Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Fólk 37 Ruth Reginalds Ruth var ein af fyrstu barnastjörnunum og líklega ein sú skærasta. Hún var ung að árum þegar hún sló í gegn með lögum á borð við Róbert bangsa, Ósk mín skærasta og reykinga- laginu. Plötur hennar seldust í tugþúsundum eintaka og hún var dáð af ungum sem öldnum. Bak við bjart brosið og barnslega of- urröddina var þó mikill sársauki. Ruth sagði frá því í ævisögu sinni sem kom út fyrir nokkrum árum að lífið sem barnastjarna hefði ekki verið neinn dans á rós- um. Hún hafi byrjað að reykja þegar hún söng reykingalagið, hún háði lengi bar- áttu við eiturlyf, ofbeldi og átröskun. Ruth býr í dag í Kaliforníu með seinni eig- inmanni sínum og 6 ára dóttur þeirra og ber nú nafnið Ruth Moore. Íslenskar barnastjörnur Jóhanna Guðrún Jóhanna Guðrún var aðeins níu ára þegar fyrsta platan hennar kom út. Plat- an bar nafnið Jóhanna og sló í gegn. Jóhanna var uppgötvuð í Söngskóla Maríu og Siggu en María gerðist umboðsmaður hennar og næstu árin söng hún víða. Toppnum var svo náð þegar hún landaði öðru sætinu í Eurovision fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Jóhanna Guðrún leitaði tækifæra erlendis líka og var með norskan umboðsmann. Sjálf flutti hún um tíma til Noregs eftir Eurovision-keppnina en er nú flutt aftur heim á klakann ásamt unnusta sín- um og er enn að syngja. Garðar Thor Cortes Garðar sló í gegn sem Nonni í þátt- unum Nonna og Manna. Þættirnir voru mjög vinsælir og Garðar heill- aði margar dömurnar sem sveita- pilturinn Nonni. Garðar sneri sér svo að söngnum eins og margir vita og þykir einn besti óperusöngvari landsins. Katla María Katla María kom fram á sjónarsviðið árið 1979 með sína fyrstu plötu þar sem hún söng spænsk barnalög. Næsta plata hét Litli Mexíkaninn og á þriðju plöt- unni söng hún með Pálma Gunnarssyni. Katla María sló í gegn en svo heyrðist lítið í henni eftir barnastjörnuferil- inn en hún tók þó þátt í tveim- ur undankeppnum Eurovision. Undanfarin ár hefur hún verið að syngja með ítalska rokk- bandinu Lunainfea. Björk Björk þarf ekki að kynna enda þekkja flestir núlifandi Íslendingar hana. Björk byrjaði ferilinn 11 ára sem barnastjarna. Hún var nýorðin 12 ára þegar hennar fyrsta sólóplata kom út árið 1977, platan bar nafnið Björk og á henni söng hún meðal annars þekkt íslensk barnalög. Síðan þá hefur frægðarsól hennar aldeilis skinið skært og í dag er hún lík- lega þekktasti Ís- lendingurinn. Björk er enn á fullu í tón- listinni og er tekju- hæsti söngvari lands- ins; eignir hennar eru samkvæmt síðunni celebritynetworth.com metnar á rúma 5 milljarða. Rokklingarnir Rokklingarnir voru það allra vin- sælasta hjá ungum krökkum árin 1989–1991. Á þessum árum komu út þrjár plötur með þeim. Rokklingarnir voru ungir krakkar sem sungu gömul dægurlög. Hljómsveitin var gerð að breskri fyrirmynd, Mini Pops frá Englandi sem hafði vakið mikla lukku í heimalandinu. Stofnandi hljómsveit- arinnar var Birgir Gunnlaugsson sem á þessum árum rak BG-útgáfu. Krakk- arnir sem skipuðu Rokklingana komu flestir úr Seljaskóla en þar voru börn Birgis við nám. Í kjölfarið var auglýst eftir fleiri krökkum; hundruð umsókna bárust og nokkrir voru valdir úr. Rokklingunum fylgdi Rokklingaklúbbur sem var aðdáendaklúbbur sveitarinnar en Rokklingarnir urðu gríðarlega vinsælir og áttu stundum fullt í fangi með ágang aðdáenda. Auk Rokklingaklúbbsins var stofnaður Rokkskóli þar sem krökkum var kennt að dansa og syngja eins og Rokklingarnir. Eftir þriðju plötu Rokklinganna var útgáfurétturinn seldur til Skífunnar og eftir það dó sveitin út. Ekkert þeirra Rokklingabarna hafa öðlast mikla frægð á efri árum og létu frægð barnæskunnar greinilega duga. Svala Björgvins Svala er líkt og flestir vita dóttir söngv- arans Björgvins Halldórssonar. Svala byrjaði að syngja opinberlega þegar hún var um 7 ára en þá söng hún á jóla- plötu föður síns og þegar hún var 9 ára söng hún dúett með pabba sínum á annarri jóla- plötu. Líklega þekkja flestir lögin: Ég hlakka svo til og Fyrir jól sem hljóma í viðtækjum landsmanna fyrir jól en þau syngur Svala. Á unglings- aldri gekk Svala í rafhljómsveitina Scope sem átti mikilli velgengni að fagna hérlendis. Árið 2001 skrifaði hún samning við Priority Records og gaf út plötuna The Real Me og samnefnt lag á plötunni sló í gegn í Bandaríkjunum. Svölu var spáð mik- illi frægð vestanhafs en fljótlega eftir að platan kom út fór útgáfufyrirtækið á hausinn. Árið 2005 gaf hún út plötuna Bird of Freedom. Frá árinu 2008 hefur Svala verið í hljómsveitinni Steed Lord ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Þau búa í Los Angeles þar sem þau elta drauminn. Ísland hefur alið af sér fjölmargar barnastjörnur. Sumar hafa haldið áfram í skemmtanabransanum en aðrar sögðu skilið við stjörnu- heiminn þegar komið var fram á fullorðinsár. DV rifjar upp nokkrar eftirminnilegar íslenskar barnastjörnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.