Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 22. júlí 2013 Mánudagur Gat ekki helgað sig starfinu n Þjálfari Barcelóna lætur af störfum vegna krabbameins Þ ær meðferðir sem fram undan eru hjá mér eru af því taginu að ég get ekki helgað mig starfinu eins og þarf og því stíg ég til hliðar,“ segir Tito Vilanova, sem hætti skyndilega sem þjálfari Barcelóna um helgina. Ástæðan er krabbameinsmeðferð sem hann þarf að ganga í gegnum en hann hefur verið töluvert frá starfi sínu vegna krabbameins í heila eftir að hann tók við þjálfarastarfinu af Pep Guardiola árið 2012. Þetta er áfall fyrir þjálfarann en ekki síður klúbbinn en Vilanova var handvalinn af Guardiola sökum þess að báðir hafa svipaðan þjálf­ unarstíl og eru hlynntir sókndjörf­ um fótbolta sem hefur einkennt leik Barcelóna undanfarin ár og vakið öfund annarra félagsliða. Vilanova vann með Guardiola hjá unglingaliði Barcelóna frá árinu 2007 og þeir eru miklir mátar. Eftir því var tekið síðasta vetur þegar Vilanova þurfti frá að hverfa um tíma vegna skurðaðgerðar, að fé­ lagið lék töluvert lakari bolta þann tíma og tapaði meðal annars eftir­ minnilega og óvænt fyrir AC Mílan í Meistaradeild Evrópu. Leikmenn liðsins játuðu fúslega að brotthvarf þjálfarans þá hefði leikið rullu í því hversu illa gekk á því tímabili. Margir eru nefndir til sögunnar sem næsti þjálfari liðsins og víst að Barcelóna getur valið hvern þann mann sem þeir kjósa. Nafn Michael Laudrup hefur meðal annars komið upp þó Daninn neiti því að eitthvað sé hæft í þeim fréttum. Líklegra þyk­ ir þó að forráðamenn Barcelóna velji innanbúðarmann og helst er þar nefnt til sögunnar að Joan Francesc Ferrer taki við stjórninni tímabund­ ið meðan leit stendur yfir að þjálf­ ara til lengri tíma. Skammur tími er þó til stefnu ætli menn að ráða áður en keppnistímabilið hefst á Spáni í næsta mánuði. n Moyes vill Cabaye Einn besti leikmaður Newcastle, Yohan Cabaye, kann að hefja leik­ tíðina undir stjórn David Moyes hjá Manchester United ef marka má breska miðla. Moyes hefur mikinn áhuga á að fá Frakkann til liðs við United og sjálfur sagð­ ist Cabaye í vor að hann myndi ekki loka dyrunum að fara ann­ að ef gott boð kæmi. Moyes vill styrkja miðjuna hjá liði sínu og Cabaye hefur staðið sig vel í ensku deildinni og þykir ómissandi af hálfu eigenda Newcastle. Ólíklegt er að þeir geti staðið í vegi fyrir að hann fari ef Moyes ákveður að gera formlegt tilboð en það kemur í ljós fljótlega ef af verður. Spurs vilja fleiri sóknarmenn Búast má við að Gylfi Sigurðsson falli frekar niður goggunarröð­ ina hjá Tottenham ef liðinu tekst að klófesta spænska framherjann Roberto Soldado frá Valencia en heimildir Sunday Express herma að tilboð liggi á borðinu. Íslend­ ingurinn náði ekki að tryggja sér fast sæti í liðinu á síðustu leiktíð en fékk þó töluverðan leiktíma og ekki annað vitað en hann sé enn í áætlunum þjálfarans. Ljóst er þó að liðið ætlar sér að fá einn sóknarmann til viðbótar fyrir leik­ tíðina en Daily Star segir að gangi ekki að fá Soldado sé vilji til að bjóða í Loic Remy hjá QPR eða Brasilíumanninn Leandro Dami­ ao sem leikur í heimalandinu. Higuain til Napolí Fullyrt er að ítalska liðið Napolí hafi klófest Gonzalo Higuain sóknarmann Real Madrid en á þeim kappa hefur Arsenal haft mikinn áhuga og gert minnst tvö tilboð sem hefur verið hafnað. Sjálfur vildi Argentínumaður­ inn helst fara til Englands í viðtali sem hann veitti nýlega en kannski heillar að taka þátt í uppbyggingu Napolí undir stjórn hins vin­ sæla Rafa Benitez fyrrum stjóra Liverpool og Chelsea sem stýrir ítölsku skútunni og hefur verið fljótur að ráða til sín fólk og hefja uppbyggingu. Það yrði súrt fyrir Wenger hjá