Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 14.–16. janúar 20142 Fréttir Fjallað um lekamálið í Sviss Greint frá því í Ticino News að Tony Omos haldi til í Sviss S vissneski miðillinn Ticino News fjallar um það að innan­ ríkisráðherra Íslands, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem og starfsmenn innanríkisráðuneytisins, hafi verið kærð fyrir leka persónu­ upplýsingum um hælisleitendur. Greint er frá því að Tony Omos, hæl­ isleitandinn sem kærði lekann til lög­ reglu, hafi dvalið í Sviss eftir að hon­ um var vísað frá Íslandi. Í umfjöllun Ticino News segir að ráðherrann hafi ekki viljað tjá sig um málið og að lög­ regla eigi eftir að ákveða hvort það verði rannsakað frekar. Í greininni kemur fram að Tony geti ekki sótt um hæli í Sviss þar sem hann sé á ábyrgð íslenskra stjórn­ valda þar sem umsókn hans um hæli hafi verið í ferli hér á landi í næstum tvö ár. Þá er greint frá því að Tony hafi haldið til á lestarstöð í Bellinzona dagana fyrir jól eða þangað til hann fékk inni hjá kunningja sínum í Basel. Ticino News greinir jafnframt frá því að Tony óttist um líf sitt verði hann sendur aftur til Nígeríu, enda hafi þær ásakanir sem fram komu í minnisblaði innanríkisráðuneytis­ ins, ratað til heimalands hans. Vitnað er í viðtal DV við Tony þar sem hann sagði að búið væri að rústa mann­ orði hans. Í niðurlagi umfjöllunar Ticino News segir að Tony fái ekki hæli á Íslandi, nema þá mögulega ef rannsókn málsins leiði í ljós að ráð­ herrann beri ábyrgð í lekamálinu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðl­ um undanfarna daga bíður ríkissak­ sóknari svara frá ráðuneytinu vegna málsins. n jonbjarki@dv.is Frétt á ítölsku Frétt Ticino News er á ítölsku en miðillinn er starfræktur í héraðinu Ticino sem er ítölskumælandi og sunnarlega í Sviss. Borgin styrkir björgunarsveitir Jón Gnarr borgarstjóri og full­ trúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu á mánudag styrktar­ samning. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunar­ sveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Samtals nemur fjár­ hæðin 30 milljónum króna, á þremur árum, og er hún greidd óskipt til styrkþega og skulu þeir sjá um að skipta styrknum á milli sín skv. sérstöku samkomu­ lagi þar um. n Aðalmeðferð Stokkseyrarmálsins hélt áfram í gær A ðalmeðferð í Stokkseyrar­ málinu svokallaða hélt áfram í gær, en þá komu fimm vitni fyrir dóminn auk þess sem upptaka af yfirheyrslu lögreglu var spiluð. Einstaklingurinn sem þá var yfir­ heyrður er nú látinn. Tvö vitn­ anna töluðu símleiðis frá útlönd­ um, annars vegar faðir Stefáns Loga Sívarssonar og einnig vinkona fyrr­ verandi sambýliskonu Stefáns Loga. Þá bar maður vitni, en hann var hús­ ráðandi hússins sem sakborningarn­ ir áttu að hafa farið með fórnarlamb­ ið í á Stokkseyri. Einnig bar vinkona þeirra vitni, en hún hafði verið með Stefáni Loga kvöldið sem árásin á að hafa átt sér stað. Klæddur í ruslapoka og bundinn við burðarbita Frásögn húsráðandans passar að flestu leyti við framburð fórnar­ lambsins. Einn sakborninganna, Davíð Freyr, hringdi í hann og sagðist vera á leiðinni. Hann hafi komið ásamt tveimur öðrum, fé­ laga sínum og fórnarlambinu. Þeir hafi greinilega verið að rífast og húsráðandinn vildi ekki skipta sér af, svo hann fór inn í eldhús á meðan hinir voru í stofunni. Hann heyrði umrót í stofunni og kjallara, áður en Davíð Freyr og félagi hans hafi komið og sagt að þeir þyrftu að fara. „Ég vissi þá strax að sá slasaði væri í kjallaranum, hringdi í Davíð og spurði hvað væri í gangi. Hann sagði manninn vera þar og að ég mætti sleppa honum. Ég lét hann hafa klink, kom honum á bens­ ínstöð og sagði honum að drífa sig í burtu.