja um flutning milli skóla eða um endurkomu eftir hlé eða jafnvel að hefja nám í fyrsta sinn. Þetta er gríðarlega stór hópur. Stjórn­ völd mættu reyna að skoða þennan hóp og kanna í hverju vandi hans felst. Þannig er kominn tími til að spyrja sig hvort skólakerfið eigi að þjóna öllum, hvað það merki og kosti eða þá hvort setja eigi girðingar, viðmið um náms­ framvindu eða aðrar hindranir upp. Meðal þess sem veldur skólunum erfiðleikum er nemendahópur sem skráir sig til náms, tekur þannig pláss sem aðrir hefðu getað notað, en hættir áður en til prófa er gengið við lok annar af ýmsum misgóðum ástæðum. Þetta er eins og að panta sér mat á veitingahúsi en hætta við þegar maður er hálfnaður með réttinn og neita að borga. Það er alla vega þrennt sem þarf að skoða hér. Að nemandi sem skráir sig til náms geri sér grein fyrir þeim kostn­ aði sem hann er að skuldbinda kerfið til að standa skil á til að viðkomandi geti lært. Og að það lokar öðrum leið að hann komist að. Þá að nemandi standi skil á námi sínu, sitji út önnina, nema eitthvað það gerist (til dæmis alvarlegur heilsu­ brestur) sem réttlæti það að hann hverfi af vettvangi, ­ og skólinn haldi þá fjármunum sínum. Loks að samfélagið spyrji sig hvort og hvers vegna öllum ungmennum sé hollast að vera í skóla til átján ára aldurs, hvort sem þau eru áhugasöm eða „áhugalítil“ og hvað þurfi þá að gera til að koma til móts við þann vanda. Og þar þurfa að koma til stefna og fjármagn — eða lokanir ef menn vilja það. En það þýðir ekki að neita skólum um fjármagn um leið og krafist er meiri þjónustu. Þannig er það nú. Höfum við ráð á að reka framhaldsskóla? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 22. júlí 2013 Mánudagur Kjallari Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskóla skrifar Leiðari Símon Birgisson simonb@dv.is Klén rök útvarpsstjóra Það er í innyflunum Brynjar Níelsson um að valdamiklir einkaaðilar ráði fjölmiðlum ef RÚV er lagt niður. – pressan.is Björn Valur Gíslason segir það grafið í sjálfstæðismenn að misnota fólk í pólitískum tilgangi. – eyjan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.