Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 14.–16. janúar 201412 Fréttir F angavörður á Litla-Hrauni, sem starfað hafði þar um árabil, er hætt störfum eftir að hún kærði samstarfsmann sinn fyrir kynferðislega áreitni. Konan telur að henni hafi verið bol- að úr starfi og að tilraun hafi verið gerð til að þagga málið niður. Maður- inn hefur nú verið ákærður og fer að- almeðferð fram á vormánuðum. Tvö vitni urðu að áreitninni og hefur varð- stjórinn játað brotið. Þrátt fyrir ákæru hefur honum ekki verið vikið úr starfi og starfar hann enn sem varðstjóri á Litla-Hrauni. Hann hlaut áminningu frá fangelsismálayfirvöldum vegna atviksins. Erfitt uppdráttar Konan baðst alfarið undan viðtali í samtali við DV og kvaðst bíða niður- stöðu dómstóla áður en hún tjáði sig um málið. Þegar DV kallaði eftir ákæru í mál- inu fengust þær upplýsingar að þing- haldið væri lokað, en slíkt er algengt í málum er varða kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum DV upplifði konan mikið varnarleysi í vinnu eftir atvikið. Hún hefur átt erfitt uppdráttar, sérstak- lega eftir að hún sagði upp starfi sínu á Litla-Hrauni. Málið allt hefur haft mikil áhrif á hana, þá sérstaklega það sem hún telur vera aðgerðaleysi fang- elsismálayfirvalda. En hún telur sig ekki hafa haft stuðning fangelsisyfir- valda eða Margrétar Frímannsdóttur fangelsisstjóra á Litla-Hrauni. Vildu flytja hana Málið kom upp í janúar árið 2013 samkvæmt göngum sem DV hefur undir höndum og heimildum inn- an fangelsisins. Eftir að það kom upp og greint var frá því átti að flytja kon- una af vakt varðstjórans. Var hún mjög ósátt við það samkvæmt heim- ildum DV. Konan hafði starfað lengi á Litla-Hrauni, í tæpan áratug, og taldi það óeðlilegt að hún væri flutt af vaktinni. Réttara væri að varðstjór- inn yrði fluttur til, enda hefði hann þá játað brotið. Á endanum var maður- inn fluttur á aðra vakt og konan hélt áfram á þeirri sem hún hafði ver- ið. Hún fór hins vegar í veikindaleyfi vegna málsins. Hún ræddi og fund- aði oft með Margréti Frímannsdóttur fangelsisstjóra sem hvatti hana til að koma aftur til starfa. Þá fundaði hún einnig með Páli Winkel fangelsis- málastjóra. Vildi starfsmannafund Á fundinum með Páli óskaði konan, samkvæmt heimildum DV, eftir því að fram færi starfsmannafundur þar sem farið yrði yfir málið með öðrum starfsmönnum. Átti það að gera kon- unni auðveldara að koma aftur til starfa. Af starfsmannafundinum varð hins vegar aldrei. Í kjölfarið kærði konan málið til lögreglunnar. Heim- ildir DV innan fangelsisins herma að konan hafi fengið sent ábyrgðar- bréf í mars þar sem óskað var eft- ir því að hún kæmi aftur til starfa úr veikindaleyfi. Þá hafði heimilis- læknir hennar gefið út vottorð fyrir veikindaleyfi fram yfir miðjan mars. Ábyrgðarbréfið kvað hins vegar á um að konan kæmi aftur til starfa viku fyrr en veikindavottorðið kvað á um. Þá hafði trúnaðarlæknir ákvarðað að konan væri í standi til þess að mæta aftur og við það miðuðu fangelsis- málayfirvöld og kölluðu því eftir kon- unni. Erfitt að mæta aftur Við þessu varð konan og kom aft- ur til starfa þótt hún væri mjög ósátt við það. Konan tók nokkrar vaktir en fór síðar aftur í veikindaleyfi. Heim- ildir DV herma að það hafi reynst henni afar þungbært að snúa til starfa þar sem varðstjórinn hafði ekki verið sendur í leyfi. Þá upplifði hún það sem svo að hún hefði ekki stuðning samstarfs- manna sinna í málinu og fann fyrir miklu mótlæti. Heimildir DV herma að þetta hefði reynst konunni sérstaklega erfitt í ljósi þess að vitni urðu að áreitninni og að maðurinn hafði játað. Konan hefði því búist við því að fá stuðning samstarfs- manna sinna í ljósi aðstæðna. Sú var ekki raunin. Í júlí hafði konan því ver- ið meira og minna í veikindaleyfi í hálft ár og sagði þá starfi sínu lausu og taldi sér ekki stætt á að starfa lengur innan veggja Litla-Hrauns. Játar Sem fyrr