“ Maðurinn var aðeins íklæddur í svartan ruslapoka í kjall­ aranum, þar sem hann var bund­ inn við burðarbita. „Farðu, farðu, farðu“ Faðir Stefáns Loga sagðist hafa verið í húsnæði í Hafnarfirði kvöldið sem árásin átti sér stað, en þangað komu mennirnir með fórnarlömbin tvö. Annað fórnarlambið, sem hér verð­ ur kallaður Árni, hafði sagt Stefáni Loga frá því að hitt fórnarlambið hefði sofið hjá fyrrverandi sambýl­ iskonu hans. Faðir Stefáns Loga, hvatti Árna til þess að koma sér í burtu og sagði hann ekki hafa verið í haldi sakborninganna. „Ég sagði við hann: Farðu, farðu, farðu, þú lendir í vandræðum ef þú ferð með þeim. Hann hlustaði ekki á mig, það var eins og hann vildi vera þarna í vandræðunum.“ Þá sagði hann Stef­ án Loga ekki hafa verið lengi í hús­ næðinu, ekki nema kannski hálf­ tíma. Einnig sagði hann að enginn þeirra hefði verið edrú. „Það voru allir útúrdópaðir á einhverju stera­ kjaftæði. Það var enginn með sjálf­ um sér.“ Setti hettuna á sig og sneri sér undan Vinkona ákærðu sagðist hafa verið með Stefáni Loga í samkvæmi í Breiðholti umrætt kvöld. Hann hafi farið inn í herbergi með Árna, og hún heyrði að þeir voru að rífast. Stefán bað hana um að koma inn til sín, en þegar hún kom inn sá hún að þeir voru að rífast, setti upp hettu, sem var á úlpunni, og sneri sér út í horn. Sagðist hún hafa verið í kvíða­ kasti allan daginn og var að fara á taugum við að fylgjast með þessu. Hana minnti þó að hún hefði séð Árna liggjandi þar sem hann bað Stefán fyrirgefningar, en hún vissi þó ekki af hverju. Vitnaleiðslum er lokið í málinu en munnlegur málflutningur fer fram 21. janúar næstkomandi. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Ég lét hann hafa klink, kom hon- um á bensínstöð og sagði honum að drífa sig í burtu. „Það voru allir útúrdópaðir“ Mætti ekki Stefán Logi, Stefán Blackburn og Davíð Freyr mættu ekki fyrir dóminn í gær. Mynd SigTRygguR ARi Tróð saur upp í samfanga Baldur Kolbeinsson hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérlega hrottafengna líkams­ árás á samfanga sinn í útivistar­ garði Litla­Hrauns þann 10. maí í fyrra. Baldur er ákærður fyrir að hafa veist að samfanga, sem dæmdur hafði verið fyrir kynferð­ isbrot gegn barni, þar sem hann sat á bekk. Tekið um höfuð hans „makað og troðið saur í andlit hans og munn og því næst slegið hann tvisvar til þrisvar í höfuð og líkama,“ eins og það er orðað í ákæruskjali. Þolandinn hlaut bólgna vör, eymsli í brjóstkassa og tognun í hægri öxl við árásina og krefst einnar milljónar króna í miskabætur í málinu. Framleiðsla hvalabjórs stöðvuð Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur stöðvað framleiðslu á hvalabjór Steðja. Framleiðsla á bjórnum hófst fyrir stuttu en brugghúsið Steðji í Borgarfirði ætlaði að setja hann á markað fyrir þorrann. RÚV greinir frá ákvörðun heil­ brigðiseftirlitsins en þar segir að heilbrigðiseftirlitið leyfi ekki notkun hvalamjöls sem notað er í framleiðsluna, um eitt kíló í hverja tvö þúsund lítra lögun. Hvalmjölið, sem er úr hvalbeini, má ekki nota sem fóður fyrir skepnur til manneldis. Dagbjartur Ingvar Arilíusson, eigandi Steðja, segir í samtali við RÚV að brugghúsið muni hlíta niðurstöðu matvælaeftirlitsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.