Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 11
Vikublað 28.–30. janúar 2014 Fréttir 11 Einhverjir voru handteknir þá þegar á meðan aðrir ákváðu að færa sig út fyrir keilurnar sem mörkuðu vinnu­ svæðið eins og lögreglan hafði beðið um. Fólk var vel búið, jafnvel með nesti í fórum sínum og sumir sungu söngva. Áttu margir þeirra sem DV ræddi erfitt með að skilja hvers vegna allt þetta lögreglulið var samankomið. Þegar fólk hafði komið sér fyrir á svæði fyrir utan keilurnar, var vinnu­ svæðið hins vegar fært til á nýjan leik með aðstoð lögreglunnar og fólki því gert að yfirgefa svæðið að nýju. Þannig gekk þetta þar til búið var að handtaka meirihluta þeirra sem tóku þátt í mótmælunum. „Það eru dóms­ mál í gangi þar sem lögmæti þessara framkvæmda er dregið í efa, en samt halda ráðherrann, meirihluti bæjar­ stjórnar í Garðabæ og Vegagerðin þessu áfram,“ sagði Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, og fjölmiðlamaður, í sam­ tali við DV. Hann var síðar handtek­ inn en er ekki á meðal þeirra ákærðu. Bannað að sitja á steini Reynir Ingibjartsson, þáverandi for­ maður Hraunavina, sat á stórum steini í hraunjaðrinum þann 21. október þegar blaðamaður DV tók hann tali: „Við erum hér á ósnortnu hrauni og við hljótum að mega vera þar.“ Hann var með kaffibrúsa í höndunum og tárvot augu þegar hann sagði frá því hvers vegna hraunið væri honum svona kært. „Ég er náttúrlega bara sem krakki alinn upp við það að leika mér í hrauni, þannig að mér hefur alltaf verið hraun afar kært. Það er bara ömurlegt að þetta skuli vera að gerast á árinu 2013.“ Aðspurður hvort þetta væri kannski í síðasta skipti sem einhver ætti eftir að sitja á þessum stað, á meðan hraunið væri ósnortið, sagði hann: „Nei, nei, það er ekki í síðasta skipti, við vinnum þetta stríð.“ Hann var stuttu síðar handtekinn þar sem hann sat, af fjórum lögreglumönnum, og settur í varðhald. Klukkustund eftir samtalið hafði jarðýta vegagerðarinn­ ar grafið hraunið í sundur, á nákvæm­ lega þeim stað þar sem Reynir hafði setið með kaffibrúsann sinn. Reynir er ekki á meðal þeirra ákærðu. „Í andstöðu við réttarríkið“ Mótmælt var fyrir utan inn­ anríkisráðuneytið daginn eftir handtökurnar eða þann 22. október. „Dómstólar munu á næstunni kveða úr um lögmæti nýs Álftanesvegar. Það er hrein lögleysa að leyfa eyði­ leggingu hraunsins á meðan dóm­ stólar hafa ekki kveðið upp úrskurð sinn. Einnig er það í hróplegri and­ stöðu við réttar ríkið að Vegagerðin telji sig ekki þurfa að bíða niðurstöðu dómstóla. Er Vegagerðin ríki í ríkinu? Hafin yfir lög og rétt og hvernig leyfist henni að reka jarðýtur og gröfur með offorsi yfir ósnortið land sem Alþingi telur að eigi að friða,“ sagði Gunn­ steinn Ólafsson, einn Hraunavina, í ræðu sinni. Mótmælendur voru handteknir á grundvelli 19. greinar lögreglulaga sem snýr að því að hægt sé að hand­ taka fólk fyrir að hlýta ekki fyrirmæl­ um lögreglu: „19. gr. Skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lög­ reglan gefur, svo sem vegna umferðar­ stjórnar eða til þess að halda uppi lög­ um og reglu á almannafæri.“ n 2 6 8 „Það er ekki hægt að taka þennan rétt af okkur og ríkisvaldið verður að virða það. Undir lögregluvernd Jarðýta ryður sig í gegnum hraunið undir lögregluvernd. n Níu ákærð vegna mótmæla í Gálgahrauni n Stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla, segir lögmaður Þau eru óvinir ríkisins 1 Ragnhildur Jónsdóttir53 ára, myndlistarmaður og eigandi Álfagarðsins í Hellisgerði „Manni finnst þetta auðvitað fáránlegt í ljósi þess að ég taldi mig búa í lýðræðisríki þar sem allir mættu mótmæla. Ég hafði aldrei tekið þátt í mótmælum fram að þessu og hef alltaf upplifað mig í sama liði og lögreglan. Þarna voru lögreglumenn í vestum, með kylfur, handjárn og gasbrúsa. Við upplifðum þá hreinlega sem vopnaða þannig að þetta var mjög ógnvekjandi. Þegar her lögreglumanna er sendur á friðsama mótmæl- endur finnst manni það mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið. En það er kannski ennþá tækifæri fyrir yfirvöld að sjá að sér og draga þessar kærur til baka.“ 2 Sesselja Guðmundsdóttir66 ára félagsliði „Það er auðvitað ótrúlegt að þurfa að standa í þessu. Mér brá mjög við handtökuna en ég er ennþá með áverka eftir harkalega handtöku. Ég var með liðagigt þegar ég var handtekin en þá snéri lögreglumaðurinn svona upp á hendina á mér þannig að verkurinn versnaði mjög mikið. Ég er með áverkavottorð og hef verið í spelku síðan.