Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 19
Skrýtið 19Vikublað 14.–16. janúar 2014 S umir hafa haldið því fram að manneskjan deyi tvisvar. Í fyrra skiptið þegar hún fer yfir móðuna miklu og aftur þegar einhver nefnir nafn hennar í síðasta skiptið. Mann- eskjan hefur ætíð reynt að svara því hvað verður um hana eftir dauðann og verður þeirri spurningu eflaust ekki svarað í þessari grein. Í staðinn fylgja hér nokkrir molar um dauð- ann og málefni tengd honum. n Svona er dauðinn n Hundrað milljarðar manna hafa látið lífið á jörðinni n Rithönd lækna banvæn  Fyrsta jarðarförin Talið er að sú athöfn að jarða þá látnu megi rekja 350 þúsund ár aftur í tímann. Í Atepurca á Spáni fundust steingervingar af 27 Homo Heidelbergensis, dýra af mannætt, sem eru talin hugsanlegir forfeður Neanderdalsmanna og nútímamannsins.  Ensím og bakteríur éta þig Þremur dögum eftir þú ferð yfir móðuna miklu byrja ensímin sem eitt sinn meltu fæðuna þína að éta þig. Rofnar frumur verða að fæðu fyrir bakteríuflóruna í þörmunum sem gefa frá sér gas sem belgir út líkamann og verður til þess að augun bólgna út.  Hundrað milljarðar Um 7,2 milljarðar manna lifa á þessari jörð í dag en talið er að um hundrað milljarðar manna hafi látið lífið frá því að hinn viti borni maður gekk fyrst á þessari jörðu fyrir um 50 þúsund árum.  150.000 deyja á afmælinu þínu Afmælið þitt er oftast nær einn skemmtilegasti dagur ársins fyrir þig en það á þó ekki við um þá 150 þúsund einstaklinga sem eiga eftir að láta lífið á meðan þú fagnar afmælisdeginum. 1,78 lætur lífið á hverri sekúndu, 107 á hverri mínutu, 6.390 á hverjum klukkutíma, 153 þúsund á hverjum degi, 56 milljónir á hverju ári og 3,9 milljarðar á meðal mannsævi, eða á 70 árum.  Rithönd lækna banvæn Slæm rithönd lækna er sögð verða um sjö þúsund manns að bana á ári hverju. Þetta kom fram í skýrslu bandarísku samtak- anna Academies of Science ś Institute of Medicine árið 2006. Er þetta rakið til þess að lyfja- og hjúkrunarfræðingar skilja ekki rithönd lækna þegar þeir mæla fyrir ráðlögðum skammti lyfja fyrir sjúklinga sína sem hefur orsakað mistök við lyfjagjöf sem leiðir til dauða sjúklinga.  Öflugt rándýr Í skýrslu sem birtist í Marine Policy í fyrra kom fram að mannfólkið slátri um það bil hundrað milljónum hákarla á ári hverju. Á móti kemur að um 12 manns missa lífið á hverju ári í hákarlaárás.  Að deyja úr hlátri Hefur þér einhvern tímann fundist þú vera að deyja úr hlátri? Þú þarft svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur. Slíkur dauðdagi er afar sjaldgæfur og þá oftast nær af völdum hjartaáfalls eða súrefnisskorts. Sagan af gríska heimspek- ingnum Chrysippus sem er sagður hafa dáið úr hlátri eftir að hafa séð asna éta fíkjur er þekkt. Nokkur önnur dæmi eru þekkt, til að mynda taílenski íssalinn Damnonen Saeum sem er sagður hafa dáið úr hlátri í svefni árið 2003, þá 52 ára að aldri. Eiginkona hans náði ekki að vekja hann og er hann sagður hafa misst andann tveimur mínútum eftir að hláturskastið hófst. Talið er að hann hafi annaðhvort látist úr hjartabilun eða einfaldlega kafnað.  Ein á 90 sekúndna fresti Á hverju ári látast 350 þúsund konur af völdum meðgöngu eða barnsburðar. Það er ein kona á 90 sekúndna fresti. „Við missum ekki þessar konur út af sjúk- dómum sem við getum ekki læknað. Við missum þær því samfélögin hafa ekki tekið þá ákvörðun að þeirra líf sé þess virði að bjarga,“ sagði Mahmoud Fathalla, fyrrverandi forseti alþjóðlegra samtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna, um þetta málefni.  35 milljónir á hverri mínútu Að jafnaði deyja 35 milljónir fruma í líkama þínum á hverri mínútu. Á heilum sólarhring eru nokkur skekkjumörk eða um 50 til 70 milljarðar fruma í fullorðnum einstaklingi og 20 til 30 millj- arðar í börnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.