Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 33
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Menning Sjónvarp 33 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport B andaríski leikarinn Bruce Willis hefur verið fenginn til að fara með aðalhlutverkið í væntanlegri spennumynd er nefnist Captive. Myndin fer í sýningu árið 2015 en tökur hefjast í mars á þessu ári. Leikstjóri myndarinnar er Kólumbíumaðurinn Simon Brand, en hann hefur leikstýrt fjölmörgum tónlistarmyndböndum fyrir fólk á borð við Shakiru, Enrique Iglesias og Ricky Martin og auk þess leikstýrt tveimur kvikmyndum, Unknown og Paraiso Travel. Handritshöfund- ar myndarinnar eru þeir Benjamin van der Veen og Kario Salem en það byggir á sögu eftir Nicolai Fuglsig. Willis mun fara með hlutverk fasteignajöfurs sem er rænt og haldið föngnum er hann er við störf í Brasilíu. Ræningjar hans telja hann auðugan, þrátt fyrir að hann sé í raun bara venjulegur maður, og fara fram á himinhátt lausnargjald. Á meðan Willis gerir allt sem hann getur til að sleppa úr prísundinni er rann- sóknarlögreglumaður, sem sérhæfir sig í mannránsmálum, á fullu að leita hans en það mun þó reynast hægara sagt en gert því fangaklefi Willis er rækilega falinn í landfyllingu í Sao Paolo. n Haldið föngnum í Sao Paolo Willis í nýrri spennumynd Þriðjudagur 14. janúar 15.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Þýsk þáttaröð um ástir og afbrýði eigenda og starfsfólks á Hótel Fürsten- hof í Bæjaralandi. 16.20 Táknmálsfréttir 16.30 EM stofa Upphitun fyrir leik Íslands og Ungverja- lands á EM í handbolta. 16.50 EM í handbolta - Ísland- Ungverjaland Bein útsending frá leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í Danmörku. 18.30 EM stofa 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Kastljós 20.10 EM í handbolta - Danmörk-Austurríki Bein útsending frá seinni hálfleik Danmerkur og Austurríkis á EM í hand- bolta í Danmörku. 21.00 EM stofa Í þættinum fer Björn Bragi Arnarsson ásamt góðum gestum yfir leiki dagsins og stöðuna á Evrópumeistarmótinu í handknattleik 2014. 21.15 Castle 8,3 (2:23) Banda- rísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Whitechapel 7,9 (2:6) (Whitechapel III) Breskur sakamálaflokkur. Í Whitechapel-hverfinu í London rannsakar lög- reglan morðmál sem gæti átt rætur sínar langt aftur í fortíðinni. Leikstjóri er SJ Clarkson og meðal leikenda eru Rupert Penry-Jones, Philip Davis, Steve Pem- berton og Claire Rushbrook. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.05 Dicte e (5:10) Dönsk sakamálaþáttaröð byggð á sögum eftir Elsebeth Egholm um Dicte Svendsen blaðamann í Árósum. Meðal leikenda eru Iben Hjejle, Lars Brygmann, Lars Ranthe, Ditte Ylva Olsen og Lærke Winther Andersen. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.50 Kastljós (4:143) e 00.15 Fréttir e 00.25 Dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm In The Middle 08:35 Ellen (117:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (105:175) 10:15 Wonder Years (14:23) 10:40 White Collar (4:16) 11:25 The Middle (24:24) 11:50 Flipping Out (11:11) 12:35 Nágrannar 13:00 The X-Factor (9:27) 14:25 In Treatment (7:28) 14:50 Lois and Clark (13:22) 15:35 Sjáðu 16:05 Scooby-Doo! 16:30 Ellen (118:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson -fjölskyldan (12:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Stelpurnar (5:10) 19:40 New Girl 7,9 (8:23) Þriðja þáttaröðin um Jess og sambýlinga hennar. Jess er söm við sig, en sambýl- ingar hennar og vinir eru smám saman að átta sig á þessarri undarlegu stúlku, sem hefur nú öðlast vináttu þeirra allra. Með aðalhlut- verk fer Zooey Deschanel. 