Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 28.–30. janúar 20148 Fréttir
É
g hætti hjá flokknum. Ég
mun ekki og vil ekki vinna
með Láru,“ segir einn efni-
legasti listdansari þjóðar-
innar sem er hættur hjá Ís-
lenska dansflokknum vegna erfiðra
stjórnunarhátta listræns stjórnanda
flokksins, Láru Stefánsdóttur.
Reykjavík vikublað segir frá því
að tveir vinnustaðasálfræðingar
hafi verið fengnir að málinu og
segir enn fremur að tveir dansar-
ar flokksins hafi hætt hjá flokknum
vegna ástandsins. Öruggar heim-
ildir DV herma hins vegar að flótti
frá flokknum sé enn frekari og allan
megi hann rekja til samstarfsörð-
ugleika við Láru. Alls fimm starfs-
menn flokksins flýja flokkinn.
Í samtölum við nokkra þeirra
kemur fram að erfiðleikarnir felist
í illri meðferð, vondum stjórn-
unarháttum og slæmum samskipt-
um sem líkja mætti við einelti.
Starfsmenn lýsa enn fremur ótta
um vinnuöryggi og afkomu enda er
á Íslandi aðeins rekinn einn dans-
flokkur á vegum hins opinbera og
starfsmannalög gera brottvikningu
forstöðumanna nánast ókleifa.
Tjá sig ekki
Fyrst var sagt af erfiðleikum í Ís-
lenska dansflokknum í Reykjavík
vikublaði. Ekki náðist í Láru Stef-
ánsdóttur, listrænan stjórnanda
flokksins, við vinnslu þessarar frétt-
ar. Aðrir starfsmenn og dansarar
sem starfa við flokkinn vildu ekki
greina frá erfiðleikunum að öðru
leyti en því að þeir væru miður sín
vegna erfiðleikanna. Flestir virðast
hafa einhverja trú á því að á erfið-
leikunum finnist lausn ef allir leggj-
ast á eitt.
Lára Stefánsdóttir er einn helsti
danshöfundur landsins og fyrrver-
andi skólameistari Listdansskóla Ís-
lands. Hún var sjálf fastráðin við Ís-
lenska dansflokkinn um árabil og
dansaði þá oft burðarhlutverk í sýn-
ingum flokksins. Hún hefur unnið til
fjölda viðurkenninga og verðlauna
fyrir verk sín og er án efa einn besti
dansari og danshöfundur landsins,
þrátt fyrir að nú knýi erfiðleikar dyra.
Henni er lýst sem ástríðumanneskju
sem brenni fyrir danslistina en erf-
iðara reynist henni að vinna að sam-
skiptum sem einkennast af trausti
og virðingu. Taka skal fram að átök
sem þessi eru ekki óþekkt þegar nýir
stjórnendur taka við liststarfi.
Frumsýning í skugga erfiðleika
Athygli vekur að málefni starfs-
manna flokksins komu fyrst til kasta
menningar- og menntamálaráðu-
neytis fyrir um hálfu ári.
Enn eru þau í ólestri og mikil
vanlíðan vegna erfiðleikanna.
Vanlíðanin brýst að sögn heim-
ildarmanns DV út í því að dansarar
og starfsmenn hringja sig inn veika.
Framundan er viðamikil sýning hjá
flokknum. Þann 3. febrúar næstkom-
andi verður frumsýndur svonefndur
Þríleikur og því ljóst að brýnt er að
leysa úr brestinum.
Magnús Ragnarsson, aðstoðar-
maður menntamálaráðherra, segir í
samtali við blaðamann allt gert sem
ráðuneytinu er mögulegt til að finna
farsæla lausn á málinu.
Sérfróðir fagaðilar hefðu verið
fengnir til aðstoðar og lausnin væri
í sjónmáli. Hann baðst eins og aðr-
ir frá því að tjá sig um málefni starfs-
manna flokksins. Slíkt væri honum
ekki mögulegt.
Lög takmarkandi
Staðreyndin er sú að stjórnvöld hafa
takmörkuð úrræði þegar kemur að
mannauðsstjórnun. Kveðið er á um
réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins í lögum nr. 70/1996 (starfs-
mannalög). Lögin ná til allra þeirra
sem starfa hjá ríkinu nema forseta,
ráðherra, alþingismanna og starfs-
manna opinberra hlutafélaga í eigu
ríkisins.
Ríkisstarfsmenn njóta verndar í
starfi umfram launþega á almenn-
um vinnumarkaði. Verndin er fólgin
í því að ef starfsmaður brýtur af sér
með einhverjum hætti eða sýnir af
sér háttsemi sem ekki er talin sam-
ræmast starfinu eða árangur hans
er ófullnægjandi, fær hann tækifæri
til að bæta ráð sitt áður en honum er
sagt upp. Verndin er enn ríkari fyrir
forstöðumenn opinberra stofnana,
svo rík að nánast er ómögulegt að
knýja fram starfslok þrátt fyrir slæ-
lega frammistöðu.
Aðeins þrjár áminningar
Rökin fyrir því að ríkisstarfsmenn
eigi að njóta verndar eru að þeir geti
sinnt skyldum sínum án þess að ótt-
ast þrýsting sem felst í yfirvofandi
uppsögn. Þannig er tryggt að þeir
verði til að mynda ekki fórnarlömb
geðþóttaákvarðana.
