Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Fréttir 13 í barnaafmælið Bjóðum einnig upp á eggjalausar tertur Skrifstofustjórum fækkar um einn Sjö skrifstofustjórar án mannaforráða í þremur ráðuneytum T il stendur að fækka skrif­ stofustjórum í velferðar­ ráðuneytinu frá og með næstu mánaðamótum. DV greindi frá því fyrir helgi að nokkrir skrifstofustjórar væru starf­ andi í velferðarráðuneytinu og at­ vinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytinu án þess að gegna í raun því starfi. Sérstakur launaflokkur er hjá ríkinu fyrir skrifstofustjóra sem ekki stjórna skrifstofu eða hafa ekki mannaforráð. Í dag eru skrifstofu­ stjórar í þeim þremur ráðuneytum sem til urðu við sameiningu ráðu­ neyta á síðasta kjörtímabili sjö fleiri en skrifstofurnar í ráðuneytunum. Fækkar um einn Skipulagsbreytingar voru gerðar innan velferðarráðuneytisins árið 2012 og fækkaði þá skrifstofum hins nýsameinaða ráðuneytis enn meira frá sameiningu, úr átta í sex. Þegar sú breyting var gerð fækk­ aði skrifstofustjórum hins vegar ekki og urðu tveimur fleiri en skrif­ stofurnar. Þriðji skrifstofustjórinn, sem var raunverulega yfir skrifstofu, fór svo að sinna öðrum verkefnum tímabundið og var annar gerður að skrifstofustjóra í hans stað. Til stendur að fækka í þess­ um hópi og taka titilinn af öðrum þeirra tveggja skrifstofustjóra sem misstu skrifstofu sína við skipulags­ breytingarnar. „Frá og með næstu mánaðamótum mun annar þeirra fá stöðu sérfræðings í ráðuneytinu en staða hins skrifstofustjórans verður óbreytt að sinni,“ segir í svari Margrétar Erlendsdóttur, upplýs­ ingafulltrúa velferðarráðuneytisins, í svari við fyrirspurn DV um málið. Átti að spara milljónir Þetta er í samræmi við það sem lagt var upp með í breytingunum. Til stóð að þeir umframskrifstofu­ stjórar sem væru eftir í ráðuneyt­ unum við sameiningu og endur­ skipulagningu þeirra yrðu gerðir að sérfræðingum. Ekki átti að fækka starfsfólki þó að breytingarnar ættu að skila umtalsverðum sparnaði vegna launakostnaðar. Fækkun skrifstofustjóranna var stærsta breytingin á yfirstjórnum ráðuneyt­ anna en auk þeirra fækkaði ráð­ herrum og ráðuneytisstjórum um þrjá auk aðstoðarmanna. Ætlað var að sparnaðurinn með þessum breytingum yrði 140 milljónir á ári. Ekki liggur fyrir hvort að sömu breytinga sé að vænta í atvinnu­ vega­ og nýsköpunarráðuneytinu en þar starfa fimm skrifstofustjór­ ar án þess að vera yfir skrifstofu eða hafa mannaforráð. Ekki var búið að svara fyrirspurn DV um hvort til stæði að fækka skrifstofustjórum þegar þetta er skrifað. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tveir húsbóndar Þegar ný ríkisstjórn tók við voru tveir húsbóndar skipaðir yfir velferð- arráðuneytinu. Kristján Þór Júlíusson er heilbrigðisráðherra en Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. Hætti sem fanga- vörður eftir áreitni n Gerandi enn að störfum n Ekki sendur í leyfi aðeins áminntur n Telur sér hafa verið bolað úr starfi Árið 2013 kom út skýrsla sem sýndi að konur ættu mikið undir högg að sækja innan lögreglunnar á Íslandi. Heim- ildarmenn DV segja að tímabært sé að vinna slíka skýrslu varðandi fangaverði á Íslandi. Í skýrslunni, sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir tók saman, kemur fram að skortur sé á jafnrétti í lögreglunni, lögreglumenn, kvenkyns og karlkyns, upplifa einelti í vinnunni og konur upplifa í miklu mæli kynferðislega áreitni, Í niðurstöðum skýrslunnar segir að ljóst sé að jafnrétti í lögreglunni sé ábótavant. Vinnumenning lögreglunnar sé körlum hliðhollari en konum. Nær engin kona er í efstu starfsstigum lögreglunnar, og virð- ast þær hafa minni aðgang að þeim þrátt fyrir að þær sækist eftir aukinni ábyrgð til jafns við karla. Konur verða því ekki fullir þátttakendur í öllum hliðum lögreglu- starfsins, þar sem konur hafa ekki að- gengi að efstu stigum eða félagslegum hliðum starfsins. Í skýrslunni kemur fram að lögreglumenn, karlar og konur, upplifi í miklum mæli einelti, eða tveir af hverjum tíu lögreglumönnum, og konur upplifa í miklu mæli kynferðislega áreitni, eða þrjár af hverjum tíu konum. Margar lýstu því hvernig þeim reyndist erfitt að starfa áfram eftir að kynferðisofbeldi kom upp, nánast ógerningur. Kona sem hætti vegna kynferðis- legrar áreitni lýsir því sem svo: „Mér var bara farið að líða svo illa í vinnunni. Ég bara gat ekki meikað þetta. Ég bara gat ekki verið á vakt með honum. […] Ég var í ár hjá sálfræðingi þarna eftir, að díla við reiðina og pirringinn. Og þú veist, ég var búin að gera mér svo miklar vonir og væntingar. Þó að allt var eins og það var hjá löggunni þá langaði mig, þá var maður búin að byggja upp svo miklar skýjaborgir varðandi framtíðina. Og svo var það bara allt rifið undan manni. […] Það var búið að taka allt frá manni sem maður ætlaði, vildi og langaði.“ Funduðu Margrét og konan funduðu vegna málsins, en konan telur að hún hafi ekki notið nægs stuðnings. Getur ekki tjáð sig Páll getur ekki tjáð sig um einstök mál, en segir að verkfærin séu þrjú, tiltal, áminningu og brottrekstur. Mæta glerþaki í lögreglunni „Ég bara gat ekki meikað þetta“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.