20:05 Mike & Molly (8:23) 20:25 The Big Bang Theory (8:24) 20:50 The Mentalist 8,1 (5:22) Sjötta þáttaröðin um Patrick Jane sem er sjálf- stætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. Hann á að baki glæsilegan feril við að leysa flókin glæpamál með því að nota hárbeitta athyglisgáfu sína. Á sama tíma og hann aðstoðar lögregluna við ýmis mál er hann sjálfur að eltast við raðmorðingj- ann Red John sem myrti eiginkonu hans og dóttur. 21:30 Girls 7,5 (1:12) Þriðja gam- anþáttaröðin um vinkvenna- hóp á þrítugsaldri sem búa í draumaborginni New York og fjalla um aðstæður þeirra, samskiptin við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og margt fleira. 21:55 Girls (2:12) 22:25 Bones (11:24) 23:10 Daily Show: Global Edition 23:35 Johnny Mad Dog Mögnuð og átakanleg mynd um börn sem notuð eru í hernaðarskyni í Afríku. 01:10 2 Broke Girls (21:24) 01:35 The Face (1:8) 02:20 Lærkevej (4:12) 03:05 Touch (6:14) 03:50 American Teen 05:30 Fréttir og Ísland í dag Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 15:25 NBA (NB90's: Vol. 2) 15:50 Ölli 16:55 Spænsku mörkin 2013/14 17:25 World's Strongest Man 2013 17:55 Meistaradeild Evrópu 19:35 FA bikarinn 21:40 League Cup 2013/2014 23:20 FA bikarinn 07:00 Aston Villa - Arsenal 11:35 Everton - Norwich 13:15 Messan 14:35 Fulham - Sunderland 16:15 Hull - Chelsea 17:55 Premier League World 18:25 Newcastle - Man. City 20:05 Ensku mörkin (20:40) 21:00 Messan 22:20 Stoke - Liverpool 00:00 Ensku mörkin 00:30 Tottenham - Crystal Palace 20:00 Hrafnaþing Björgólfur Jóhannsson formaður SA um stöðugleika og ferða- mennsku. 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 17:50 Strákarnir 18:20 Friends (3:24) 18:45 Seinfeld (3:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (12:24) 20:00 Grey's Anatomy (2:24) 20:45 Hannað fyrir Ísland (1:7) 21:30 Veggfóður (8:20) 22:10 Nikolaj og Julie (12:22) 22:55 Anna Pihl (2:10) 23:40 Sælkeraferðin (7:8) 00:00 Beint frá býli (7:7) 00:40 Cold Feet 5 (1:6) 01:35 Prime Suspect 6 (1:2) 03:15 Hannað fyrir Ísland (1:7) 03:50 Veggfóður (8:20) 04:35 Nikolaj og Julie (12:22) 05:18 Anna Pihl (2:10) 11:50 Charlie & Boots 13:30 The Big Year 15:10 Win Win 16:55 Charlie & Boots 18:35 The Big Year 20:15 Win Win 22:00 The Watch 23:45 Contraband 01:35 The Fighter 03:30 The Watch 16:50 Junior Masterchef Australia (2:22) 17:35 The Carrie Diaries (8:13) 18:15 Baby Daddy (1:10) 18:40 American Dad (19:19) 19:00 Extreme Makeover: Home Edition (12:26) 19:45 Hart of Dixie (19:22) 20:25 Pretty Little Liars (19:24) 21:10 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 21:45 Nikita (19:23) 22:25 Justified (6:13) 23:05 Outlaw (8:8) 23:50 Sleepy Hollow (8:13) 00:30 Extreme Makeover: Home Edition (12:26) 01:15 Hart of Dixie (19:22) 01:55 Pretty Little Liars (19:24) 02:40 