segir hefur maðurinn ját- að brotið, samkvæmt heimildum DV. Þegar málið kom upp var maðurinn ekki sendur í leyfi, heldur var hann þess í stað áminntur vegna málsins. Það mun vera vegna þess að fanga- verðir eru opinberir starfsmenn og ber fangelsismálayfirvöldum að fara eftir settum reglum varðandi áminn- ingar eða brottrekstur. Í samtali við DV kvaðst Páll Win- kel, fangelsismálastjóri, ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hann sagði fangelsið og yfirmenn þess þurfa að fara eftir reglum um opinbera starfs- menn, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Ef mál af þessum toga koma upp tökum við á þeim með þeim verkfær- um sem við höfum, sem eru tiltal, áminning eða brottrekstur,“ segir Páll. Hann gat ekki staðfest hvernig aðhafst hefði verið í máli starfsmannanna tveggja, en samkvæmt heimildum DV var maðurinn áminntur og þar með gefið tækifæri til betrunar. Aðspurð- ur hvort manninum yrði sagt upp störfum ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur segist Páll ekki geta svarað því að svo stöddu, það yrði tíminn að leiða í ljós. Sendi bréf Konan sendi dómsmálaráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, bréf vegna málsins. Samkvæmt heimild- um DV koma fram í bréfinu upplýs- ingar um það sem konan telur vera aðgerðaleysi fangelsismálayfirvalda og skortur á stuðningi í vinnunni, bæði frá yfirmönnum og samstarfs- fólki. Í samtali við DV segir Þórey Vil- hjálmsdóttir aðstoðarkona Hönnu Birnu að málið sé hjá ríkissaksóknara. Ráðherra geti ekki tjáð sig um einstök mál og ekki mál sem séu í slíku ferli. Hún staðfesti þó að ráðherra hefði borist bréfið. Gert að mæta Samkvæmt heimildum DV innan fangelsisins hafa bæði maðurinn og konan starfað mjög lengi við fangels- ið, hann hátt í þrjá áratugi, en hún í tæpan áratug. Teljast bæði hafa átt mjög farsælan feril þar, fram að þessu máli. Maðurinn var yfirmaður kon- unnar og höfðu þau starfað saman, á sömu vaktinni um árabil. Konan er nú atvinnulaus. Sam- kvæmt heimildum DV upplifir kon- an að henni hafi hreinlega verið bol- að úr starfi. Í síðustu viku var ár liðið frá atvik- inu. Hún kýs sjálf að bíða átekta og vildi ekki tjá sig um málið í samtali við DV. Aðalmeðferð fer fram í málinu í mars, en það var þingfest í desem- ber. n Hætti sem fanga- vörður eftir áreitni n Gerandi enn að störfum n Ekki sendur í leyfi aðeins áminntur n Telur sér hafa verið bolað úr starfi Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ef mál af þessum toga koma upp tökum við á þeim með þeim verkfærum sem við höfum Lög og reglur gilda um opinbera starfsmenn og tiltal, áminningar eða brottrekstur. Starfsmaður á alltaf rétt á rökstuddum svörum og skriflegum upplýsingum ef hann eru snupraður. Líkt og Páll Winkel greinir frá eru verkfærin tiltal, áminning eða brottrekstur. Áður en starfsmanni er sagt upp ber skylda til þess að veita honum áminningu og tækifæri til að bæta ráð sitt. Fari svo að starfsmaður sé sendur í leyfi getur atvinnurekandi skapað sér bótarétt ef leyfið á ekki rétt á sér. Oftar en ekki er því beðið eftir því að dómur falli, ef málið snýst um brot starfsmannsins, til þess að tryggja að brottvísun sé lögleg. Starfsmaður getur sjálfur óskað eftir launalausu leyfi, en almennt er ekki skylt að verða við ósk starfsmannsins. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins 21 gr. Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðu- maður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt. 44 gr. Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar eru greindar. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, þar á meðal ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar. Tiltal, áminning, brottrekstur Gat ekki verið á vakt með honum „Mér var bara farið að líða svo illa í vinnunni,“ segir kona sem varð fyrir kynferðisofbeldi í lögreglunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.