Arsenal ef rétt reynist því Higuain er þekktasta stjarn­ an sem Wenger hefur viljað fá til liðsins í sumar. Tito Vilanova Erfið barátta hans við krabbamein er orsök þess að hann hættir skyndilega. É g er ótrúlega ánægð að hafa náð þessum árangri en þó ég hafi lengi stefnt að því að standa mig vel á þessum tveimur mótum og undirbúið mig vel þá átti ég ekki von á að það gengi svona vel,“ segir hlaupastjarn­ an Aníta Hinriksdóttir, sem gerði sér lítið fyrir um helgina og vann sitt annað stórmót í röð í 800 metra hlaupi. Fyrir rúmri viku varð hún heimsmeistari ungl inga 17 árar og yngri í Úkraínu og á laugardag varð hún Evrópumeistari í flokki nítján ára og yngri. Stórkostlegur árangur og betri en nokkur Íslendingur hef­ ur áður náð í frjálsum íþróttum. Að frátöldum þeim sem fylgjast með frjálsum íþróttum hérlendis voru ekki svo margir sem þekktu nafn Anítu fyrir tíu dögum síðan en í dag vita allir Íslendingar hver þessi unga stúlka er og Aníta viðurkenn­ ir sjálf að öll athyglin komi sér dá­ lítið á óvart þó hún skilji hana vel. Hún lætur hana þó ekki trufla sig og Heims­ og Evrópumeistarinn ætlar að setja skólann í fyrsta sæti í vetur. Er á jörðinni Aníta sigraði 800 metra hlaupið á Evrópumóti 19 ára og yngri á tím­ anum 2:01,14 eða örlítið lakari tíma en hún hljóp til sigurs viku fyrr á HM 17 ára og yngri. Þar hljóp hún á tím­ anum 2:01,13. Besti tími sem Aníta á í 800 metrunum er þó 2:00,49 sem hún setti fyrir mánuði síðan á móti í Þýskalandi. Þrátt fyrir að vera himinlifandi með tvo meistaratitla á einni viku er Aníta mjög niðri á jörðinni og segir þetta alls ekki vera nóg. Hún ætli sér mikið meira í greininni. „Mér finnst þetta afar gaman og ég vonast til að keppa áfram næstu árin og að sjálfsögðu langar mig að bæta mig enn frekar en orðið er. Ég held ég geti það vel og það er sér­ staklega næsta takmark hjá mér að bæta minn besta tíma.“ Ætlar að klára menntaskólann Framundan hjá þessari hlaupa­ drottningu eru mót hér heima og þar á meðal Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum og Aníta ætlar sér líka að keppa á Norðurlanda­ móti 19 ára og yngri sem fram fer í Finnlandi í næsta mánuði. Þá eru tvö stórmót erlendis á næsta ári sem hlaupastjarnan ætlar að taka þátt í en hún er annars ekki mikið að velta sér fyrir framtíðinni. „Ég er nú ekki farin að hugsa svo mikið um framtíðina þrátt fyrir allt. Mig langar jú að halda áfram að bæta mig og á næsta ári keppi ég í hópi fullorðinna svo það verð­ ur erfiðara en annars hef ég ekk­ ert sett niður fast hvaða keppnir ég tek í framtíðinni. Ég veit ekki heldur hvort ég fer erlendis að æfa enda aðstaðan heima á Ís­ landi bara mjög fín. Þá finnst mér skipta máli að klára menntaskól­ ann heima áður en ég fer erlendis ef ég ákveð það.“ Góð aðstaða á Íslandi Keppnistímabilinu hjá Anítu lýk­ ur einmitt í lok ágúst þegar skól­ arnir hefjast en hún segir það lítið mál að æfa, á milli þess sem hún sækir skólann en hún er búin með eitt ár í Menntaskólanum í Reykjavík. „Öll aðstaða til æfinga heima er mjög góð ólíkt því sem margir halda og ekkert lakari held ég en víða erlendis. En skólinn er í fyrsta sætinu í vetur og svo sé ég bara til hvað næsta ár ber í skauti sér. n Skólinn í fyrsta sæti n Heims- og Evrópumeistari n Keppir í hópi fullorðinna á næsta ári Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is „ Skólinn er í fyrsta sætinu í vetur og svo sé ég bara til hvað næsta ár ber í skauti sér Aníta á jörðinni Þrátt fyrir stórkostlegan árangur hefur Aníta Hinriksdóttir báða fætur á jörðinni og telur mikilvægast að klára menntaskólann áður en hún fer að helga sig hlaupum. Mynd MorGunBlAðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.