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 03:15 Nikita (19:23) 03:55 Justified (6:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Cheers (12:25) 08:25 Dr. Phil 09:10 Pepsi MAX tónlist 16:40 Got to Dance (1:20) Breskur raunveruleika- þáttur sem farið hefur sigurför um heiminn. Hæfileikaríkustu dansarar á Englandi keppa sín á milli þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari. 17:30 Dr. Phil 18:15 Top Chef (6:15) 19:05 Cheers (13:25) 19:30 Sean Saves the World (1:18) Gamanþættir með Sean Heyes úr Will & Grace í aðalhlutverki. Sean er venjulegur maður sem þarf að glímaa við stjórnsama móður, erfiðan táning á heimilinu og yfirmann sem ætti að vera læstur inni. 19:55 The Millers 6,0 (1:13) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. 20:20 Parenthood (2:15) 21:10 Necessary Roughness 6,8 (7:10) Vinsæl þáttaröð um sálfræðinginn Dani sem aðstoðar marga af bestu íþróttamönnum Bandaríkj- anna þegar andlega hliðin er ekki alveg í lagi. 22:00 Elementary (2:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síð- ustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Virtur stærðfræðingur finnst látinn og svo virðist sem hann hafi verið að vinna byltingarkennda formúlu sem ekki allir hafi hag að. 22:50 The Bridge 7,7 (2:13) Spennandi þættir byggðir á dönsku þáttunum Brúin sem naut mikilla vinsælda. Lík finnst á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og áður en varir hrannast fórn- arlömbin upp. Fórnarlömb- um morðingjans fjölgar og svo virðist sem hann sendi skilaboð í gegnum hrokafullan glaumgosa sem starfar sem blaðamaður. 23:40 Necessary Roughness (7:10) 00:30 Scandal (7:7) 01:20 Elementary (2:22) 02:10 Excused 02:35 Pepsi MAX tónlist Bruce Willis Tökur á myndinni, sem vænt- anleg er á næsta ári, hefjast í mars. Ingi Rafn ráðinn framkvæmdastjóri Listahátíðar Afplánaði í blaðamennsku Morgunblaðið ekki sama blað og áður fyrr Blaðamannahópurinn þróaðist frá einsleitari hópi kaldastríðsáranna í að vera fjölbreyttur, öflugur og sterkur. Metnaður réð ríkjum. Þarna voru blaðamenn sem létu síðar mjög að sér kveða í skáldskapnum, til dæmis Kristín Marja Baldurs- dóttir, Hávar Sigurjónsson, Árni Þórarinsson, Sigurlaug Þrastardótt- ir og Arnaldur Indriðason skrifaði gagnrýni. Þegar Matthías hættir þá raskast þetta jafnvægi og Styrmir stígur svolítið aftur til baka með blaðið og það missir svolítið þessa egg sem það hafði. Það sem gerð- ist eftir Hrunið þekkja svo allir. Það er ennþá gott fólk á Morgunblað- inu en eignarhaldið og stefnan sem það setur þeim heldur þeim aftur. Að óbreyttu er ekki mikil von til þess að Morgunblaðið verði jafn víðsýnt og áður, með sömu skírskotun til þorra landsmanna. Mér þykir vænt um Morgunblaðið enda varði ég þar mörgum þroskaárum en það er ekki sama blað og það var áður fyrr.