“ 3 Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir70 ára, píanóleikari og fyrrverandi tónlistarskólastjóri „Manni finnst þetta bara svolítið fáránlegt, það er eins og það sé verið að ýta við fólki, segja því að passa sig, og ef það geri það ekki geti það lent fyrir dómara. Það er hrein- lega eins og það sé verið að ýta á einhvern þannig punkt í samfélaginu. Við eigum að vera góð og hlýðin og ekki hafa neinar skoðanir því annars verður bara valtað yfir okkur með öllum tiltækum ráðum. Ég verð bara að segja að mér finnst Ísland vera að verða að hálfgerðu lögregluríki. Ég held við stöndum á svolítið mikilvægum tímamótum núna og við þurfum að vara okkur á því sem er að gerast. Ég er auðvitað ekki sátt við stjórnvöld en að sama skapi stolt yfir því að hafa staðið á rétti mínum.“ 4 Viktoría Áskelsdóttir56 ára markaðsfulltrúi „Gamli vinalegi lögreglumaðurinn er allt í einu orðinn þrautþjálfaður terroristalög- reglumaður, sem er farinn að beita þeim vinnubrögðum á venjulegt fólk. Þarna voru ömmur og afar og konur í miklum meirihluta sem fengu að dúsa í einangrun. Hvað er eiginlega að gerast? Mér finnst við vera að sjá vísi að fasistaríki. Ef það má ganga svo langt að handtaka fólk og ákæra það fyrir að sitja friðsælt úti í hrauni þá má í rauninni handtaka hvern einasta Íslending og stinga honum í fangelsi bara vegna þess að lögreglan segir það. Ef lögreglan kemst upp með að beita svona vinnubrögðum með samþykki innanríkisráðuneytisins þá er staðan sú að stjórnvöld eru tilbúin til þess að beita fasískum ráðum til þess að fá sínu framgengt.“ 5 Ragna D. Davíðsdóttir46 ára umhverfisfræðingur „Mér finnst þetta bara fáránlegt og kannski sýnir þetta hvernig réttlætið er orðið á Íslandi. Það hentar eflaust núverandi ríkisstjórn ágætlega að það megi ekki einu sinni fara fram friðsamleg mótmæli lengur. Þarna sat fólk og drakk te í hrauninu þegar fjörutíu lögreglumenn geystust á undan gröfu og tóku okkur höndum. Ég hefði aldrei trúað því að Ísland væri svona. Við gerum grín að Rússum út af Pussy Riot en ætli við séum ekki bara að verða verri.“ 6 Anna María Lind Geirsdóttir51 árs, myndlistar- og leiðsögumaður „Það vekur furðu mína og hneykslan að við af öllum séum þau sem dregin eru fyrir dóm. Hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Við teljum okkur auðvitað vera saklaus og þess vegna eru nú þessi málaferli. En maður spyr sig, hver er framtíðin? Er það svona sem valdið beitir sér? Þetta horfir þannig við mér að lögreglan geti hér eftir gefið hvaða fyrirskipun sem er og ef maður hlýðir ekki sé maður dreginn fyrir dóm.“ 7 Gunnsteinn Ólafsson51 árs tónlistarmaður „Okkur finnst skrítið að menn skuli gefa sér tíma í að elta ólar við fólk sem stendur vörð um lögin í landinu á meðan þeir sem við teljum vera að brjóta náttúruverndarlög eru að störfum úti í hrauni. Það er líka skrítið að lögreglan skuli ganga í lið með þeim sem brjóta lögin. Við höfum krafist þess að framkvæmdum yrði frestað þangað til búið væri að skera úr um hvort þetta væru löglegar framkvæmdir. Við teljum þetta ólöglegt og Vegagerðin taldi sig ekki þurfa að bíða eftir því sem þýðir að Vegagerðin hefur tekið sér dómsvald í hendur. Það er auðvitað forkastanlegt.“ 8 Kristinn Guðmundsson61 árs, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun „Það er alveg svívirðilegt að svona aðgerðum skuli vera beitt við svona tilefni. Það var búið að kæra framkvæmdina og það er ekkert búið að gera það upp þannig að þarna er einhver að leika dómara fyrirfram. Þetta er vanvirðing við dómskerfið og sú afstaða mín hefur ekkert breyst frá því ég var þarna.“ 9 Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir29 ára, leikkona og söngnemi „Mér finnst þetta eiginlega svolítið óraunverulegt. Ég hafði aldrei búist við því að ég ætti eftir að enda fyrir dómi vegna þessara mótmæla. Mér finnst þetta mjög ógnvænlegt og kannski lýsandi fyrir það hvar við stöndum í þessu sýndarlýðræði. Þú mátt alveg segja hvað þér finnst en við þurfum ekki að hlusta. Þannig að maður á ekki að vera að reyna breyta neinu, maður á bara að halda að maður geti breytt einhverju. Maður spyr sig líka í ljósi þessara viðamiklu aðgerða og viðbragða hvort fólk muni í framtíðinni leggja í það að segja skoðun sína?“ Níumenningarnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.