Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 14.–16. janúar 201410 Fréttir Fjöldahandtökur og harka lögreglunnar n Hvert hneykslismálið á fætur öðru n Harka áberandi í garð hælisleitenda n 32 kærur gegn lögregluþjónum n Lögreglustjóri sæmdur fálkaorðunni Á rið 2013 var stormasamt ár í sögu lögreglunnar á Íslandi. Hvert hneykslið á fæt­ ur öðru skók löggæsluyfir­ völd. Sum málanna snerust um framgöngu einstakra lögreglu­ þjóna en önnur eru alvarlegri og benda til þess að víða sé pottur brotinn hjá stofnuninni sjálfri. Má þar nefna fjöldahandtökur og áreiti í garð hælisleitenda, ótrúlega hörku gagnvart mótmælendum og skort á sjálfseftirliti hjá lögregluembætt­ um. Þrjátíu og tvær kærur bárust ríkis saksóknara vegna meintra brota lögreglumanna í starfi á árinu 2013. Helmingur lögreglumanna á landinu vinnur á höfuðborgarsvæð­ inu en þaðan komu flestar kærurn­ ar. Oftast er kært vegna harðræðis við handtöku og húsleit. Í fyrra bár­ ust 27 kærur vegna lögreglumanna en engin þeirra endaði með ákæru. Ýmsir af atburðum ársins benda til þess að sjálfseftirliti lög­ reglunnar sé stórlega ábótavant. Þá má til dæmis nefna að þegar lögreglumaðurinn Kristján Örn Kristjánsson kastaði drukkinni konu á bekk við Laugaveg kom í ljós að hann hafði áður verið staðinn að alvarlegum brotum í starfi án þess að vera dreginn til ábyrgðar. Fjallað er um fleiri dæmi hér til í ítarefni. Mörg þeirra vekja upp þá spurn­ ingu hvort stofnanir sem hafa eft­ irlitsskyldu gagnvart lögreglu þurfi ef til vill að beita heimildum sín­ um í auknum mæli. Þannig mætti efla aðhaldið og koma í veg fyr­ ir að lögreglan fari ítrekað út fyrir þau takmörk sem löggjafinn hefur sett henni. Þótt lögregluofbeldið sé alvarlegast er ýmislegt annað við verklag lögreglu sem þarfnast umfjöllunar og umræðu. Hér verð­ ur því ekki einungis fjallað um of­ beldi, heldur einnig stórkostleg afglöp og vanrækslu, auk athyglis­ verðra áherslna og yfirlýsinga, sem vöktu athygli árið 2013. n Lét Karl Vigni óáreittan 9. janúar Kastljós greinir frá því að lögreglan hafi haft myndband af játningum barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar undir hönd­ um í þrjár vikur án þess að aðhafast nokkuð. Lögregla hafði engin af­ skipti af Karli Vigni fyrr en daginn eftir að Kastljós hóf umfjöllun um brot hans. Lögreglan leynir gögnum 9. janúar Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kemst að þeirri niðurstöðu að Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgar­ svæðinu, hafi ekki verið heimilt að leyna skýrslu lögreglunnar um bú­ sáhaldabyltinguna fyrir almenn­ ingi. Nefndin taldi rökstuðningi lögreglustjórans ábótavant þegar hann synjaði bloggaranum Evu Hauksdóttur um aðgang að skýr­ slunni. Starfaði áfram þrátt fyrir þrjár barnaníðskærur 10. janúar Fréttatíminn greinir frá því að lögreglumaður, sem þrívegis var kærður fyrir að misnota ungar stúlkur, hafi aldrei verið leystur undan vinnuskyldu meðan rann­ sókn málanna stóð yfir. Lögreglan vísar til þess að ríkissaksóknari hafi ekki getað afhent ríkislögreglustjóra rannsóknargögn málsins. Lögreglan vill halda áfram að refsa hælisleitendum 28. febrúar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvetur til þess í umsögn við frumvarp til útlendingalaga að íslensk stjórn­ völd haldi áfram að refsa hæl­ isleitendum fyrir framvísun fals­ aðra skilríkja enda þótt 31. grein flóttamannasamnings Sam­ einuðu þjóðanna kveði á um bann við því að hælisleitendum sé refsað fyrir ólöglega komu til landsins. Pia Prytz Phiri, fram­ kvæmdastjóri umdæmisskrif­ stofu Flóttamannahjálpar Sam­ einuðu þjóðanna í Norður­Evrópu, hefur gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að fara á svig við þetta ákvæði og frumvarp til nýrra útlendingalaga miðaði meðal annars að því að bæta úr því. Lögreglan bregður sér í hlutverk leigubílstjóra 28. júlí Kvartað er undan því að lögreglumenn bregði sér í hlutverk leigubílstjóra og keyri ungt fólk með fulla poka af áfengi í Byggðar­ enda í Reykjavík. Nágrannar furð­ ast háttsemina en lögreglan í