“ Dýrmætt uppeldi Ritstörf og blaðamennska fóru ekki nægilega vel saman og Sindri komst fljótt að því að hann var stundum þurrausinn eftir langan vinnudag. Á sama tíma var uppeldið dýrmætt og fjölskrúðugt blaðamannsstarfið veitti honum innsýn í þjóðfélagið. „Þegar maður er allan daginn í því að hamra inn texta þá er maður frekar þurrausinn og þreyttur þegar heim er komið og lítið aflögu fyrir skáldskap. Ég hugsaði með mér að ef ég ætlaði að vinna með sem mestum metnaði að mínum skáld- skap þá þyrfti ég að einbeita mér að honum. En ég þurfti salt í graut- inn og gat um langan tíma ekki tek- ið þá ákvörðun að stökkva út í óviss- una en þegar ég gerði það loks, sá ég ekki eftir því. Ég fylgist mjög vel með og er vel kunnugur þeim mál- um sem eru á oddinum í samfé- lagsmálum. En löngun mín til að skrifa um þessi samfélagsmál er ekki ýkja mikil í dag. Ég er búinn að afplána mína vist í blaðamennsk- unni. Mér finnst miklu skemmti- legra að skrifa skáldskap um þetta þjóðfélag en vera að hringja í ráða- menn og forstjóra og krefja þá svara um gjörðir þeirra og afglöp. Blaða- mannsstarfið er fjölskrúðugt starf, einn daginn er maður að skrifa um snjóflóðin á Vestfjörðum, annan dag er maður sendur til Póllands að tala við Lech Walesa eða taka viðtal við David Bowie í Bandaríkj- unum, þann næsta er maður að skrifa upp úr fréttatilkynningum lögreglunnar. Maður öðlast breiða yfirsýn yfir samfélagið og þjóð- ina. Maður kynnist þjóðfélaginu vel, bæði háum og lágum. Það er dýrmætt uppeldi. Það eina sem ég sé eftir frá tíma mínum í blaða- mennsku er sá tími sem ég hefði getað varið í skáldskapinn.“ Ungir höfundar hafa færri tækifæri Íslenskur bókmenntaheimur er smár og þar er barist um hvern les- anda. Sindri segist finna fyrir aukn- um markaðsáherslum og hefur áhyggjur af ungum rithöfundum sem þurfi að klífa yfir enn hærri hindranir en áður. „Þetta er streð, þetta er eins og að berjast við Stalín- grad eilíflega. Þetta er ákaflega lítill heimur, þessi íslenski bókmennta- heimur. Það er mikil slagur um hvern lesanda. Fyrir vikið er þetta grjóthörð barátta og ég finn fyrir aukinni áherslu á markaðsbækur. Ég myndi ekki endilega vilja vera að byrja að skrifa í dag. Ungir höf- undar hafa færri tækifæri til þess að gefa út bækur sínar. Það eru enn fleiri skriðdrekahindranir sem bíða ungra rithöfunda í dag. Þeirra áhugi beinist því eðlilega gjarnan að öðr- um leiðum, sjónvarpshandritum eða kvikmyndum. Þá verður ekki nægilega mikil endurnýjun. Það þarf nýtt blóð í allar listgreinar svo í henni verði frjó sköpun og kvikt samband.“ n „Það þarf nýtt blóð í allar list- greinar svo í henni verði frjó sköpun I ngi Rafn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lista- hátíðar í Reykjavík til fjögurra ára frá og með 1. febrúar næstkom- andi. Hann hefur lokið diplóma- gráðu frá viðskiptadeild Háskóla Ís- lands og tekur við starfinu af Auði Rán Þorgeirsdóttur. Áður starfaði hann meðal annars um árabil sem gæða- og fræðslustjóri í söludeild Kaupþings og um skeið fyrir plötuútgáfuna Thule Music. Hann stofnaði fyrir- tækið Reykjavík Labs ehf. sem sér- hæfir sig í útflutningi og vefsölu á íslenskri hönnun. Ingi Rafn hefur starfað sem framkvæmdastjóri Karolina Fund frá árinu 2012 þar sem hann hefur staðið að fjármögnun fjölda skap- andi verkefna og listviðburða og er einn stofnenda sjóðsins. Hann hef- ur á undanförnum árum jafnframt starfað við ráðgjöf um fjármögn- un lista- og frumkvöðlaverkefna og tekið þátt í ráðstefnum fyrir Íslands hönd um fjármögnun verkefna inn- an skapandi iðnaðar á ráðstefnuröð á vegum Evrópusambandsins og Norrænu ráðherranefndarinnar. n Nýr framkvæmdastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.