Þessi sérstaka vernd sem ríkis-
starfsmenn og embættismenn njóta
getur komið niður á starfsemi ríkis-
stofnana og svo virðist vera um starf-
semi Íslenska dansflokksins.
Forstöðumenn geta beitt áminn-
ingu. En liggi vandinn hjá forstöðu-
manni er það viðkomandi ráðuneyti
sem stofnunin heyrir undir sem beit-
ir slíkum úrræðum.
Áminning er úrræði sem afar
sjaldan er beitt. Á tímabilinu 2004
til 2009 voru aðeins þrír forstöðu-
menn opinberra stofnana áminntir. Í
engum þeirra tilvika leiddi áminning
til uppsagnar eða starfsloka.
Óhæfir njóta ríkrar verndar
Ríkisendurskoðun vann skýrslu um
mannauðsmál ríkisins og skilaði
henni í janúarmánuði 2011. Í henni
er greint frá stöðu mála og því að
það ferli sem reglur starfsmanna-
laga mæla fyrir um og varðar áminn-
ingar og starfslok sé þunglamalegt
og tímafrekt.
Það leiði til þess að starfsmenn og
forstöðumenn sem gerast brotlegir
í starfi eða eru óhæfir til að gegna
embætti öðlist ríkari vernd en til var
ætlast. Til að unnt sé að segja starfs-
manni upp þarf hann að hafa brotið
af sér tvívegis með líkum eða sama
hætti. Ekki má heldur líða of langur
tími á milli brotanna því þá er hætta
á að hið fyrra teljist fyrnt. Þá þarf að
áminna starfsmanninn upp á nýtt og
þannig koll af kolli.
Þannig getur einn og sami starfs-
maðurinn, eða forstöðumaðurinn,
safnað áminningum án þess að unnt
sé að segja honum upp. Niðurstaða
skýrslunnar er að það þurfi að breyta
lögum um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins og einfalda reglur
þeirra um starfslok. Endurskoða
þurfi ferli um áminningar.
Með feril dansara í hendi sér
Í skýrslu ríkisendurskoðunar er kast-
ljósinu fremur beint að starfsmönn-
um en ekki forstöðumönnum. Þeir
starfsmenn dansflokksins sem blaða-
maður ræddi við í trúnaði segjast
gagnrýna það fyrirkomulag að nánast
ómögulegt sé að segja upp forstöðu-
manni opinberrar stofnunar. Vald list-
ræns stjórnanda og forstöðumanns,
í þessu tilviki, Íslenska dansflokksins,
sé nánast ótakmarkað gagnvart þeim
dönsurum sem hafa unnið sér það til
að starfa í flokknum. Enginn annar
dansflokkur er rekinn á vegum hins
opinberra og því að fáu að hverfa.
Dansararnir hafa margir stefnt að því
að dansa með flokknum frá barns-
aldri. Ferill þeirra og starfsöryggi er að
miklu leyti á valdi stjórnanda flokks-
ins. „Hún hefur þau öll í hendi sér. Það
er ekki sem áður, að það ríki traust og
virðing. Allt slíkt er á burt,“ segir einn
heimildarmanna blaðsins og segir
andrúmsloftið hafa verið vont síðan
Lára tók við flokknum af fyrri stjórn-
anda, Katrínu Hall. n
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Dansarar flýja
„
Traust og
virðing.
Allt slíkt
er á burt.
n Erfiðleikar í samstarfi hjá Íslenska dansflokknum n Átök og vanlíðan„Hún hefur
þau öll í
hendi sér
Fá úrræði
í lögunum
Nú er maður skipaður eða settur í emb-
ætti og ber þá að líta svo á að hann skuli
gegna því þar til eitthvert eftirgreindra
atriða kemur til:
1. að hann brýtur af sér í starfinu svo að honum
beri að víkja úr því;
2. að hann fullnægir ekki lengur skilyrðum 6. gr.;
3. að hann fær lausn samkvæmt eigin beiðni,
sbr. 37. gr.;
4. að hann fær lausn vegna heilsubrests, sbr. 30. gr.;
5. að hann hefur náð hámarksaldri, sbr. 33. gr.;
6. að skipunartími hans skv. 23. gr. er runninn
út, nema ákvæði 2. mgr. eigi við;
7. að setningartími hans skv. 24. gr. er runninn út;
8. að hann flyst í annað embætti, sbr. 36. gr.;
9. að embættið er lagt niður, sbr. 34. gr.
Lög nr. 38/1954, um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins.
Lára Stefánsdóttir
Samstarfsörðugleikar
Láru við starfsmenn
flokksins hafa komið til
kasta menningar- og
menntamálaráðuneytis.
Tveir vinnustaðasál-
fræðingar hafa verið
fengnir að borðinu.
Vanlíðan, flótti
og veikindi
Heimildarmenn
DV lýsa bágbornu
ástandi í Íslenska
dansflokknum.
Öllum mögulegum
ráðum er beitt til
lausnar á vandanum.
Myndir SiGTryGGur Ari