Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Fréttir 3 Mundu að skila atkvæði þínu 22. janúar er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. janúar FLÓABANDALAGIÐ F oreldrum barna sem ættu að byrja á leikskóla í haust og fara í Hraunvallaskóla á Ásvöllum í Hafnarfirði hefur verið tjáð að mikil óvissa sé um hvort börnin fái inni á leikskólanum. Ástæðan er sú að Hraunvallaskóli, það er grunn- skóli með sama nafni á sömu lóð og leikskólinn, er orðinn svo barnmargur að hann þarf að nýta frístandandi hús, eða útihús, fyrir kennslu. Leikskólinn hefur hing- að til haft aðgang að þeim húsum. Komast ekki fyrir Þar með er talsvert minna pláss sem leikskólinn hefur úr að spila og því ekki hægt að bjóða upp á leikskólapláss. Málið er enn til skoðunar að sögn Steinunn- ar Þorsteinsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Steinunn segir í samtali við DV að Hraunvallaskóli, grunnskólinn það er, sé einfaldlega orðinn það stór að ekki sé hægt að koma þar fyrir öllum börnum sem þar þurfa að rúmast. Í ár eru þar tæplega átta hund- ruð börn, en verða níu hundruð á næsta skólaári. Hins vegar eru færri börn á leikskólaaldri í hverf- inu og þeim fer fækkandi. Fyrir barnafjölskyldur gæti þetta þýtt að eitt barn fær pláss á Hamra- völlum, leikskóla í sama hverfi, en annað hjá Hraunvallaskóla. Áfram hjá dagmömmu Líkur eru á því að börnin fái inni á leikskóla í sínu hverfi þ.e. á Hamravöllum, en DV þekkir þó dæmi þess að foreldri hafi feng- ið þau svör að barnið yrði jafnvel að vera hjá dagmömmu áfram, eða sækja leikskóla utan hverfis. Við þetta eru foreldrarnir mjög ósáttir, enda er eldra systkinið í Hraunvallaskóla. Þó leikskólarnir séu í sama hverfinu, eru Hamra- vellir þó talsvert langt frá Hraun- vallaskóla. Ekki mun vera skortur á leik- skólaplássi í Hafnarfirði, en búist er við því að ákvörðun liggi fyrir í kringum miðjan febrúar. n Ekki pláss fyrir börnin Foreldrar ósáttir við að þurfa að leita í marga skóla Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Hraunvallaskóli Grunn- skólinn Hraunvallaskóli er orðin svo stór að minnka þarf leikskólann. Mynd Gunnar GunnarSSon Árni Thoroddsen Benedikt Sigurðarson Framkvæmdastjóri Bjarni Guðmundsson Framkvæmdastjóri Björn Þorláksson Ritstjóri og rithöfundur Böðvar Ingi aðalsteinsson Atvinnubílstjóri dana rún Hákonardóttir Verkefnastjóri davíð Elvar Marinósson Ráðgjafi Edda Björgvinsdóttir Leikari Ester Sveinbjarnardóttir Verkefnastjóri Filipe Carvalho Sölumaður Fjölnir Már Baldursson Kvikmyndagerðamaður Gauti Sigþórsson Lektor Guðjón Pedersen Leikstjóri Guðjón E. Hreinberg Guðmundur Þór Sigurðsson Gunnar Konráðsson Húsasmíðameistari Hallur Guðmundsson Bókavörður Helgi Þorsteinsson Framkvæmdastjóri Hrafn Gunnlaugsson Kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur Hrannar Már Gunnarsson BA í lögfræði Íris alma Vilbergsdóttir Almannatengill Jón Ólafsson Aðstoðarrektor Ketill Gauti Árnason Nemi Kolbrún Halldórsdóttir Framkvæmdastjóri Laufey Guðjónsdóttir Forstöðumaður Magnús Geir Þórðarson Leikhússtjóri Magnús Sigurðsson Almannatengill í ferðaþjónustu Maríanna Friðjónsdóttir Framkvæmdastjóri Magnús Víðisson Sölumaður Michael Jón Clarke Tónlistarmaður Ólafur Páll Gunnarsson Dagskrárgerðarmaður Ólína Þorvarðardóttir Doktor í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði Salvör nordal Forstöðumaður Sigurður Ásgeir Árnason Viðburðastjóri Stefán Jón Hafstein Sviðsstjóri Sveinn Ívar Sigríksson Viðskiptafræðingur Úlfhildur dagsdóttir Bókmenntafræðingur Víðir Benediktsson Blikksmiður og skipstjóri Þorgils Björgvinsson Tónlistarmaður Þ að er ánægjuefni hversu margir reynslumiklir einstaklingar sækja um stöðu útvarpsstjóra. Næsta skref er að fara yfir um- sóknir og meta hvaða umsækjend- ur verða boðaðir í viðtal. Ég bind vonir við að hægt verði að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra fyrir mánaðamót,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður Ríkis útvarpsins ohf. Nú hefur verið birtur listi yfir umsækjendur um stöðu útvarps- stjóra en fresturinn rann út á mið- nætti. Nokkrir þjóðþekktir einstak- lingar eru á meðal umsækjenda. Þar má nefna leikhúsmanninn Magnús Geir Þórðarson, þing- manninn fyrrverandi Ólínu Þorvarðardóttur og kvikmyndaleik- stjórann og fyrrverandi útvarps- stjórann Hrafn Gunnlaugsson. Fleiri þekktir vilja í Efstaleiti því leikkonan Edda Björgvinsdóttir sótti um starfið og Stefán Jón Haf- stein. Heimspekingurinn Salvör Nor- dal er á meðal umsækjenda en hún átti meðal annarra sæti í stjórn- lagaráði. Athygli vekur að útvarps- maðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, vill í stólinn sem Páll Magnússon skildi eftir auðan á dögunum. 40 vilja stöðu útvarpsstjóra Margir reynslumiklir einstaklingar vilja stýra RÚV Listinn í heild sinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.