Reykjavík gerir lítið úr kvörtuninni á Facebook­síðu sinni. Greiningardeildin vill meira eftirlit 30. júlí Greiningardeild ríkislög­ reglustjóra lýsir yfir áhyggjum af því að vestrænt fólk sem ferðast til stríðshrjáðra svæða geti komist í kynni við öfgasinnaða hugmynda­ fræði og framið hryðjuverk. Í skýrslu sinni hvetur greiningardeildin til aukins eftirlits og kvartar undan því að möguleikar íslenskrar lögreglu til að fyrirbyggja hryðjuverk séu minni en á hinum Norðurlöndunum. Barn ákært fyrir að leyfa ekki vændi 11. október DV greinir frá því að lög­ reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ákært 16 ára stúlku fyrir fjársvik eftir að hún ákvað að stinga af með 20 þúsund krónur sem átti upphaf­ lega að vera gjald fyrir kynlíf. Málið fór alla leið til Hæstaréttar sem vís­ aði málinu frá dómi. Ákæran vakti mikla hneykslan, enda erfitt að túlka málið öðru vísi en svo að verið væri að ákæra barn fyrir að leyfa ekki full­ orðnum manni að misnota sig kyn­ ferðislega. Ólöglegt er að kaupa vændi af barni. Ráðinn aftur gegn vilja sýslumanns 9. nóvember DV greinir frá því að lögreglumaður á Blönduósi, sem var í september 2010 ákærður fyr­ ir kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára stúlku, hafi verið ráðinn aftur til starfa gegn vilja sýslumannsins á Blönduósi sem óskaði eftir að ann­ ar maður yrði ráðinn. Ríkislögreglu­ stjóri skipaði í stöðuna og eru margir bæjarbúa á Blönduósi ósáttir. Dómari áreittur á flugvelli 17. nóvember Lögreglumenn á Suðurnesjum áreita spænskan knattspyrnudómara og aðstoðar­ menn hans á flugvelli og gorta af því á Facebook. Þar kemur fram lög­ regluþjónarnir hafi ekki verið hrifn­ ir af dómgæslunni og því hafi dóm­ arinn fengið skömm í hattinn. Greiningardeild í njósna- samstarfi við Bandaríkin 17. nóvember DV birtir ítarlega út­ tekt um samstarf greiningardeild­ ar ríkislögreglustjóra við grunsam­ legt leyniþjónustuapparat sem allt bendir til þess að sé á vegum banda­ rískra stjórnvalda. Í leyniskjölum WikiLeaks kemur fram að grein­ ingardeildin hafi verið „einstak­ lega samvinnuþýð“ þegar kemur að stuðningi og því að láta sendiráði Bandaríkjanna í té upplýsingar. Rík­ islögreglustjóri neitar að svara fyrir­ spurnum DV um eðli samstarfsins við Bandaríkin. Sérsveitin skýtur geðveilan mann til bana 2. desember 59 ára maður er skot­ inn til bana af sérsveitarmönnum á heimili sínu í Hraunbæ. Þetta er í fyrsta skipti í sögu lögreglunnar sem hún banar manni. Maðurinn hét Sævar Rafn Jónasson og hafði lengi átt við geðræn vandamál að stríða. Á fundi með blaðamönnum lýsti lögreglan atburðarásinni þannig að maðurinn hefði skotið á lögreglu­ menn sem hafi brugðist við með því að skjóta á móti. Hann lést af sárum sínum á gjörgæslu. Margir af stærstu fjölmiðlum í Bretlandi, Bandaríkjun­ um og víðar fjölluðu um atburðinn. Lásasmiðir lagðir í stórhættu 4. desember RÚV greinir frá því að lásasmiður frá Neyðarþjónustunni hafi verið í stórhættu þegar hann var kallaður til af lögreglu til að opna læsingu að íbúð byssumannsins í Hraunbæ. Hann var óvarinn og opnaði læsinguna á meðan lögreglumenn knúðu dyra með hlífðarskjöld sér til varnar. Annar lásasmiður gagnrýndi starfsaðferðir lögreglu í Facebook­færslu og sagðist sjálfur hafa verið settur í stórhættu þegar hann var beðinn um að opna íbúðir í tengslum við fíkniefnamál. Lögreglumenn hafi verið í skotheld­ um vestum en ekki hann sjálfur. Störf lögreglunnar rötuðu iðulega í fjölmiðla á nýliðnu ári Jón Bjarki Magnússon Jóhann Páll Jóhannsson jonbjarki@dv.is / johannp@dv.is Hátt settir Hér má sjá Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Sá fyrrnefndi var sæmdur riddarakrossi af forseta Íslands fyrir störf sín á árinu 2013. Mynd Sigtryggur Ari Eldri borgarar teknir Harka lögreglunnar gagnvart mótmælendum í Gálgahrauni vakti athygli, ekki síst þegar gamalli konu var hrint ofan í gjótu. Mynd Sigtryggur Ari Harkaleg handtaka Lögregluofbeldið á Laugaveginum vakti athygli, enda náðist atvikið á myndband.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.