Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Side 20
20 Lífsstíll 22. júlí 2013 Mánudagur T ígramynstur hefur verið áber- andi síðustu mánuði í sinni víð ustu mynd og litasamsetn- ingu. Hvort sem um er að ræða jakka, kjóla, buxur, skó eða töskur og allt mögulegt, þá er þetta mynstur sem mun lifa langt fram á vetur. Merki eins og Burberry, Kenzo og DKNY fylgja þessum tískustraumi þessa dagana. Einu sinni þótti þetta sígilda mynstur ekki það mest dannaða í heimi, en nú er öldin allt önnur. Það er ekki þar með sagt að það eigi að sleppa sér í að blanda alls konar dýramynstrum saman í einum heil- klæðnaði. Minna af þessu mynstri er betra í einu. Varúð skal höfð Það fer alls ekki öllum konum að klæð- ast fötum með dýramynstri, en sumar konur komast vel upp með það. Fyr- ir þær sem eru sjúkar í þetta trend er gott að hafa í huga að velja sér ekki of stutt pils eða kjóla með slíku mynstri, því ekki viljum við vera „sjoppulegar“ í útliti. Hnésíður kjóll eða pils við svartar þekjandi sokkabuxur og háa hæla get- ur verið afar lekkert. Síðan er kápa eða trefill alltaf klassískt í þessum stíl. Klassískt og smart Gallabuxur við hvíta skyrtu og skór í tígramynstri er flott blanda sem getur varla klikkað. Fyrir þær sem eru ekki eins djarfar er taska eða belti í þessu mynstri tilvalið. Slepptu dýrinu lausu í þér, vertu svolítið villt og nældu þér í eina tígraflík á útsölum bæjarins sem eru í fullu fjöri þessa dagana. n Slepptu dýrinu lausu Tígramynstur er í tísku þessa dagana. Litríkt hár er málið Samkvæmt erlendum tísku- bloggurum verður aukin eftir- spurn eftir óhefðbundnum háralit með komandi hausti. Við erum að tala um alla liti regnbogans og eru þá sérstaklega pastel-litir áberandi. Kelly Osbourne hefur skartað ljósfjólubláu hári síðustu mánuði og virðist þetta trend vera vinsælt meðal evrópskra kvenna. Það ber að hafa í huga að það fer ekki vel með hárið að undirbúa það fyrir svona liti, því það þarf að aflita hárið undir það og þá er nú eins gott að búa sig undir að geta jafnvel skemmt hárið. Svo má bara alltaf verða sér úti um hárkollu til að breyta til. Ýktar neglur Einu sinni þótti frekar djarft að lakka neglurnar í hárauðum lit. Í dag þykir ekki fréttnæmt að stein- ar séu límdir á neglur og jafnvel litlar skrautkeðjur boraðar í langar neglur. Mynstur eru mjög vinsæl um þessar mundir í naglatísk- unni. Öll helstu tískutímarit sem fjalla um naglatískuna á komandi mánuðum tala um dýramynstur. Það er hægt að kaupa stensla til þess að ná flottu mynstri þegar lakka á naglalistaverk. Allt er leyfi- legt í þessum efnum nú og um að gera að setja hugmyndaflugið í gírinn. Klassík sem lifir Pippa Middleton, hefur einstak- lega látlausan og kvenlegan stíl sem konur víða um heim hafa tileinkað sér. Hún leggur mikið upp úr því að vera pen, klæðir sig rétt við hvert tækifæri, notar lít- inn farða og ber af hvert sem hún fer. Kate notar Blazer jakka við hin ýmsu tækifæri og verður það aldrei ofsagt að allar konur ættu að eiga eitt stykki slíkan jakka í fataskápnum. Ný föt frá Burberry Leynist tígur í þér? n Tígramynstur er áberandi á tískusýningum Brúðarkjóllinn er dýrmætastur n Verona er í uppáhaldi n Læt aldrei sjá mig í Campbell skóm Á sa Reginsdóttir er búsett í Verona á Ítalíu ásamt eig- inmanni sínum, Emil Hall- freðssyni knattspyrnumanni og syni þeirra Emanuel. Ása hefur brennandi áhuga á ljósmynd- un og fallegum hlutum eins og sést á blogginu hennar, en hún byrjaði að blogga um tísku, mat, útlit og ann- að skemmtilegt árið 2007, þegar hún bjó í Reggio Calabria á suður Ítalíu þar sem Emil spilaði á þeim tíma. Gott að búa í Ítalíu „Við fluttum til Verona haustið 2010 þegar Emil samdi við knattspyrnu- félag borgarinnar, Hellas Verona til þriggja ára. Hér höfum við því búið síðan og komið okkur afar vel fyrir á meðal fólks á svæðinu.“ Hver er uppáhaldsborgin þín? „Verona á og mun hér eftir alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hér höfum við átt þrjú ótrúleg ár sem við munum aldrei gleyma. Við höfum kynnst hellingi af frábæru fólki sem er mér afar kært og svo höfum við verið þeirrar gæfu njótandi að fá að njóta alls þess besta sem þessi fallega ítalska borg hefur upp á að bjóða. Hvað ættu allar konur að eiga í fataskápnum? „Miðað við íslenska veðráttu mæli ég með að íslenskar konur finni sér hlýja kápu, fallega húfu og trefil í stíl.“ Eru einhverjar snyrtivörur sem þú getur ekki verið án? „Húðhreinsilínan og kremin frá Eucerin hafa reynst mér vel sem og varasalvarnir frá Burt´s Bees.“ Þeldökkar og ofurgrannar augabrúnir eru heitar eða hvað? „Já, þær klæða alveg örugglega marg- ar konur mjög , þó ég kjósi sjálf að hafa þær frekar þykkar og í ljósari kantinum.“ Hvar verslar þú helst föt á þig? „Ég versla helst í ZARA, J. Crew, Folli Follie og í hinum ýmsu búðum í mið- borg Verona.“ Þér er boðið út að borða með klukkutíma fyrirvara. Í hverju ferð þú og hvernig farðar þú þig? „Ég fer í þröngar buxur, háa pinna- hæla, blazer og set á mig rauðan varalit eins og mamma gerði alltaf í denn.“ Einhver tískuslys af þinni hálfu í fortíðinni og hver þá? „Já, alveg mjög mörg og mig næst- um verkjar við að rifja þau upp. Einu sinni var ég til dæmis oft í Benetton- peysu af litla bróð- ur mínum sem er tíu árum yngri en ég. Eftir á að hyggja var það ekki góð hug- mynd.“ Í hverju myndir þú bara aldrei láta sjá þig? „Í Jeffrey Campbell skóm.“ Dýrmætasta flíkin? „Þær eru nokkrar ágætar en ég held að brúðarkjóllinn hafi vinninginn í þetta skiptið.“ Næst á dagskrá? „Kveðja Ísland, halda suður á bóg- inn og njóta sumarsins á Ítalíu. Arri- vederci!“ Ása María í Flórens Á róman- tískum rign- ingardegi. Í fríi á Santorini Ólýsanlegt útsýni og einkasundlaug. Fallegur brúðkaupsdagur Brúðkaupskjóllinn er sá dýrmætasti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.